Morgunblaðið - 18.10.1970, Page 4
í- 28 MORG-UNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. OKTÓBER 197«
v’
Leila Khaled
Frægasti flugvéla-
ræningi arabiskra
skæruliða lýsir
fyrsta flugvélar-
ráninu sínu....
ekkert eiga í þessu lífi, jókst
mér á ný þrek og áræði.
Hitt atvikið gerðist í bifreið-
inni, sem flutti okkur út að
þotunni. Við hlið mér sat mað-
ur, og hann spurði hvaðan ég
væri. Kvaðst ég vera frá
Bolivíu. Sagði hann mér þá að
hann væri griskur, og á heim-
leið til Aþenu eftir 15 ára dvöl
í Chicago, og að móðir hans,
sem væri ekkja, ætlaði að taka
á móti honum á flugvellinum.
Þetta varð mér mikið áfall.
Við sem ættuð erum frá Paiest-
ínu vitum hvað það er að vera
fjarri ættlandinu, og ég átti
einnig móður, sem var ekkja og
beið min heima. Hann hélt
áfram að tala, en ég hlustaði
ails ekki á hann.
MORGUNVEEÐAEBAKKINN
Vinur minn og ég sátum í
klefa fyrsta farrýmis, því það
er næst stjórnklefanum. En í
þessari ferð voru aðeins fimm
farþegar á fyrsta farrými, svo
starfsfólkið þar var stöðugt að
stjana í kring um okkur. Var
það einmitt það, sem við sízt
óskuðum.
Stuttu eftir flugtak settumst
við tvö í fremstu sætaröðina,
jiæst dyrunum. Við afþökkuð-
um bæði boðna drykki, og
raunar smakka ég alls ekki
áfengi. Við neituðum einnig ár-
degisverði, því við vildum ekki
að matarbakkar í kjöltum okk
ar yrðu til trafala. En vegna
furðu flugfreyjunnar, og til að
vekja ekki of mikla athygli,
bað ég um kaffibolla, en vin-
ur minn um flösku af öli. auk
þess sem hann bað um töflu til
að gefa í skyn að honum liði
ekki sem bezt.
í>að reyndist erfiðara að
losna frá starfsfólki fyrsta far-
rýmis en við höfðum haldið. 1
stað árdegisverðar var komið
með hjólaborð, sem á voru
hlaðar af kökum og ávöxtum,
og okkur til mikils hugarang-
urs var borðinu stillt beint fyr
ir framan okkur svo við gætum
fengið okkur af krásunum eft-
ir vild. Og borðið lokaði algjör-
lega leiðinni að dyrum stjóm-
klefans. Okkur hafði verið
skipað að yfirtaka stjórn þot-
unnar innan klukkustundar frá
flugtaki i Róm þar sem flug-
tíminn til Aþenu er aðeins hálf
önnur klukkustund. Var nú tím
inn að renna út. Við vildum
ekki biðja flugfreyjuna að
færa borðið, því það gat vakið
grunsemdir. Loks flutti hún
borðið óbeðin, og farþegi, sem
setið hafði í sætinu næst dyr-
unum, flutti sig einnig. Nú var
leiðin opin, og við gátum kom-
izt fram í stjórnklefann án
þess að beita nokkrum hótun-
um — en það bar okkur að
forðast; þegar hræðsla grípur
um sig, geta menn fundið upp
á ótrúlegustu hlutum.
Ég bað um teppi, og flug
freyjan aðstoðaði mig við að
vefja því um mig. Vinur minn
horfði undrandi á mig, og svip-
brigði hans gáfu til kynna að
hann héldi að ótti hefði gripið
mig. Til að róa hann náði ég í
snyrtitösku mína og tók að
greiða hár mitt. Því næst leit
ég á úrið og gaf merki með
fingrunum um að við létum'til
skarar skríða eftir fimm minút-
ur — en ég stjórnaði aðgerð-
unum. Undir teppinu —- það
var þess vegna sem ég bað um
það — drð ég skammbyssu upp
úr hliðartösku minni og stakk
henni framan í buxnastrenginn.
