Morgunblaðið - 29.08.1970, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 29.08.1970, Blaðsíða 16
16 MORGUNKLAÐEÐ, LAUGARDAGUR 29. ÁGÚST 1970 Bingó — Bingó Bingó í Templarahöllinni, Eiríksgötu 5, mánudag kl. 21. — Húsið opnað kl. 20. Vinningar að verðmæti 16 þús. kr. ÓÐMENN leika frá kl. 9—2. — Munið nafnskírteinin. STAPI í kvöld. STAPI. Umboðssími TRÚBROT er 35131. — Á Þingvöllum Framhald af bls. 13 sagði svo við Jón bónda Guð- mundsson á Brúsastöðum, sem rak gistihúsið, að upphæðin væri svipuð þvi sem hann tæki fyrir meiri háttar málverk. Spyr hvort ekki sé allt í lagi aðhann borgi með stórri mynd frá Þing- völlum, gerðri sérstaklega fyrir eiganda Valhallar? Þetta fannst Brúsastaðabónda viðkunnanleg hugmynd, og samþykkti strax. Næsta morgun árla gekk Kjar val út i hraunið, var þar fram undir kvöld, kom svo með mál- verk sitt. Hann hafði ratað bein ustu leið að hjarta gestgjafa síns. Myndin var af Valhöll, úrnokk urri fjarlægð, og hið stórfeng- lega landslag orðið baksvið og umhverfi hins veglega gistihúss Jóns bónda. Mörgum mun í minni hve mikla tilbeiðslu eigandinn hafði á þessu listaverki, sem lengi hékk á vegg í einum af sölum Valhallar — og mátti heita altar istafla Jóns á Brúsastöðum. Þeg- ar við vorum á Þingvöllum 1934 með ítalska ráðherranum Italo Balbo og liði hans af 24 flug- vélum, kom Jón til min, eftir kaffið, með þrjú eintök af lit- prentuðu póstkorti af málverki Kjarvals, eitt handa hinum er- lenda ráðherra, annað handa Ásgeiri Ásgeirssyni forsætisráð- herra okkar, en hið þriðja gaf hann mér, fyrir milligönguna. Hann lagði ríka áherzlu á að ég segði Balbo, að kortið hefði hann látið gera til að heiðra með því tignustu menn sem til Þingvalla kæmu; það væri hvergi til sölu — „þvi jafnvel ekki eftirmynd af svo dýrðlegu listaverki verður til peninga met in.“ Ég vil mega skjóta hér inn í annarri sögu sem til þess bend- ir, að Jón á Brúsastöðum hafi ekki verið með öllu venjulegur gestgjafi. Rétt fyrir stríð var miðaldra þýzk kennslukona í ís- lenzkutímum hjá mér í háskól- anum í Berlín, og lék mikill hug- ur á að geta verið sumar á ís- landi, en gjaldeyrir til ferðalaga var af skornum skammti. Ég skrifaði vini mínum Alexander Jóhannessyni, og hann kom því svo fyrir, að hún réðist kaupa- kona til Jóns á Brúsastöðum yf- ir hásumarið, en skyldi jafn- framt starfa í Valhöll, þegar með þyrfti. í>á bar svo til að hjúkr- unarkonur Norðurlanda þing- uðu á íslandi, komu til Þing- valla og sátu kvöldverðarboð í Valhöll. En við hvern disk lá prentað kvæði til þings hjúkr- unarkvenna frá gistihúseigand- anum Jóni bónda. Þá sagði kennslukonan, að runnið hefði upp fyrir sér, hve mikill höfð- ingi var sá maður, sem hún hafði gerst handgengin. Hún hafði kvæðið með sér i fyrsta tíma um haustið. Það var rétt kveðið og að öllu prýðilegt. Við þýddum það, og glöggvuðum okkur á hugmyndum þess. Seinna sagði ég Jóni frá þessu. Hann brosti í kampinn, þótti kyndugt, en engan veginn verra, að kvaÆi eftir sig hefði orðið námsefni í erlendum háskóla. Nokkuð mun Jón hafa verið sérkennilegur í málfari. I elli hans bar Jónas Jónsson frá Hriflu að garði í Valhöll, og þeir tókust tali. Jónas spyr um heilsu Jóns. Hann lét vel af; en bætti þó við: „Reyndar fékk ég nýlega snert af bráðkveddu." „Já, einmitt," sagði Jónas, og varð augnablik hugsi. „Ekki er það nú betra en hvað annað.