Morgunblaðið - 29.08.1970, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 29.08.1970, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGAR'DAGUR 29. ÁGÚST 1970 ansömum tón til þess að það gœti orðið tekið sem spaug. En heldur ekki meira. — Við skulum nú ekki dvelja við verri hliðina á þessu. Walt- er vildi halda Edith frá skjól- stœðingum sínum, og Mark ætl aði líka að reyna til þess, ef hægt væri. Svo að hann brosti bara. — Gott og vel. Edith hló aft- ur. — Þá skulum við líta á fínni hliðina á þessu. -— Þetta með að álykta út frá fengnum upplýs- ingum. Finnið þér nú eitthvað út, hr. Raeburn! Hún tók glas hjá frammistöðustúlkunni, sem gekk framhjá og sneri sér aftur að Mark. — Finnið þér eitthvað út um mig. Mark leit á hana og hristi höfuðið. 3. aði eitthvað að fara að segja, en Mark svaraði, hinn rólegasti: — Ég er einkaspæjari. — Guð minn almáttugur! Ed- ith Desmond teygði fram álk- una og glápti á hann. — Þér eruð sá maður? Þér björguðuð lifi Walters í Kóreu? — Nei, það er nú bara ímynd- un hjá Walter. En Edith var hætt að taka eftir. — Hvernig er þetta — að vera spæjari? Ég á við: geta all- ir verið það, eða er það eitt- hvað sérstakt? Hvað þarf mað- ur að vera? Hún þagnaði, og þetta virtist vera spurning í al- vöru hjá henni. Mark sagði: — Maður þarf að vera eftir- tektarsamur, hugsa skipulega og vera þolinmóður. Og geta dreg- ið ályktanir af þvi, sem maður verður vísari um. — O, siúður. Þið liggið bara á skráargötum og horfið á eig- inmenn og hjákonumar þeirra. Hún sagði þetta í nægilega gam — Þetta er utan vinnutíma, sagði hann. — Já, en þér verðið að gera það, hr. Raeburn. Það væri svo gaman. Þetta var næstum fyrsta tillag Sally Evans til samtalsins og hún hafði fallegan málróm. — Hvers vegna ekki? sagði Clayton ofursti. — Þetta er ágæt is hugdetta. — Jæja, gerið þér nú eitthvað, hr. Raebum. Þetta var Michael Evans og var nú ekki nærri eins syfjaður og áður. Mark gekk að öskubakka og drap í vindlingn- um sínum. Harry Rick var hætt- ur að brosa og horfði á þau með forvitnissvip. Þama úti í útjaðr inum á þessu hávaðasama sam- kvæmi, sagði enginn í litla hópn um neitt, en allir horfðu á hann. Sjálfur horfði hann fast á Edith Desmond, en þó án þess að það væri áberandi. — Eruð þér viss um, að yður iangi í þennan leik, frú Des- mond? spurði hann. Mótanefnd. MELAVÖLLUR KL. 16. I dag laugardaginn 29. ágúst leika Fram I.B.V. Tilboð óskast í að byggja íbúðarhús fyrir Laxeldisstöð ríkisins í Kollafirði. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, gegn 2.000,— króna skilatryggingu. Tilboð verða opnuð mánud. 7. sept. n.k. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTÚNf 7 SÍMI 10140 — Já, vitanlega. Byrjið þér bara — ef þér getið. En ekki plata. Þér verðið að segja mér eitthvað, sem þér vitið ekki um mig fyrirfram. — Vitanlega, sagði Mark. — Þvi lofa ég. Eigum við þá að byrja á byrjuninni? Hann hélt áfram að athuga hana vandlega. — Þér eruð fædd i Suður-Afr- iku. Móðir yðar var af gamalli og efnaðri suðurafriskri sétt. Fað ir yðar var af skozkum upp- runa, hafði lært í skozkum há- skóla og var lögfræðingur í góðu gengi. í dauðaþögninni, sem varð, heyrðu allir viðstaddir