Morgunblaðið - 18.10.1970, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNTJDAGUR 18. OKTÓBER 1970
39
setti fram i upphafi. Barnið hef-
ur eðlilega þörf fyrir nána snert
ingu við náttúruna. 1 glímunni
við þau viðfangsefni, sem hún
býður, öðlast unglingurinn innri
ró og tóm til að finna sjálfan
sig. Til þess á að nýta alla mögu
leika.
Þegar Pompidou og frú hans fóru í opinbera heimsókn til Bandaríkjanna, vöktu föt frúarinnar mikla athygli, eins og menn
muna. Var ekki laust við að mörgum þætti síddin á þeim alveg fáránleg. Er við litum á þessar myndir af Madame Pompidou,
sjáum við þó, að föt hennar eru einmitt af þeirri gerð, sem tizkufrömuðir vilja innleiða fyrir haustið og vetiurinn.
spurn og óþarft að fjölyrða um
hana hér. En það sem er nýtt og
byltingakennt í þessu sambandi
er það, að heilbrigð tilhneiging
æskufölks til tilbreytni og
skemmtunar er orðin undirstaða
að eins konar framleiðslugrein,
virkjuð og hagnýtt i gróðaskyni.
Þetta veldur grundvallar-
breytingu i lifi ungrar kynslóð-
ar. 1 hollri tómstundaiðju er ein
staklingurinn frjáls og virkur,
hann fylgir þá hneigð sinni og á
frumkvæði eða þó að minnsta
kosti meðráðarétt um það sem
gerist. En af áróðri skemmtana-
iðnaðarins sefjast fjöldi ungl
inga svo gersamlega, að sú
skemmtun, sem átti að verða
þeim holl tilbreytni, er fyrr en
varir orðin vani og ástríða, sem
þeir megna ekki að standa á
móti. Margur unglingur, sem
þannig er bundinn á klafa
skemmtanatízkunnar, sté sín
fyrstu spor út á braut misferlis
og afbrota, af því hann skorti
fé til þess að halda til jafns við
fjáðari félaga í skemmtana-
lífinu.
EITURLYFJANAUTN
Þegar einstaklingur er
hnepptur í viðjar sjúklegrar
skemmtanaástriðu, fyllist hann
oftast andúð og leiða gagnvart
hversdagslegum skyldum i námi
og starfi. 1 stað þess leitar hann
sífellt endurtekinna skemmtana,
nýrrar spennu, nýrra nautna.
Heilbrigður viðnámsþróttur
hans laimasit smám saman gagn-
vart öllu, sem togar í þessa átt.
Þess vegna er auðvelt að leiða
hann út í eiturlyfjaneyzlu. Hún
býður upp á nýbreytni, virðist
meinlaus í fyrstú og veldur ann
arlegu ástandi, sem losar hann
úr vitundartengslum við raun-
veruleikann. Ef áfengi er und-
anskilið, er eiturlyfjanautn
varla mjög algeng hér á landi.
Um útbreiðslu hennar veit eng-
inn, enda er eiturlyfjaneyzla
leyniathöfn. Einstök tilvik, sem
upp hafa komizt, vitna þó ótví-
rætt um vaxandi ásókn í eitur-
lyf og samsvarandi viðleitni til
að smygla þeim inn í landið.
Fyrirmynd þessarar venju er
innflutt eins og lyfið. Erlendis
frá berast fregnir um vaxandi
útbreiðslu eiturlyfjaneyzlu.
Hún tekur á sig form eins konar
tízkufaraldurs, og hópur æsku
fólks, sem lætur ginnast til þátt
töku, er geigvænlega stór. Marg-
ur byrjar i þeirri trú, að þetta
sé aðeins stundar tilbreytni,
alltaf sé hægt að hætta, en er
brátt á valdi sjúklegr-
ar ástriðu, sem hann losnar
ekki undan, þegar honum
skilst, að hann stefnir í
ófæru. Vaxandi eiturlyfja-
neyzla og hin ákafa viðleitni að
hagnýta hana I gróðaskyni vek
ur hugsandi mönnum geig, enda
er hún eitt gleggsta einkenni um
úrkynjun þjóðar.
