Morgunblaðið - 12.09.1970, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 12.09.1970, Qupperneq 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. SEPT. 1970 B * \ wmifí BILALEIGA HVERFISGÖTU 103 VW Sendiferðabifreið-VW 5 manna-VW svelnvagn VW9manna-Lamlrover 7manna bílaleigan AKBBA UT w rental service 8-23-47 sendum Bílaleigan UMFERÐ Sími 42104 SENDUM PENNAVINIR ÓSKAST 12^ árs gömu'l bandadsk stúlka óskar eftir að komast í bréfa- samband við stúlkur 12—14 ára, sem skrifa ensku. Miss Joanny Vacca, 1101 Pensburst Lane, Penn Vaifey, Pennsylvania, USA, 19072. MYNDAMÓT HF. AÐALSTRÆTI 6 — REYKJAVlK PRENTMYNDAGERÐ SÍMI 17152 OFFSET-FILMUR OG PLÖTUR AUGLÝSINGATEIKNISTOFA SIMI 25810 ÞEIR flUKR uiosKiPTin sehi nuGivsn i «» lílorfjimX'Iaötíi margfaldor markað yðar LESIfl oflciEcn 0 Skóli — er hann til vegna bamanna eða aðeins hagkvæmur vinnustaður fyrir kennara? Þannig spyr Jórunn Sören- sen, Sunnuflöt 12 í Garða hreppi, og skrifar síðan: „Nú, þegar haustar, leitar þessi spuming á mig enn einu sinni: Er skólinn til vegna bamanna? Frá mínum bæjardyrum séð er málið þannig: Tiu ára dóttir mín er í skólanum frá kl. 13.10 til kl, 16.30 alla virka daga nema laugardaga, en fjóra af þessum dögum á hún lika að mæta fyrir hádegi í einn eða tvo af þessum svo- kölluðu „aukatimum", sem eru leikfimi, teikning, söngur og handavinna. Það er tuttugu mínútna gangur í skólann og heim, þannig að þetta eru sí- íelld hlaup fram og til baka. 0 Skólatíminn þarf að vera óskiptur Ég veit, að allir skólar eru yfirfullir og flestir ef ekki all- ir tvísetnir, en það verður að reyna að koma því þannig fyr- ir, að skólatími barnanna sé út í eitt — samfelldur. Skólatím- inn mundi að sjálfsögðu lengj- ast við það um einn til tvo tima á dag, en það gerði ekk- ert til. Börnin gætu fengið ein ar, langar frímínútur í miðjum skólatímanum, til þess að borða nesti. Ég hef spurzt fyrir víðar hjá foreldrum, bæði í Reykja- vík og víðar, og svörin hafa öll verið á þá leið, að væru börn í skólanum fyrir hádegi, væru aukatímarnir eftir mat og öf- ugt. Þannig að börnin eru raun verulega bundin skólanum all- an daginn. Sú spurning kemur í hugann hvort ástæðan fyrir því, að ekki megi lengja skólatíma barnanna, sé sú, að kennararn ir vilji ekki vinna svo iengi? En það hlýtur að vera firra, því að skólinn er til vegna barnanna, ekki satt? 0 Þar má ekki spara En á meðan við höfum ekki byggt nógu stórt skólarými, þannig að hver skóli sé aðeins einsetinn, megum við samt ekki láta það bitna á börnunum okk ar, svo að þau þurfi að hafa skólatíma sinn margskiptan. Ef lausnin er sú að ráða þurfi fleiri kennara, þá verður að gera það. Við höfum ekki ráð á því að spara í skólamálun- um. Kæru skólastjórar og kenn- Skrifstofustúlkur Stórt fyrírtæki óskar eftir að ráða stúlku til starfa við IBM götunarvélar o. fl. Umsóknir með upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf sendist blaðinu merktar: „Bókhald — 4079". Til sölu 53 rúmlesta FISKISKIP Skipið e'r með nýrri aðalvél og I góðu ásigkomulagi. Upplýsingar gefur: Gunnar I. Hafsteinsson hdl., Tjarnargötu 4. Símar 23340 og 13192. Opinber stofnun óskar eftir að ráða vana skrifstofustúlku í sex mánuði. Aðalstarf vélritun. Lysthafendur leggi nöfn sin, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, inn á afgreiðslu Morgunblaðsins fyrir miðviku- daginn 16. sept. n.k., merkt: „O.P.S.T. — 4272". Röskur skrifslofumaður getur fengið atvinnu nú þegar á auglýsingaskrifstofu. Verzlunarskóla- eða hliðstæð menntun æskileg. Svar er tilgreini menntun, aldur og fyrri störf sendist afgr. Mbl. fyrir 15. þ.m. merkt: „Framtíð — 449". arar um land allt, gerið nú allt, sem hægt er, til þess að kveða niður þennan aukatímadraug, og það frekar fyrr en seinna! Garðahreppi, 8. sept. 1970, Jórunn Sörensen". 0 Fagur söngur „Unnandi ljóðs og lags“ skrifar: „Heiðraði Velvakandi! Með þessum línum þakka ég frú Guðrúnu Tómasdóttur fyr- ir ágætan söng í sjónvarpinu í gærkvöldi, er hún kynnti ljóð Laxness af frábærri smekk- vísi. Það væri óskandi, að söng konan gerði fleiri góðskáldum okkar sömu skil. Mér koma í hug Páil og Þorsteinn, því að ljóð þeirra eru sérlega söng- hæf og vinsæl. Annars er einn- ig svo um mörg okkar eldri skáld, til dæmis Jónas og Hannes. 