Morgunblaðið - 02.12.1970, Side 10
10
MORGUNBLAÐEÐ, MIÐVEKUDAGUR 2. DKSBMBER 1970
Jóhann Hjálmarsson skrifar um japanska
rithöfundinn Yukio Mishima
Lifi keisarinn
Að morgni 25. nóvembers
framdi sjálfsmorð einn þekkt
asti rithöfundur Japana, Yu-
kio Mishima. Hann stytti sér
aldur með kviðristu, hara-
kiri, sem er hefðbundin sjálfs
morðsaðferð japanskrar yfir-
stéttar.
Frá sjálfsmorði Mishima og
ræðu hans yfir 2500 hermönn
um hefur verið sagt i frétt-
um. Dauði hans hefur vakið
mikla athygli um allan heim.
Mishima var leiðtogi svokall-
aðs Skjaldasambands, Tate no
Kai, en félagar þess eru aðal-
lega háskólastúdentar. Mark-
mið sambandsins er að vinna
að eflingu japanska hersins
og verja landið gegn hvers
kyns upplausn heima fyrir.
Skjaldasambandið er félag
hægri manna og er grundvall-
að á trú á japönskum menn-
ingarerfðum. Ræða Yukios
Mishima, en í henni deildi
hann harðlega á efnishyggju,
sjálfselsku og andvaraleysi
japönsku þjóðarinnar, á ef til
vill eridni víðar en 1 Tókíó.
Seinustu orð Mishima voru:
Lifi keisarinn.
Yukio Mishima, sem hét
réttu nafni Mititake Hiraoka,
stóð á hátindi frægðarinnar
þegar hann lést. Hann var 45
ára að aldri, fæddur 14. janú-
ar 1925 í Tókíó. Hann var lög
fræðingur að mennt, kominn
af kunnri embættismannaætt
og gegndi á tímabili störfum
í japanska fjármálaráðuneyt-
inu. Hann var afkastamikill
rithöfundur og munu bækur
hans vera um hundrað tals-
ins: skáldsögur, smásögur,
leikrit, ljóð og ritgerðir. Mis-
hima var einnig kvikmynda-
höfundur og lék sjálfur í
nokkrum kvikmyndum. Þegar
Yasunari Kawabata fékk Nó-
belsverðlaunin i fyrra vakti
sú ákvörðun sænsku akademí
unnar furðu, því að almennt
var búist við að Yukio Mis-
hima yrði fyrir valinu sem
fulltrúi bókmenntalegrar end
urreisnar í Japan eftir strið.
Stundum er mikill dugnaður
i bókmenntalegum efnum áilit
inn merki um hroðvirkni, en
slíkur sleggjudómur á ekki
við um Mishima, sem var fág-
aður og hugmyndarikur rit-
höfundur.
Þrátt fyrir vestræn áhrif,
einkum frönsk, eru flestar
skáldsögur Mishima í þeim
hefðbundna stíl, sem hann
dáði svo ákaft. En yrkisefnin
eru nútímaleg. Að þessu leyti
minnir hann á annan mikinn
skáldsagnahöfund, Alexander
Solsjenitsín, sem háður er
rússneskri sagnahefð, en fæst
við ný og tímabær viðfangs-
efni. Skáldsagan er í eðU sinu
hefðbundin, Ustin að segja frá
tekur ekki svo miklum breyt-
ingum. Aftur á móti eru skáld
sögur Mishima óvenjulegar á
Vesturlöndum, þar sem fáir
þekkja þann jarðveg, sem þær
eru sprottnar úr. Sama er að
segja um verk Kawabata, sem
vafalaust átti skilið Nóbels-
verðlaun.
Skáldsögur Yukios Mishima
w
Yukio Mishima.
eru skemmtilegar aflestrar.
Þær eru viðburðaríkar og
þrungnar dulinni spennu. Stáll
inn er breiður og hægur, ljóð-
rænn og viða búinn skáldleg-
um töfrum. Umhverfislýsing-
arnar minna á fegurð jap-
önsku málverkanna. Þær eru
nákvæmar og markvissar.
Sama er að segja um sam-
tölin, sem gefa meira í skyn
en þau láta uppi. Skyldleik-
inn við japanska ljóðlist er
einnig áberandi í verkum
Mishima. Hið milda og
grimma fléttast saman i skáld
sögunum, því að oft eru það
óhugnanlegir atburðir, sem
Mishima lýsir. Sjómaðurinn,
sem vakti reiði hafsins í sam-
nefndri skáldsögu snýr baki
við hafinu til að kvænast
ekkju, sem á tískuverslun.
