Morgunblaðið - 02.12.1970, Page 17
MORGUNBL.AÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. DBSBMB'ER 1970
17
Gagnrýni ungra manna og leit að nýjum viöhorfum er:
Vottur um líf sþrótt menningar
- fyrirheit um bjartari framtíð
- Ræða Helga Skúla Kjartans
sonar á hátíðasamkomu
stúdenta 1. desember
Það er hefð orðin, að stúdent-
ar gangist fyrir hátíðahöldum í
minningu fullveldis Islands
hinn fyrsta desember ár
hvert, og svo er enn i dag.
Þegar stúdenta er getið, er
vasntanlega margur, sem fyrst
kemur x hug hugtak, sem sjald-
an bar á góma fyrir fáum miss-
erum, stúdentaóeirðir. Og þœr
verða upphaf umræðuefnis míns
í dag.
Við höfum haft fréttir af því,
að í útlöndum séu stúdentar hin
mesta plága, vilji einir öllu ráða
og efni sífelldlega til óeirða í
stað þess að sinna því námi, sem
þeir ættu að vera fegnir að fá
að stunda. Við veltum þvl
kannski fyrir okkur, hvort þetta
stafi einfaldlega af illu upplagi
fárra stúdenta, sem tæli svo fé-
laga sína til hlutdeildar í ósóm-
anum, eða hvort allsnsegtir
og eftirlæti hafi spillt svo hinni
uppvaxandi kynslóð. Við höfum
kannski þótzt geta hrósað
happi að vera lausir við þvílíkt
og þá ekki orðið um sel, þegar
við fréttum, að íslenzkir stúdent
ar hefðu tekið herskildi sendi-
ráð okkar i Stokkhólmi. Það
kynni jafnvel að hafa hvarflað
áð einhverjum, að ekki væri nú
vert að leggja of mikið kapp á
æðri menntun, t.d. með því að
efla Háskóla íslands, ef það yrði
svo bara til þess að ala upp
ófriðarseggi.
En hugmyndir okkar um
stúdentaóeirðir eru fengnar úr
fréttamiðlum, sem eðlilega gera
fyllst skil hinu æsilega og af-
brigðilega. Ef einhver hefði
enga vitneskju um iðju og at-
hafnir mannkynsins nema svo
sem einnar viku skammt af
fréttum, gæti vafizt fyrir hon-
um að segja, hvort styrjaldir,
flugvélarán eða kosningar væri
helzti atvinnuvegur manna; iðn-
aður kæmi ekki tii greina, og til
viljun væri, ef hann hefði heyrt
landbúnaðar getið.
Og stúdentaóeirðirnar títt-
nefndu, mótmælaaðgerðir og
átök við lögreglu, eru aðeins lít-
ffl hluti miklu víðtækara fyrir-
bæris. Við getum talað um
stúdentahreyfingu, þó með þeim
fyrii-vara, að í rauninni er hún
engan veginn takmörkuð við
stúdenta, en hjá þeim kemur
hún skýrast fram, og við þá
eina er það miðað, sem ég ætla
að segja i dag. Sögu stúdenta-
hreyfingarinnar reyni ég ekki
að rekja og ekki að lýsa henni
á neinn tæmandi eða kerfisbund
inn hátt, enda ekki á mínu færi,
en ég ætla að skýra nokkuð með
sundurlausum dæmum, að
hverju stúdentar beina
gagnrýni sinni og kröfugerð. Á
þessum stað vil ég taka það
fram, að stúdentahreyfing nútím
ans í sinni alþjóðlegu mynd hef-
ur ekki náð til Islands nema að
takmörkuðu leyti og þá helzt
fyrir áhrif Islendinga, sem eru
eða hafa verið við nám erlend-
is, og samtaka þeirra, SfNE.
GAGNRÝNI OG
FÉLAGSLEGT AFL
Hreyfing stúdenta einkennist
af því, að þeir reyna að gagn-
rýna flesta hluti með opnum
huga og sem minnst bundnir
hugsanavenjum samtímans og
jafnframt vilja þeir mynda fé-
lagslegt afl til að koma kröfum
Bttnum í framikvæmd.
Eins og eðlilegt er, beinist
gagnrýni stúdenta mjög að há-
skólunum og starfi þeirra. Er
þá jafnan markmið þeirra að
fylgjast með timanum, losna við
venjubundnar viðjar, t.d. þætti
námsefnis eða próftilhögun, sem
helzt við lýði af vana, en þeim
þykir ekki gegna jákvæðu hlut-
verki. Eftirfarandi klausu tek ég
upp úr nýútkomnu blaði deild-
arfélags við Háskóla fslands:
„Helztu baráttumál félagsins nú
gagnvart deildinni eru að fjölga
fulltrxiuni stúdenta á deildar-
fundum, auka sjálfstæði deildar
innar, fjölga námsgreinum, bæta
stundaskrá deildarinnar, auka
þátttöku stúdenta í ýms-
um nefndum og ráðum, bæta
kennsluhætti deildarinnar, taka
upp hentugri námsskipan, lappa
upp á einkunnastigann o.fI.
