Morgunblaðið - 04.09.1970, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. SEPTEMBiER 1970
23
— Bak við
grímuna
í Tékkó-
slóvakíu
Framliald af bls. 17
Fórnarlömb hreinsananna,
opinberu starfsmennirnir,
blaðamennirnir og stjórnmála
mennirnir, reyna nú eftir
beztu getu að ná fótfestu í
lífinu á ný. Þeir aka leigu-
bifreiðum, vinna í bjórkrám,
sem burðarkarlar, aka jarðýt
um, vinna í verksmiðjum eða
bara sitja heima og vona.
Þeir fá ekki að aka almenn-
ingsvögnum, hvernig sem á
því stendur. Þeir reyna að
hjálpa hver öðrum, og svo
virðist, sem óttinn frá þvi i
fyrra sé að hverfa, og upp-
gjöf komin í hans stað.
„Stjórnmál?, Ég. veit ekki
hvort við orkuðum að byrja
upp á nýtt“.
Efnahagsástandið er mikið
til umræðu. Óðaverðbólga síð
asta árs var heft með verð-
stöðvun, ströngu eftirliti með
launahækkunum og banni við
ferðalögum til Vesturlanda.
Verzlanirnar eru fullar af
rándýrum, innfluttum vörum
og kaupgetan þvi lítil. Grund
vallarendurskipulagning efna
hagskerfisins, einkum iðnaðar
ins, er enn óleyst vandamál.
Efnahagskerfi Ota Siks um
verðmyndun á grundvelli
framboðs og eftirspurnar er
nú grafið og gleymt. Hendur
verksmiðjustjórna, varðandi
fjármagnsmyndun, eru bundn
ar á ný og verðlag ákveðið
af yfirvöldunum. Nú gera
verksmiðjurnar lítið annað
en bíða. Þeim er yfirleitt
stjórnað af tryggum flokks-
mönnum, sem litið vita um
starfið, og halda bara áfram
að framleiða sömu gömlu vör
una, eftirspurn skiptir þá
engu máli. Afleiðingarnar eru
skortur á vörum, léleg þjón-
usta og gróska i mútukerf-
inu. Allir verða að greiða ein
verja þóknun ætli þeir að
eignast eitthvað, eða fá eitt-
hvað gert. Eftirspurnin er
miklu meiri en framboð.
Verkamennirnir bíða líka.
Verkamannaráðin hafa verið
lögð niður, og eftirlit í verk-
smiðjum er strangara. Launa
kerfið er þolanlegt, en hvet-
ur engan til að leggja sig
fram eða vinna sig upp. Marg
ir hafa sagt sig úr flokkn-
um, einkum í Prag, úti á
landsbyggðinni er ástandið
betra, enda flokksforingjam-
ir yfirleit.t betur liðnir.
Husak og samstarfsmenn
hans vita þetta allt. Þeir eru
nú með nýja 5 ára áætlun i
smíðum, og þeir vita að ekk-
ert þýðir að bjóða upp á
gömlu skipulagsþættina, sem
tröllriðu landinu fyrir 15 ár-
um. Þeir gera sér grein fyrir
að stöðva verður hreinsanir
tæknimenntuðu mannanna og
koma þeim aftur að teikni-
borðunum, en þeir vita ekki
hvernig þeir eiga að fara að,
án þess að svo virðist sem þeir
séu að herma eftir „ævintýra
manninum“ Ota Sik. Þeir vita
bara, að eigi þeim að takast
að koma á efnahagskerfi,
byggðu á nútíma iðnaðarhátt
um, verða verksmiðjurnar að
haga framleiðslunni í samræmi
við eftirspumina. Takist Hus-
ak að halda velli innan flokks
ins, mun hann líklega fikra
sig áfram af varkárni og end
urbyggja efnahagskerfi á
nokkrum árum, sem verður
djarfara en a-þýzka kerfið,
en íhaldssamara en ung-
verska kerfið.
