Morgunblaðið - 02.12.1970, Síða 7

Morgunblaðið - 02.12.1970, Síða 7
MÖRGUNBLAÐIÐ, M2ÐVIKUBAGUR 2. DESOEMBER 1970 7 SNJOKERLINGAR Þótt íslenzknm bændum hafi aldrei verið vel við snjó inOt þá hefir hann þó jafnan verið yndi og eftirlæti ís- lenzkra barna. Það er alltaf hátíðardagur í þeirra augum þegar fyrsti snjórinn fellur, þvi að þá skapast ný skilyrði til þess að skemmta sér á margan hátt. Þá eru dregin fram sldði og sleðar til þess að renna sér á, þá er hægt að fara í snjókast og- þá er jafn vei hægt að hlaða snjókerl- ingar. Sennilega er það með- fædd listhneigð, sem veldur þvi hve óðfús börn eru að gera líkneskjur úr snjó. Og snjórinn er hið þægileg- asta efni í slík Jistaverk, hann er mjúkur og samlöð- unarhæftir, og þess vegna er hægt að hafa likneskjurnar með ýmsu móti, háar og grannar, stuttar og digrar, litlar og tröilauknar. Fullorðna fólkinu þykir vænt um áhuga barnanna, og hefir gaman af að skoða handaverk þeirra. Þess vegna munu böm aldrei fá neinar ákúrur fyrir það að hlaða snjókerlingar. Full- orðnir hafa lílka gaman af að sýna list sína og gera stórar og vandaðar snjókerlingar. Má þar t.d. minna á, að það var lengi siður i latínuskól- anum í Reykjavik, að piltar fengju frí úr tímum einu sinni á vetri ti’l þess að búa til snjókerlingu, þegar snjór var mestur og bezt fallinn til hleðslu. Er þvi hægt að kalla þetta þjóðlegan íslenzkan sið, því að hann tíðlkast víst hvergi ' erlendis. Ólafur Davíðsson segir frá þvi, að er hann var á Garði i Kaup- mánnahöfn, þá hefðu is- lenzkir stúdentar nokkr- um sinnum hiaðið snjókerl- ingu þar í húsagarðinum, og hefðu dönsku stúdentamir undrast þetta mjög, því að þeir hefðu aldrei séð þvílík teikn og stórmerki úr snjó. ★ t>ess er sérstaklega getið, að fyrir 110 árum hafi skóia piltar í Reykjavik hlaðið for- 'láta snjókerlingu. Hefir hún sennilega verið stærri og virðuiegri heldur en aðrar snjókerlingar, er þá höfðu sést, enda fór þar fram mikil athöfn er hún var skirð. Þetta gerðist 6. marz 1860, og var Jón A. Hjaltalín (síðar Skólastjóri) kjörinn tii þess að vera skírari. Flutti hann þá eftirfarandi kvæði: Hver er sú hin fagra, hvitfaldaða, hátt er gnæfir hjarls að rjétfri er hún jðtna kyns járnviðju systir, eða Ásynja ítursköpuð? Era Ásynja né jötni borin svanni svalbrjósta, sveina angan; bar hana ei móðir brjósti und mjúku; drengja er dóttir drós hin vasna. Hér er gamalt kort með mynd af snjókarlinum, sem Ríkarð- ur Jónsson myndhöggvari hlóð á I.ækjartorgi 1925. Var þetta gert vegna fjársöfnunar út af sjóslysinu mikla á Hala (Hala- veðrinu). Baka til við styttuna var liötfð málningarkrús, og safnaðist í hana mikið fé. í baksýn sést söluturninn frægi, sem eitt sinn stóð á Lækjartorgi. Ganian væri að vita hvort einliver vissi, hvenær hann var fluttur af torginu. Þetta ganila póstkort fengum við lánað hjá einum frægum kortakarii, Bjarna Guðmundssyni póstfuHtrúa. Bros fer eigi né blíða af vöfrum, og öllu fremur ýta hjarta nær hefir í brjósti en meyjar lundu, og ástum bliðum eigi sinnir. Vindlóna bur henni vænstur þykir, hans og vill hún heitmey vera. Skulum því sveinar skira brúði, og Vindsvölu væna nefna. Vitji þín Vindsvala ver þinn hinn prúði, og örmum vef ji áður köldum en Svásaðar bur og sunnu Ijómi vekur seggi af vetrarblundi. (Svo segir í Gylfaginn- ingu: „Svásuður heitir sá, er faðir Sumars er, og er hann svo sællífur, að af hans heiti er það kallað sváslegt, er