hörkuna í hlátrinum, sem Edith rak upp. — Þér eruð að plata. Þér vitið þetta allt saman. — Þetta ættirðu ekki að segja, greip Alee Desmond fram í, ró- lega. — Hr. Raeburn gaf þér sitt æruorð. — Eigum við að halda áfram? sagði Mark lágt. — Þér urðuð alvarlega veik, þegar þér vor- uð barn. Þér... — Hættið þér! Þetta er nóg! Náfölt andlitið á frú Desmond, með kinnalit og varalit áberandi ^tarði á Mark í hryllingi. Hún virtist alveg ætla að sleppa sér. En svo stillti hún sig.— Ef þér eruð að plata, þá kann ég ekki við það, og ef ekki, þá kann ég ennþá verr við það. Hún sneri sér að Clayton ofursta. — Au- brey, farðu með mig burt og vertu góður við mig. Það var raunverulegur bænarhreinur í röddinni. Clayton ofursti tók stórri brúnni hendinni í hand- legg hennar, en um leið og hann gerði það, missti hún hanzka nið ur á gólfið. Raeburn tók hann upp og rétti að henni. — Þakka yður fyrir. — Þér skuluð ekki vera að þakka mér, sagði hann. En það var um seinan. Aftur fór ein- hver vandræðahreyfing um all- an hópinn, rétt eins og gola yfir akur, og áður en nokkur annar gæti neitt sagt, sagði Alec Des- mond: — Þetta var sjálfri þér að kenna, Edith. Og það var eitt- hvað óhugnanlegt í ísköldum tón inum. Og Harry Rick var enn að horfa á Raeburn með forvitni í svipnum. — Hvernig fóruð þér að þessu, hr. Raeburn ? Hálftími var liðinn og Mark hafði staðið vel í stöðu sinni við að hafa af fyrir hinum gömlu, ljótu og feimnu, en nú var tekið að fjara út í sam- kvæminu og allt í einu var Sally Evans komin til hans. — Það er ósköp einfalt, sagði hann. — Bara venjulegur sam- kvæmisleikur. — Já, en ég vil vita, hvernig þér fóruð að því. Segið mér það. Hún var ekki lagleg — bæði munnurinn og tennurnar voru of stórar — en hún var ung og fjörleg og hann kunni vel við hana. — Gott og vel, sagði hann. — Walter lét þess getið, að ættar- nafnið hennar hefði verið Car- michael. Það er sközkt nafn. Fað ir hennar var gamall vinur föð- ur Walters, en hann var lögfræðingur. Þá var líklegt, að hinn hefði verið þaf líka. Enn- fremur hafa bæði Skotland og Suður-Afríka rómversk lög og fjöldi af skozkum lögfræðingum fluttist til Suður-Afríku. Dem- antarnir, sem hún var með bentu einnig til Suður-Afríku. Ég hef gaman af skartgripum. Umgerðirnar á eyrnalokkunum .: :'0:: M\\\v [\\\ —intaHíÁitMATINN u mllnmm ^JvMMSBBSBSSS B BBBM‘ .bíl""0 ASKUR V. BYÐUil YÐUR GIJÓÐARST. GRÍSAKíVTEIJ7TITIR GRILI.AÐA KJÚKIJNGA ROAST BEEF GLÓÐiÁRSTEIKT LAMB HAM BORGARA DJIJPSTEIKT/VN FISK xuðurlandsbraut Vf ximi 38550 r hennar voru að minnsta kosti sextíu ára gamlar, svo að það var þvi líklegt, að fjölskyldan hefði verið efnuð fyrir löngu. — Hvernig vissuð þér, að fað- ir hennar hefði sjálfur átt vel- gengni að fagna? — Þér vitið nú, hvernig Skot- arnir eru, sagði Mark. — Og ef hann á annað borð hefur fengið fyrstu einkunn í Cambridge, hef ur hann sennilega ekki verið neinn bjáni. Og í sömu átt benti vinskapur hans við föður hans Walters. — Carmichaelættin hefði vel getað verið búin að vera í Suð- ur-Afríku, margar kynslóðir, sagði Sally. Mark hristi höfuð- ið. •— Hún tók eftir hálenzka fram burðinum mínum. Og í hennar eigin málrómi mátti greina ofur- lítinn