Morgunblaðið - 04.09.1970, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 04.09.1970, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. SEPTEMBER 1970 Guðrún Eiríks- dóttir - Minning Fædd 9. desember 1888 Dáin 9. ágúst 1970 „ÉG HEF barizt góðu barátt- unni, hef fullnað skeiðið, hef varðveitt trúna. Og nú er mér geymdur sveigur réttlætisins“. — Þessi ritningarorð urðu mér efst í huga, er ég um langan veg spurði andlát ömmu minnar, Guð rúnar Eiríksdóttur frá Seyðis- firði. Ekki þann veg að skilja, að henni sjálfri nokkru sinni hefði til hugar komið að taka sér svo stór orð í múnn og gera þau að sínum. En með lífi sínu öllu bar hún vitni þeirri trú- festi, er í örðugustu raun berst góðu baráttunái og fullnar sitt skeið, þó að óbyrlega blási um hríð. Þess konar æviþráður flétt ar af sjálfu sér þann sveig ár- angursríkra athafna og verður æ augljósari með hverri nýrri upp skeru langrar ævi og þó skýrast ur við verkalok. Guðrún Eiríksdóttir var fædd að Hnefilsdal á Jökuldal. Meðan hún enn var á barnsaldri, flutt- ust foreldrar hennar að Áslaug- arstöðum í Vopnafirði, og þar óx Guðrún upp. Ung að árum fór hún heiman að, var meðal annars um eins árs skeið við saumanám á Seyðisfirði, en hvarf aftur heim og giftist Ing ólfi Hrólfssyni frá Vakursstöð- um í Vopnafirði. Settu þau hjón in bú saman að Vakursstöðum og bjuggu þar í nokkur ár. Hér fæddust eldri börn þeirra, Am- þrúður, síðar gift Steini Stefáns t Eiginkona min, Millý Eiríksdóttir, Bjargi, Stokkseyri, sem andaðist 27. ágúst, verð- ur jarðsungin frá Stokkseyr- arkirkju 5. sept. kl. 2 e. h. Húskveðja hefst kl. 13.30. Fyrir hönd vamdamamina. Gísli Magnússon. t Móðir okkar, teogdamóðir og amma, Jóhanna Erlendsdóttir, Asbyrgi, Vestmannaeyjum, anda’ðist að morgni hins 3. september. Rögnvaldur Johnsen systkin og aðrir. aðstandendur. t Maðurinn minn og faðir okkar, Steini Guðmundsson, Hólmgarði 39, lézt í Landspítalamum 3. sept. Fyrir mína hömd og bama minna. Jóhanna Jónsdóttir. syni, skólastjóra á Seyðisfirði, en nú látin fyrir nokkrum ár- um, Hrólfur, síðar bæjarstjóri Seyðisfjarðarkaupstaðar, Brynj- ólfur, ráðuneytisstjóri í Sam- göngumálaráðuneytinu og Berg- ljót, gift Ágústi Jóhannessyni í Keflavík. Enn áttu þau hjón eina dóttur, meðan þau bjuggu að Vakursstöðum, en hún andaðist barn að aldri. Búskapur þeirra Guðrúnar og Ingólfs að Vakursstöðum var um margt óhægur, enda efnin lítil og fjölskyldan ört vaxandi. — Kom svo, að þau brugðu búi og fluttust til Seyðisfjarðar, en þar var þá veruleg athafnasemi, og naut staðurinn enn ávaxtanna af því atvinnulífi, er þar blómgað ist á síldarárunum fyrri. Á Seyðisfirði bjó fjölskyldan síðar um langt árabil. Hér uxu eldri börn þeirra Guðrúnar og Ingólfs upp, og hér fæddist yngsti sonurinn, Kristján, nú kennari á Hallormsstað. -— Seyð isfjörður varð með tímanum eig- inlegt heimkynni þeirra allra og átthagar og til æviloka var hug- ur Guðsrúnar þar, þó að hún færi víða. Kjör verkamanna á Seyðis- firði hörðnuðu mjög um og eftir 1930, og gætti kreppunnar því meir þar en víða annars staðar sem velmegunin áður hafði ver ið meiri og hrun hinna ýmsu fyr irtækja varð því tilfinnanlegra. Heimili þeirra Guðrúnar og Ing ólfs hlaut að sæta þessum áföU um sem önnur .Skuggi atvinnu leysis og óáranar grúfði yfir lang tímum saman. En á þessum ár- um var það sjálfsbjargarvið- leitni Guðrúnar og óbugað þrek, sem ríkan þátt átti í að bera fjölskylduna upp örðugasta hjall ann og börnin ungu fram til full orðinsára. t Beztu þakkir færum við öll- um þeim, er sýndu föður- systur okkar, Krisíjönu Þorvarðardóttur síðast til heimilis Bergstaða- stræti 9, Reykjavík, vináttu og hjálpsemi í lifanda