HVAÐ VELDUR?
Hvað veldur því, að æska vel
megandi menningarþjóða verður
svona rótslitin og vegvillt? Ég
ætia mér ekki þá dul að svara
þessari spumingu í litlu grein-
arkorni. Samt vil ég drepa á tvö
atriði enn, sem ég tel valda
miklu um þetta. Til þess verður
þó að lita út fyrir okkar eigið
land og sjá vandamálið í stærra
samhéngi. Vegna hins hraða
fréttaflutnings erum við líka svo
að kalla í næstu nánd við hvern
þann atburð, sem máli skiptir.
Þessi alnálægð atburða, sem ger-
ast með f jarskyMum þjóðum, hef
ur sterk áhrif á líf nútímamanns
ins, ekki sízt á æsku smáþjóðar,
sem stendur mitt í róttækri sam-
félagsbyltingu.
Fyrrá atriðið, sem ég nefni, er
efnisleg Mfsnautnarhyggja. Þótt
velmegun sé góð og æskileg,
fylgja henni nokkrar hættur,
einkum ef hún hefur leyst gam-
algróna fátækt af hólmi. Um leið
og lífsbaráttan verður auðveld-
ari, þurfa menn að koma auga á
menningarleg verðmæti, sem
þeim þykja eftirsóknarverð og
veita lífi þeirra tilgang og festu.
Slík stefnubreyting gerist ekki í
einni svipan; kynslóðir þarf til
að móta hana. Vöntun hennar
hér á landi kemur átakanlega
fram í kapphlaupi fólks um glys
og munað, sem margir ástunda
langt um efni fram. En ef kyn-
slóð fullorðinna einblínir á ytra
skraut og óhófsmunað, hvað skal
þá um börn og unglinga? Ótíma
bær fjárráð gera þau heimtu-
frek við aðra en undanlátssöm
við sjálf sig og þvi trygga við-
skiptavini á hinu mikla sölutorgi
skemmtana- og nautnalyfjaiðnað
arins. Um þessi áhrif þykist ég
sjá ýmis auðkenni gleggri á ís-
lenzkum unglingum en á jafn
öldrum þeirra með öðrum þjóð-
um álfunnar. Ánægjulegar und-
antekningar eru þó vitaskuld
margar.
TILVERA HINS
SIÐMENNTAÐA HLUTA
MANNKYNS HANGIR Á
BLÁÞRÆÐI
Seinni ástæðuna, sem ég nefni
hér, er örðugra að skýra í
stuttu máli. Við finnum öll, að
tilvera hins siðmenntaða hluta
mannkyns hangir á bláþræði.
Nokkur stórveldi, hvert öðru
andvíg í flestum greinum hafa
smíðað sér vopn, sem veitir þeim
tök á að tortima öllu lífi á þétt-
býlustu svæðum jarðar og gera
þau óbyggileg um langa fram-
tíð. Hugmyndir, sem við gerum
okkur um þessa hættu, eru
kannske misjafnlega Ijósar, en
sá geigur, sem þær valda, bær-
ist i brjósti hvers fullvita
manns. Lífi manna hefur að visu
verið ógnað fyrr; tugir og
hundruð þúsunda urðu styrjöld-
um, hungursneyð og pestum að
bráð. En einstaklingurinn átti
sér þó jafnan nokkra undan-
komuvon og akur og fiskimið
héldu gróðurmagni sinu og end-
urnýjunarkrafti. Slík von
slokknar andspænis þeirri ógn,
sem nú vofir yfir mannkyninu.
Án þess við gerum okkur grein
fyrir því, mptar þessi tortíming-
arhætta lífsviðhorf okkar og
hegðun, æsir okíkur uipp í sikefja
lausan lífsnautnarþorsta hinnar
hraðfleygu stundar. Bandarisk-
ur menntaskólanemi orðar það
svo: „Nowadays with world con
ditions as they are, the wise
person lives for today and lets
tomorrow take care of itself.“
Það er veraldargeigurinn, orðað
ur á atómöld: Etum og drekk-
um og verum glöð, þvl á morgun
kemur dauðinn.
