Morgunblaðið - 22.11.1970, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 22.11.1970, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. NÓVEMBER 1970 17 — Semcnts- verksmiðja Framhald af bls. 8 slíku. Samt er enn verið að flytja inn danskt gjall til vissra framkvæmda hér á landi. Verk- smiðjan hefur ekki enn leyst þann vanda að geta í dag fram- leitt Portlandsement til okkar fyrirhuguðu stórvirkjana. Hér er verkefni fyrir efnafræðinga og efnaverkfræðinga að leysa. Vitanlega verður verksmiðjan a@ igeta fraimleitt afll'ar helztu sementsgerðir, sem hér þarf að nota. í þessu felst engin ádeila á félaga mína, þá verkfræðinga sem unnið hafa við Sements- verksmiðjuna. Það hafa allt ver- ið færir menn. En það er min skoðun, að verksmiðjan hafi ver ið og sé of fáliðuð af sérfræð- ingum. Verkefnin, sem þar þarf að leysa daglega, og fyrir fram- tiðina, eru mörg og takmarkað, hvað einn eða tveir verkfræð- ingar komast yfir. 1 áætlun Sementsverksmiðju- nefndar var reiknað með að flytja inn nokkra farma á ári af kísilsandi til framleiðslunnar. Honum er hægt að dæla upp m.a. við strendur Englands. Eldri áætlanir höfðu reiknað með notkun hverahrúðurs, og enn höfðu sumir stungið upp á að nota kísilgúr, sem víða finnst á vatnsbotnum og í mýrum hér á landi. Eftir að Sementsverk- smiðjunefnd lauk störfum fund- ust námur af kísilsýruríku bergi (líparít) í Hvalfirði og varð það fyrir valinu til sementsfram- leiðslunnar á Akranesi. Hið háa alkalimagn íslenzka sements- ins má að nokkru rekja til lípa- rítsins, en einnig til skeljasands ins. Enginn vafi er á því, að með því að nota þau hráefni, er ég nefndi, i mismunandi magni sem íblöndunarefni í skeljasandinn megi minnka alkali-innihald ís- lenzka Portlandssementsins. En takist ekki að minnka það nægilega mikið til þess, að steypusérfræðingar telji ör- uggt að nota það í stíflur og hafnargerðir, sem vonandi kem- ur ekki til, þá vil ég benda á, að Sementsverksmiðjan getur framleitt og hefur framleitt aðra sementstegund, sem talið er að sé vel fallin til mannvirkja- gerðar, svo sem stíflu- og hafn- argerða. Er hér um að ræða Puzzolansement, sem mun elzta gerð sements í heiminum. Hún var þekkt þegar á dögum Forn- Grikkja og Forn-Rómverja, og eru enn við liði mannvirki, svo sem vantsveitur, sem Rómverj- ar byggðu úr því fyrir meira en 2000 ártuim. Þeir framleiddu það m.a. úr möluðu hraungrýti frá Vesúviusi og blönduðu með kalki. Sumt íslenzkt gosberg hef ur svipaða eiginleika og ítalska gosbergið að þessu leyti, og skömmu eftir að Sementsverk- smiðjan tók til starfa, hóf hún að framleiða sementstegund, sem nefna mætti Portland-Puzzo- lano-sement. Það er framleitt með því, að mala saman gosberg og Portlandgjall, ásamt nokkr- um hundraðshlutum af gipsi. Var því gefið nafnið Faxasement, og mun það hafa reynzt vel. Hef ur það t.d. reynzt hafa góða mót- stöðu gegn sjó, sprungumyndun- um og alkali verkunum. Þetta sement var t.d. notað í hluta Keflavíkurvegarins. En vissulega væri æskilegt að