Morgunblaðið - 12.09.1970, Page 24

Morgunblaðið - 12.09.1970, Page 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. SEPT. 1970 Hrúturinn, 21. marz — 19. apríl. Láttu ekki eigin dynti skerða tyrirætlanir annarra. Nautið, 20. apríl — 20. maí. Þú mannst þennan dag lengi enn, bæði vegna svefnleysis annarra og eigin festu. Tvíburarnir, 21. maí — 20. júní. Þú skemmtir t>ér vel f dag, þótt skipulag sé lítt áberandi. Krabbinn, 21. júní — 22. júlí. Þér gengur langbezt, ef Ini hefur vcrkið snemma. LjóniS, 23. júlí — 22. ágúst. Segðu ekkert, ef bú ert ekki alveg viss um útkomuna. Meyjan, 23. ágúst — 22. september. Reyndu að taka bér smáhvíld í dag. Vogin, 23. september — 22. október. í dag eru ýmsir annmarkar á áætlun l>ínni, og ei 1>Ú lítur vínsam. lega á gamlar erjur, fer allt vel. Sporðdrekinn, 23. október — 21. nóvember. Það er skcmmtilegra fyrir l>ig að endurskoða aðeins afstöðuna til annarra. Bogmaðurinn, 22. nóvember — 21. desember Reyndu að njóta friðarins heima fyrir og lagfæra sem flest. Steingeitin, 22. desember — 19. janúar. Hugarflug bitt er mikið og l>ér vinnst lítili timi til að koma fyrlr- ætlunum i framkvæmd með þessum hraða. Vatnsberinn, 20. janúar — 18. íebrúar. Veldu auðveldustu leiðina í svipinn. Fiskarnir, 19. febrúar — 20 marz. Of mikii nákvæmni og vinna i frágangi flækir einungis vcrk b*tt. Enginn virðist ætla að halda sér við sínar áætlanir. eru alls ekki venjulegar mann- eskjur. — Ég er alltai að hugsa um þetta, sa^gði Sally. — Þarna gengur Edith um Almenninginn eins og ekkert sé, og þessi mað- ur situr fyrir henni, talar karmski við hana . . . eða stekk ur kannski snögglega fram úr fylgsni sínu. Og svo . . . Hún fékk aftur hroll. — Það er orðið kalt. Við skul um fara inn. Vertu ekki að brjóta heilann um þetta, Sally. Þegar annað eins og þetta ger- ist, er bezt að líta sem snöggv- ast fast á það og líta síðan í hina áttina. En ef maður hliðr- ar sér hjá því að líta á það, verð ur maður eigingjarn og veikur fysir. Og ef maður lítur ekki undan aftur, fer maður að brjóta heiiann um það. Hann tók hana undir arminn og þau gengu að lágu tröppunum inn I húsið. — Þetta er víst alveg rétt hjá þér, sagði Sally brosandi og varð nú talsvert hressari í bragði. — Það var rétt. Ég er maður- inn, sem tekur eftir því hve all- ir aðrir haga sér einkennilega. Og kemst að lokum að þeirri nið urstöðu, að allir nema hann sjálf ur séu brjálaðir. Sally hló. — Komdu upp með mér og fáðu kaffisopa. Hún frú Cull segir þér til þegar síminn hring- ir. — Það væri ágætt sagði hann. Þegar þau svo komu í íbúðina á efstu hæðinni og Sally kveikti, fannst honum hún enn vera föl. Hann gat sér 15. þess til, að hún hefði verið heima, með áhyggjur af Michael og að brjóta heilann um dauða Edith. Hann hugsaði sér að lífga hana eitthvað upp, segja henni sögur af ýmsu, sem komið hefði fyrir hann í starfi hans. Og eftir hálftíma yfir kaffiboll- unum varð hún talsvert hress- ari. — Ég fékk bréf frá Michael. Hún sagði þetta snögglega í miðri viðræðu um eitthvað ann- að. — Hvernig líður honum? — Það er allt í lagi með hann. Skemmtir sér vel. Það gerir hann venjulega. Það var einhver aukahreim ur í röddinni. Afbrýðisemi? — En hann er lika að vorkenna sjálfum sér. Finnst mér hafa far- izt illa við sig. Þú skilur . . . Sally leit á hann með miklum al- vörusvip. — Ég hef alltaf verið hrædd um þetta. Michael er að sumu leyti mjög harður af sér og