Morgunblaðið - 02.12.1970, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. DESBM’B'BR 1970
15
Rætt við sveitarstjóra á fræðsluráðstefnu í Rvík
bíl fjórðungur gatna á
Akureyri með varanlegu
sflitlagi. Vonir standa til að á
næstu 8 til 10 árum Verði unnt
að gera gatnalfeerfið þannig úr
garði að ailiar götur verði
feomnar í það ástand.
— Um höfnina er það að
segja, að svo sem kunmugt er, er
verið að gera höfn á Akureyri
sunnan Oddeyrartanga og hefur
Vita- og hafnamálaskrifstof-
an séð um verkið. Framkvæmdir
hafa nokkuð dregizt á langinn
og feemur þar til bæði fjár-
magnsskortur og vissir tækni-
legir örðugleikar á hönnun
mannvirkjanna. f>ó standa vonir
tH að unnt verði að ijúka fram-
kvæmdum við þennan áfanga
hainargerðarinnar á næstu
tveimur árum, enda er það
knýjandi þörf, þar sem aðstaða
til lestunar og losunar við
Torfunessbryggju er orðin mjög
ófullnægjandi og Eimskipafélag
Isttands er að reisa vöruskemm-
ur við hina nýju höfn. Fram-
kvæmdum við vöruskemmumar
mun sennilega ljúka á næsta
ári.
Höfnin hefur og komið upp
dráttarbraut, svo sem komið
hefur fram I fréttum. Unnið er
að því að bæta og íullkomna að-
stöðuna við hana.
— Uörfin fyrir ný skólahús er
alltaf hin sama á Akureyri jafnt
sem annars staðar. Miðað er við
að reisa nýtt skólahús á næsta
ári til þess að fullnægja brýn-
ustu þörf, en svo til samtímis og
því verður lokið verður full
þörf á öðrum skóla, þannig að
innan 6 til 8 ára þyrfti Akur-
eyrarbær að hafa lokið bygg-
ingu tveggja skólahúsa. Þetta
kostar mikla fjármuni og þarf
dálítið átak til, svo sem annans
staðar.
— Ég hef nú setið þessa ráð-
stefnu sveitarfélaganna hér —
sagði Stefán Stefánsson að lok-
um — og margt hefuir borið á
góma. Margir fara héðan eflaust
margs visari og gott er að kynn-
ast hinum ýmsu viðfangsefnum,
ræða þau og skeggræða þær
lausnir sem til greina koma og
líkur benda tii að séu þær skyn-
samlegustu. Skoðun mín er sú,
að fróðleiksráðstefnur sem
þessi, séu mjög gagnlegar og að
þær eigi fylista rétt á sér.
Fyrstu raðhús
í Mosfellssveit
Rætt við varaoddvitann
Salome Þorkeisdóttir er vara-
oddviti I Mosfelishreppi og hef-
ur átt sæti í hreppsnefnd þar
siðasta kjörtímabii og aftur nú.
— Okkar stærsta vandamál
nú er væntanleg gagnfræða-
skólabygging, sagði Salome er
við spurðum hana um það
sem efst væri á baugi í Mosfells-
hreppi. Búið er að teikna og
grafa fyrir skólahúsinu, sem á
að vera til frambúðar og ætlað
390 nemendum. Um það höfum
við samstarf við tvo aðra
hreppa, á Kjalarnesi og í Kjós.
Þetta er því bygging, sem kost-
ar milljónatugi. Hún er þannig
teiknuð, að steypa þarf upp í
einu lagi og er ætlunin að reyna
að reisa húsið fyrst og koma því
i fyrsta áfanga það á veg, að
hægt verði að nota 1. hæðina.
Er búið að bjóða út fyrsta hlut-
ann, þ.e. að steypa upp bygg-
inguna.
