Morgunblaðið - 02.12.1970, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVTKUDAGUR 2. DESEMBER 1970
5
Ársskýrsla Rarik fyrir 1969;
90 millj. kr. í nýbygging-
ar Rafmagnsveitnanna
„Svarta ljósið“
■
Þriggja milljón króna hagnaður
af rekstri Rafmagnsveitnanna
Á ÁRINU 1969 var unnið að ný-
byggingum fyrir um 90 milljónir
króna á vegum Rafmagnsveitna
rikisins, að því er rafmagns-
veitustjóri Valgarð Thoroddsen
segir í inngangi að ársskýrslu
rafmagnsstjóra fyrir árið 1969.
Af þessum 90 milljónum króna
fóru til orkuvera og stofnlína 39
milljónir króna, til bæjarkerfa 9
milljónir króna, til sveitarafvæð-
ingar 40 milljónir króna og til
annars 2 milljónir króna.
Af framkvæmdum við orkuver
var meata verkefnið virkjun
Smyrlabjargaár, en sú virkjun
var tekin í notkun 25. september
etftir 13 mánaða byggingartíma.
Á árinu voru tengd inn á sam-
veitusvæði Rafmagnsveitnanna
145 býli og 54 aðrir staðir í sveit,
auk þess 109 notendur í þorpum,
eða samtals 308 nýir notendur.
Fram til ársloka 1969 hefur verið
lagt rafmagn til samtals 3.604
sveitabýla á samveitusvæði Raf-
magnsveitnanna og mun þá láta
nærri, að um 1300 býli í sveit séu
utan samveitusvæða ýmist með
einkarafstöðvar eða án raf-
magns.
Orkuver Rafmagnsveitnanna
eru nú með um 30 megawött í
uppsettu vélaafli og er aukning
þess frá fyrra ári um 4%. Orku-
vinnsla eigin orkuvera var 71
gígawattstund og var aukning
frá fyrra ári 7.6%, en aðkeypt
orka 182 gígawattstundir og
aukning 6.7%.
Heildarorkusala var 225 gíga-
wattstundir, þar af 40% beint
til notenda, en 60% í heildsölu
til bæjarafveitna og stórra not-
enda. Heildarútgjöld Rafmagns-
veitnanna voru 418 milljónir
króna til rekstrar og nýbygginga,
en vegna hins síðamefnda voru
tekin 42 milljón króna ný lán.
f formiála Valgarðs Thorodd-
sens að árskýrslunni segir, að
miðað við sömu uppsetningu
rekstrarreiknings sem áður var.
varð nú fyrsta sinni nokkur
rekstrarhagnaður, eða um 3
milljónir króna. Höfðu þá 66
milljón króna afskriftir verið
færðar til gjalda á rekstrarreikn
ingi. Samkvæmt þeirri nýskipan
sem nú mun vera tekin upp hjá
öllum ríkisfyrirtækjum, þannig
að stofntillög og heimtaugagjöld
Rafmagnsvéitnanna eru færð til
tekna á rekstrarreikningi, er
bókfærður hagnaður allmiklu
meiri, svo sem fram kemur í
skýrsltmni.
Á árinu 1969 var tekið upp það
nýmæli, að skipa sérstaka stjóm
fyrir Rafmagnsveiturnar. Ráð-
herra raforkumála skipaði hinn
17. júlí 1969 í hina fyrstu stjórn
þá Bjama Braga Jónsson, hag-
fræðing, sem formann og með-
stjórnendur verkfræðingana Jó-
hann Indriðason og Kjartan Jó-
hannsson.
Á árinu var Gönguskarðsár-
virkjun veitt viðurkenning Fegr-
unarsjóðs Sparisjóðs Sauðár-
króks fyrir fegrun og snyrtilega
umgengni. Rafmagnsveitumar
meta mikils slíka viðurkenningu
— segir Valgarð Thoroddsen, og
vænta þess að hún verði öðrum
innan og utan stofnunarinnar til
örvunar á þessu sviði. Stöðvar-
stjóri er Hákon Pálsson og á
haran og stanfsmenm hans skildar
þakkir Rafmagnsveitnanna fyrir.
