Morgunblaðið - 22.11.1970, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 22.11.1970, Blaðsíða 11
MORG-UNBUAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. NOVEMiBER 1970 11 Laxárdalur og Mývatns- sveit eiga að ver a óbrey tt Fáir bændur í Laxárdal, S.-Þ., eru ekki fáeinir islenzkir bænd- ur. Þeir eru margir bændur á kynslóða göngu í aldanna röð. Þeir Laxárdalsbændur, sem nú eru og vilja ekki láta sin „and- ans óðul,“ undir vatn, þeir bera sigurfána langrar fylkingar á bak við sig og mikillar fylking- ar í framtíma. Þeir vilja vera trúir hinum dánu feðrum og ókomnu niðjum. En einnig land- inu sjálfu og hinni óviðjafnan- legu fegurð þess. Nú vil ég taka það fram, að mér finnst skylt að geta þess með réttu, að við eigum bæði og höfum átt þá stjórnmálamenn, sem fjölmargt hafa stórvel gert og jafnvel komið ótrúlegum hlut um til leiðar til hagsbóta. Eðli- legt er það, að þeir hugsi um fjárhag þjóðarinnar og ber það að þakka. En Mývetningar, sem fyrstir urðu til þess að virkja hvera- aflið hafa sýnt, að þar á mögu- leikanna land einnig möguleika. Það er minna tjón, þótt rjúk- andi hverinn hverfi inn í virkj- un heldur en mikill foss. Auk þess leggur landið sjálft til upp- hitun handa fjölda fólks og handa skólum. Ætti þá ekki það kostaland að fá að halda sinum fossaskrúða óskemmdum héðan af? Búrfellsvirkjun er mikið og vel heppnað mannvirki. Og verð ur sennilega mjög arðbært. En það má ekki fara svo langt, að það eyðileggi gæsasteppuna ís- lenzku. ísland má ekki missa heimgæsina, en ætti þess í stað að fá mikla alþjóðafriðun á þeirri fuglategund. Gæsastepp- an er eitt af undrum jarðarinn- ar. En Tröllkonuhlaup ætti að vera síðasti foss, sem virkjaður er á Islandi. Það má minnast á, að hvera- knúnar ullarverksmiðjur, er sett gætu íslenzka ull í háan verðflokk hjá bændum, væru is lenzkara fyrirtæki, heldur en ýmisleg stóriðja, sem alls konar mengun fylgir. ísland á heims- ins beztu og hlýjustu ull. Sú ull er með afbrigðum vel til listiðju fallin. Má þá einnig hugsa sér, að hún yrði góð útflutningsvara, ef hún væri vel sundurgreind og vandlega unnin í vélum. Islenzk ull hefur silkislikju i áferð að sjá í vefnaði. Þá má nefna fiski- verksmiðjur. Ég segi þetta að- eins vegna þess, að mér er stundum borið á brýn, að ég haldi, að menn geti lifað á því einu að horfa yfir landið. En þó að við eigum duglega stjórnmálamenn, þá geta þeir ekki gert Island að heilli heims- álfu með öllum auðlindum Amer iku. Eins og mér skilst stundum að ætlazt sé til. Venjulega gleym ist, þegar verið er að bera Is- land saman við önnur lönd, að nefna nokkra ókosti hinna land anna. Ekki einu sinni hið auð- uga Rómaveldi stóðst sællífi og óhóflegar kröfur. En þó ég segi að viðurkenna megi Búrfellsvirkjun, ef hún hlífir gæsasteppunni, þá er allt öðru máli að gegna um svo- nefnda fyrstu og aðra Laxár- virkjun, til viðbótar. Því að hún hefur i för með sér svo mikla eyðileggingu bæði á fegurð landsins og verðmætum. Auðvit að ætla þeir menn ekki að gjöra þjóð sinni illt, sem halda virkj- uninni fram. Þeir vilja semja. Þeir sjá glóandi gull og alla mögulega möguleika í þessari sinni stórframkvæmd. En sýn þeirra er afar þrðng. Þeir vilja semja