Sonur ekkjunnar, sem áður
leit upp til hins hugdjarfa sjó
manns, fær óbeit á honum
eftir að hann gerist land-
krabbi og myrðir hann með
hjálp félaga sinna. Frá morð-
inu er að visu ekki sagt bein-
um orðum, en það er ljóst
hvað drengirnir ætlast fyrir
eftir að þeir hafa gefið sjó-
manninum svefnlyf. Þannig
hefnir hafið sín. En sagan er
í heild sinni óður um mann-
legt lif og skáldskap hvers-
dagsins.
Fleiri dæmi um japanska
hefð í skáldskap Mishima
mætti nefna. Hann hefur til
dæmis samið leikrit í hinum
gamla Nó-stil. 1 leikritunum,
sem Mishima kallar nútima
Nó-leiki, er fullt af táknræn-
um myndum. „Hvort sem Mis-
hima kýs að fylgja Nó-leik-
hefðinni nákvæmlega eða
fást aðeins við sama yrkis-
efni, tekst honum að koma til
skila ofsafengnum táknræn-
um merkingum hennar og oft
ógnvekjandi fegurð, sem er af
sérstökum toga“, segir Don-
ald Keene, bandarískur sér-
fræðingur í japönskum bók-
menntum. Fimm nútíma Nó-
leikir, eftir Mishima hafa ver
ið þýddir á vestræn mál og
eru að minum dómi heillandi
verk. Leikirnir hafa yfir sér
blæ ósnortinnar og um leið
hrikalegrar fegurðar, eins og
til dæmis leikurinn um Hana-
ko, geishuna, sem hefur
misst vitið af þrá eftir ungum
manni, sem lofaði henni að
koma aftur. Kona nokkur, list
málari að atvinnu, tekur stúlk
una að sér og geymir hana
eins og brothættan dýrgrip.
Með hverjum degi sem líður
verður stúlkan fegurri og dag
lega fer hún á járnbrautar-
stöðina til að svipast um eftir
vini sinum. En hann kemur
ekki. Hann fær brátt á sig
mynd óraunveruleikans og
þegar hann loksins birtist eft-
ir að hafa lesið frétt í dag-
blaði um hina óhamingju-
sömu stúlku, þekkir hún hann
ekki. Líf hennar er bið og án
þessarar biðar, sem hefur öðl
ast dýrðlegan ljóma þeirrar
fjarlægðar, sem felur í sér
hamingju óvissunnar, yrði líf
hennar tilgangslaust. Snert-
ing raunveruleikans myndi
sundra hinni dásamlegu
mynd.
Stjórnmálaáhugi Mishima
var í samræmi við bókmennta
legan skilning hans. Samurai-
siðimir voru honum dæmi um
andlega reisn japönsku þjóð-
arinnar. 1 skáldsögu eftir
hann er harakiri nákvæmlega
lýst. Dauðinn var honum si-
fellt umhugsunar- og yrkis-
efni. Með dauða hans er glæsi
legur persónuleiki horfinn úr
japönsku menningarlífi. Hann
lét ekki berast með hinum
þægilega straumi tímans, eins
og margir rithöfundar Vestur-
landa, heldur þorði að vera
hann sjálfur og sagði eftir-
minnilega vinstri tilhneiging-
um strið á hendur. Líf og
skáldskapur voru ekki tveir
fjarskyldir heimar í vitund
hans. Með því að hverfa frá
verkum í sköpun vakti hann
þjóð sina til umhugsunar um
hugsjónir sínar. Menn geta
verið ósammála um stefnu
hans og fordæmt hana með
fullum rétti. En til að skilja
hann þarf innsýn í japanska
menningu, sem fáum Vestur-
landabúum er gefin. Til þess
að hafa full not af skáldskap
hans verða vestrænir lesendur
að afla sér þekkingar um Jap-
an. En flestir munu taka und
ir að skáldsögur eins og Brim-
gnýr, Musteri gullna laufskál
ans og Sjómaðurinn, sem
vakti reiði hafsins séu minnis
stæður skáldskapur. Skáld-
sögur eftir Yukio Mishima
hafa verið þýddar á mörg
mál, en á Islandi mun hann
vera nær óþekktur.
Kornturnrisinn
við Sundahöfn
KORNHLAÐAN HF. er að reisa
í Sundahöfn, svo sem áður hef-
ur komið fram í fréttum, kom-
geymsluhús og löndunartæki fyr
ir kom. Komtuminn í Sunda-
höfn hefur nú verið steyptur
upp og er um þessar mundir
verið að slá undir þak tumsins.
Samkvæmt áætlun átti verktaki
að skila tuminum á Þorláks-
messu, en afhending turnsins
mun að líkindum dragast í
nokkra daga að sögn Hjalta Páls-
sonar, formanns stjómar Kom-
hlöðunnar hf.
Kornihlaðain bf. var stofniu®
himin 4. septeimber 1969 og voru
sbofnendur Fóðurblatndan hf.,
Mj'ólkuirfélag Reykjavikur og
Samband íslenzkra samvinmufé-
laiga. Með Hirti Pálssyni í stjórn
sitja þeir Leifur GuðmumdsBon
og Hjörleifur Jónsson.