0 Stekkjarjarmur Með tilheyrandi virðingu fyr ir blessuðum bítlunum, væri þetta kærkomin tilbreyting frá stekkjarjarminum þeirra. Það er nú svo, að margir eiga bágt með að njóta tónlistar af því tagi. Fjölmiðlar okkar reyna að gjöra öllum til hæfis, og hér er um tilvalið tækifæri að ræða. „Allir lesa Velvakanda", svo að þessar línur komast örugg- lega til réttra aðila. Fyrirfram þökk fyrir birting- una. Reykjavík, 8.9.’70. Unnandi ljóðs og Iags“. ^ Spellvirkjar við Laxá og Mývatn Undir þessari fyrirsögn skrif ar Ragnar H. Ragnar: „Isafirði, 8. september 1970. Kæri Velvakandi! Nýlega voru 150 Þingeyingar nefndir „spellvirkjar" í dálk- um þínum fyrir að brjóta stíflu í Laxá við Mývatn. Þó var með þessu verið að bæta að nokkru þau spjöll, er Laxárvirkjun hef ur um árabil unnið á Mývatni og Laxá. Þó eru þau spjöll smá munir einir í samanburði við þau, sem Laxárvirkjun er nú að undirbúa. En þau eru á þann veg, að fáir landsmenn vita eða skilja hvað í húfi er. En í Þing- eyjarsýslu veit hvert manns- barn þetta. Það er auðsætt, að þó að Akureyringar hafi gnægð fjár, þá eyða þeir ekki 200 milljónum króna að byggja stöðvarhús og nær eins km löng jarðgöng til augnayndis eins. Því er heldur ekki þann veg farið. Það á að veita Skjálfanda fljóti, Suðurá, Svartá, Kráká og Laxá um Mývatnssveit og Laxárdal og svo í gegnum þessi göng. 0 Það á að eyða byggð, sökkva landi, hylja auri og grjóti, drekkja mönniun og skepnum Það á að eyða allri byggð í Laxárdal og hluta Mývatns- sveitar. Fyrir utan Helluvað (er verður sökkt með miklum hluta Amarvatns og Gaut- landa), verða svo allar þessar ár leiddar í stokki um hlíðar Laxárdals að Kolalág á landa- merkjum Brettingsstaða og Ljótsstaða, en 57 — 58 m há stífla fyrir sunnan Brúarfossa myndar stöðuvatn, er nær suð ur undir túngarðinn á Ljóts- stöðum. Hvað þetta fljót og þessi stöðuvötn verða nefnd, er mér ókunnugt um, (því er ekki gefið nafn á landabréfi því, er Orkumálastofnunin hef- ur prenta látið), en af Laxá verður eftir örstuttur spotti fyrir ofan Arnarvatn, og skipta þá stíflurnar við Mývatn ekki miklu máli. Þegar svo í ein- hverjum náttúruhamförum framtíðarinnar þessar stíflur brotna, sópast burtu öll manna verk Laxárvirkjunar, og Aðal- reykjadalur hylst auri og grjóti. Og yrði þar þá byggð, (sem er ólíklegt), drukkna þar menn og skepnur. Þessi „spell- virki“ Akureyringa ætla Þing- eyingar að koma í veg fyrir með öllum ráðum er þeir kunna. 0 Akureyringar dragi lærdóm af skiptum Guðmundar ríka og Þingeyinga í Reykdælu er frásögn um hinn forna höfðingja Akureyr- inga, Guðmund hinn ríka á Möðruvöllum, og skipti hans við Þingeyinga. Þeir fóru í heimsókn til hans, og hann lét eftir það af öllum yfirgangi og átroðslum í sveit þeirra. Hann varð því ekki fyrir hnefa Ófeigs í Skörðum. Hann hafði vit á að vægja og halda vin- áttu og völdum. Nú hafa Þing- eyingar farið í vinaheimsókn til Akureyringa a.m.k. sexhundr- uð saman. Sú heimsókn setti ekki niður ofsa þeirra. Knútur Otterstedt, náttúrufræðingur- inn Steindór Steindórsson og aðrir i Laxárvirkjunarstjórn ættu að kanna og læra hófsemi af þessari sögu um Guðmund ríka — fara að öllu hóflega, hætta ógnunum og hótunum við Þingeyinga og fá rafmagn það- an, sem spjöllin yrðu minni. Verði þrátt fyrir allt haldið áfram þessum áætlunum, ynnu Akureyringar spjöll, er Island fengi aldrei bætt. Ragnar H. Ragnar". Vélritunarstúlka óskast til starfa hjá opinberri stofnun. Umsóknir með upplýsingum um menntun og störf sendist afgreiðslu blaðsins fyrir 17. sept. merkt: „Vélritun — 4055”. Klinikdama Klinikdömu vantar á tannlaeknastofu frá 15. þ.m. Vinnutími frá kl. 1—6. Þær er áhuga hafa á starfi þessu sendi upplýsingar um menntun og fyrri störf til blaðsins merkt: „Dugleg — 4097".

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.