Morgunblaðið - 04.09.1970, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. SEPTEMBER 1970
11
breytni í framleiðslu og skapa
jrundvöll að mikilli og árvissri
atvinnu fyrir marga. Þegar
þessum atvinnuvegi hefur
verið komið á tæknilega hátt
stig, er ekki ósennilegt að
um útflutning afurða geti orð
Ið að ræða. Víst er það, að
íkki veitir okkur af að renna
fleiri stoðum undir atvinnu-
vegi okkar.
ERFIÐLEIKAR í
LANDBtJNAÐI
— Hvemig hefur heyskap
ur gengið í Borgarfirði?
— Hann hefur ekki geng-
ið vel. Margir bændur hafa
að visu fengið allvel verkuð
hey, en uppskeran er lítil
vegna sprettuleysis. Þetta er
Deim mun þyngra, sem sú stað
feynd liggur fyrir, að þetta
sumar getur orðið hið þriðja
i röðinni, sem bregzt að tals-
verðu leyti. Tjóns af ösku-
falli hefur ekki gætt hér að
ráði, en margir velta nú fyr-
ir sér þeim vanda, sem ris í
vetur vegna fóðurbætis-
kaupa og áburðarkaupa í
vor. Þá er og vaxandi uggur
i mörgum vegna kals í tún-
am og er fylgzt með aðgerð-
iim og áformum, sem til bóta
nega verða, ekki sízt tilraun-
jm með kalkáburð á Hvann-
íyri.
FÉLAGS- OG
MENNINGARMÁL
Það er verið að koma upp
dvalarheimili fyrir aldraða
Borgfirðinga í Borgarnesi?
— Það er nú langt komið
að byggja húsið, sem er
fyrsti áfangi, en síðar er ráð-
gert að byggja hliðarálmu við
það. Þarna geta rúmlega 20
manns búið. En þetta verður
sýslunni og sveitarfélögunum
dýrt í byggingu og tekjur t.d.
sýslusjóðanna litlar. Er því
unnið að því að reyna að afla
fjár til framkvæmdanna víð-
ar að.
Þá er verið að ganga frá
húsnæði fyrir söfnin, sem hér
eru, héraðsbókasafn, héraðs-
skjalasafn og byggðasafn.
Eru þetta rúmgóð salarkynni
í nýbyggðu húsi ofarlega í
Borgarnesi, í námunda við
Dvalarheimilisbygginguna.
Skrásetning bókasafnsins
fer jafnframt fram, samhliða
flutningi.
— Þú minntist áðan á tekju
stofna sýslu- og sveitar-
félaga. Hvað viltu segja nán
ar um það efni?
— Ég hef áður gert grein
fyrir því, að mikill vandi er
á höndum að þvi er sýslu-
sjóði varðar, því á þá hafa
verið lögð aukin gjöld, bæði
með lögum og á annan hátt,
án þess að þeim væri séð fyr-
ir tekjum á móti. Á þessu hef
ur enn ekki fengizt lausn, en
um lögin um tekjustofna sveit
arfélaga má geta þess, að
sýslunefndarmenn beggja
sýslnanna eru sammála um
að fara þess á leit við
Alþingi, að ákveðin atriði
verði tekin til athugunar.
Svo sem að jöfnunarsjóður
verði að drjúgum hluta not-
aður til þess að jafna þann
gífurlega mun, sem nú er á
aðstöðu sveitasjóða til tekju-
öflunar, en eins og nú hagar
til er jöfnunarsjóður að
mestu leyti notaður til út-
deilingar til sveitafélaga,
miðað við ibúatölu, en að
nauðalitlu leyti til að jafna
aðstöðu sveitafélaganna til
þess að standa undir lög-
skyldum gjöldum.
Þá eru sömu aðilar ein-
dregið þeirrar skoðunar, að
hvert sveitarfélag fái rétt til
þess að njóta skatttekna út-
svara, fasteignargjalda, o.fl.
af hlunnindum, mannvirkjum,
löndum og fyrirtækjum inn-
an vébanda þeirra, enda þótt
eigendur eða tekjuhafar
þeirra séu búsettir eða skráð
ir í öðrum sveitafélögum,
nema um almannastofnan-
ir sé að ræða og eðlilegra
þætti að greiddu landsútsvar.
Eftir ákvæðum núgildandi
laga, eru mörg sveitafélög
svipt tekjustofnum til álagn-
ingar, svo að miklu nemur, en
verða þó að bera útgjöld
vegna eignarverðmætis þeirra
sem undir tekjustofnunum
standa. Þetta er augljóst mis
rétti.