Hvert er húðin þurr eða feit?
Hvers þarfnast húðin til þess að
verða sem fallegust? læssum
spumingum og ótal fleiri leitast
snyrtisérfræðingurinn frú Zick
við að svara, en hún er hér &
vegum franska snyrtivörufyrir-
tækisins Orlane.
Frú Zick ferðast á milli snyrti-
vöruverzlana í borghmi með
tæki sem nefnist Svarta ljósið
en með þvi gegnumlýsir hún
húð þeirra sem þess óska og
gefur svör og ráðleggingar f
samræmi við niðurstöður gegn-
umlýsingarinnar. Þessi mynd er
tekin af frúnnl við störf sin f
verzluninni Tíbrá.
BEZT að auglýsa í Morgunblaðinu
Helgi Hermann Eiríksson
„Eldur er beztur“
Saga Helga Hermanns
skráð af Hagalín
ÚT er komin bókim „Eldur er
beztur“, sa/ga HeJiga Henmanins
Eiríkssonar og aldalhvarfa í ís-
lenzkum iðnaði, skráð af Guð-
muiradi G. Hagalín eftiir sögu
Helga sjálfs og ýmsum öðirum
hekniildum.
Starfsævi Helga Harimamnis
hefur nálega öll verið helgiuð
iðju og iðniaði. Hann var skóla-
stjóri Iðnskólans í Reykjavík í
áratuigi, forystuim aður í félags-
máluim iðnaðainmairaraa um langtf
Skeið, ritstjóri Tímairits iðnaðar-
mamna og að lokum bankastjóri
Iðraaðarbamkans. Á yragri árum
varnn Belgi tadisvert að rainm-
sóknum á hagnýtum jEirðefnium
víða um land.
Bók þessi ex því elklki aðeins
saga Helga Hermannis. Hún er
einnig að verulegu leyti saiga
iðraaðariras í aillimarga áratuigi og
þeirra aldahvarfia í iðmþróun,
sem átt hetfur sér stað á þeim
tíma. Geymir hún mikinn og
gagn/liegan fróðleik um þaiu mál
öll.
iÞá hefur Helgi Henmann
gegnt fjölmöii-gum trúnaðarstörf-
um og teíkið þátt í félagsiífi ut-
am vettvanigs iðnaðariras, þar á
meðal verið borgarfuilltrúi í
Reykjavík og formaður fræðslu-
ráðs borgarinnair.
Þór Sandholt, skólastjóri, ritar
formála að bókinni. Hún er tæp-
ar 300 bls. að stænð með aíll-
mörgum myndasíðum. Útgefamdi
er Iðunm.
Opnar vefnaðarvöru-
deild með frönskum
efnum
V ÖRUM ARK AÐURINN i Ar-
múla 1 hefur nú bætt við hjá
sér vefnaðarvörudeild, og er
hún á 300 fermetra stórum gólf-
fleti á þriðju hæðinni, og hef-
ur Vörumarkaðurinn þá tekið
allt húsið undir verzlunina.
1 vefnaðarvörudeildinni, sem
var verið að opna, er miðað að
því að hafa sérstæða vöru, að
þvi er Ebeneser Ásgeirsson, eig
andi verzlunarinnar tjáði Mbl.
Kvaðst hann kaupa beint frá
verksmiðjunum og flytja inn sjálf
ur, og taka aðeins það sem
hann er einn með. Flytur hann
mest inn frá Frakklandi og
kvaðst fá að kaupa svo lítið af
hverju etfni þótt keypt væri beint
frá verksmiðjunum. Kvaðst
hann hafa byrjað að athuga
þetta í sumar og opnaði fyrir
hálfum mánuði.
Á neðri hæðum hússins hefur
Ebeneser rekið vörumarkað, þar
sem selt er með afslætti út á
sparikort. Er matvöruverzlunin
á neðstu hæðinni, húsgagna-
verzlun á annarri hæð og vefn-
aðarvörur og heimilistæki á
þriðju hæðinni.