Morgunblaðið - 04.09.1970, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAf>TÐ, íÝSoTimjmro i ^dtrmBER 1970
ódýrri útsölu. En þau voru vand
lega valin og áttu vel saman.
Þarna var ofurlítill þefur af
blómum og gljávaxi. Stofan var
ekkert tiltakanlega snyrtileg, en
þó gijáfægð og strokin. Sýnilega
var Sally góð húsmóðir. Sem
snöggvast fann Mark til öfund-
ar og einmanakenndar.
•— Er þetta ekki hræðiiegt
með hana Edith Desmond. Þetta
kom snöggt og vefningalaust hjá
Sally. Mark kinkaði kolli.
— Jú, það er hryllilegt.
— Ætli þeir verði ekki fljótir
að ná i manninn. Meðan Sally
talaði, horfði hún út um glugg-
ann. Ibúðin var hátt uppi og
þaðan var vitt útsýni yfir stóra
garðinn, en lengra burtu sást
graslendið og trén á Almenn-
— Þakka yður fyrir. Hann
gekk inn og leit í kringum sig,
svo að lítið bar á, af gömlum
vana. íbúðin var á þakhæðinni í
húsi Guesthjónanna, og hafði
einu sinni verið geymsiurúm.
Herbergin voru stór en lágt und
ir loft. Evanshjónin höfðu gert
þau í stand, og áreiðanlega með
eigin höndum, og máiað þau næst
um einvörðungu í ljósum litum.
1 setustofunni, sem Sallý vísaði
honum inn í, var grátt, dýrt gólf
teppi, sýnilega brúðkaupsgjöf,
en að öðru Jeyti höfðu húsgögn-
in sennilega verið keypt á
ingnum. Þar sást eitthvert fólk
á gangi í síðdegissólinni — rosk
inn maður með staf, tvær ungar
stúlkur, sem gengu saman með
bamavagna og tveir hundar.
Allt þetta leit mjög friðsamlega
út. Sally leit aftur inn í stof-
una og yppti ofurlitið öxlum,
rétt eins og hrollur væri í
henni. Þau höfðu víst bæði ver-
ið að hugsa um það sama.
— Ég býst við því, sagði
hann. — Sannast að segja var
það einmitt þetta, sem ég vildi
tala um við þig.
— Um að ná í vitfirringinn ?
Hótel Borgames Borgarnesi
Okkur vantar nú þegar stúlkur til framreiðslu í sal.
Uppl. hjá hótelstjóranum.
HÓTEL BORGARNES.
Atvinna
Áreiðanleg og rösk stúlka óskast strax til
starfa í tannlæknastofu.
Uppl. um aldur og fyrri störf sendist afgr.
Mbl. merkt: „Áreiðanleg — 4211“.
Cangstéttarhellur
fyrirliggjandi, 3 stærðir, og kantsteinar,
2 stærðir.
HELLUSTEYPAN,
Garðahreppi,
sírnar 52050 og 51551.
BUÍÐBURÐARFOLK
í eftirtalin hverfi
Lindargötu — Hverfisgötu frá 14-56
SkerjafjörÖur, sunnan flugvallar
Laufásveg frá 2-57 — Sœviðarsund
Hátún — Miðbœr — Aðalstrœti
TALIÐ VIÐ AFGREIÐSLUNA í SÍMA 10100
Saily botnaði ekki neitt í neinu.
Og hún var föl i dag. En lagleg
var hún.
— Nei, um fráfall Edith Des-
mond, svona almennt tekið.
— Hefurðu áhuga á því sem
spæjari? Það dugðu engar
málalengingar við Sally. Þegar
hún vildi spyrja einhvers, þá
gerði hún það umbúðalaust.
— Já, að vissu leyti hef ég
það.
— En það er nú lögreglunnar
verk að elta uppi kynæðinga.
Mark kinkaði koili — hann hafði
greinargerð sína tilbúna.
— Þú skilur, ég var sjálfur
einu sinni í lögreglunni, og
þekki hana því. Alec Desmond
er mjög áfram um, að ekkert
niðrandi komi fram um Edith, ef
hægt er að komast hjá því.
