Morgunblaðið - 25.11.1970, Page 7

Morgunblaðið - 25.11.1970, Page 7
MORGUNIBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 1970 7 Bókasafn skipanna Merk hugmynd komin fram „í>örfin er brýn á því, að g-ott bókasafn sé í ölliim ís- lenzkum skiptim, ekki sízt þeim, sem dveljast langdvöl- íim við veiðar fjarri heima- höfn, eða sigla um heimshöf- in, og koma sjaldan lieim," sögðu þeir Guðmundur Jak- obsson og Oliver Steinn, bókaútgefendur, þegar við hittum þá á fömum vegi á dögunum, til að frétta hjá þeim, hvemig gengi að koma „Bókasafni skipanna“ á lagg- irnar. Gtiðmundur og Oliver reka bókaútgáfurnar Skugg- sjá og Ægisútgáfuna. „Við höfum gengið með þessa hugmynd í maganum í nokkur ár," segja þeir félag- ar, „en svo vill til, að útgáf- ur okkar hafa gefið út fleiri bækur en önnur forlög, sem tengdar eru sjó, sjómennsku og svaðilförum. Þess vegna hefur orðið að ráði, að útgáf umar söfnuðu þvi bezta af þessum bökum í einn sérstak an bókapakka, til þess ætlað an að mynda visi að bóka- safni skipanna. Að vísu er í einstökum skipum visir að slíku safni, svo og hafa ein- stök bókasöfn séð um að út- vega skipum bækur, en is- lenzk bókasöfn eiga svo sannarlega nóg með sig í landi, eru varla aflögufær, og þar á ofan bætist, að bæk ur þær, sem búnar eru að velkjast á sjónum um nokk- urt bil, verða tæpast lánaðar aftur út.“ „Er þessi bókapakki dýr?“ Nei, hann mun kosta um 15000 krónur, og verðið er ekki tiltökumál í rekstri eins skips. Auðvitað geta svo önn ur útgáfufyrirtæki gengið inn i þetta bókasafn. Þá höf- um við gert ráðstafanir til, að hægt verði að fá hentuga bókaskápa undir safnið. Al- mennt eru islenzkir sjómenn ekki síður lestrarhestar en aðrir landsmenn.“ „Hafið þið einhverja hug- mynd um viðtökur íslenzkra útgerðarmanna við þessu hug sjónamáli ykkar?“ „Já, við höfum talað við allmarga, og undirtéktirnar lofa sannarlega góðu. Þeir haía tekið þessu fagnandi hendi, að geta þannig sýnt hug sinn til þeirra starfs- manna sinna, sem lengstar fjarvistir hafa frá heimilum sínum, og til þeirra, sem hag ur fyrirtækjanna hvílir oft- ast á. Árlega bætast svo bæk ur í þetta bókasafn, og eins og við sögðum áður, þá geta önnur forlög lagt hér líka hönd á plóginn. Auðvitað geta líka aðrir, einstaklingar og fyrirtæki í landi, notið þessara kjara, fengið bóka- pakka þennan með hóflegum afborgunum, og þannig bætt við heimilisbókasafn sitt veruiega." „Það er auðvitað alltof langt mál, að telja allar þess ar 50 bækur upp í þessu „Bókasafni skipanna", en gæt uð þið ekki bent á eins og 10 bækur, sem sérstaklega ættu að vera sniðnar fyrir sjómenn?" „Það er fljótgerí, því að af mjög mörgu er að taka, eins og t.d. Að duga eða drepast endurminningar Björns Ei- ríkssonar, Á skönsunum eft- ir Pál Hallbjörnsson, Á ströndinni í hálfa öld, ævi- saga Þórðar á Akraborg, Ára ' skip Jóhanns Bárðarsonar, Hart í stjór, ævisaga Júlíus- ar Júliussonar, 1 farar- broddi, ævisaga Haralds Böðvarssonar, Mennirnir i brúnni, þættir af starfandi sjómönnum, Sigurjón á Garð ari, sjálfsævisaga Sigurjóns Einarssonar, Sonur bjargs og báru, endurminningar Jóns í Belgjagerðinni, og er þá ekki kominn meira en fimmtung- urinn. Svo eru þama ferða- sögur eftir innlenda og er- lenda menn, hetjusögur og ýmislegt fleira. — Og það er von okkar, að islenzkir út- vegsmenn taki þessari ára- gömlu hugmynd okkar vel, en við erum vissir um að starfandi sjómenn kunna vel að meta þessi bókasöfn. Þörf in er vissulega brýn, og þetta hefur góð áhrií i aliar áttir, við erum í engum vafa um það,“ sögðu félagarnir að Bóka safni skipanna að lokum. Við tökum undir síðustu orð þeirra Guðmundar Jakobsson ar og Olivers Steins, því að