frekari tilraun- ir væru gjörðar með það og að meiri reynsla fengist af því. Framleiðsla þess á að geta verið nokkru ódýrari en annars sements, sem verksmiðjan fram- leiðir. Vélbúnaður verksmiðjunnar er slíkur, að hún getur framleitt þetta Faxasement jöfnum hönd- um og Portland- og Hrað-sem- ent. Mætti meira nota af þessu sementi til vissra framkvæmda en gjört hefur verið. S.l. 2 ár hefur til dæmis ekkert verið framleitt af þessu semieniti. Mang ir sementsnotendur munu hrein- lega ekki vita um þessa sements tegund og að hún sé fáanleg hér. Hún býður þó upp á ýmsa hag- kvæma möguleika. LOKAORÐ: Ég tel að sumt af ádeiluatrið- unum á Sementsverksmiðjuna hafi verið óþarflega einstreng- ingslega og harkalega fram sett og kunni það að stafa af nokkr- um ókunnugleika. Við verksmiðjuna hefur margt verið vel gjört. Islenzka þjóðin hefur búið í þessu landi yfir 1000 ár án þess að skilja eftir sig nokkrar um- talsverðar byggingar eða verð- mætar, verklegar framkvæmdir, því að varanlegt, hentugt bygg- ingarefni hefur þjóðina skort frá fyrstu tið. Sementsverksmiðjan hefur breytt þessu. Hún hefur lagt okkur i hendur varanlegt inn- lent byggingarefni. Að vísu bendir ýmislegt til þess, að sem- ent okkar sé ekki jafngott því bezta, sem fáanlegt er í heimin- um í dag, en það stendur vissu- lega til bóta, og á að geta orðið jafngott því bezta. Sementsverksmiðjan er eitt af þrekvirkjum okkar kynslóðar og á vissan hátt fjöregg þjóðar- innar. Við verðum að geta fram- leitt varanlegt byggingarefni sjálfir í landi okkar. Við meg- um ekki sætta okkur við að flytja inn alla hluti, sem þarf til þess að lifa hér menningarlífi. Hér höfum við góðan grunn til að standa á. Ný og aukin samkeppni á að vekja menn og hvetja til betri framleiðslugæða og aukinn- ar hagkvæmni í rekstri. Þó a@ stönf min hjá Semeints- verksmiðjunni, eftir að starf- ræksla hennar hófst, hafi fyrst og fremst verið á hinu takmark- aða sviði vélaeftirlitsins, en ekki sem sementssérfræðings, þá lærði ég að vísu á háskóla- árum mínum sementsfræði. Og vegna sérmenntunar minnar á sviði verksmiðjureksturs og framkvæmdastjórnar hafa erfið- leikar rekstui’sins ekki farið framhjá mér, þó að það svið væri ekki í mínum verkahring. Þess vegna teldi ég mig bregðast mál stað verksmiðjunnar, ef ég legði ekki fram minn skerf til lausn- ar vandamálanna. Vildi ég láta ábendingar þess- ar koma fram á opinberum vett- vangi, svo að landsmönnum öll- um mætti verða ljóst, að verk- smiðja þeirra er ekki í eins von- lausri aðstöðu og sumir vilja vera láta. Ég vil taka það skýrt fram, að í hugleiðingum þessum felst ekki ádeila á verksmiðjustjórn- ina. Alþingi hefur kosið i þessu tilfelli, eins og svo mörgum öðr- um svipuðum, að velja í stjórn- ina menn, sem ekki eru sérfræð- ingar á 'þessu sviði. Þess vegna Hafnarijörður — Fasteignir Hef til sölu strax mjög góða 2ja herbergja ibúð, ásamt bíl- geymslu. Verð kr. 550 þúsund. Einnig 7 herbergja einbýlishús, hæð, ris og jarðhæð. Sigurður Hallur Stefánsson, hdl„ Öldugötu 42, Hafnarfirði. Sími 52242. (í 11 11 11 11 11 11 11 11 11 II II 11 II 11 11 II II II II II II II II II II II II Allt er öruggt Alltertrvtfgt verða þeir að miklu leyti að sjá vandamál verksmiðjunnar gegn- um annarra augu. Niðurstaðan af þessum hug leiðingum minum er sú, að ég trúi þvi að með samstilltu átaki verksmiðjustjórnar, verkfræð- inga og vísindamanna muni tak- ast að leysa vandamál verksmiðj unnar, bæði efnahagsleg og tæknileg, ef byggt er á grunrv þeirrar dýrmætu reynslu, sem aflazt hefur á rúmlega áratugs starfrækslu. En til þess þarf vissulega mikið átak, sem góð samstaða verður að nást um. •lóhannes Bjarnason, verkfræðingur. Allir toka þótt í undirbúningi jólanna, því aS hótiðanna vilja allir njóta í öryggi og friði. Tryggið í tíma allt sem tryggja óleðilb:g ‘jól ENNAR TRYGGINGAR P PÓSTHÚSSTRÆTI 9 SÍMI 17700 I.O.O.F. 10 r 152112381,-; = 9.O. I.O.O.F. 3 = 15211238 = 8% I. II. Q Mimir 597011237 — 1 Atkv. Frl. Fíladelfía Almenn samkoma í kvöld kl. 8. Ræðumenn: Einar Gíslason og Daniel Glad. Fórn tekin vegna trúboðs- sjóðs. Kvenfélag Háteigssóknar gefur öldruðu fólki í sókn inni kost á fótsnyrtingu gegn vægu gjaldi. Uppl. síma 82959 milli 11 og 12 á mánudögum. Ármenningar sldðafólk Aðalfundur skíðadeildar Ármanns verður haldin mið vikudaginn 25.11 félags- heimili Ármanns við Sig- tún og hefst kl.' 8.30 Venju leg aðalfundarstörf og lagabreyting. Stjórnin. Farfuglar Opið hús á miðvikudags- kvöldum. Munið handa- vinnukvöldin á miðvikudög um að Laufásvegi 41. Sími 24950. Kennd er leður- vinría, útsaumur, prjón og hekl. Kristniboðsfélag karla Fundur verður í Betaníu Laufásvegi 13 mánudags- kvöldið 23. nóv. kl. 8.30. Allir karlmenn velkomnir. Stjórnin. Aðventkirkjan, Reykjavik Samkoma í dag kl. 5. All- ir velkomnir. Góðtemplarahúsið Hafnarfirði Samkoma i kvöld kl. 20.30. Ræðumaður Sigurður Bjarnason. Allir velkomnir. Hörgshlíð 12 Almenn samkoma boðun fagnaðarerindisins í kvöld kl. 8 (sunnudag). Félagsstarf eldri borgara í Tónabæ Þriðjudag 24. nóvember hefst handavinnan og föndr ið kl. 2 e.h. 67 ára borgar- ar og eldri velkor*inir. Bræðraborgarstígur 34 Kristileg samkoma í kvöld kl. 8.30. Sunnudagaskóli kl. 11. I.O.G.T. St. Víkingur fundur mánu- dag kl. 8.30 e.h. í Templ- arahöllinni Eiríksgötu 5. Komið sem flest. II II II II II II II II II II II II 11 II 11 II 11 II II II II II II II II II II II II II II II II II li II II II II II II II II II II II II II II II II II II II íl II 1 I í ^AKS'^ c>VJENZ KT <§> <§> SMJOR llmandi jólabakstur — verulega góðar smákökur, já — þar er smjörið ómissandi. Til þess að létta húsmæðrunum störfin og tryggja þeim öruggar og Ijúffengar smákökuuppskriftir höfum við fengið reynda húsmæðrakennara okkur til aðstoðar. Þærhafa prófað og endurbætt nokkrar sígildar smákökuuppskriftir, þar sem smjörkeimurinn nýtur sín sérlega vel. Uppskriftir þeirra birtast hér í blaðinu næstu daga. smjörið gerir gœdcimuninn. G 'jla- cy á//i/éi 4aáz/i y

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.