Einnig tók ég upp hand-
sprengju og tók úr henni ör-
yggispinnann.
„ÞAÐ ER VERIÐ A»
RÆNA OKKUR“
Einmitt þegar öllum undir-
búningi var að verða lokið
kom flugfreyja út úr stjórn-
klefanum með bakka. Hurðin
opnaðist út, og hélt flugfreyj-
an henni opinni með olnbogan-
um. Þetta tækifæri gripum við.
Vinur minn skauzt fram fyrir
flugfreyjuna og inn um dyrnar.
Þegar flugfreyjan sá skamm-
byssuna hans og handsprengju,
hrópaði hún „ó nei!“ og fieygði
frá sér bakkanum.
Á leiðinni fram í stjórnklef-
ann hrópaði vinur minn hátt:
„Hreyfið ykkur ekki. Þið fáið
fyrirskipanir frá nýja flugstjór
anum ykkar.“ Um leið heyrði
hann flugstjórann tilkynna I
talstöð þotunnar: „Tveir vopn
aðir menn eru að ryðjast inn i
stjórnklefann. Það er verið að
ræna okkur.“
Hlutverk mitt við töku flug-
vélarinnar var að standa við
dyrnar að stjórnklefanum,
snúa að farþegunum og hafa
eftirlit með þeim með aðstoð
skammbyssunnar og hand-
sprengjunnar. En þegar ég
stóð upp með handsprengjuna
í annarri hendinni og ætlaði að
draga upp skammbyssuna,
fann ég hana renna niður eftir
buxnaskálminni. Ég hafði ekk-
ert borðað í heilan sólarhring,
svo buxurnar voru orðnar
nokkuð rúmar. Mér fannst svo
fyndið að þetta skyldi gerast
einmitt á þessari stundu, að ég
skellti upp úr. í stað þess að
standa á verði með skamm-
byssu i hendi eins og fyrirhug-
að hafði verið kraup ég þarna
og sneri baki að farþegunum
meðan ég fálmaði eftir byssunni
inni í skálminni, eða öllu held-
ur báðum skálmum. Flugstjór-
inn sneri sér við í sætinu til
að sjá nýja stjórnanda vélar-
innar, en það eina, sem hann
sá til „hans" var ofan á stóran,
hvítan kvenhatt.
Mér tókst fljótlega að finna
byssuna og stakk henni í vas-
ann þar sem hún fékk að hvíla
til ferðaloka. Hún var allt of
ógnvekjandi og „Holly-
woodsk,1.
Þið getið ekki ímyndað ykk-
ur undrunarsvipinn á andliti
flugstjórans þegar ég gekk inn
í stjórnklefann og tilkynnti:
„Ég hef tekið við stjórninni.1,
Vesalings maðurinn — það var
þá sjón, sem hann sá! Mig, í
hvítu, ermalausu dragtinni
minni, með barðastóra hattinn
minn og á ilskóm. „Ég er nýi
flugstjórinn,,' sagði ég, „og hér
fáið þið smá minjagrip — það
er öryggispinninn úr hand
sprengju." Með þessum orðum
rétti ég flugstjóranum pinn-
ann. „Öryggið er tekið af hand
sprengjunni. Ef þið ekki hlýð-
ið fyrirmælum mínum, sprengi
ég hana, og þá er úti um þot-
una og alla sem í henni eru.“
— „Hvað viljið þér að ég geri,“
spurði flugstjórinn, og ég svar-
aði: „Fljúgið til Lydda-flugvall
arins." „Til Lydda,“ spurði þá
aðstoðarflugstjórinn, „ég héiit
við værum á leið til Aþenu.“
„Þér skiljið ensku, er það
ekki?“ svaraði ég.