lífi og við útför hennar 22. ágúst sl. Fyrir hönd ættingja. Ólafur Þorsteinsson. t Ininilegar þakkir fyrir sýnda samúð og vinarhug við andlát móð-ur okkar, tengdamóður og ömmu, Valgerðar Kristjánsdóttur, Stykkishólmi. Sérstaklega þökkum við fé- lagsrkomium Hrinigsins, Stykkis hólmi. Sigurborg Magnúsdóttir, Bjöm Jónsson, Ólafur Magnússon, Sigríður Jafetsdóttir, Sigríður Bjarnadóttir og bamaböm. Árið 1947 lézt Ingólfur Hrólfs- son. Var Guðrún eftir það til heimilis hjá börnum sínum, eink um á Seyðisfirði, í Vestmanna- eyjum og Keflavík. Framan af þessum árum stillti hún svo til að hún ætíð var þar stödd er hennar helzt var þörf, og nutu börn hennar og barnabörn atorku hennar og umhyggju svo lengi sem hún fékk verki valdið. Síðustu æviárin tók heilsu Guðrúnar mjög að hraka. Var hún þá heimilisföst hjá dóttur sinini og tengdasyni í Keflavík og önnuðust þau hana af mikl- um drengskap, unz yfir lauk. Ævi Guðrúnar Eiríksdóttur ©r þannig um margt dæmigerð saga þeirrar kynslóðar, er lagði grundvöllinn að því íslenzka samfélagi, sem við búum við í dag. Ytri arfleifð þessarar kyn- slóðar var fátækt liðinnar ald- ar, innri arfur hennar hins vegar íslenzkt þolgæði, trúmennska og baráttuþrek, er aldrei lét undan síga né á sig ganga, hversu mjög sem harðnaði á dalnum. Og upp skera þessa fólks, gleði þess og hamingja, fólst í því að mega á gamals aldri sjá börn og barna böm fagna þeirri velgengni, er það sjálft aldrei hafði orðið að- njótandi, meðan það var í blóma aldurs. Hugurinn hvarflar til liðinna ára í djúpri þökk. Sjálfur sendi ég um haf þakkir fyriir bernsku- dagana í skjóli afa og ömmu. Og ásamt fjölskyldu minnd þakka ég ástúð og athygli allt til þessa, hvar sem leiðir okkar lágu. — Sérstaka þökk fljrt ég frá syni mínum ungum, en einnig hann naut í ríkum mæli elskusemi langömmu sinnar, þó að ævi- degi hennar mjög væri tekið að halla, er hann kom til sögu. Þegar þessar línur eru ritaðar, veit ég, að verið er að flytja Guðrúnu Eiríksdóttur austur yf ir fjöll. Hún verður lögð til hinztu hvíldar í Seyðisfjarðar- kirkjugarði, við hlið hans, sem hún syrgði í tæpan aldarfjórð- ung. t Þökkum hjartanlega sýnda saimúð og hlýhuig við andlát og jarðarför elsku litla drenigsins okkar, ..■'riðriks. Margrét Friðriksdóttir, Sigurður Jóhannsson, Ingibjörg Hjartardóttir, Hulda Jóhannesdóttir, Jóhann Samsonarson. t t Eiginmaður mirun, Hannes Erlendsson, klæðskerameistari, amdaðist miðvikudaginn 2. september sl. Fanney Halldórsdóttir. Faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÞORSTEINN JÓNSSON, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni laugardaginn 5. sept. kl. 10.30 f. h. Einar Þorsteinsson, Dóra Halldórsdóttir, Ingólfur Þorsteinsson, Vilborg Vilhjálmsdóttir, Magnús Þorsteinsson, Guðrún Guðmundsdóttir, Margrét Þorsteinsdóttir, Torben Friðriksson og barnabörn. Hún er komin heim, — al- komin. Fj allahringurinn óhagg- aði mun vefja barnið sitt örm- um. Kyrrð hins austfirzka síð- sumarkvölds mun signa gröf hennar. En andinn hverfur aftur til Guðs, sem gaf hann. Lögumkloster, 12. ágúst. Heimir Steinsson. HÚN amma mín er horfin sjón- um mínuim fyrir fullt og allt. Aldrei oftar mun mjúka, milda höndin hennar þerra burtu tárin af rjóðu drengsandliti. Hún var mér sem önnur móðir og hjá henni átti ég alltaf öruggt skjól. Henni mátti ungur hugur ætíð treysta fyrir sínum innstu hugs- unum, því alltaf reyndi amma að greiða úr, bæ'ta og miðla af sinni miklu lífsreynslu. Síðustu æviárin var hún hjá mér, foreldrum og systkinum mínum suður með sjó, en ann- ars var hún að austan. Fædd var hún á Jökuldal en fluttist þaðan á unga aldri til Vopnafjarðar. Margar sögur sagði hún mér af