1 allri óvissunni eru menn
þó sáttir um að auðug en ög-
uð Tékkóslóvakía er bæði
sovézkum og tékkóslóvakísk-
um kommúnistum í hag, því
að auðvitað vill enginn eyði-
leggja landið, og það vita all-
ir, en eins og einn hinna út-
skúfuðu sagði „Hér er aðeins
talið skynsamlegt það sem er
óskynsamlegt." Það verður
ekki skynsemi sem ræður úr-
slitum um hvort Tékkóslóv-
akia fær umbótaráðstafanir,
sem hún þarf, heldur hvort
Husak tekst að forðast tund-
urskeyti andstæðinganna og
sigla skipi sínu heilu til hafn
ar innan flokksins.
í stuttu máli sagt. Husak
verður að vinna fullnaðarsig-
ur í flokksstjórninni, áður en
hann getur byrjað raunhæfar
uppbyggingaraðgerðir. Það
var á þessu sviði, sem Dub-
cek urðu á mistök. Hann stóð
á stjórnpalli og beindi skipi
sínu út á hið dásamlega fljót
endurbótanna, en neðan þilja
brugguðu skipsmenn hans
honum launráð. Husak mun
ekki láta slíkt koma fyrir
sig. Hann getur misst völdin,
en eins og hann nú heldur á
málum, virðist slíkt fremur ó
líklegt. Einn af blaðamönnun
um sem lentu í hreinsunun-
um sagði: „Hvílíkt ólán fyrir
þá og okkur, að Husak skyldi
koma á eftir Dubcek en ekki
öfugt.“.
Kólera í
Odessa
MioSkvni, 2. sept. NTB.
KÓLERU hefur orðið vart í hafn
arborginni Odessa og ennfremur
í Kersj og Astrakan, að sögn
Moskvublaðsins Pravda. Anetik
Burnatsjan aðstoðarheilbrigðis-
málaráðherra segir hins vegar,
að svo að segja öll tilfelli hafi
verið einangruð, en þess er ekki
getið hve þau eru mörg. Aðstoð-
arráðherrann sagði, að sjúkdómn
um hefði svo að segja verið út-
rýmt á Svartahafssvæðinu.
Sprengja
í Aþenu
Aþenu, 2. sept. NTB.
KÝPURBÚI og ítölsk kona biðu
bana þegar sænskur bíll, sem þau
voru í, sprakk í loft upp á bíla-
stæði bandaríska sendiráðsins í
Aþenu í dag. Sprengingin var svo
kröftug, að gluggarúður í sendi-
ráðinu og öðrum nálægum bygg-
ingum brotnuðu. Gríska frétta-
stofan segir bráðabirgðarannsókn
hafa lpitt í ljós að konan og
maðurinn hafi haft sprengiefni í
bílnum og ætlað að nota það til
árásar á bandaríska sendiráðið.
V anræktur
atvinnuvegur
í Morganblaðinu síðastliðinn
miðvikudag, 26. ágúst birtist
grein undir ofanritaðri fyrir-
sögn. Grein þessi er i greina-
flokki blaðsins, Sjómannasíð-
unni, sem nú upp á síðkastið heit
ir að sé „í umsjá Ásgeirs Jak-
obssonar" og er þetta eitt af hin
um sérkennilegu nýyrðum 5
ræðu og riti.
Ásgeir hefur skrifað margar
hressilegar og athyglisverðar
greinar í þennan lið blaðsins, og
hafa sjómenn og aðrir aðilar,
sem ættu að hafa áhuga á ýmsu
því efni, sem drepið hefur verið
á þar, sýnt einkennilega lítinn
áhuga á því. Ég minnist þess
ekki að hafa séð greinar hvorki
í dagblöðum né Sjómannablað-
inu Víkingi, sem þakka Ásgeiri,
þegar hann hefur vel gert né
heldur tekið hann í „hnakkann“,
þegar hann hefur „látið móðan
mása“ kannski full mikið. Þetta
er ef til vill ættgeng hæverska
hjá sjómönnum, en ég held þó,
að meira gæti tómlætis en hæ-
versku. Nútimasjómenn verða
tæplega flokkaðir í neitt hæ-
verskari hóp en aðrar stéttir
þjóðfélagsins.