skozkan hreim. — Sniðugt hjá yður, sagði Sally. Hún hafði falleg augu. — O, ég gat bara rétt uppá. — En þessi veikindi? — Frú Desmond var með ör á hálsinum, en það var mjög lítið og ógreinilegt. Svona ör verður ekki ógreinilegt, nema skurður- inn hafi verið gerður á barni innan sjö ára aldurs. Mark sneri sér við og horfði út um glugga- dyrnar. Edith Desmond var á gangi úti í garðinum, milii Michael Evans og Claytons ofursta. Alec Des- mond var úti í horni að tala við Harry Rick. Þetta virtist vera eitthvað merkilegt samtal, en sami kaldi rannsóknarsvipurinn var á honum sem áður hafði verið. — Eftirtektarverð kona hún frú Desmond, sagði Mark. — Eftirtektarverð ?! Vitið þér, hvað mér finnst um hana? Aug- un í Sally voru þokukennd, er hún leit á Mark. — Mér finnst hún vera baneitruð andskotans dræsa, hvorki meira né minna. Og hún leit út í garðinn, þar sem maðurinn hennar var á gangi við hliðina á frú Desmond. Það var komið yfir miðnætti. Stofan var orðin manntóm. Ev- anshjónin höfðu beðið og feng ið eitthvað snarl að borða. En nú voru þau líka farin. Edith Desmond hafði farið skömmu eftir klukkan níu, studd af manninum sínum, föl og áberandi sveitt. En þó hafði hún ekki beinlínis gubbað þarna á staðnum. Og er hún gekk fram hjá Mark, hafði hún skælt á sér málaðan munninn. — Spáið þér líka um framtíð- ina ? hafði hún spurt. — Nei, svaraði hann hóglega. — Það geri ég ekki, frú Des- mond. Það voru kvaladrættir í drukknu andlitinu á henni. — Guði sé lof, hafði hún sagt. Walter hreyfði sig í stólnum, Hrúturinn, 21. marz — 19. apríl. Nú er tækifæri til að komast áfram í starfi, ef rétt er að farið. Nautið, 20. apríi — 20. maí. Reyndu að fá tæknilega aðstoð og samvinnu. Tvíburarnir, 21. maí — 20. júní. í>ú átt skemmtilegan dag, ef þig langar til að reyna dálitið á þig — og græða. Krabbinn, 21. júní — 22. júlí. Reyndu að fylgja vel eftir tilfinningamálum, og fjármálum í dag, annars fer eitthvað á milli mála, hvert þú kemst. Ljónið, 23. júlí — 22. ágúst. Flýttu þér að fara eftir eigin áætlunum, svo að annað fólk fari ekki að skemmta sér við það. Meyjan, 23. ágúst — 22. september. Reyndu að hrökkva upp úr farinu í dag og gera eittlivað skemmtft- legt eða óvenjulegt. Vogin, 23. september — 22. október. Gæfan er með þér, ef þú crt reiðubúinn að taka svoleiðis meðlæti. Sporðdrekinn, 23. októb-er — 21. nóvember. I»ú eyðir sjaldan tímanum til einskis eða hleypur út undan þér. Bogmaðurinn, 22. nóvember — 21. desember í dag áttu einhverju láni að fagna, og þú getur ekki deilt sigr- inum með neinum. Hart að þurfa að þegja. Steingeitán, 22. desember — 19. janúar. Vinir þínir eru þér hollir, og þú færð ágætt tækifæri fyrir tilstilli þeirra. Þér er uppálagt að gæta fjár þíns, en þú verður heppinn, og þér verður mikið ágengt. I»ú virðist ekki vera á lciðinni með að breyta áformum þínum neitt. Vatnsberinn, 20. janúar — 18. febrúar. Málefni þín taka nýja stefnu, og þú sérð allar horfur á góðæri. Ef þú ferð vel með málefni þín, kann að batna verulega í ári. Fiskarnir, 19. febrúar — 20 marz. Reyndu að fá viðurkenningu fyrir eitthvaö, sem þú hefur komið I verk.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.