Morgunblaðið - 12.09.1970, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 12.09.1970, Qupperneq 15
MORGUNB'LAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. SBPT. 1970 15 Bandarísk SST TU-144 Concorde Stærð 188 fet 193 fet Vænghaf 142 fet 72 fet 84 fet Farþegafjöldi 298 120 128 Farflugshraði 1786 mílur .... 1550 mílur 1350 mílur Flugþol 4000 míl'ur 4000 mílur 4000 mílur Flughæð 62—70.000 fet 55000 fet Kostar Pantaður hingað tiil ..., 122 74 Hvenær í notkuin 1978 .... 1972 1974 )rde? •vélafram- * og f lug- 11 tjar- leikum r telja tbært að 5miða rar þotu andamál 'yrir austantjaldsrikjunum, heldur einnig vestan hafs. Til þess að auka sölumögu- leikana, bjóða þeir væntanleg- um eða hugsanlegum kaupend- um ýmis fríðindi. Flugfélögum í eigu ríkisstjórna hafa verið boðin aukin lendingarréttindi i Sovétrikjunum, ásamt leyfi til að fljúga yfir Síberíu. Siík til- boð hafa verið gerð flugfélög- um í Skandinavíu, Hollandi, Indlandi, Pakistan, Japan og jafnvel Bretlandi og Frakk- landi, þar sem yrði hörð sam- keppni við Concorde. Rússar eru í mjög góðri að- stöðu þar sem þeir eru langt á undan Bretum og Frökkum og Bandaríkjamönnum. Ekki er gert ráð fyrir að Concorde hefji farþegaflug fyrr en 1974, og þar sem Bandaríkin hafa ekki einu sinni lokið smíði til- raunavélar, eiga þeir enn lengra I land, og er vafasamt að þeirra þota geti hafið far- þegaflug fyrr en eftir 6—8 ár. Bandaríkjamenn treysta hins vegar á að þar sem þeirra þota verður bæði stærri og hrað- fleygari en hinar tvær muni flugfélögin sjá sér hag í að bíða. Mörg flugfélög hafa þó hótað því að kaupa annaðhvort Concorde eða TU-144, ef ekki verði sett einhver tímatakmörk um framleiðslu bandarisku þot unnar. Stóru bandarísku flug- félögin yrðu nánast neydd til að gera það til að vera sam- keppnisfær, og bandarískum hagfræðingum telst til að það myndi kosta það að sjö miilj- arðar doliara færu út úr land- inu. A AÐ HÆTTA VIÐ? Bretar og Frakkar hafa þeg ar varið tæpum tveim milljörð um dollara til að fullkomna Concorde, og nú spyrja menn hvort þeir peningar fáist nokk urn tíma aftur, og hvort rétt- ara sé að bera þessa upphæð sem tap, eða ausa enn meira fé í vélina til að reyna að bæta hana. Ef Concorde heppnast vel og verður tekin í notkun, styttir hún um helming flugtíma á flestöllum flugleiðum sem notað ar eru í dag. Flugtími frá Lond on til New York er t.d. 7.40 klst., en yrði með Concorde að eins 3.25 klst. Flugtími frá San Francisco til Tokyo, sem núna er 13,35 klst. yrði aðeins 6,45 klst. Það er þessi tímasparnað ur sem er helzti kostur hljóð- fráu þotunnar. En það eru margar spurningar sem verður að svara áður en framleiðsla hefst og hér fara nokkrar þeirra á eftir: 1) Verður af- kastageta véiarinnar jafn mik- il og lofað hefur verið? Flugmálasérfræðingar í Bret- landi eru ekki á eitt sáttir. Sumir segja að vélin sé of lítil til að hagnaður geti orðið af rekstri hennar og benda á að rekstrarkostnaður verði líklega um 25 prósent hærri en á venju legum þotum. Aðrir segja að hingað til hafi vélin uppfyllt öll loforð. Útkoman kemur lík- lega til að byggjast að miklu leyti á því hvernig nýir og sterkari þotuhreyflar reynast, en verið er að setja þá á til- raunavélarnar. Þeir eiga að sögn að auka um 20 prósent arðbært burðarþol Concorde. 