Undir ofurvaldi þessa geigs
fjarlægist maðurinn mest það
lifsviðhorf, sem þjóðskáldið likti
við blómið, sem „kvíðalaust við
kalt og hlýtt er kyrrt á sinni
rót“. Þá er hætt við að hann
glati trúnni á tilgang sinn og
æðri andleg verðmæti og hyggi
aðeins að svölun lífsþorstans þá
örskotsstund, sem ævin varir.
Um leið hlyti siðavitund hans að
ruglast og hann yrði leiðitamur
til hvers kyns öfga. Þegar gagn
rýnihneigð og efagirni unglings
áranna vakna og þróast við þess
ar aðstæður, þá myndast auð-
veldlega hópar vegvilltrar
æsku, sem einmitt á okkar tið
valda kynslóð foreldranna
kvíða og áhyggjum.
Ég segi hópar vegvilltrar
æsku, því að sú skoðun er mér
fjarri, að allur þorri íslenzkra
unglinga sé vegvilltur. Ég álít að
visu, að vegurinn sé ekki auð-
rataður. Unglingur er oft ekki
einfær um að ákvarða sig, hvort
áreynsluvilji eða undanlátssemi,
brattsækni eða nautnaværð eigi
að ráða lifsviðhorfi hans. Heil-
brigð æskulýðsstarfsemi þarf að
stuðla að þvi, að hann marki
stefnu sina rétt. Hún þarf að
leggja megináherzlu á þroska
vænleg viðfangsefni, sem heilli
unglingana og veiti þeim tæki-
færi til að reyna á krafta sína.
bæði andlega og líkamlega.
Með þessum orðum hverf ég
aftur að þvi sjónarmiði, sem ég
ÍSLENZK ÆSKA ÞARF AÐ
UPPGÖTVA LAND SITT OG
NEMA ÞAÐ AÐ NÝJU
Ef Island er borið saman við
hlýrri lönd, virðist ekki mjög að
laðandi að eyða þar tómstund-
um sínum við útilegur og göngu
ferðir. En kannske er landnám-
inu ekki fyllilega lokið. Ég man
frá stúdentsárum mínum erlend-
is, hve mjög mér fannst til um
þann geysilega fjölda skólaungl
inga sem ferðaðist fótgangandi
dögum og vikum saman um fjöll
og sköga Miðevrópu. Þar hafði
borgaræskan lært að meta nátt-
úruna, og hið nauðsynlega skipu
lag, sem til þurfti, hafði mynd-
azt smám saman. Hin einstöku
gistiheimili æskunnar stóðu svo
þétt, að hvar sem gönguhópur
var staddur, átti hann ekki nema
hæfilega dagleið tU næsta gisti-
staðar. — Við gengum með mal
pokann og svefnábreiðuna á
bakinu, lifðum við fábreyttan
kost og lögðumst þreytt til
hvíldar, en við áttum glaðar
stundir, fundum til skyldleika
okkar við náttúruna og öðluð-
umst um leið ljósari skilning á
sjálfum okkur.
Ég hef alltaf dáðst að Baden-
Powell, stofnanda skátahreyf-
ingarinnar, fyrir skarpskyggni
hans á þá þörf, sem brýnust er
fyrir borgaræskuna, að kynnast
töfrum náttúrunnar, njóta útilífs
og fást við þau margbreytilegu
viðfangsefni, sem hraun og heið-
ar, vötn og skógar bjóða. Af
þeim töfrum er Island auðugt.
Og mér hefur oft fundizt, að ís-
lenzk æska þyrfti að uppgötva
land sitt og nema það að nýju.
Velduð þér bíl ef Hr
þcegindum sœtanna
þyrftuð þér ekki
að hugsa yður um
VOLVO
Scetin eru stórkostleg
k*ilO ^i')
Suðurlandsbraut 16 • Reykjavik • Simnefni: Volver • Simi 35200