Ég ætla að gera frávik frá þess
ari reglu af því að Á.J., sem ég
held að hafi sjálfur skrifað
þessa grein, ræðir hér um mál-
efni, sem ég hef haft mikinn
áhuga á á liðnum áratugum,
enda oft drepið á það í blaða-
greinum og víðar og þá jafn-
framt af því að ég er engan veg
inn samþykkur ályktunum höf-
undar í ýmsu, sem hann drepur
á i greininná og eninfreimur af
því að ég finn ekki i henni þann
jákvæða stuðning við aukningu
kaupskipaflota landsmanna, sem
hann virðist þó stefna að með
samningu hennar og yfirskrift.
Ég held, að Á.J. taki heldur
of hressilega til orða þar, sem
hann byrjar á þeirri fullyrð-
ingu, að „gamlar og grónar iðn-
aðarþjóðir í grennd við okkur
bíði nú í óttablandinni óvissu
um það, að hverju við helzt snú-
um okkur“ o.s.frv., þvi að að
þeirra áliti og okkar sjálfra höf
um við einhverja töfrahæfileika
til þess að slá alla aðra út. Bet-
ur að satt væri og við fyndum
ráð til þess að virkja betur og á
fleiri sviðum þessa mengunar-
hættulausu kjarnorku.
Annars er það ekki tilgangur
minn að hártoga þessa grein lið
fyrir lið, aðeins benda á nokkur
atriði eða setningar, sem mér
virðast orka tvímælis.
Á.J. virðist ekki hafa trú á,
að auðvelt sé fyrir okkur að
byggja upp iðnað á stuttum
tíma, af því að þar vanti reynsl-
una en sjómennskan sé þjóðinni
í blóð borin. Hér er ég á öðru
máli. Sjómennska og landbún-
aðarstörf voru aðalverkefni þjóð
arinnar frá landnámstíð og fram
á þessa öld. Það má með því
nokkrum rétti segja, að þetta
væru einu störfin, sem ungir
menn höfðu reynslu af, ólust
upp með og voru hlutgengir til
hvers konar starfa, sem þeim við
kom, um leið og þeir uxu úr
grasi. En þetta er orðið anzi mik
ið breytt hina síðustu áratugi
með fjölbreyttari atvinnuvegum
og þéttbýli. Þannig hefur mik-
ill hluti þjóðarinnar núlifandi
aldrei unnið sveitastörf né held
ur stundað sjómennsku, hvorki
fiskveiðar né farmennsku. Að
ungir og óreyndir menn íslenzk
ir séu fljótari til að tileinka sér
sjómennsku frekar en önnur
störf held ég að sé hinn mesti
misskilningur, þótt afar þeirra í
langfeðratali hafi verið afburða
sjómenn og hákarlajarlar. Aftur
á móti hafa íslendingar verið
mjög fljótir að tileinka sér hvers
konar vinnubrögð, véltækni og
vísindi á öllum sviðum hins dag
lega lífs og þá að sjálfsögðu
jafnt og ekki sízt við sigling-
ar, farmennsku og fiskveiðar.
Þeir hafa yfirleitt getið sér gott
orð hvert sem þeir hafa farið
til stuttrar eða langrar dvalar
og eru eftirsóttir, ekki aðeins í
Noregi, heldur hvar sem er i
heiminum, þar sem nokkur kynni
hafa á þeim orðið.
Sem betur fer hafa ungir menn
sýnt lofsverðan áhuga á far-
mennsku og eru nú sökum skipa
skorts dreifðir víðs vegar um
hnöttinn sem yfirmenn stærri og
minni skipa. Þeir eru eins og
fyrr segir, eftirsóttar þar sem
þeir þekkjast, og svo mun enn
verða, ef þjóðin ber gæfu til að
forðast blöndun við ólíka og lé-
legri kynþætti.
Sú stefna, sem ennþá ríkir
hér, að halda viðkomu farmskip
anna í öðrum flokki en fiski-
skipanna og þar með koma i veg
fyrir eðlilega fjölgun þeirra,
neyðir hina ungu farmenn til
þess að leita til annarra þjóða
með atvinnu við sitt hæfi og
sigla þeir ef til vill öll sín
manndómsár undir erlendu
flaggi, sem er að sjálfsögðu al-
veg óþolandi, enda algjörlega
óskiljanlegt. En þetta er stað-
reynd eins og Á.J. bendir á.
