Morgunblaðið - 22.11.1970, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 22.11.1970, Blaðsíða 20
20 MORCrUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. NÓVEMBER 1070 Kathleen langaði mest til að svara henni með spurningunni um hvemig hún ætlaði að snú- ast við þessu, en þess I stað svaraði hún: — Ég hef lengi ver ið í óvissu um tilfinningar mín- ar, frú Bell. Nú var hún búin að jafna sig og var farin að kunna vel við þessa litlu, hnött óttu konu með eplarauðu kinn- arnar og kviku augun. Bara að augun væru ekki alveg eins og augun í Pat! Hún bætti við hugsi: — Þetta er gamla sagan, skilurðu. Kenwood konunnar og reyndi að brosa er hún svaraði: — Já, ég er ástfangin af honum, frú Bell. — Gott! sagði gamla konan ánægð. Hún fékk sér í bollann aftur, blés á teið til að kæla það og drakk niður í miðjan bollann. Svo setti hún hann frá sér og þurrkaði sér um munn- inn. — Já, annað vildi ég ekki fá að vita, sagði hún. K enmrootf uppþvotfavilin 9«rfr yöur Ijóst I «itt skipti Kenwood uppþvottavélln fyrir öll að uppþvottavél «r tekur fullkominn borðbúnað •kki lúxus. haldur nauðsyn fyrir ð. Kenwood upp- og mikil heimilishjálp, s*m þvottavilina flr hasgt að léttir húsmóðurinni leiðin- staðsetja I hvaða eldhúsi legasta og timafrekasta sem er. Frlstandandi, inn- •Idhúsvorkið. byggða sða festa vogg. — Gamla sagan? át frú Bell eftir, hissa. Hvað áttu við? — Gömlu söguna um húsbónd ann og einkaritarann, sagði Kathleen. — Alveg eins og i reyfurunum og kvikmyndunum. En það er nú eitthvað til í þessu. Þarna vinnur maður með duglegum manni, daginn út og daginn inn. Svo að þarna getur verið um ást að ræða en ekki eingöngu farið eftir gömlu sög- unni. — O, vitleysa, sagði gamla konan. Annað hvort elskarðu hann eða elskar hann ekki. En vitanlega geturðu orðið ástfang in oftar en einu sinni, hvað svo sem sögurnar kunna um það að segja. — En það hef ég ekki verið, svaraði Kathleen með nokkurri hreykni. — Ekki það? Hvað ertu göm- ul? Kathleen sagði henni það. Hún hristi höfuðið. Þetta er eitt- hvað óeðlilegt. Áður en ég var orðin sextán ára, i gamla land- inu hélt ég, að ég mundi deyja út af einum manni. Hann var skotinn í systur minni. Kvæntist henni líka og varð afleitur eig- inmaður. Og hann var ekki sá eini, sem ég leit hýru auga. En svo þegar ég kom hingað til að heimsækja frænku mina, sem átti mann, sem hafði orðið rikur á verktakafyrirtæki, þá hitti ég hann Frank minn gamla — sem þá hét Franeesco — pabba Pats . . . þá gleymdi ég öll- um hinum. — Jæja, ég ætti nú að fara að koma mér heim. Hún veifaði skipandi til þjón- ustustúlkunnar. Kathleen var hrædd. Hún hafði sagt henni . .. já, hvað hafði hún sagt henni? Hún hafði beinlínis sagt henni, að hún væri ástfangin af syni hennar. Og hvað nú? Frú Bell leit á hana. — Ég hef valdið þér áhyggjum með þvi að ganga svona beint að þessu. Það ætlaði ég nú ekki að gera. Ég kunni vel við þig. Hefði ég kannski annars farið að bjóða þér upp á tebolla með mér? Nei, ekki hún Molly Beil! Þá hefði ég bara sagt: — Svo hann sonur minn er ekki við? Þakka yður fyrir, ég ætla þá ekki að biða, og verið þér sælar! — Mér þykir vænt um, að þú skulir kunna vel við mig, sagði Kathleen. Hún leit vingjamlega á gömlu konuna, og bætti við: — Ég kann líka vel við þig! — Jæja, sagði Molly Bell, — þetta er þó alltaf spor í rétta átt. Ég yrði andstyggileg tengdamóð ir hverri þeirri stúlku, sem mér líkaði ekki við. Þama fékk Kathleen tækifær ið. Hún sagði og bar óðan á: — En hann hefur ekkert sagt . . . hann veit ekki . . . ég á við ... — Þú átt við, að þú mundir skammast þín niður fyrir hellur, ef ég færi að segja hon- um þetta. Það er rétt. Það er kvenleg hæverska. En flestar stúlkur nú á dögum vita ekki, hvað hæverska er. Þar sem ég er upprunnin — í Norður-lr- landi — voru stúlkurnar hæv- erskar. Ekki að þær vildu ekki fá sér mann, en þær náðu sér bara ekki í hann með neinni auglýsingastarfsemi. Þú skalt ekki fara að segja mér, að þú hafir ekki einhvem tíma sagt við er og verður óskadraumur atlrj búsmaaðra. HEKLA hf. Laugavegi 170—172 — Simi 21240. HANDKLÆÐAKASSAR FRÁ FÖNN SJÁLFSÖGÐ sóttvörn AUGLJÓS ÞÆGINDI Þ/EGINDI ÞRIFNAÐUR ÞJÖNUSTA VERÐ KRÓNUR: 5.850 leiga eoa góð greioslukjor Landvélar hf. Síðumúla 