Þörf væri einnig á því að
endurskoða ákvæðin um að-
stöðugjöld. Mætti hugsa sér,
að i ýmsum tilvikum væri rétt
mætt að hluti aðstöðugjalda
rynni í jöfnunarsjóð, t.d.
gjöld vegna stórra fram-
kvæmda af hálfu opinberra
aðila.
— Að lokum: Er stefnt að
þvi að sameina sýslufélög
Mýra- og Borgarfjarðar-
sýslna?
— Það mál er nokkuð kom
ið áleiðis, að því er undir-
búning varðar. Báðar sýslu-
nefndir hafa samþykkt, að
rétt sé að stefna að þessu
marki og hafa kosið nefnd
manna til athugunar á aðstæð
um. Sterkar líkur eru á, að úr
þessu verði, — en það verð-
ur þó ekki gert fyrr en að
lokinni almennri atkvæða-
greiðslu héraðsbúa.
M. Thors.
íbúð í Kópavogi
4—6 herb íbúð í Kópavogi óskast til leigu í 1 ár.
Uppl. á skrifstofunni ROLF JOHANSEN & CO Simar 36840 og 37880.
i ÚTBOÐf
Tilboð óskast í að byggja bækistöð fyrir Raf-
magnsveitu Reykjavíkur að Ármúla 31,
hér í borg.
Útboðsgögn eru afhent í skrifstofu vorri gegn
5.000,— skilatryggingu.
Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudag-
inn 6. október n.k. kl. 11.00.
INNKAUPASTOFNUN REYKIAVÍKURBORGAR
Fríkirkjuvegi 3. — Sími 25800.
Gyðingar gagnrýnd-
ir í Tékkóslóvakíu
*
Leyniþjónusta Israels ásökuð
um undirróður í landinu
Prag, 2. sept., NTB.
PRACE, blað verkalýðssam-1 segir Prace.
bands Tékkóslóvakíu, ásakaði í
dag Ieyniþjónustu tsraelsnianna
um að undirbúa árás á innan-
ríkis- og utanríkisstefnu landsins
og fyrir að hvetja tékkóslóvak-
íska þegna til þess að flytja úr
landi. Heldur biaðið því fram, að
öfl lieimsvaldasinna hafi átt mik
inn þátt í þróuninni í landinu
1968 og hafi Israelsmenn verið
þar umsvifamestir. Samkvæmt
frásögn blaðsins söfnuðu ísra-
elskir njósnarar upplýsingum
um alla mikilvæga atburði í
landinu og höfðu samtímis bein
áhrif á atburðaþróunina þar.
Prace ræðst harðlega á þá,
sem blaðið nefnir tékkóslóvak-
íska síonista og fullyrðir, að ráð
Gyðinga í Prag beri ábyrgð á
þeim vinsamlega áróðri, sem
dreift hafi verið um ísrael eftir
árás þess á Arabalöndin í júní
1967, í trássi við utanríkisstefnu
Tékkóslóvakiu.
— En timinn flettir hulunni
af öllu. Hann hefur einnig kom-
ið upp um þátt, sem hin alþjóð-
lega heimsvaldastefna og þjónar
Rude Pravo, blað kommúnista
flokksins, hélt þvi fram í gær,
að trúarleg öfl, sem staðið hefðu
að baki óeirðunum í landinu í
fyrra, hafi eftir sem áður of
mikil áhrif í ýmsum þorpum.
Sem dæmi þess nefnir blaðið,
að kirkjur hefðu verið byggðar
í mörgum þorpum, þar sem van-
rækt hefði verið að halda við
hennar í Tékkóslóvakíu, áttu, I skólahúsum og ýmsum menn-
ingarbyggingum.
Kennarar — íbúðir
Nokkra kennara vantar að barna- og unglingaskólanum í Sand-
gerði.
Ódýrar íbúðir og yfirvinna.
Umsóknarfrestur til og með 15. sept. n.k.
Væntanlegir umsækjendur hafi samband við Sigurð Ólafsson
skóiastjóra, sími 92—7436.
SKÓLANEFNDIN.
Skuldabréf óskast
Höfum verið beðnir að útvega nokkurt magn ríkis- og fast-
eignatryggðra skuldabréfa.
Upplýsingar í síma 18105.
FASTEIGNIR OG FISKISKIP
Austurstræti 17. III. hæð.
Karlmannaskór og stígvél — Nýtt úrval
Malta
Malta súkkulaðikexið er sjálfkjörið í hópi kátra félaga. Ánægjan
fylgir Malta jafnt á ferð sem flugi, — hvert sem er.
Það leynir sér aldrei, — Malta bragðast miklu betur.