Við settumst í sætin tvö beint
fyrir aftan flugstjórann. Hélt
ég á handsprengjunni í vinstri
hendi allan tímann þar til við
vorum lent. Vinur minn stakk
sinni sprengju á sig, en mund-
aði þess i stað skammbyssuna.
Ég bað flugstjórann að láta
mig fá aðal hljóðnema talstöðv
arinnar, og hann var svo rugl-
aður í riminu að hann reyndi
að koma hljóðnemanum fyrir yf
ir hattinn minn. „Ég ætia
aðeins að flytja hattinn," sagði
ég þá, og ýtti honum aftur á
hnakka. Hafði ég saumað band
í hann, svo unnt væri að hafa
hann hangandi um hálsinn. Mig
langaði nefnilega til að eiga
hann áfram. Svo reyndi ég að
ná sambandi við flugturninn í
Róm, en enginn svaraði.
Næst sneri ég mér að flug-
vélstjóranum og spurði: „Hvað
höfum við eldsneyti til margra
flugstunda?" Sjálf vissi ég svar
ið, því ég hafði litið á eldsneyt-
ismælinn. Ég var viss um að
hann reyndi að ljúga — og það
var rétt. „Til tveggja stunda,"
sagði hann. „Það er ekki rétt."
Ég veit að það nægir til
þriggja og hálfrar stundar
flugs. Það sést þama á elds-
neytismælinum. Hvers vegna
sögðuð þér ósatt? Ef þér gerið
það næst þegar ég spyr yður
einhvers, hálsbrýt ég yður.“ “
„Hvers vegna reiðist þér
svona?" spurði flugstjórinn.
„Vegna þess að ég kann ekki
við lygara," svaraði ég. En í
rauninni var ég ekki mjög reið.
Ég vildi aðeins hræða þá örlít-
ið svo þeir færu eftir fyrirmæl
um okkar. Flugvélstjórinn
flugvélarránið, Salim Issawi
sagði ekki aukatekið orð það
sem eftir var fararinnar.
Klukkan var nú um 15,20.
ÁVARP TIL FARÞEGANNA
Fjöldi mæla, slökkvara og
ljósa í stjórnklefa farþegaþotu
getur haft mjög ruglandi áhrif
við fyrstu sýn, en við höfðum
fengið ítarlega þjálfun, og ég
vissi hvað hver mælir sýndi.
Ég hafði fengið sérlega ítarlega
kennslu varðandi Boeing 707.
Eftir að hafa gefið áhöfninni
nauðsynleg fyrirmæli, áttum
við að snúa okkur til farþeg
anna um kallkerfi þotunnar.
Við ávörpuðum þá svo:
Kæru farþegar.
Þið eruð beðnir að hlusta
með athygli. Vinsamlegast fest-
ið öryggisbeltin.
I 1' - -
Klæöið veggina með
VYMURA
Það or fallegt, endingargott. þvott-
ekta, auðvelt í uppsetningu.
Tilvalið ( skóla, sjúkrahús, samkomu-
hús, skrifstofur, opinberar byggingar
— og auðvitað á heimli yðar.
VYMURA VEGGFÓÐUR má þvo og
skrúbba, en þó heldur það alltaf sín-
um upprunalega lit.
Gerið ibúðina að fallegu heimili með
VYMURA VEGGFÓÐRI.
Umboðsmenn: G. S. Júlíusson.
J. Þorláksson & Norðmann hf
Stór heildverzlun
hér í borginni óskar að ráða kvenmann til bréfritunarstarfa.
Þarf að hafa góða kunnáttu í íslenzku, ensku og að minnsta
kosti einu Norðurlandamáli ásamt góðri leikni í vélritun.
Umsóknir, sem tilgreina menntun, aldur og meðmæli, ef fyrir
hendi eru, sendist Morgunblaðinu fyrir 23. okt. 1970 merkt:
„Bréfritari no. 4478".