Morgunblaðið - 12.09.1970, Blaðsíða 20
20
MORGtTNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. SEPT. 1970
— Minning
Framhald af hls. 18
sælustundir lífs sóns með bróð-
ttr og systur, sem mundu hamn
aðeins seon lítinn, veiikan dreng.
iÞaur kjnmtist hann hetjusögu for-
eldra sinna í erfiðu og óunnu
landi.
Árið 1966 flutti Elís til
Reykjavíkur og gerðist þar um
tíma stöðumælavörður hjá lög-
reglustjóra borgarirmar. Þau
verk vann hanm af sömu alúð
og öll önnur. En þegar hann
fann likaanskrafta sína ekki
næga til að hann gæti leyst störf
sín eins vel af hendi og hann
vildi, lét hann af störfvsm og
flutti aiftur norður, þar seon hauin
gerðist vistmaður á elliheimilmu
í Skjaldairvik við Eyjafjörð,
Þar leið honium vel. En þegajr
komið var til hans var auðfundið,
að kraftamir voru að þverra.
Hann andaðist á Fjórðungssjúkra
húsinu á Akureyri 30. júlí sl. og
var jarðsettur í Laufási 7. ágúst.
Þegar ég hugsa til Elíss, þá
finnst mér að slíkir menn seim
hann hafi einir gert íslandssög-
una mögule®a, með s-eiglu sitini,
verksígimi og vkðingu fyrir lifs-
stöðu sinni. En frá fæstuim
þeirra greinir sagan.
J. B.
Knattspyrnufélagið VALUR
Auka aðalfundur verður haldinn fimmtudaginn 17. september
n.k. í félagsheimilinu að Hlíðarenda og hefst hann kl. 8.30 e.h.
stundvíslega.
Fundarefni:
Stofnun körfuknattleiksdeildar.
STJÓRNIN.
Veitingahúsið
AÐ LÆKJARTEIG 2
Hljómsveit
JAKOBS JÓNSSONAR.
J. J. og BERTA BIERING.
Matur framreiddur frá kl. 8 e.h.
Borðpanfanir í síma 35355.
Stórdansleikur að
Félagsgarði í Kjós
Núttúra
leikur og syngur í kvöld
Um síðustu helgi var uppselt og' ofsafjör að
Félagsgarði.
Sætaferðir verða frá Umferðamiðstöðinn
kl. 10.
Sæmundur sér um ferði rfrá Akranesi
og Borgarnesi.
Ein af myndum Sigfúsar Halldórssonar.
Fjórar mynd-
listarsýningar
ALFBEÐ FLÓKI f BOGASAL
Sýningu Alfreðs Flóka er ný-
lokið þegar ég hripa niður þessar
hugleiðingar: Engu skal spáð um
hvers vegna listdómur um sýn-
ingu hans kom ekki fram á með-
an hún stóð yfir, en ef til vill
heíur Alfreð Flóki með fulltingi
galdra haldið gagnrýnendum
fjarri, allavega var það ekki á
dagskrá að láta hennar ógetið.
Gagnrýnendur blaðsins eru að
vísu mannlegir og breyzkir, hafa
ekki Höndlað alvizkuna né eru í
bland við dára og miðaldamag-
ík. Þeir hafa heldur ekki náð
svo langt að vera mörgum árum
á undan samtíð sinni og þó ég
tali ekki fyrir munn meðgagn-
rýnanda míns álít ég að hann sé
mér sammála um það, að mynd-
listarmaður spegli jafnan samtíð
sína. Hins vegar er það annað
mál, að það er jafnan lítill
minnihluti, sem skynjar æða-
slátt samtíðar sinnar. Það vill
svo til, að listasaga skírskotar
jafnan til þess tíma sem lista-
mennirnir hrærðust á, en ekkl til
samtíðarmanna listamannanna.
Það er lágmark skynjunar
á samtíð sinni að skilja,
að allt líf byggist á endur-
nýjun, enginn getur stöðvað tím
ann og lifað I stöðnun, en flestir
lifa í vananum eða liðinni tíð, enda
er slíkt þægilegast og ábyrgð-
arminnst. Engum lækni dytti t.d.
í hug að reyna að ýta jóðinu
aftur á þess fyrri stað, en þetta
er einmitt það, sem fólk er stöð-
ugt að gera í skjóli vanans.