— Þetta er mjög dýrt verk,
heldur Salome áfram. Og sam-
skipti ríkis- og sveitarfélags
grípa þama inn í. Okkar skóli
verður stærri en það norm, sem
ríkið hefur ákvarðað, en við það
kemur stærri hluti í hlut sveit-
arfélagsins. Er eftir að ganga
frá samningum við menntamála-
ráðuneytið um þetta. Þessi stærð
á skólanum stafar mest af þvi
að við erum að nýta gangarými
í miðju húsi fyrir sali til afnota
fyrir skólann og þykir það hag-
kvæmt. Okkur finnst því slæmt
að það sfeu'li efeki geta fallið inn
í þau form, sem ráðuneytið setur
sér.
— Annar vandi, sem við
stöndum frammi fyrir í Mosfells
hreppi, er kaldavatnsveita, seg-
ir Salome ennfremur. Við höf-
um nóg af köldu góðu vatni í
Seijadal, á friðunarsvæði, en
það þarf að leiða um langan veg
og það er kostnaðarsamt. Búið
er að leggja fyrir vatnsveitu í
þéttbýlustu hverfin, en vatns-
veita er ekki komin í hluta af
hreppnum. Þetta er þvi stórmál,
sem við verðum að fara að sinna.
— Heitt vatn? Jú, mörgum
þykir skrýtið að við skulum
ekki hafa heitt vatn til úthlut-
unar og það er mikið vandamál.
En staðreyndin er að við hðfum
ekki yfir neinu slá'ku heitu vatni
að réða, það var alllt selt burt á
sínum tíma. Við vonum þó að far
Salome Þorkelsdóttir.
ið verði að nýta heita vatnið i
Henglinum og að þetta leysist.
— Jú, við höfum eitt fremur
lítið hverfi skipulagt, sem stend
ur fyrir dyrum að úthluta bygg-
ingarlóðum í, svarar Salome
spurningu ökkar. Það er svo-
nefnt Teigahverfi. Þar verða
fyrstu raðhúsin hjá okkur.
Að lokum berst ta'lið að sam-
vinnu við nálæg sveitarfélög, en
Mosfeilishreppur er í Sambandi
Sveitarfélaga á Reykjanesi.
Sagði Saiome að sveitarfélögin
ynnu mikið saman. Til dæmis
hefðu þau nýlega tekið sig sam
an um sálfræðiþjónustu í skól-
um, ráðið einn sálfræðing og
þyrfti að bæta við. Þetta væri
þörf þjónusta og hefði gefizt
mjög vel.
Eignarnám
tveggja jarða
Rætt við sveitarstjóra á
Patreksfirði
Jón Baldvinsson heitir ungur
sveitarstjóri á Patreksfirði. 1
sumar stóð hreppsfélagið í ýms-
um framkvæmdum, s.s. breikkun
aðalgötunnar með þvi að taka af
lóðum, sem meðfram henni eru.
Á Patreksfirði eru nú bú-
settir um 100 manns eða voru
við síðasta manntal. Árið 1969
fækkaði nokkuð á Patreksfirði,
en með batnandi árferði, hefur
tapið aftur unnizt. Jón sagði:
— 1 dag er svo komið, að við
liggur, að húsnæðisvandamál
séu á Patreksfirði, hvert her-
bergi er setið. Þessi húsnæðis-
skortur hefur kannski staðið
frekari vexti mannfjöldans fyr-
ir þrifurn. Ekki hefur verið mik-
ið um framkvæmdir af hálfu ein
stalklmga í byggingu íbúðarhúsa,
en hreppurinn er nú að láta
reisa læknisbústað, sem verið er
að ganga endanlega frá. Þá hef-
ur hreppurinn einnig staðið í
vatnsveituframkvæmdum og í
sumar var unnið að því að end-
urbyggja smábátabryggjuna.