bernsku sinni, um torfbæi, kalda vetur, leggi og völur, sem við kaupstaðar- börnin ekki þekkjum. En lengst af ævi sinnar var hún húsmóð ir á Seyðisfirði. Lífið var oft á tíðum erfitt fyrir verkamann, konu hans og börn á kreppuárunum. En þrátt fyrir allt átti amma til ánægju- legar upprifjanir að segja okkur bamabörnunum. — Hjónaband hennar var einstaklega ham- ingjuríkt og miklu barnaláni átti hún að fagna; og eiga böm hennar margar fagrar endur- minniingar frá bernsku sinni. Eftir að amma miissti mann sinn, Ingólf Hrólfsson, árið 1947, dvaldist hún til skiptis hjá böm um sínum, sem þá vom flest upp komin. Alltaf var hún hjálpin, þar sem þörfin var mest, því móðurástin var henni rík í huga. Og því hef ég átt því láni að fagna að hafa hana mér til stuðnings frá fyrstu bemskudög um í baráttu lífsins. „Gefstu ekki upp“, var við- kvæði hennar, ef illa gekk fyrir ungum sveini í skóla eða annars staðar. Ég og systkini mín feng um okkar fyrstu hjálp hjá ömmu við lestur og skrift og eigum við henni margt að þakka í sam- bandi við nám okkar. Hún hvatti okkur til að lesa góðar bækur, en ekki lét hún þar við sitja heldur kenndi okkur góða siði og reglur; og varast allt hið illa sem veröldin hefur upp á að bjóða. Sjálf var hún grandvör og gætin og lét sér aldrei verk úr hendi falla, meðan heilsan leyfði. Fylgdist hún ætíð vel með Öllu sem fram fór, bæði heima og heiman. Umhyggja hennar fyrir þeim lítilmagna var sívakandi til hinztu stund- ar. Nú er hún komin á Guðs síns fund, en hún var ævi sína alla einlæg trúkona og treysti Kristi í hvívetna. Ekki fórum við böm- in varhluta af hinni miklu trú hennar, því hún kenndi okkur bænir og sálma, frá því við fynst gátum mælt. Oft átti ég með henni sameiginlegar bænastund ir og var henni þá jafnan efst í huga velferð barna sinna og barn'abama. Þegar ég nú kveð ömmu í hinzta sinn, er margra ánægju- legra stunda að minnast, sem aldrei brugðust. Hlýhugar og góðvildar í minn garð og sívak- andi umhyggjusemi fyrir okkur systkinunum. En sízt af öllu held ég fyrnist yfir þau hvatningar- orð hennar til okkar, um að gef ast ekki upp þó að á móti blási. Elsku amma mín, þegar ég kveð þig nú í hinzta sinn er mér þakklæti til þín fyrir allt er þú hefur veitt mér, efst í huga. Minningin um þig lifir okkar á meðal; öll þín heilræði er þú gafst í veganesi. Hafðu þökk fyrir allt og Guð veri með þér. J. Á. svar Mirr EFTIR BILLY GRAHAM LJÓT orð hrjóta af vörum mínum, þótt ég vilji ekki vera orðljótur. Hvernig get ég forðazt formælingar? Ljót orð koma frá ljótu hjarta. Biblían segir: „Frá hjartanu koma vondar hugsanir, morð, hórdómur, þjófn- aður, ljúgvitni, lastmæli". (Matt. 15,19). Af gnægð hjartans mælir munnurinn lofgjörð eða guð- last, lotningu eða svívirðingu. Þegar hjartað er breytt, mun málið einnig breytast. Þegar Pétur var ekki lengur í návist Jesú, tók hann upp fyrri talshætti sína. Hann sór frammi fyrir þeim, sem sakfelldu hann, að hann þekkti ekki Jesúm. En á hvítasunnudag var hann fylltur andanum, og þá hljóm- aði lofgjörð af vörum hans. Jesús sagði við lærisveina sína: „Ég mun gefa yður talandi og vizku, sem allir mót- stöðumenn yðar munu ekki megna að standa á móti eða raótmæla.“ (Lúk. 21,15). Shakespeare ritaði einu sinni: „Illræði magnast af ill- um orðum.“ Við ættum öll að taka undir með Davíð: „Ó, að orðin af munni mínum yrðu þér þóknanleg .... þú, Drottinn, hellubjarg mitt og frelsari.“ (Sálm. 19,15). Ölliuim þekn sem semdiu mér gjafir, hlýjar kveðjur oig heillasikeyti á 75 ára aldurs- degi míniuim 30. ágúst, færi ég imnilagiar þakkir. Lifiið heiL Finar Magnússon, Bergstaðastræti 48.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.