Þetta er einskonar forréttinda-
hash hins óbreytta borgara,
leiðsla og óminni hversdagsleik-
ans. Allt þetta veit Alfreð Flóki
eins vel og hver annar í hans
stétt, en vitaskuld er honum
frjálst að magna myndir sínar
með ókennilegum hugmyndum
um tilveruna, ef hann álítur að
þær þurfi slíks stuðnings við og
skemmta með því sjálfum sér og
almenningi. En þá held ég að
hvort tveggja, myndimar og
orðaforðinn þarfnist endurnýj-
unar.
Óskiljanlegt er mér af hverju
Flóki vinnur ekki í annarri tækni
en kol- og pennateikningum,
svo mjög sem tækni sú, sem
hann notar er hentug fyrir málm
ætingu og þurrnál, og raunar all
ar tegundir kopargrafíkur. Þá
mundi hann einnig geta þrykkt
myndir sínar í þeim upplögum,
sem hentaði hverju sinni, og þá
mætti ætla að þessar sifelldu
endurtekningar forma reynd-
ust óþarfar. Alfreð Flóki hef-
ur þrengt sér í bás með núver-
andi vinnu sinni, og þótt hann
bæti jafnan við sig að einhverju
leyti í tækni með hverri nýrri sýn
ingu, þá gerir maður óneit-
anlega meiri kröfur til þessa
listamanns en svo, að hann lími
sig um alla framtíð við núver-
andi vinnubrögð. Flóki nær á
köflum eftirtektarverðum ár-
angri í mínatúrmyndum sínum
og þau andlit, sem fylgdu hon-
um fyrrum líkt og óraunhæfur
kækur, eru smám saman að þoka
fyrir nýjum og áhugaverðari
formunum, svo sem i myndum
nr. 4 og 8 í sýningarskrá. Hví
ekki að gera einnig mjög stórar
nostursteikningar. Heilustu og
formhreinustu myndir sýning-
arinnar álít ég vera nr. 3
„Tunglhrif" og nr. 14 „Frum-
hvörf“, sem báðar eru meðal
nýrri verka Flóka. Af kolmynd-
um þótti mér teikning nr. 29 „Á
batavegi 11“ rikust í blæbrigð-
um og eftirminnilegust. Víða brá
fyrir erótík i myndum Flóka á
sýningunni, en þó ekki að marki
miðað við fyrri sýningar, hvað
sem veldur. Yfir mörgum kven-
legura verum í myndum lista-
mannsins er eitthvað óferskt sak
Ieysi, sem gerir erótíkina og
óhugnaðinn allt um kring án
áhrifa og framandi. íslendingar
eru hrifnir af mikilli vinnu og
útflúri í myndlistarverkum og
hönnun. Völundurinn nýtur
óviða meiri virðingar, og þannig
séð ætti Flóki að njóta mikilla
vinsælda af alþýðu fyrir það eitt,
en ég vona, að hann láti sér það
alls ekki nægja og brynji sig
upp til nýrri landvinninga inn-
an marka listar sinnar.
RÓSA KRISTÍN 1 UNUHCSI
Nýlokið er sýningu ungrar
listakonu Rósu Kristínar Júlíus-
dóttur frá Akureyri, sem stund-
ar listnám á Ítalíu, eða nánar
sagt við listaháskólann í Bol-
ogna, og var þetta frumraun
hennar á vettvangi islenzkrar
myndmenntar. Ég las viðtal við
hana i einu dagblaði borgarinn-
ar þar sem hún taldi upp þá nú
tímalistamenn, sem hún hefði
mestar mætur á og þótti mér
smekkur hennar harla góður og
lék mér því forvitni á að líta
vinnubrögð hennar. En gott
skynbragð á nútímalist þarf
ekki að þýða það sama og gild
listræn vinna hjá viðkomandi.
Því hér var að minni hyggju um
að ræða listnema sem kom of
snemma fram opinberlega, og
það sem lakara var, nemendi sem
virtist hafa vanrækt trausta und
irbúningsmenntun. Agi og skólun
koma ekki nægilega fram í þess-
um myndum hennar, þær eru
lausar í sér og tæknilega gall-
aðar, og á þetta einkum við
olíumálverkin. Hins vegar tekst
henni til muna betur að aga
þekjuliti og vinna úr þeim lýr-
íska fegurð. Listin er strangur
skóli og bak við einfalda og
létta niðurskipun og listrænan
yndisþokka hjá listamönnum,
sem njóta aðdáunar listakonunn
ar ungu, svo sem Luigi Fontana
og Morandi, liggur heilt ævl-
skeið vinnu og ögunar. Af þess-
ari sýningu verður vart spáð um
Framhald á bls. 27
STAPI
TRÚBHOT
r
I
KVÖLD
★
TRÚBROT
r
I
KVÖLD
STAPI