— Mikil gróska hefur verið í
atvinnulífmu og er það mikil bót
frá því sem var, er mikið at-
vinnuleysi ríkti aðallega vegna
gæftaleysis. I sumar var ágæt
vinna og Skjöldur h.f., sem er
annað hraðfrystihúsið á staðn-
um tók til starfa. Nú eru því
tvö frysíihús á staðnum og bát-
arnir landa nær undantekning-
arlaust allir heima, sem þeir
gerðu ekki í fyrra.
— 1 sumar lögðum við mikla
áherzlu á að fegra og snyrta um
hverfi í kauptúninu og höfðum
til þess unglinga. Þegar aitvinna
jókst fóru þeir svo í frystihús-
in, þar sem þeirra var meiri
þörf.
— Mitt persónulega álit er að
við eigum fyrst og fremst að efla
atvinnulífið sem fyriir er á staðn
um, þótt einhæft sé, því að það
er undirstaða alls. Stefna verð-
ur að þessu, og þá á eftir verð-
ur að ráðast í húsnæðisvanda-
málin. Fyrirlhugað er að athuga
með möguleika í byggingu fjöl-
býdishúss næsta ár og einnig
þarf að koma upp góðu félags-
heimili — bæta verður aðstöðu
íbúanna á staðnum á sem flest-
um sviðum.
— Stærsta málið hjá hreppn-
um er hins vegar eignarnám á
tveimur jörðum — eignamám í
Vatnseyrarlandi og Geirseyrar-
landi. Matsorð kom um síðastlið
in mánaðamót frá yfirmatsmönn
um og er það 12,5 milljónir
feróna. Geirseyri var metin á 6
milljónir króna, en Vatnseyri á
6,5 milljónir króna. Rlkissjóður
mun lána af þessari upphæð allt
að 60%, en ganga í ábyrgð fyr-
ir 40%. Nýja fasteignamatið á
þessum jörðum er þó verulega
mikið lægra.
Kaup á þessum löndum er
ékki lítið fyrirtæki fyrir kaup-
tún á borð við Patreksf jörð.
Álögð útsvör voru á þessu ári
rúmar 7 milljónir króna og að-
stöðuigjöld um 2 miUjónir. Nauð-
Laghentur maður
óskast til vinnu um nokkurn tíma.
Upplýsingar í síma 22170.
synlegt er þó hreppsfélaginu að
fá þessi lönd, því að ekki hefur
reynzt unnt að framkvæma
neitt án samþykkis landeigenda
og samninga við þá.
— Jú, sjúkrahússmálin eru
einnig ofarlega á baugi. Við lít-
um á Patreksf jörð sem eins kon
ar læknamiðstöð. Þar er sjúkra-
hús, héraðsŒæknir og aðstoðax-
læknir hans. Við hefðum hins
vegar aðeins takmarkað gagn af
læknamiðstöð á ísafirði, þar eð
samgöngur á vetuma eru mun
betri við Reykjavík, en þangað
er flogið þrisvar í viku. Patreks
fjörður hefur þó ekM verið við-
Jón Baldvinsson.
urkenndur af heilbrigðisyfir-
völdum sem læknamiðstöð, sagði
Jón Baldvinsson að lokum.
BLAÐBURÐARFOLK
A
OSKAST í cftirtalin hverfi
Flókagötu, neðri — Tjarnargötu
Holtsgötu — Njálsgötu
Freyjugata I — Ingólfsstrœti
Úthlíð — Sogamýri
TALIÐ VIÐ AFGREIÐSLUNA í SÍMA 10100
Nv bók eftír
A. J. Cronin
f þýðingu
JÓNS HELGASONAR ritstjóra
Fóir erlendir höfundar hafa notið slíkra vinsælda
hjó íslenzkum lesendum sem skozki læknirinn
A. J. Cronin.
Eftir nokkurt hlé hefir þessi kunni rithöfundur nú
sent fró sér nýja skóldsögu, sem hlaut afburða
góða dóma brezkra blaða í fyrra.
Fróbœr skáldsaga - Vönduð bók
Bláfellsútgáfan