Með kornturninum í Sunda-
höÉn mun fólagið anmasit losun,
lestun og geymslu á korni ásaimt
inmflu'tnin'gi og verzlun með
komtvörur til kjamfóðiuirfriam-
ledðölu. Stofnendur fyrirtækis-
inis hafa á unidantfömuim áratuig-
uim hatft mieð höndum megnið atf
fóðurkornsin'niPlutninigi landisins
sem og kjarnifóðurframleiðslu úr
korni og öðrum hráeifnuim, er-
ienidum og innlendum. Stofnun
Komlhlöðuninar er huigsuð sem
sfcref í þá átit að leggja grund-
vödll áð niútíma hagkvæmni um
re&stuir og verðtt'ag, sem og að öll
fóðurblöndun og verziun með
fóðúrvörur 'geti í framtíðinni
vterið algeriega í íslenzkum hönd
uim, að því er Hjalti Pálsson upp
lýsti Mbl. í gær.
Félagið fékk úthlutað lóð við
Sundahöfn í nóvember 1969.
Grötftur í grunini hófst 13. maí
og var undiratöðum undir kjaOl-
ara lofcið í ágúst. Verlkið við að
steypa upp toormtuminn viar boð-
ið út og tefkið lægsta tilboði frá
Brún hf. Turninn var steyptur
með dkriðmótum og lauik 16.
Október og Ihafði þá tefcið 18
daga. Fyrstfi áfangi, sem in/ú hef-
ur verið steyptur, er 45,3 m á
hæð. Áætlaður kostnaður er
röslkar 50 miiM.jónir krónia og tek-
ur fynsti áfan'gi 5110 'lesttr koms.
Löndunartseki Korhhlöðunn/ar
htf., sem brátt verða sett upp,
rnunu getfa dæl't urn 100 lestum
komis á klufekustu'od úr skipL
Annar áfamigi tumsinis, sem
byggður verður síðar, mun
stækíka geymslurýmið um það
bil í 12.000 lestir. Lömdunartæfci
verða atf þýzkri gerð.
Korntum Kornhlöðunnar
S undahöfn.
(Ljósm. Mbl.: Sv. Þorm.)
Allsherjar-
atkvæðagreiðsla
— í menntaskólunum
um tillögu um stöðu mennta-
skólanema í þjóðfélaginu
Á LANDSÞINGI mennta-
skólanema, sem haldið var á
Akureyri fyrir skömmu, var
ákveðið, að allsherjarat-
kvæðagreiðsla skyldi fara
fram í öllum menntaskólim-
um í Iandinu um tillögu eina,
sem fram kom á þinginu.
Skal tillagan síðan koma til
afgreiðslu á i.æsta landsþingi
menntaskólanema og at-
kvæðagreiðsla fara fram um
hana í samræmi við niður-
stöður allsherjaratkvæða-
greiðslunnar, þannig að hver
skóli hafi eitt atkvæði.
TillLaga sú, sem hlaut þesisa
meðferð f jallaði um stöðu
rmemmtaiskólainiema og skóla-
nema alim-eTrnt I þjóðfélaginu. 1
greiinargerð, sem möiiriiíhliuil
þimginefindar, sem fjaliaiðd uim
málii,, lagðd fram, vair sagt, að
srtúdenbar og aðrir námsmemn
hefðu á umdanförmim árum
fiundiið til skykUeika við verkia-
1/ýðsstéttíirnar og haftið barátítu
með þeton-, enda Itiitíi þeir á sig
sem hagismu-nahóp i baráttu vdð
þj óðfélia-gsskip ula-gið. Þá var I
giredmrgerðiimni gagnrýnt það
sjónarrmið, að við stjóm fræðslu-
mála ættíi fyrst og f-remst að
hafa í hugia þarfir atvinniuveg-
ann-a og þörf þjóðarimnar fyrir
menntum. í greinangerð m-eiri-
hlutía n-efndarimniair sagði síðan:
„Dra-umur þeinra, sem þjóðfé-
lagiinu ráða, v-irðist þvi vera fé-
laigs- og stjómmál-alega, ábyrgð-
ar- og áih-uigalauis sérhæfur mað-
'ur, sem lætur að stjóm og fram-
leiðir gagnrýniislaust og véirænt
þá neyzlumu-ni, sem miankaður-
inn knýr hann tíii að kaupa á
grundvelld ti-libúinna og fjar-
stýrðra þarfa.“
Við tíidliögu þessa kom fram
frávísunarfci L'laga frá minniiihluiba
nefndardmmar, en hún var felllid
með 5 atkvæða m-um en síðan
samþykfct eftíir miklar umræð-
ur að fraim færi al-lsiherj'arat-
kvæðagreiðisia i skóiu’num