Morgunblaðið - 30.10.1970, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 30.10.1970, Blaðsíða 4
f 4 MORGUNBLAÐtt), PÖSTUÐAGUR 30. OKTÓB’ER 1970 r > pg* 22-0-22- Iraudarárstig 31, ^-25555 ^% 14444 \fflim BíLALEIGA HVERFISGÖT U 103 VW Sendiferðabifreið-VW 5 manna-VW svefnvagn . VW 9 manna - Landrover 7 manna bilaleigan AKBJRA VT car rental service 8-2 3-4T scndam BIJNAÐARBANKINN %m-r& • er banki fdlksins Til sö'u glaesilegur Ford Bronco 1966. Höfum kaupanda að Bronco 1968—1970. BFbilaaalia guðmundap Bercþórucötu 3. Slmax 19032, 2007% MORNY kynnir nýjar baðvörur FÆST UM LAND ALLT Snyrtivörusamstæða, vandlega valin af Morny, og uppfyllir allar óskir yðar um baðsnyrtivörur. Sápa, baðolfa, lotion, deodorant og eau de cologne. Vandlega valið af Morny til að vernda húð yðar. Notið Morny og gerið yður þannig dagamun daglega. Ó. JOHNSON &KAABER P ^ 0 Fasteignamatið nýja „Blokkarbúi" skrifar: „Nú er nýlokið margra ára starfi fasteignamatsnefnda um land allt og búið að meta allar fasteigniir landsmanna. I viðtali við forvígismenn fasteignamats ins í Sjónvarpinu kom það í ljós, að kostnaðurinn við það nam 88,7 millj. kr. Einnig kom fram að eitt aðalstarfið við þetta mat var gagnasöfriun og skrásetning á öllum fasteign- um í landimu. Að því ég bezt veit mun nú hver einasta íbúð i sambýlishúsi a.m.k. hér í Reykjavik vera búin að fá á- kveðið númer, búið að skrá þin.glýstan eiganda hennar og meta hana sérstaklega. — Til þessa hefur ríkt hið mesta ó- fremdarástand í þessum efn- um. Ekkert mat hefur verið til á einstökum íbúðum, engin skrá yfir eigendur þeirra nema í veðmálabókum yfirborgarfó- geta. Aðeins eitt mat hefur ver ið til á hverju sambýlishúsi þó svo að í sumum þeirra séu um 60 íbúðir — að sjálfsögðu í mjög mismunandi ástandi“. 0 Innheimta gjaldanna „Við innheimtu fasteigna- gjalda hefur einnig ríkt sama ófremdarástandið, og á það vart sinn líka í viðri veröld. Send- ur hefur verið einn innheimtu seðill í hvert sambýlishús, og stundum hefur hann verið skráður á nafn manns, sem er fluttur úr húsinu fyrir áratug PHIUPS KANN TÖKIN Á TÆKNINNI... PHILIPS SJÓNVARPST/EKI OG HEIMURINN INNÁ HEIMILIN PHILIPS HEIMILISTÆKIP HAFNARSTRÆTI 3, SÍMI 20455 SÆTÚN 8, SÍMI 24000. eða þar um bil. Þarrnig er þvi a.m.k. háttað þar sem undir- ritaður á heirna. Eigendur sam býlishúsanna hafa orðið að skipta fasteignagjöldunum á milli sín eftir eignahlutum í húsinu. í litlum sambýlishús- um hafa þeir venjulega farið hver í sínu lagi og hver borgað sinn hluta gjaldsina. í stærri sambýlishúsum eru víða hús- félög, sem iinnheimta fasteigna skattinn hjá eigendum og gjald kerinn greiðir allt gjaldið í einu lagi. í sumum sambýlis- húsum eru þessi gjöld þó ekki innheimt af húsfélaginu og í öðrum er ekkert húsfélag og eigendur hafa því greitt gjöld- in hver í sínu lagi eins og eig endur smærri sambýlishús- an,na“. 