Hann hélt, að ef ég tæki þetta
að mér, gæti það kannski tek-
izt. Þetta var nú ekki sérlega
góð greinargerð, en hún gat ver
ið fullgóð við fólk sem þekkti
ekki starfsaðferðir lögreglunn-
ar. Og Sally kinkaði kolli, enda
þótt enn væri forvitnissvipur á
henni.
— Auðvitað vildi ég gjarnan
hjálpa þér eí ég get, en ég veit
bara ekki, hvei’nig það mætti
verða.
— Segðu mér allt, sem þú
veizt um Edith Desmond.
— En ég veit bara raunveru-
lega svo lítið um hana. Eg hef
aðeins hitt hana í kokteilboðum
og þess háttar. Og í búðum,
einu sinni eða tvisvar. Mark
renndi aftur augunum til glugg
ans. En svo leit hann aftur á
Sally. Augun í henni voru grá-
blá.
— Þú þekktir hana að minnsta
kosti nóg til þess að kalla hana
eitraða, bölvaða dræsu.
-— Nú, svo að þú mannst eítir
því.
— Þú sagðir það þannig, að
það var ekki auðvelt að gleyma
því. Sally hallaði sér fram og
leit niður á gólfið, en síðan upp
aftur.
Ég meinti svo sem ekkert sér
stakt með því. Þú veizt hvern-
ig þetta er í þessum drykkju-
veizlum. Allir fá einum of mikið
°g segja þá sitt af hverju. Hún
leit aftur niður í gólfið, spyrnti
af sér öðrum hællága skónum,
laut síðan niður og setti hann á
sig aftur. Mark horfði á hana,
án þess að brosa, en eftir andar
tak leit hún upp aftur og mætti
augum hans.
— Ég held þú trúir mér ekki,
eða er það? Hún talaði mjög
lágt. Mark sýndist hún líta dá-
lítið þreytulega út.
— Nei, ef satt skal segja, þá
trúi ég þér ekki. í fyrsta lagi
drakkstu lítið annað en gos-
drykki. Vitanlega ræðurðu því
sjálf hvort þú svarar spurning-
um mínum eða ekki. En ef þú
svarar þeim, vil ég heyra sann-
leikann. Röddin í Mark var
enn kuldaleg og hann leit fast á
stúlkuna. Hún var áreiðanlega
að leyna einhverju, og eitthvað
lá þungt á henni. Ef hann gengi
harðar að, kæmist hann kannski
að því, sem hún var að leyna.
— Sjáðu nú til, sagði hann. —
Hugsum okkur, að Edith hafi
alls ekki verið myrt af brjál-
uðum manni. Hún leit á hann,
hissa.
— Ekki myrt?
— Myrt af einhverjum manni
með fullu viti og í ákveðnum
tilgangi.
— En hvað þá um þessar tvær
fyrri árásir?
-— Undirbúningur undir hitt.
— Er það hugsanlegt? Nú var
hún aftur lágróma.
— Það er alltaf hugsanlegt.
En viltu nú hjálpa mér? Hvers
vegna hataðirðu Edith Des-
mond? Sally hallaði sér aftur í
stólnum.
— Nei, ég hataði hana ekki,
svei mér þá. Sally reyndi að
tala óþvingað. Það var sýnilegt,
að hún hafði verið að því komin
að leysa frá skjóðunni, en séð
sig um hönd. Mark stakk hendi
í vasa sinn og dró fram umslag.
Tók síðan ljósmynd úr því.
— Líttu á þetta, sagði hann.
Sally tók myndina og leit á
— Þú þarft ekki að borga rafmagnsreikninginn í dag — það
er sunnudagur.
hana stundarkorn, án þess að
skilja neitt. Svo rak hún upp
ofurlítið óp og myndin datt á
gólfið.
— Þetta ei'um við að tala um,
sagði Raeburn með alvövuþunga.
Hann tók upp myndina og stakk
henni aftur í umslagið. —- Þess
vegna vil ég fá þína hjálp. Nú
var Sally orðin náföl.
— Edith Desmond var að elta
hann Michael, sagði hún. Mark
kinkaði kolli. — Þetta kvöld
kom hún með hr. Rick í boðið
— það var af því að hr. Rick
er svo mikilvægur maður — og
gat hjálpað Michael. Sannast að
segja talaði hr. Rick lengi við
Michael þarna um kvöldið og
bauð honum seinna til hádegis
verðar. Michael var nýbúinn að
segja mér þetta, þegar ég sagði
þetta við þig um hana Edith.