“ „En svo eru þessir ultra-bláu geislar úr Þingvallavatni, sem allt lækna“, sagði Jón. „Já, þvi gæti ég trúað," sagði Jónas. En ekki löngu síðar andaðist Jón á Brúsastöðum. Skömmu áð- ur hafði hann fært Þingvalla- bæ málverk Kjarvals — en ekki að gjöf; aðeins mælt svo fyr ir, að það skyldi um allan ald- ur geymast á virðulegasta stað á Þingvöllum. Sjálfur vildi hann vera eini eigandi hins mikla lista verks, lifs og liðinn, og til enda veraldar. - Alfreð Flóki Framhald af kls. 10 saonan leksíkon uim listamenn, Steinn Steiniairr hélt því fast fram á tímaíbili, að al'lir lista- imenin væru dvergar. Ég hef hugsað þetta mjög nóið og út úr því fengið ástríðu á að sainina hið gaignsbæða. Til dæmis var Paiga- nini wæstuim eins stór og ég! í miínum lelksikoin skiptir erngu hvaða stefnu eða isima meinin hatfa dýrfkiaið, heldur hvaða flibba- niúmier þeir nobuðu, síkóniúmer, hvort hjónabaind þeirra var far- sælt. Að míniu áliti er kynferðis- ilífið næstmikilvægast í lífi hvers mianns; næst á eftir flibbanúmer- irau. — Ertu langt koiminn með þetta verk? — Ég er komiran fraim í B-ið. — Og eru fleiri í A-inu en Alfreð Fióki? — Ójá. Þeir eru niökkrir. Serani lega eirum við um 170 talsins. Annars er ég núnia í Beardsl'ey. Hainn var enskur teiknari og dó 26 ára 1898, ef ég man rétt. Ég stenid hreint fastur í honium, því fcyniferðisilíf hans var mjög erfitt. — Og hvemig lýsir þú sj'áltf- uim þér? Flóki hal: ar nndir flatt. Þegir stumidarfkom. Svo Ijómar hanmi. — Ég er einikar fallegur maðhr, sjartmerandi hreint og beint. Og igfáfaður. Hinn elsku'legasti malð- ux í alla staði. í passanwm mín- um stendur að ég sé 185 senti- metrar á hæð. Það er Iygi. Ég ég 186 eða 187. — En sem lisitamanmi? — Bíddu nú hægur. Jú. Ég er eiran miesti listamaður, sem ís- larad hefur eignazt. Réyndar set ég aðeins einm. mér ofar. Það er Kjarvai. Hins vegar er ekki lofcu fyrir það skotið að velyiljaðir krítikerar síðari tírna telji mig naeiri. Mér fellkiT bezt að vinna með vaxandi tungli og ég verð a0 vera síðhærður. Veizt þú nioktouð um asbrónómi? Það er mitoiíll leyndardómuir, drenigur minn. En leksikoninn minn bttivur. — Hvenær má búast við hon- um á maxkaðinn? — Ég get tæptega ímynidað mér svo vel gefinn mann, að hatnn vilji gefa þetta rit mitt út. Hins vegar verðúT það auðvitað til í handriti, þegar ég stóg uim borð í eldvagninn. Og Flóki sveiflar hendinini virðulega frá sér. Áheyrninni er loikið. fj. Á batavegi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.