Morgunblaðið - 30.10.1970, Síða 15

Morgunblaðið - 30.10.1970, Síða 15
MORGUNBLAÍJIf), PÖSTUDAGUK 30. OKTÖBtÉR 1970 15 Efld leit að bræðslu- fiski - þingsályktunar- tillaga fram- sóknarmanna EYSTEINN Jónsson og sex aðr- tr þingmenn Framsóknarflokks- ins hafa lagt fram á Alþing-i til- lögu til þingsályktunar um leit að bræðsiufiski, þar sem lagt er tU, að Alþingi álykti að fela ríkisstjórninni að láta efla skipu lega leit og rannsóknir ásamt veiðarfæra- og veiðitilraunum í því skyni að auka veiðar á bræðshtfiski og gera þær veiðar fjölþættari. Athugunum þessum verði einkunt beint að loðnu, kol mvuuia, spærlingi og sandsili. 1 greinargerð tillögunnar er fyrst rakið hversu síklarafli hafi reynzt Islendingum svikull, og hvað mörg mannvirki, sem ætl- uð voru til bræðslu síldar standi nú viða ónotuð. Síðan er rakin grein er Jakob Jakobsson fiski- fræðingur ritaði í tímariitið Ægi, þar sem hann m.a. fjallar um möguleika á aukinni hráefn isöflun. Síðan segir m.a. í greinar- gerðinni: „Flutningsmenn leggja áherzlu á, að vart er hugsan- legt, að einstakir útgerðarmenn eða félög ráðist í áður óþekktar veiðar, þar sem allar líkur eru á að veiðarnar yrðu ekki arð- vænlegar fyrr en að fenginni talsverðri reynslu og eftir að lagt hefði verið í verulegan kostn að. Að svo miklu leyti sem að- staða er ekki fyrir hendi á skip- um Hafrannsöknastofnunarinn- ar, þyrfti af þessum ástæðum að gera út fiskiskip með stuðn- ingi hins opinbera til þess að kanna, hvaða veiðiaðferðir hent uðu bezt og hver grundvöllur væri fyrir veiðum á þeim fisk- tegundum, sem tillagan fjallar um, öðrum en loðnunni. Að fengnum jákvæðum niðurstöð- um væri svo unnt að hefja al- mennar veiðar og fyrr ekki.“ Nýju Wilton gólfteppin frá Alafossi eru fallegri og sterkari en nokkru sinni fyrr. Skoðið teppin hjá okkur í heilum rúllum á stórum fleti. Notum undir teppi þétt fjaðrandi svampgúmmí, sem aðeins fæst hjá okkur. Grensásvegi 3, sími 83430. Síðostliðinn íöstudng tapaðist í Reykjavík brúnt peningaveski með tæpum 30.000 kr. 1 veskinu er ökuskírteini ásamt skilríkjum merktum Guð- mundi Einarssyni, Egilsstöðum. Finnandi vinsamlegast láti rannsóknarlögregluna vita. Fundarlaun. B LAÐ B líR Ð A RF oVk OSKAST í eftirtolin hverfi Njálsgata — Sóleyjargata Hverfisgötu 63-125 — Laugaveg 114-171 Úthlíð — Meðalholt Seltjn - Skólabraut Stórholf — Höfðahverfi — Hraunbœ frá 102 i'ALIÐ VIÐ AFGREIÐSLUNA í SÍMA 1010G OOOOOOOOOOOOOOOOO0O®

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.