2) Kaupa flugfélögin nógu margar vélar til að réttlæta gíf urlegan hönnunarkostnað ? Sextán flugfélög hafa hingað til lagt inn pantanir (með fyrir vara) fyrir alls 74 vélar. Fram leiðendurnir miða að því að selja 250 vélar á 23 millj. doll- ara stykkið. En jafnvel þótt það takmark náist, hafa bæði Bretland og Frakkland vitað í mörg ár að Concorde borgar sig líklega aldrei hvað sölur snertir. Talið er að Bretar muni tapa um 600 milljónum dollara, jafnvel þótt Concorde heppnist vel. 3) Er Concorde dauðadæmd ef farþegaflug yfir hljóðhraða er bannað yfir landi? Framleiðendurnir svara þessu neitandi. Þeir benda á að 75 prósent af langflugsleið- um heimsins séu yfir sjó, þann ig að það hafi engin áhrif. 4) Er Concorde of hávær í lendingum og flugtaki, og er mengun frá henni of mikil? Þetta er einnig deiluatriði, en mælingar hafa sýnt að hávaðinn er ekki meiri en frá Boeing 747 risaþotunum, og menguiíin minni en frá venju- legri fólksbifreið. Aðrar spurningar eru varð- andi það hvort ekki hafi þegar verið varið of miklu fé í Con- corde til að hægt sé að hætta við hana, og hvort það yrði ekki of mikill álitshnekkir fyr- ir framleiðendurna, jafnvel þótt þeir tapi á framleiðslunni. Þessu er auðvitað erfitt að svara og tíminn verður að leiða það í ljós. BANDARÍKIN Og þá er bezt að bregða sér vestur um haf, og kanna hvern ig Bandaríkjamönnum gengur. þeir eru lang stytzt á veg komn ir, og bæði Concorde og TU-144 yrðu komnar í notkun nokkr- um árum á undan bandarísku þotunni, sem Boeing á að smíða. Eins og fyrr segir verð- ur hún hins vegar bæði stærri og hraðfleygari en systurhenn ar, og Bandaríkjamenn binda vonir sinar við þá kosti. 1 Bandaríkjunum eru uppi harðar deilur um hvort halda skuli áfram hönnun þotunnar. Þeir sem vilja hætta við hana bera ýmsu við. Þeir segja að hún verði of dýr, of hávær og mikill mengunarvaldur, og sum ir spá jafnvel heimsendi ef hún komist í loftið. Þeir segja að ef miklir flotar hljóðfrárra þota verði á ferð í útjaðri gufu- hvolfsins getai myndazt mikið vatnskennt mistur sem að lok- um umlykti jörðina. Þettayrði til þess að jörðin ofhitnaði, heimsskautaísinn bráðnaði og löndin færu í kaf. Þeir sem vilja halda áfram smíðinni, segja að ef Bandarík in ekki sendi Concorde og TU- 144 keppinaut, verði það mik- ill álitshnekkir fyrir banda- rískan flugvélaiðnað, auk þess sem hann drægist aftur úr, tæknilega séð. Þar sem Banda- ríkin hafa síðan um 1950 átt um 80 prósent af farþegaflug- vélamarkaðinum, er þarna tölu vert í veði. Þrjár nýjar gerðir flugvéla eru nú komnar (eða á leið) á markaðinn, á mjög skömmum tima. Það er Boeing 747 risa- þotan, hljóðfráu þoturnar, og svo risaþotur fyrir styttri flug leiðir. Samkeppninnar vegna neyðast flest stærri flugfélög til að fá sér þessar vélar, og það kostar þau óskaplegar fjár hæðir. Samkeppnin milli fram- leiðendanna er einnig geysilega hörð. Sumir flugmálasérfræðing ar vilja halda þvi fram að þetta sé of mikið, of fljótt, end- irinn verði sá að allt fari í handaskol, og allir á hausinn. Þetta er kannski heldur svart- sýn spá, en það mun vissulega ganga á ýmsu i heimi flugsins á næstu árum. Það er alveg víst að marga mjög stóra að- ila, bæði flugfélög og framleið endur, skortir mikið rekstrar- fé, og það verður sjálfsagt eitt af þeim atriðum sem skera úr um hvort hljóðfráar farþega- þotur bætast í flugflota heims- ins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.