við Laxárdalsbændur og Mývetninga. En þessir stórvirkj unarmenn vilja ekki semja um það að láta Laxárdalsóðul og Laxárdalsbændur i friði. Stórvirkjunarmennimir skilja það ekki, að það gull og sú mynt er ekki til á jarðríki, sem hægt er að taka sem gilt verð fyrir Laxárdalslöndin, ættaróð- ulin. íslenzka þjóðin má ekki ímynda sér, að hún eigi með að kref ja bændur um þessi óðul, má ekki hugsa, að það sé gróði að drekkja Laxárdalnum í hans bláa straumi og hans eigin foss- um. Það er ætlazt til þess, að syn- ir Laxárdals semji og fari síðan. Þegar Esaú samdi um sinn frumburðarrétt og lét hann af hendi fyrir brauð og baunir, þá snerist sú sök yfir á Esaú sjálf- an, sem raunverulega var sök Jakobs. Laxárdalsbændur vilja ekki semja frá sér sinn frum- burðarrétt. Þeir eiga rétt á þvi að gera það ekki. „Landið fagra landið mitt." Það er merkilegt verk að varðveita það. Þær framkvæmdir, sem eru gerðar á fslandi, eru vandgerðar. Þær þurfa að sigla svo nákvæmt á milli skers og báru, að þær séu gagnlegar án þess að valda tjóni á fegurð landsins eða á upphafsgæðum þess. Kísilgúrverksmiðjan við Mý- vatn kallar á drekkingu Laxár- dals. Þarna eru tröllin í fjöll unum að kallast á yfir byggðirn ar. Ég sá í Rómaborg súlnaraðir í einhverjum þeim allra fegursta listastíl, sem hægt er að hugsa sér. Þarna var varðveittur hluti úr aldargömlu hofi. Ef reist væri höl'l úr hvítum marmara og byggð í þessum fagursúlna fornstíl, prýdd gulli, silfri og út skornum íbenviði og tröppur úr svörtum og bleikrósóttum marm ara, þá myndi sú fagra höll hvergi í heiminum sóma sér eins vel og á þeim bakka Mývatns, þar sem Kísilgúrverksmiðjan stendur. Því að svo fagrir og fjölbreytilegir munu engir kon- ungsgarðar vera sem Mývatns- sveitin er. Fyrir nokkrum árum gaf ég út pésa, sem ég kallaði Mývatn. Þjóðgarður. Þar sagði ég þetta m.a.: Þetta land hefur yfirjarðn- eska ásýnd. Yfir námu og allt sem henni fylgir ná engin lög. Sú verður sennilega staðreynd- in að fuglalífið hverfur. Ef til vill verður verksmiðjan rekin með tapi fyrir íslenzka ríkið. En ef fyrirtækið auðgast, þá er mjög líklegt að eins fari fyrir bændum i Mývatnssveit eins og bónda í Ameríku, sem Stefán Zweig hefur lýst í einni frá- sögu sinni. Sú saga er sönn. Bóndinn átti akra, fallegt hús og hlöður og mikið land og gott og var auðugur. Þá kom það fyrir, að gullnáma fannst í landi hans. Hvaðanæva að streymdu menn þangað. Þeir hirtu ekki um eign arrétt bóndans og hann fékk ekki rönd við reist. Aðrir menn, ókunnir menn, innlendir og útléndir, hirtu nám una, gullið og löndin hans og húsin, sem bóndinn hafði reist. Sjálfur lenti hann i ógæfu og syn ir hans, vegna námunnar. Hann mátti sanna með Steini St. eins og fleiri: „Míns afls gegn allra mætti, svo undur lítils gætti." Og bóndinn bölvaði gullinu, sem gjörði iðju hans og verk að engu, svipti heimili hans friði og færði böl yfir líf hans. Þá var mér ekki ljóst, að Lax- árdalur yrði fyrir barðinu á verksmiðjunni. En svona verk- smiðja er óútreiknanleg fyrir- fram. Það eru bændur Laxár- dals, sem fyrstir eiga nú að sæta sömu örlögum og gullnámubónd inn. Það á að drekkja jörðum þeirra i fossunum. Er þetta ekki einkennilega líkt ? En ef Laxárbændur