Við getum fengið ágætis fyrir-
greiðslu til þess að kaupa og
byggja fiskiskip, styrk á hvern
úthaldsdag og hagkvæm reksturs
lán og hvers konar aðra fyrir-
greiðslu.
Ég mæli ekki með því, að
flutningaskip séu keypt eða
byggð í þeim eina tilgangi að
sjá farmönnum fyrir atvinnu,
heldur af fullri nauðsyn til þess
að sjá um sem mest af þeim nauð
synlegu flutningum að og frá
landinu sem óhjákvæmilega
verða enn um ófyrirsjáanlega
framtíð að fara fram sjóleiðis.
Reynslan hefur svo aftur sann-
að á öllum sviðum, að um leið
og við fullnægjum þjóðarþörf-
inni erum við tilbúnir til þess
að taka upp samkeppni við aðr-
ar þjóðir með góðum árangri.
Áþreifanlegasta dæmið er ef
til vill loftsiglingar, þótt fleira
mætti nefna, og vísir að ótal
möguleikum virðist vera í deigl-
unni, jafnvel stálskipasmíðar til
útflutnings, tilbúin föt, húsgögn
o.fl.
Hins vegar er raunalegur seina
gangur og afturhald ríkjandi hjá
þeim, sem valdið og peningaráð-
in hafa. Þar virðast aðeins tveir
atvinnuvegir vera viðurkenndir:
Landbúnaður og fiskveiðar. Þar
er ég innilega samþykkur Á.J.
um það alvarlega efni.
Sú stefna, sem nú ríkir, að
ausa takmarkalítið lánum, ríkis-
ábyrgðum, styrkjum og hvers
konar fyrirgreiðslu til þessarra
tveggja þjóðlegu atvinnugreina,
sem með aukinni tækni komast
af með sí færri menn, annars
vegar til þess að fullnægja þjóð
arneyzlu (landbúnaður) og hins
vegar til þess að gereyða hverri
fisktegundinni eftir annarri, er
að sjálfsögðu forkastanleg með-
an fjölmennasta stétt þjóðarinn-
ar, iðnaðarmenn, verða að sæta
afarkostum og alls konar and-
stöðu. Sú atvinnugrein, sem
við Á.J. hér ræðum, er utan við
öll þau takmörk, sem peninga-
stofnanir telja sér skylt að ræða
við.
I okkar viðreisnarriki, sem tel
ur sig fylgjandi hvers konar
framtaki, virðist alveg vonlaust
fyrir framsækna menn að fá
nokkra fyrirgreiðslu til þess að
kaupa og reka farmskip, hversu
litla hjálp sem um er að ræða.
Þetta er því torskildara, ef til
lit er tekið til þess, að þessir
sömu menn, peninga- og styrkja
úthlutarar, sýna á ýmsum öðr-
um sviðum stórhug og framsýni
(?) og eru þá svo stórtækir og
fljóthuga, að ekki er nema um
tvær leiðir að ræða, annaðhvort
ríkisrekstur eða erlenda auð-
hringi. Hér virðist ekkert meðal
hóf þekkjast, annað hvort í ökla
eða eyra, ekkert þar á milli.
Ég mæli ekki með þvi að ríki
og peningastofnanir ausi fé í æv-
intýramenn né komi á fót risa-
vöxnum fyrirtækjum til þess að
selja úr landi óunnið hráefni, og
ég held, að Á. J. geri það
ekki heldur, en heilbrigða þró-
ún á sem allra flestum sviðum
ber að styðja við í stað þess að
torvelda framsæknum mönnum
allar framkvæmdir.
Við höfum í áratugi haft mý-
mörg erlend leiguskip, sem um
tíma bóksíaflegá fyrirbyggðu
rekstur íslenzkra farmskipa sök
um undirboðs á farmgjöldum
með þeim afleiðingum að flest
minni skipafélög urðu að hætta
rekstri sínum, seldu skip sín úr
landi eða stærri félögum sembú
in voru að ná fastri stöðu í þjóð
félaginu og ýmiss konar fyrir-
greiðslu og sérréttindum.