0 Verður að standa í skilum fyrir aðra „Flest stærri sambýlishús eru í rauniinni ekki eitt hús heldur mörg. Venjulega eru þrjú til fjögur stigahús í hverju sambýlishúsi eða blokk svo sem alþjóð veit. Er þá venjulega eitt húsfélag í hverju stigahúsi, þar sem íbúar hvers stigahúss þurfa að greiða margt sameiiginlega. Mjög sjaldan eru húsfélög, sem ná til heillar blokkar, enda ekki margt, sem íbúar hennar greiða sameiginlega. — Fasteignagjöldin hafa þó alltaf verið lögð á alla eigendur blokkar í einu lagi eins og að framan greinir. Hafi svo einn eða fleiri eigendur trassað að greiða á réttum tíma, hefur hót unarbréf um lögtak verið sent þeim eiganda (eða fyrrverandi eiganda), sem skráður hefur ver-ið eigandi blokkarinnar. Ég veit dæmi þess, að maður, sem þannig var skráður eigandi blokkar, fékk hótunarbréf um að íbúð hans yrði seld á nauð- ungaruppboði vegna þess að tveir meðeigendur hans skuld- uðu fasteignagjöld. Hann var löngu búinn að greiða sitt fast eignagjald, en varð samt að inniheimta fasteignagjöldin hjá þessum tveimur meðeigendum sínum og afhenda þau skrif- stofu yfirborgarfógeta, og hefðli sennilega orðið að borga gjöldin sjálfur, ef homxm hefði ekki tekizt að innheimta þau“. 0 Þeir skuldseigu látnir í friði „í blokk þá, sem undirriit- aður á heima í, hafa nokkur undanfarin ár borizt hótun.ar- bréf um lögtak, stíluð á nafn manns, sem ekki á lengur heima hér og á ekkert í þlokk inmi, vegna þess að einn eða tveir íbúðareigendur hafa trass að að greiða fasteignagjöld. Engin tilraun hefur verið gerð til þesis að raska ró skulda- seggjanna sjálfra". 0 Gagnslaust — ef ekki er notað „Ég hef verið að vona að þessu ófremdarástandi væri senn lokið, en því miður er ég farinn að óttast að svo verði ekki. Nú, þegar fasteignamata- nefndir senda eigendum fast- eigna árarugur starfs síns, bregð ur svo við að aðeins eigendur einbýlishúsa og raðhúsa fá sendan seðil með hínu nýja mati eigna sinna. Við eigend- ur blokkaríbúða fáum ekkert að vita um eignir okkar. Ég kalla það að við fáum ekkert að vita þó að einn seðill berist í hverja blokk. Við höfum þó greitt okk ar hluta af þessum 88,7 milljón um, sem faisteignamatið kost- aði. Ég vil því skora á fasteigna- matsnefndir að senda öllum íbúðareigendur á landinu seðil með hinu nýja mati. Jafnframt skora ég á öll yfirvöld sveitar- félaga í landinu að inniheimta fasteignagjöldin í framitíðinni beint hjá hverjum íbúðar- eða fasteignaeiganda. Vona ég að alliir skilvísir íbúðareigendur í blokkum geti tekið undir þær áskoranir mínar. Ef ekki verður orðið við þessari áskorun, verð ég' að líta svo á, að þessum 88,7 millj. hafi verið varið til lítils. Gagna söfnun og' eignaskipting gagna laus, ef ekki á að nota hana, og hefði þá alveg eins mátt margfalda gamla fasfeignamat-' ið með einhverri tölu. Blokkarbúi". Framkvæmdastjóri óskast að prjónastofunni Dyngju Egils- staðakauptúni frá næstu áramótum. Umsóknir ásamt kaupkröfum sendist til stjórnar Dyngju h/f., Egilsstaðakauptúni. Dömur — Árbæjarhverfi LAGNINGAR - - PERMANENT KLIPPINGAR - - LITANIR LOKKALÝSINGAR. Opið föstudaga til kl. 9 og laugardaga til kl. 5. Hárgreiðslustofan FÍÓNA Rofabæ 43, sími 82720.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.