Þú skilur, að Michael var henni
mjög þakklátur. Ég hataði hana
— en kannski hefur það bara
verið venjuleg, ómerkileg af-
brýðisemi.
— Ég skil. Þakka þér fyrir að
segja mér þetta. En nú þyrfti
ég að tala við Michael. Sally
leit snöggt upp.
— Já, en það geturðu ekki.
Veiztu það ekki?
— Veit ég hvað? Hann botn-
aði ekki upp eða niður í þessu.
— Nei, náttúrlega veiztu það
ekki. Hvers vegna ættirðu að
vita það. Það er nú heldur eng-
in heimsviðburður, ef út i það
er farið. Michael er i Kanada.
— 1 Kanada? Hvenær fór
hann?
— Það var nú bara í gær. Hr.
Rick fól honum sérstakt verk.
Það getur verið ágætt tækifæri
fyrir hann.
— Þú ert nú samt ekkert hrif
in af því.
-— Michael fannst Edith Des-
mond eiga það skilið af sér.
— Ég skil.
— Þér finnst það ómaklegt af
mér að vera afbrýðisöm, eins og
allt er í pottinn búið?
— Ég skil bara ekki, hvers-
vegna þú þarft að vera gröm.
Héðan af er engin hætta á
neinu.
— Michael er mjög heiðarleg-
ur maður, skilurðu. Hann greið-
ir alltaf skuldir sínar skilvís-
lega. Hann greiddi Edith Des-
mond það, sem hann skuldaði
henni, nóttina áður en hún dó.
í þeim gjaldeyri, sem hún fór
fram á.
— Ég skil, sagði Mark hóg-
lega. — En nú er hún dauð.
— Já, en það er Michael ekki.
AUt í einu stóð Sally á fætur
og stanzaði beint fyrir framan
Mark. — Þér finnst það sjálf-
sagt ekki skipta neinu máli.
Svona eruð þið karlmennirnir:
nú er hún dauð, og ég ætti að
stað skaltu leggja
Hrúturinn, 21. marz — 19. apríl.
Það er betra að lofa fólki að leita tii þín, en að gera of mikið úr
málunum.
Nautið, 20. apríj — 20. maí.
Þér hcntar bezt að eiga rólega daga. Þess
óvenjulega mikið á þig.
Tvíburarnir, 21. maí — 20. júní.
Það reynir oft á stoltið og hégómann hjá þér. Reyndu að líta í
eigin barm.
Krabbinn, 21. júní — 22. júlí.
Reyndu að komast almennilega i gang til að losa þig við dagleg
leiðindi. Það geta allir orðið leiðir á lífinu.
J.jónið, 23. júlí — 22. ágúst.
Þess gerist þörf að vanda framkomu þína enn um hríð.
Meyjan, 23. ágúst — 22. september.
Það eru allir hálf latir í dag, hvað scm þú segir, og reyndar þú
líka. Fjármálin standa í staö í svininn.
Vogin, 23. september — 22. október.
Þú nærð góðum árangri í dag, vegna þess, að menn eru heldur
samhuga þér en nokkuð annað.
Sporðdrekinn, 23. október — 21. nóvember.
Þér gengur vel að sannfæra aðra og fá þá á þitt hand.
Bogmaðurinn, 22. nóvember — 21. desember
Vinir þínir og féiagar hafa tilhneigingu til þess að leiða þig afvega.
Steingeitin, 22. desember — 19. janúar.
Leitaðu ráða sérfræðings og reyndu að bjarga öllu lagastappi eins
snemma dags og þú mátt.
Vatnsberinn, 20. janúar — 18. febrúar.
Spurðu sjálfan þig, rétt eins og þú myndir spyrja vini þína,
nærgöngulla spurninga. Þcss cr farið að gerast þörf upp á síðkastið.
Flýttu þér, þótt þig fýsi að hangsa.
Fiskarnir, 19. febrúar — 20 marz.
Ef þú ert ekki ánægður með útkomu málanna, er það þér sjálfum
að kenna.