þetta er mikið menningarat- riði. — Fr. S. * A förnum vegi Guðniiindur Jakobsson og Oliver Steinn standa hjá bókunum, sem ætlaðar eru i Bóka safn skipanna. FRETTIR Kvenfélag Ásprestakalls Hinn árlegi basar félagsins verð ur í anddyri Langholtsskólans sunnudaginn 29. nóvember kl. 2. Tekið á mógi gjöfum í Ás- heimilinu Hólsvegi 17, sími 84255. GAMALT OG GOTT Rauðalækur Meðal þess, sem þótt hefir óteljandi hér á landi, er: Vötn á Tvídægru, eyjar á Breiðafirði og vöð á Rauðalæk. Þjóðvegurinn lá fyrir 20 ár- um meðfram og eftir Rauðalæk (læknum sjálfum) endilöngum, og segja sumir, að fara hafi orðið yfir hann 18 sinnum ein- leiðis á stund úr degi. Spakmæli dagsins Lélegt þótti höfuð hans, en hjartað, — það var gott. Runeberg (M.J.) (Gömul vísa og algeng).- Rýkur enn á Rauðalæk, rýkur hjá heaini Steinku spík, reykjarsvælan römm og stæk rýkur austr að Sigluvik. Rauðalækur er í Holtum, en Sigluvik í Landeyjum, og er langt á milli. SÁ íiíÆST BEZTI Skuldheimtumaður (við stúdent): Klæðskerinn hefur falið mér að innheimta þessa skuld. Stúdentinn: Þá má ég óska yður til hamingju með að þér hafið íengið fasta stöðu. VOLKSWAGEN 1300 '66 trl sö-Bu. Mjög góður bíM. Uppi í ®4ma 50911 eiftiir kikukikain 5. BROTAMALMUR Kaupi allan brotamákn lang- hæsta verði, staðgreiðsla. Nóatúni 27, slmi 2-58-91. IBÚÐ ÓSKAST Ung (hijón með eiitt baim óslka eiftiir 2ja—3ja herb. íbúð. R egl'usemi og góðni umgengmi heitið. Upplýsirg- ar í síma 14373. DÖMUR Garðahreppi og nágrermi. Gert baett við nokkrum kijól- um tH að smíða og máta fyr- «r jól. Sauma eimnig kápur og kjóla eftir áramót. Simi 42140. Geyrmið auglýsingiuma. IESI0 DHGLEcn BiLSKÚR við vestamverða Bárugötiu ta leigu. Ársfyrirfrarngrerðsle. Uppfýsimgar í s'rma 16675. Skrifstofustúlka Stúlka óskast til skrifstofustarfa hjá þekktu fyrirtæki í Mið- borginni. Tungumála-, vélritunar- og reikningskunnátta nauð- synleg. Umsóknir er tilgreini aldur, menntun og fyrri störf sendist Mbl., merkt: „Nákvæmni — 6379". Fiskbúð til sölu með öllum innréttingum og tilheyrandi tækjum. Góðir greiðsluskilmálar. HELGI HAKON JÓNSSON löggiltur fasteignasala. Skólavörðustíg 21 A. Smi 21456. REYKJÁVÍK 2ja herb. 70 ferm. við Sogaveg. útb. 350 þús. 4ra herbergja við Holtsgötu, útb. 750 þús., 5 herbergja við Miklu- braut, útb. 800 þús. Sérhæð við Bræðraborgarstíg, 3 lítil her- bergi og eldhús á efri hæð. Hálfur kjallari. Eignarlóð 480 ferm., útb. 500—600 þús. SELTJARNARNES 5 herbergja sérhæð við Akur- gerði, útb. 1 milljón. KÓPAVOGUR 2ja herbergja búð við Álfhólsveg. Ný eldhúsinnrétting. Teppi á öflum gólfum, útb. 200 þús. Einbýlishús við Mánabraut, 135 ferm. Bílskúr undir hæð. HAFNARFJÖRÐUR 2ja herbergja jarðhæð við Reykjavíkurveg, útb. 250 þús. ásamt stór- um bílskúr. 3ja herbergja íbúðir við Álfaskeið, útb. frá 600 þús. í SMÍÐUM 2ja og 3ja herbergja íbúðir við Amarhraun í Hafnarfirði. Ibúðirnar seljast tilbúnar undir tréverk með frágenginni sameign. Teppi á stigagangi og lóð fullfrágengin. Beðið eftir Húsnæðismálastjórnarláni. Lán seljanda 200 þús. til 3ja ára. Einbýlishús á Flötunum í Garðahreppi. Húsið er 165 ferm. Plata að tvöföldum bílskúr fylgir. Selst fokhelt. 5 og 6 herbergja við Tjarnarból 4 Seltjarnarnesi. 2ja, 4ra og 5 herbergja við Tjamarból 14. Ibúðirnar seljast tilbúnar undir tréverk með-frágeng- inni sameign. Eeðið eftir Húsnæðismölastjórnarláni. Lán seljanda 200 þús. til 5 ára. Höfum einnig kaupendur að flestum stærðum búða á höfuð- borgarsvæðrnu. M.a. vantar okkur einbýlishús á einni hæð, með bílskúr og góðri geymslu í Reykjavk. Skip & fasteignir Skúlagötu 63, sími 2-17-35, eftir lokun 3-63-29.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.