harður við sjálfan sig, en freistingar stenzt hann ekki. Áð- ur en hann hitti mig var hann í tygjum við fjölda stelpna, og ég veit, að honum fórst illa við eina eða tvær þeirra. En hann sór beinlínis, að hann væri hættur öllu slíku, og ég veit, að hann hefur ekki litið á eina einustu síðan við giftumst. — Hvað eruð þið búin að vera gift lengi? — Eitt ár. Og þess vegna tók mig það svo sárt, þegar hann hagaði sér svona hræðilega við hana Edith Desmond — gamla dræsu, sem hann var ekki einu- sinni neitt hrifinn af. Sally leit upp með þrjózkusyip. — Ég get enn ekki fyrirgefið honum. Get það beinlínis ekki. Og mér er al veg sama þó að þér finnist það lúalegt af mér. — Sjáðu nú til, Sally . . . Það heyrðist löng hringing í dyra- bjöllunni, það var frú Cull að kalla á hann í simann. Hann hljóp út úr íbúðinni og niður stigann, og síðan inn í íbúðina hjá Guest. Hann tók heyrnartól- ið, sem lá við hliðina á símanum. — Raeburn. — Mark. Pete Loder. Werner sleppti honum. — Gerði hann það? — Já. Hann gat ekkert haft upp úr honum. Og gerði þó það, sem hann gat. En hann heldur nú að hann gefi sig eftir svo sem tvo daga. Annað hvort það, eða þá við finnum eitthvað, sem sannar sökina á hann. Werner er eins og Ijón í búri. Ég verð að fara. — Bíddu dálítið, Pete. — Það get ég ekki, Mark. Það heyrðist ofurlítill smellur og síminn fór úr sambandi. Rae- burn brosti ofurlítið. Sakborn- ingurinn hafði ekki fallið sam- an, en Pete Loder var greini- lega að því kominn. Hann gekk hægt upp i íbúðina til Sally aft- ur. — Þeir hafa sleppt Theótoco- poulis. En þeir hafa auga með honum. Þeir búast við, að hann gefi sig. Sally þagði andartak. — Þetta er . . . alveg hræði- legt, finnst þér ekki? Hann kinkaði kolli. — Já, víst er það hræðilegt. Heldurðu, að ég gæti fengið í bollann aftur? — Vitanlega. Hann talaði svo um daginn og veginn í hálf- tíma, en sýndi svo á sér farar- snið. Honum fannst hálfgerður vonbrigðasvipur koma á Sally. — Hvers vegna færðu ekki einhverja vinstúlku þína til að vera hjá þér í nokkra daga? — Af því að enginn veit, að mér hefur lent saman við Mic- hael og ég vil alls ekki, að neinn viti það. — Ég skil. Borðaðu kvöldmat með mér á þriðjudaginn, viltu það? Svo gætum við farið í bíó. Hafi hún hikað, var það ekki nema rétt sem snöggvast. — Það væri gaman. Þýðir það sama sem, að þú hafir lokið mál inu? — Ekki enn. Ég er enn að snuðra. Hef ein tvö stefnumót á morgun, sem geta kannski orðið eitthvað áhugaverð. Ég skal segja þér betur af þeim seinna. Hann sneri sér við og gekk nið- ur. VII. Mark Raeburn leit á nafn- spjaldið við dyrnar og hringdi. Tileygð stúlka kom til dyra. — Ungfrú Hunt, er hún við? — Carol? Ég skal gá, hvort hún er heima. Viljið þér ekki koma inn? Honum var svo vísað inn í setustofuna, sem var með ódýrum húsgögnum en þrifaleg og vistleg. Úti fyrir voru stúlk- ur í tennis. Það marraði í hurð- inni og hann leit við. — Ég er Carol Hunt. Stúlkan var um tvítugt, vel vaxin og í hvítum tennisbuxum. — Eruð þér lögreglumaður eða blaðamað ur? Röddin var örugg, andlitið greindarlegt og fæturnir sér- lega vel lagaðir. — Hvorugt. Ég er einkaspæj- ari. — Einkaspæjari? Nei, nú eruð þér að gera að gamni yðar. Hún skríkti og augum ljómuðu. Rae- burn hristi höfuðið og rétti henni nafnspjaldið sitt. Hún leit á það. — Jæja, sagði hún. — Ég er nú búin að fá allar mögulegar heimsóknir — lögreglu, blaða- menn, prest og nú bætist þér I