víkja, þá munu bændur í Mývatnssveit fara sömu leið. Eins og sagt er um þá, sem deyja, að þeir fari allir sömu leiðina, þó að dánar- orsökin sé sín með hverju móti. Ef Laxárvirkjun þrammar áfram og Kísilgúrverksmiðjan stækkar, er bæði Laxárdalur og Mývatnssveit innan skamms horfið land. Mývatnssveit hefur næstum því auðæfi „öll sem verða á jörðu fundin," ásamt með Laxárdal. Fossar, Laxáin, silungurinn í vatninu og beitin á Austurf jöllum. Bláir hellar með mátulega volgu vatni til þess að synda í. Hveraleir, heilsulindir, Dimmuborgir, sem höggmynda sali guðs, dúnendur og blágullni hvítfryssandi, liðandi Laxár- straumurinn vefur sig og hring- ar sig um kjarrskógarbrekk- una. Grasið hefur sér i lagi fjöl- breytilegan fagurgrænan lit. Fjallafegurðin og litadýrðin óendanlega fjölbreytileg, hvort sem horft er til hliða eða niður á jörðina. Hverasvæðið í sýnist vera fólgið gull? Af þessu mætti ráða, að Laxárdalur og Mývatns sveit þyrftu ekki að gefa með sér til þjóðarinnar. Sannleikurinn er sá, að auk- in Laxárvirkjun, eyðilegging Laxárdals og stækkuð kísilgúr- verksmiðja, er blindra manna framkvæmd. Hér er skipt á rík- ustu upphafsauðæfum lands í staðinn fyrir gullgröft, sem eyði leggur öll þessi einstæðu verð- mæti. Það er ekki hægt að hugsa sér meiri sóun á verðmætum, sem öllu gulli eru dýrmætari, en að eyðileggja Laxárdal, Laxá, sil- ungsvatnið og umhverfi þess. Og skipta á Mývatnssveit fyrir svart og sviðið námuþorp. Þegar Einar Benediktsson var í huga sínum búinn að virkja landsins stærstu fossa, þá virð- ist allt í einu svífa fyrir sjónir hins myndauðga skálds breytt þjóð í breyttu landi. Hann hef- ur í útlöndum séð bóklaust fólk við færibönd. Fólkið gæti ef til vill orðið svipað á Islandi og komið í staðinn fyrir hina fornu, fátæku bókmenntaþjóð, sem Einar hefur gefið þessa mynd. Öreigi réðst hann í róðraivör, með rómversku stefin á munni. Og skáldinu verður svo mikið um, að sýn hans klæðir sig þeg- ar í hrynjandi stuðlamál: „Ef þjóðin glatar sjálfri sér, og svip þeim týnir, er hún ber, er betra að vanta brauð.“ En það er um Laxárdal og Mý- vatnssveit að segja, að þetta eru kostalönd. Mývatnssveit er að frátekinni kísilgúriðju gullsins, auðæfanna, fegurðarinnar og möguleikanna land. Rósa B. Blöndals. Æðarfossar í Laxá. Samband ísl. rafveitna um: Laxá, náttúruvernd og virkjanir Mbl. hefur borizt eftirfarandi frá Samb. ísl. rafveitna: Islenzkar virkjanir og rafveit ur hafa með sér samtök, er nefnast Samband íslenzkra raf- veitna. Með hliðsjón af deilunni um Laxárvirkjun, vill stjórn sambandsins lýsa eftirfarandi skoðun á virkjunum og náttúru vernd. Með auknum mannfjölda og kröfum um efnahagsframfarir, verður æ meiri þörf á nýtingu allra hlunninda landsins. Sú nýt ing þarf að fara þannig fram, að hlunnindin rýrist ekki. En það krefst gróðurverndar og rækt- unar. Vatnsorkan er hlunnindi, sem ekki eyðast, þótt nýtt séu. Notkun hvers kyns orku fer ört vaxandi í nútímaþjóðfélagi, og sá vöxtur verður ekki stöðv aður. Einkum er síaukin raforku not.kun athyglisverð. Ein af ástæðum þeirrar aukningar er, að raforkan er á notkunarstað „hrein" orka. í löndum, sem búa við litla vatnsorku, valda raf- orkuverin þó umtalsverðri