Þessi félög, sem sum eru köll-
uð óskabörn þjóðarinnar og önn
ur, sem nutu og njóta enn stuðn-
ings sterkra samtaka, höfðu að-
stöðu til að hagnýta hin er-
lendu leiguskip með útlenda
menn undir erlendum flöggum
með verulegum hagnaði á sama
tíma og minni félögin urðu að
„leggja upp laupana". Þannig
var það sum árin, ekki ýkja-
langt umliðin sem þessi félög
skiluðu þokkalegum hagnaði af
útgerð sinni, þótt tap væri á eig
in skipum.
Þetta hefur að sönnu breytzt
allverulega til batnaðar síðast-
liðin fjögur til fimm ár, en enn-
þá eru þessi félög með tugi er-
lendra leiguskipa, ekki einn og
einn túr til að taka toppana,
heldur í fastri leigu árum sam-
an.
Hver er svo ástæðan fyrir
þessari öfugþróun, af hverju
geta erlend skip boðið niður
farmgjöld til og frá Islandi? Er-
lendir farmenn hafa yfirleitt
hærri laun en íslenzkir, hvað er
hér að gerast? Hvers vegna
kippa okkar ágætis forráða-
menn ekki í spottann og upp-
ræta þennan ósóma með öllu í
stað þess að viðhalda honum í
aðalatriðum?
Væri ekki tími til kominn að
endurskoða sjómannalögin og
siglingareglur? Þar mætti senni
lega finna ýmsa liði, sem orðnir
eru úreltir, óþarfir og margir
skaðlegir, enda byggðir á allt
öðrum forsendum en þeim, sem
við verðum að byggja á í dag.
Alls konar tækni hefur létt öll
störf á skipum og gefið tilefni
til þess að sigla þeim með meira
öryggi og mun færri mönnum en
þessi löngu úreltu lög kveða á
um. Hér er aðeins eitt dæmi tek-
ið af mörgum, sem þurfa endur-
skoðunar við.
Það er staðreynd, að nágrann
ar okkar, sem við verðum að
keppa við, hafa endurskoðað og
afmáð úrelt fyrirmæli um fjölda
skipverja á sínum skipum.
Þeir hafa tekið tæknina í sína
þjónustu og fækkað mönnum
með tilliti til hennar. Þess vegna
geta þeir gert betur við sína far
menn og boðið niður farmgjöld
á sama tíma. Þá virðast þeir
heldur ekki vera haldnir þeirri
firru að ekki megi styðja við
annan atvinnurekstur en land-
búnað og fiskveiðar.
Vonandi líður ekki allt of lang
ur tími þar til stefnubreyting
verður hér á, svo að áhugasamir
athafnamenn, sem aðstöðu hafa
til að ná eignarhaldi á sæmileg-
um skipum án teljandi aðstoðar
þess opinbera og hafa áhuga á
rekstri þeirra og þar með leggja
einn stein í uppbyggingu þess-
ara þjóðnauðsynlegu tækja,
þurfi ekki að ganga milli vald-
hafa og koma bónleiðir heim.
Það má ekki setja steina I
götu þeirra manna, sem vilja
leggja eignir sínar, vinnú og
mannorð að veði til þess að fá
að vera með í að byggja upp
glæsilegan verzluniarflota. Verzl-
unarflota sem ekki aðeins full-
nægi sívaxandi þörfum þjóðar-
innar með inn- og útflutning
hvers konar varnings (að olíu
og bensíni ekki undanskildu),
heldur keppi við aðrar þjóðir
um flutninga um heimshöfin, sigl
andi undir íslenzkum fána með
íslenzka áhöfn og auki hróður
landsins ekki síður en hinir öt-
ulu loftsiglingamenn hafa gert á
sínu sviði. En til þess að svo
megi verða verður vissulega að
drepa við fæti og leggja hart í
borð.
Að lokum þakka ég Á.J. fyrir
umrædda grein og margar aðrar
í spjalli hans í Sjómannasiðunni
og vona, að hann haldi sínu
striki.
Reykjavík, 28. ágúst 1970
Guðfinnur Þorbjörnssonu