hópinn. Ég er búin að safna öll- um úrklippunum mínum I bók. Þér komið sjálfsagt út af þessari árás, sem ég varð fyrir? — Já, ég þyrfti að leggja nokkrar spurningar fyrir yður. — Þetta sögðu þeir allir. Nema presturinn. Ég held nú ekki, að hann hafi verið neinn alvðru- prestur. Hann spurði, hvort ég hefði nokkurn tíma verið kysst. Ég kunni nú ekki vel við það. Og svo var hr. Werner. Þekkið þér hann? — Lítillega. — Ég kunni ekki við hann. Hann var nú almennilegur fyrst, en svo fór hann að spyrja, hvort mig misminnti ekki, hvort þetta hefði ekki verið eitthvert annað kvöld, rétt eins og ég væri ein- hver blábjáni. En ég kunni vel við þann ljóshærða. Hann gaf mér auga í laumi. — Pete Loder, sagði Mark strax. — Hann er kunningi minn. — Hann er ágætur. Jæja, hvað get ég sagt yður? — Þér hafið þegar sagt mér talsvert. — Ég hef ekkert sagt yður ennþá. KJÖRSKRÁ fyrir prestskosningu, er fram á að fara í Grensásprestakalli í Reykjavík í októbermánuði n.k., liggur frammi í GRENSASÚTIBÚI iðnaðarbanka íslands að Háaleitisbraut 58—60 alla virka daga á opnunartíma úti- búsins á tímabilinu frá 14.—19. sept. n.k. Kærufrestur er til kl. 24 föstudaginn 25. sept. 1970. Kærur skulu sendar formanni sóknarnefndar, Guðmundi Magnússyni, skólastjóra, Heiðargerði 50. Kosningarétt við prestskosningar þessar hafa þeir, sem bú- settir eru r Grensásprestakalli í Reykjavík, hafa náð 20 ára aldri á kjördegi og voru í þjóðkirkjunni 1. des. 1969, enda greiði þeir sóknargjald til hennar á árinu 1970. Þeir. sem síðan 1. des. 1969 hafa flutt í Grensásprestakall, eru ekki á kjörskránni eins og hún er nú lögð fram til sýnis, og þurfa þeir því að kæra sig inn á hana Eyðublöð undir kærur fást hjá Manntalsskrifstofunni, Hafnarhúsinu (vestur- enda) og í Grensásútibúi Iðnaðarbankans. Manntalsskrifstofan staðfestir með áritun á kæruna, að flutn- ingur í prestakallið hafi verið tilkynntur, og mun sóknarnefndin, að fenginni þeirri áritun, taka kæruna til greina. Þeir, sem flytja lögheimili sitt í Grensásprestakall eftir að kærufrestur rennur út 25. sept. 1970, verða ekki teknir á kjörskrá. Innan Grensásprestakalls eru eftirtaldar götur: Ármúli, Brekku- gerði, Bústaðavegur, Bústaðabl. 3, 7 og 33, Bústaðavegur, Fossvogsbl. 30—31 og 39—55, Bústaðavegur, Sogamýrarbl., Fellsmúli, Fossvogsvegur, Fossvogsbl. 2—5 og 12—14, Grensásvegur 3—44 og 52—60, Háaleitisbraut, Háaleitisvegur, Sogamýrarbl., Heiðargerði, Hvammsgerði, Hvassaleiti, Klif- vegur, Fossvogsbl., Reykjanesbraut:, Garðshorn, Hjarðarholt, Kirkjuhvoll. Leynimýri, Rauðahús, Sólbakki. Sólland og Stapar, Safamýri, öll stök númer, Seljalandsvegur, Síðumúli, Skálagerði, Sléttuvegur, Fossvogsbl., Sogavegur 15, Stóragerði, Suður- landsbraut, Herskólakamp, Hús nr 57—123 og Múlakamp, Vogaland. Reykjavík, 12. sept. 1970. Sóknarnefnd Grensásprestakalls Reykjavík. ASKUR V. BvÐUH YÐUR GIÓÐARST. GRÍ SAKÓTELI-rrn IH GRILIAÐA K.IIJKIJNGA ROAST BEEF GIjÓÐARSTEIKT LAMH HAMBORGARA DJÚPSTEIKTAN FISK xuðurlandxbraut H limi 38550 r Atvinna óskast Stúlka með kvennaskólapróf óskar eftir skrifstofuvinnu. Reynsla í vélritun, vélabókhaldi og I.B.M.-götun. Tilboð sendist Mbl. merkt: „4275” fyrir 1. október. 3. DEILD AKUREYRARVÖLLUR KL. 18.00. ÚRSLIT í dag laugardaginn 12. september leika til úrslita Reynir Sondgerði - Þróttur Nesknupsstoð Hvort liðið leikur í 2. deild árið 1971? Mótanefnd.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.