11 Hrúturinn, 21. marz — 19. apríl. Reyndu að vera vakandi, svo að þú megir betur komast af. Nautið, 20. apríl — 20. mai. Reyndu að vera dálitið slóttugur, og koma þér betur en þú hefur gert undanfarið. Tvíburamir, 21. maí — 20. júní. Reyndu að leita ráða sérfróðra manna, og kannski fleiri en eins. Krabbinn, 21. júni — 22. júli. Allt uppbyggilegt, sem þú getur látið þér detta i bug, skaltu fram- kvæma. Ljónið, 23. júlí — 22. ágúst. Nú er tíminn til aö slá smiöshöggið á verk þín. Meyjan, 23. ágúst — 22. september. ' Þú skalt taka þátt i öllu sem þú veizt, að máli skiptir. Vogin, 23. september — 22. október. Bjartsýnin vex, og þú ætlar þér áfram. Sporðdrekinn, 23. október — 21. nóvember. Persónutöfrar þínir skapa þér frama, og þú færð góða samvinnu. Bogmaðurinn, 22. nóvember — 21. desember. Snúðu þér að trúnaðarstörfum og fáðu tæknileg ráð. Steingeitin, 22. desember — 19. janúar. Vinir þínir eru reiðubúnir að greiða götu þina, ef þú gerir þeim það kleift. Það getur verið dálítið örðugt að velja leiðina í svipinn. Vatnsberinn, 20. janúar — 18. febrúar. Einbeittu þér að þvi að skapa þér glæsta mynd i huga almcnn- ings. Þú getur þurft á þvi að halda er fram líða stundir. Fiskamir, 19. febrúar — 20. marz. Ef þú getur komið óskum þínúm á framfæri opinberlega, skaltu endilega gera það. Gakktu frá eignarskilmáium og lagalegu hliðinni á öllum viðskiptum strax. sjálfa þig: — Þetta er minn mað ur og ég ætla að ná i hann. — Kannski hef ég einhvem tíma gert það, sagði Kathleen og roðnaði enn. — Þú skalt engar áhyggjur hafa af mér. Ég skal segja drengnum að ég hafi komið að finna hann í skrifstofunni og hann ekki verið við, að ég hafi verið þreytt og svo boðið þér út upp á tebolla. Ég ætla að segja: „Þetta er falieg stúlka, Pat, og þú skalt bjóða henni i jólamatinn, þar sem foreldrar hennar eru fjarverandi.“ Ertu búin að segja þeim nokkuð? Kathleen hristi höfuðið. — Nei, það hef ég ekki, enda ekk ert til að segja þeim. Ef ég færi að skrifa þeim og segja, að ég væri orðin skotin í húsbóndan- um, þá yrðu þau dauðhrædd og kæmu þjótandi heim. Það mega þau ekki, þvi að þau áttu sannarlega inni fyrir þessu ferða lagi, og þurfa þess með. Pabbi hefur verið veikur, bætti hún við, og tárin komu fram í augu hennar. Frú Bell kinkaði kolli. — Pat hefur sagt mér af foreldrum þín um og mér lízt vel á það allt. Hvers vegna ættu þau að vera hrædd? Er hann Pat minn ekki nógu góður handa þér? bætti hún við, í ströngum róm, og FASTEIGNASALA • OG VERDBRÉF SKIR Stfandgötu 11. S'wrvar 51888 og 52680. Sökistijóri Jóo Rafnec Jóosson. Heimesíroi 52844. Kathleen datt strax í hug, að hún vildi ógjarna sjá hana reið- ast. — Auðvitað, sagði Kathleen, — já auðvitað. En bara þetta að vera í burtu að heiman — æ, þú veizt bezt sjálf, hvernig það er. Og varstu ekki dálitið hrædd sjálf? Hefðirðu ekki verið það, þá hefðirðu aldrei komið hingað til að skoða mig. — Þú ert nærfærin, sagði frú Bell með aðdáun, — og skynsöm. Auðvitað varð ég hrædd. Dauð- hrædd. Ég sagði við sjálfa mig: Ef nú einhver stelputuska er bú in að ná i hann! Hún hló og stóð upp og Kathleen hjálpaði henni kápuna. Frú Bell spurði: — Ferðu nú aftur í skrif stofuna? — Já, ég ætti vist að gera það. Það er þar alltaf einhver fram- eftir öllu. Og það gætu hafa kom ið einhver skilaboð. — Ég ætla að koma með þér, sagði frú Bell. í skrifstofunni voru ekki eftir nema tveir skrifarar. Þeir sögðu að engin skilaboð hefðu komið, og Kathleen leit á frú Bell og yppti öxlum. Gamia konan sagði: —■ Það nær þá ekki lengra. Hann getur komið á hvaða tíma, sem vera vill. Við skulum ná í bil og ég skal skjóta þér heim. — Það er svo langt úr leið, sagði Kathleen, því að hún vissi að Pat og móðir hans áttu heima við Riverside Drive. — Auðvitað er það úr leið en þá getum við bara talað betur saman. Hefði Pat verið héma, hefði hann húðskammað mig og sagt: — Hvar er fíni billinn, sem ég gaf þér, ásamt bílstjóra? og ég hefði orðið að segja honum, að ég hefði gefið Pete frí í dag, af því að konan hans er : AtftíntíCö &:.fj lceland Review Atlantica lceland Review Heklugosíö f málí, myndum og litum Atlantica lceland Review er jólakveöjan tíl vina og viöskiptamanna erlendis

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.