Morgunblaðið - 18.10.1970, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. OKTÓBER 1970
31
Leila Khaled handtekin í Lond on eftir síðara flugvélarránið.
um nokkuð frá föður mínum.
Við höfðum reyndar gefið upp
alla von og töldum að hann
hefði verið drepinn. Kom þá í
ljós að hann var kominn til Eg-
yptalands. Var þetta ekkert
einsdæmi: Ég vissi um margar
fjölskyldur, sem sundruðust
og dreifðust um öll Arabarík-
in. Faðir minn var sjúkur, þeg
ar hann kom til okkar á ný —
hann var með of háan blóð-
þrýsting og hjantaveila hafði
gert vart við sig. En það sem
þjáði hann mest var heimilis-
og atvinnumissirinn. Þ*að var
heldur ekki óalgengt. Ég þekki
fjölda manna á svipuðum aldri
og faðir minn, sem urðu fyrir
heilsutjóná við atvinnumiss-
inn. Ef til vill hefði hann átt
að berjast áfram,
Síðustu fimm ár ævi sinnar
vaT faðir minn rúmfastur.
Hann lézt árið 1966. Sem betur
fer var móðir mín ættuð frá
Tyrus, svo fyrstu árin fengum
við inni hjá frændfólki henn-
ar. Eftir það fluttum við í lít-
ið tveggja herbergja hús þar
sem við bjuggum næstu 16 ár-
in — og þegaT þar var komið
voru fjölskyldumeðlimimir
orðnir 14. Það eru því engar
ýkjur að segja að þröngt var
um okkur. Samt vorum við bet
ur sett en þeir, sem urðu að
búa í tjöldum. í vetrarveðrum
gerðist það oft að félagar mín-
ir komust ekki í skóla vegna
þess að tjöld þeirra höfðu fok-
ið. Lítill bróðir einnar vinkonu
minnar hvarf er flóðbylgja
gekk yfir tjaldbúðirnar.
Einu föstu tekjur okkar voru
100 líbanonsk pund (tæpar
þrjú þúsund krónur) á mánuði
frá frænda móður minnar, en
sú upphæð nægði skammt fyr-
ir 14 manna fjölskyldu.
í BIÐRÖÐUM
Við urðum einnig að láta
skrá okkur sem flóttamenn hjá
fulltrúum Sameinuðu þjóð-
anna. Fengum við matar-
skammta frá flóttamannahjálp
SÞ (UNRWA). En eins og full-
trúar UNRWA sögðu sjálfir
hafðfi stofnunin ekki ráð á að
veita hverjum flóttamanni
nema lágmarksskEimmt af hita
einingum daglega, eða 1.500
hitaeiningar. Við vöndumst
hungrinu, en verra var að sætta
sig við þá auðmýkingu að þurfa
að standa í biðröð með könnu
og poka í hendi og biða
eftir „bakhshish“-skammtin-
um. Við vorum orðin að betl-
urum, þótt ölmusan kæmi frá
SÞ en ekki einstaklingum. Á
Bifreiðnstjóri ósbast
Norðurstjarnan h.f. í Hafnarfirði vill ráða bifreiðastjóra með
meirapróf, nú þegar.
Upplýsingar í verksmiðjunni.
NORÐURSTJARNAN H.F.
HAFNARFIRÐI.
EMMA
Barnafataverzlun
Skólavöröustíg 5.
Sængurgjafir
Ungbarnafatnaður,
mikið úrval.
Nýkomið
Loöfóðraðar drengjaúlpur
og frakkar (2ja—6 ára)
Barnagallar
Telpna- og drengjapeysur
Pollabuxur
Regngallar
Regnkápur
Skírnarkjólar.
Póstsendum.
ljósmyndum þeim sem UNRWA
hefur birt frá matarúthlutun-
um, er venjulega fátt fullorð-
inna í biðröðunum. Þeir fást
ekki til að standa þaiyia, og
senda venjulega börnin, eins
og gerðist hjá okkur. Þegar
eldri systur mínar fengu kenn-
arastörf árið 1957 voru matar-
skammtar fjölskyldunnar
minnkaðir smám saman, og mat
argjöfunum síðan hætt. Var
þetta mikið áfall fyrir okkur,
en okkur leið samt betur á eft-
ir, því okkur fannst við orðin
sjálfstæðari.
Það þezta, sem UNRWA
gerði fyrir Palestínubúana var
að sjá um að börn þeirra kæm-
ust til mennta. Mér fannst gam-
an í skóla, og það er mér nær
að halda að öllum hafi þótt,
því skólinn var eini staðurinn
þar sem við gátum sýnt að við
værum einstaklingar, en ekki
aðeins númer á skömmtunar-
lista. Fyrst fór ég í kirkjuskóla
í Tyrus, en síðar fékk ég UN-
RWA-styrk til framhaldsnáms
við bandarískan trúboðsskóla í
nágrannabænum Sidon.
Ég hlaut nýjan styrk til náms
yið bandaríska háskólann í
Beirut, en þar ætlaði ég að
nema lyfjafræði, sem er heppi
leg menntun fyrir stúlku í þess
um hluta heims. En námsstyrk
urinn nægði ekki fyrir öllum
kostnaði í borg eins og Beirut,
og fjölskyldan gat ekki veitt
mér neinn fjárbagsstuðning.
Ég gat því ekki stundað nám
við háskólann nema í eitt ár,
og ég hef aldrei orðið fyrir
meiri vonbrigðum en þegar ég
varð að hætta námi.
Ég fékk vinnu sem ensku-
kennari í Kuwait þar sem ég
dvaldist í sex ár. Mér finnst
ekkert sérlega gaman að
kenna, en ég varð að afla mér
tekna til að geta lagt minn.
skerf af mörkum til fjölskyld-
unnar. Einn bræðra minna tók
háskólapróf í verkfræði, og
starfar nú í Abu D'habi. Annar
tók próf í viðskiptafræðum og
starfar í banka í Abu Dhabi.
Vegna þeirra peninga, sem við
sendum heim, kemst fjölskyld
an nú vel af. Við höfum nú ráð
á að kosta eina af yngri systr-
um mínum til náms við háskól-
ann, en hún hefur miklu meirí
áhuga á að verða Fedaiin, það
er að taka þátt í frelsisbaráttu
Palestínu. Einn bræðra minna
og ég vinnum nú eingöngu á
vegum Fedaiin.
Á VESTURBÖKKUM
Margir vina okkar í Líbanon
Hvað segir kokkurinn
um Jurta?
„Ég er alltaf ánægður með árang-
urinn, þegar ég nota Jurta-smjör-
líki. Jurta er bragðgott og laðar
fram Ijúffengan keim af öllum mat.
Þess vegna mæli ég eindregið með
Jurta smjörlíki."
• smjörlíki hf.