meng un. Við íslendingar erum hins ið raforkuna mengunarlaust. Náttúruvernd þarf ekki að tákna óbreytta náttúru. Nýt- ingu náttúruauðæfa fylgir oft breyting á náttúrunni, án þess að spjöll verði af, sé þess gætt að raska ekki jafnvægi hennar. Skynsamleg nýting beitilanda þarf t.d. ekki að leiða til gróð- ureyðingar, þótt breyting verði á gróðrinum (tegundaf jölda plantna). Hagnýting á orku fall vatna með virkjunum verður heldur ekki gerð án áhrifa á náttúruna. En slíkt þarf engan veginn að leiða til röskunar á náttúruiafnvægi. Með rannsókn um verður að leiða líkur að þvi, hvað fylgja mun nýtingu fall- vatna og annarra náttúruauð- æfa. Allir aðilar, jafnt virkjun- araðilar sem aðrir, verða að taka tillit til niðurstöðu slíkra rann- sókna, þegar þeir móta afstöðu sina. Almenn má fullyrða, að virkj- anir og rafveitur hér á iandi hafi allt frá öndverðu kappkost að, að mannvirki þeirra séu til | fyrirmyndar, en ekki til lýta. vegar svo lánsamir að geta unn Auk þess hafa þessi fyrirtæki stuðlað að gróður- og fiskirækt, og mætti sem dæmi nefna úpp græðslu Landsvirkjunar við Búrfell og laxeldi Rafmagns veitu Reykjavíkur við Elliðaár. Þá geta virkjanir haft mjög bætandi áhrif á líf I ám, t.d. með jöfnun á rennsli svo og með því að gera ár og vötn ofan virkj ana fiskgeng. Jafnframt minnka virkjanir hættu á flóðum, en flóð geta valdið miklum nátt- úruspjölium. Hollt er að hafa slík jákvæð áhrif virkjana í huga, áður en felldur er dómur um „virkjunaræði" tiltekinna að ila. Allir landsmenn virðast á eitt sáttir um, að greiða þurfi fyrir raforkuöflun, þ.e. virkjunum, þannig að raforka verði ódýr og aðgengilegt fyrir alla. Þessu marki verður í dag bezt náð með ódýrum vatnsorkuverum. Umhyggja landeigenda við Laxá, svo og allra náttúruunn- enda, fyrir Laxá og umhverfi hennar er lofsverð. Rétti til gagnrýni á aðgerðir virkjunar- aðila og stjórnvalda fylgja hins vegar skyldur. Á það hefur skort i hinni hatrömmu mót- spyrnu gegn Laxárvirkjun, að slík gagnrýni væri jákvæð og sanngjörn. Ef sú baráttuaðferð, sem þar var gripið * til af hálfu andstæðinga virkjunarinnar, er sú aðferð til náttúruverndar sem koma skal, þá er vá fyrir dyrum. Þá verða auðlindir þessa lands ekki nýttar, og þá getum við íslendingar ekki vænzt svip aðra efnahagslegra lífskjara og nágrannar vorir búa við. Allir sannir íslendingar eru náttúruverndarmenn, einnig þeir, sem fá það hlutverk í hendur að reisa orkuver. En náttúruverndarsjónarmiðin verða að vera jákvæð, miða að því að leiðbeina um það, hvem- ig orkuverin skuli reist, ekki því að sporna gegn orkuverum til þess að náttúran megi hald- ast „ósnortin" eða í „sinni upp runalegu mynd.“ Það er von stjórnarinnar, að landeigendur við Laxá sýni grundvelli þeim til sátta, er nú liggur fyrir, sama skilning og stjórn Laxárvirkjunar hefur gert. Með því mijndu þeir leggja sitt af mörkum til að upp hefjist skeið órofa sam- vinnu allra aðila uni tilhögnn virkjana, allt frá frumtillögum til fullbúinna mannvirkja, þar sem þess verði gætt, að náttúru jafnvægi haldist þrátt fyrir óhjá- kvæmilegar breytingar, er allri mannvirkjagerð fylgja. Stjóm Sambands íslenzkra rafveitna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.