blítt er. En faðir Vetrar er ýmist kallaður Vindlóni eða Vindsvalur. Hann er Vás- aðar son, og voru þeir átt- ungar grimmir og svalbrjóst- aðir, og hefir Vetur þeirra skaplyndi). Nú mun langt síðan, að þessi siður lagðist niður í skólanum, og er það afturför. En nú eru komnir hér fleiri menntaskólar og væri því ekki tilvalið, að þeir kepptu um, á hverjum vetri, hver skóli gæti skapað fegursta sn jókerlingu ? Þetta mætti vera viðurkennd samkeppni, þar sem hæfir menn dæmdu listaverkin. Merkilegasta snjólistaverk, sem gert hefir verið I Reykjavík, mun vera það, er Ríkharður Jónsson mynd- höggvari gerði á Lækjatorgi fyrir mörgum árum, en vakti þá verðsku'ldaða athygli allra vegfarenda. Frá horfnum tíma FRETTIR Kvenstúdentafélag Islands heldur jólafund í Þjóðleikhús- kjallaranum fimmtudaginn 3. desember. 25 ára júbilantar frá MA sjá um fundinn. Jólahapp- drætti. Seld jólakort Bama- hjálpar Sameinuðu þjóðanna. Fundurinn hefst með borðhaldi kl. 8. Þátttaka tilk. í síma 19636. Kveníélagið Hrönn Jódafundurinn verður haldinn í kvöld kl. 8.30 að Bárugötu 11. Magnús Guðmundsson sýnir bJóma- og jólaskreytingar. Hvítabandskonur Munið fundinn að Hallveigar- stöðum miðvikudaginn 2. des. kl. 8.30. Kvenfélagið Seitjörn Jólafundur félagsins verður mið- vikudaginn 9. desember kl. 8.30. (Athugið breyttan fundardag.) Spakmæli dagsins Ég kysi heldur að vera fremst ur í þessum kotbæ en annar í Róm. — Cæsar (er félagar hans niðruðu þorp, er þeir fóru um). VÍSUKORN Skipstjórinn. Hann var talinn hörkutól hrjúft um ránarveldi, innst í brjósti eldinn fól undir köldum feldi. Gunnlaugur Gunnlaugsson. SÓFASETT Sófaisett með 2ja, 3ja og 4ra sæta sófum. Hábalksstólar með ruggiu og tógibaka. Úir- vaŒ áklæða. Greiðslus'k'i'timái- ar, Nýja Bólsturgerðin ,La«ga vegi 134, ’símii 16641, BROTAIVlALMUR Kaupi al’lan brotamálm lang- hæsta verði, staðgreíðsla. Nóatúni 27, sími 2-58-91. FlAT 850 ángi&rð 1968 eða 1969 óslkast til kaiuips. Upipl í síma 81224 ■og 25144. IESIÐ júíivtumblaViþ DRCLEGII Byggingavöruverzl un óskar eftir afgreiðslumanni. Upplýsingar um aldur, menntun og fyrri störf sendist blaðinu merkt: „Framtið — 6146" fyrir 7. desember. Húseign — Flókagata Til sölu húseign við Flókagötu. Húsið er 2 hæðir og kjallari. Húsið getur hentað sem einbýlishús með 4ra herb. íbúð í kjallara eða fyrir 3 fjölskyldur. Ennfremur hentugt fyrir félagssamtök eða skrifstofur. Bílskúr fylgir, INGÓLFSSTRÆTI GEGNT GAMLA BÍÓI SÍMI 12180. HEIMASÍMAR GÍSLI ÓLAFSS. 83974. ARNAR SIGURDSS. 36349. ÍBÚÐA- SALAN Bifreiðostjórí óshost strox Upplýsingar á staðnum í dag eftir kl. 6 (ekki í síma). 26600 allir þurfa þak yfirhöfuðið Fasteignaeigendur hafið þið hugleitt sölu á eign ykkar? Ef svo er, athugið eftirfarandi: Við höfum á biðlista kaupendur að flestum gerðum og stœrðum fasteigna MEÐAL ANNARS: KAUPANDA að 2JQ herb. Íbúð á 1., 2. eða 3. hæð á góðum stað í Austurborginni. STAÐGREIÐSLA. oð 3/0 herb. nýlegri eða góðri, eldri íbúð. Afhend- ingartími algjört samkomulag. Útborgun 650 þús. oð 4ra herb. íbúð í Árbæjarhverfi. Otborgun 700 þús. að S herb. Sérhæð með bílskúr. Þessi íbúð má vera hvar sem er á hitaveitusvæðinu. Útborgun við samning 1 milljón. að einbýlishúsi Æskilegur herbergjafjöldi 7—9. Afhending hússins miðuð við 15. maí i vor. Útborgun: 1,1 milljón. Fasteignaþjónustan Austurstræti 17 (Silli&Valdi) simi 26600

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.