o.fl.“
Ekki eru það þó aðeins þessu
lík framkvæmdamál, sem stúdent
ar láta sig varða, heldur bera
þeir mjög fyrir brjósti markmið
og hlutverk háskólastarfsins;
sætta sig ekki við að halda
áfram á markaðri braut án þess
að gera sér ljóst, hvert hún
leiði. Slik leit að innihaldi og
umhugsun um samfélagslegar af
leiðingar er raunar einkennandi
fyrir stúdentahreyfinguna. í sið-
ustu viku birtist í dreifiblaði
Stúdentafélagsins grein, þar sem
kynntar eru hugmyndir um há-
'Skóla, sem hæst ber meðal nor-
rænna stúdenta. Þar segir:
„Skólinn verður að vera stofn-
un þjóðfélagslegrar verðmæta-
myndunar auk þess að vera mið-
stöð þekkingar og fræðslu.
Slíkt hlýtur að gera ráð fyrir
stöðugu endurmati á takmarki
menntunar og rannsókna . . .
Háskólinn á ekkl eingöngu að
þróast og vaxa samliliða þjóðfé-
laginu, heldur að vera brautryðj
andi þróunar þess. Háskóla er
ætlað að taka óhlutdræga og
krítíska afstöðu til þjóðfélags-
Iegra fyrirbæra og brjóta þau
til mergjar. Um leið verður hann
að vera sér meðvitandi um gildi
menntunar og þekkingarmiðlun-
ar.“
HUGTAKIÐ LÝÐRÆÐI
Ein af þeim kröfum, sem oft
eru gerðar til hásíkóla, er, að
hann sé lýðræðislegur, og er þá
átt við, að allir, sem við hann
starfa, stúdentar jafnt sem kenn
arar, hafi sem jafnastan rébt til
ákvarðanatöku og stefnumótun-
ar innan hans. í framhaldi af
því, sem ég las áðan, segir í
sömu grein: „Einnig hlýtur
breyting þessi að krefjast lýð-
ræðislegri stjórnunar skólans og
aukinnar samábyrgðar alira
þeirra, er við skólann starfa.“
Það á ekki aðeins við um
stjórn háskóla, að stúdentar
brjóti heilann um lýðræðishug-
takið. Gagnrýna þeir oft hefð-
bundna framkvæmd lýðræðis,
6enda á, að það sé ekki fólgið í
stofnunum af tiltekinni gerð,
heldur sé það hugsjón eða mark
mið, sem stjórnarfar eigi að mið-
ast við og svonefndar lýðræðis-
legar stofnanir geti þjónað vel
eða illa eftir atvikum. 1 siðustu
viku kom út í fyrsta sinn blað,
sem kallast Afángi, blað náms-
manna, og er þetta fyrsta tölu-
blað að mestu skrifað af félög-
um í samtökum námsmanna er-
lendis. Þar segir í einni grein,
að hugtakið lýðræði sé ofnotað
og afskræmt og hafi þvi í flestra
eyrum litla sem enga merkingu.
Islendingar eru taldir búa við
lýðræði að mjög takmörkuðu
leyti. Kosningar séu ójafn leik-
ur, þar eð möguleikar allra til
að hafa áhrif á skoðanamyndun
séu engan veginn hinir sömu.
Kjósandinn velji aðeins fulltrúa
eftir óljósri stefnu í nokkrum
höfuðmálum, stefnu, sefn í flest-
um tilvikum sé ekki annað en
lýðskrum, og geti kjósandinn
engin áhrif haft á gang þeirra
mála, sem upp koma á kjörtíma-
bilinu. Síðar segir höfundur:
„En lýðræði er ekki i því fólg-
ið, að sumir sinni því alltaf og
aðrir aðeins nokkra daga á æv-
inni. Það er ölhl fremur fólgið
í því, að allir sinni því alltaf og
sem jafnast."
AÐSTÖÐUMUNUR
TIL NÁMS
Enn vil ég nefna dæmi um al-
gengt baráttumál stúdenta, þar
sem eru menntunarforréttindi
eða aðstöðumunur til náms. í
mörgum löndum hefur verið at-
hugað, að tiltölulega langflestir
stúdentar eru börn þess fólks,
sem mestrar virðingar nýtur og
býr við bezt kjör. Að nokkru
stafar þetta af efnahagslegum
aðstöðumun, enda er þess kraf-
izt að úr honum sé bætt, t.d.
með námslaunum, það er, að
námsmenn fái laun sambærileg
og jafnaldrar þeirra við önnur
störf, og er þá bent á, að nám
sé vinna, sem þjóðhagsleg nauð-
syn sé, að innt sé af hendi, ekki
síður en önnur störf. Er þá oft
gert ráð fyrir, að launamunur
menntamanna og annarra eigi
jafnframt að minnka, svo að
námslaunin auki ekki úr hófi að
stöðumun stéttanna. Raunar má
hugsa sér ýmis vandamál í
tengslum við námclaunakerfi, en
ég fer ekki lengra út í þá sálma
að svo stöddu.
Sýnt hefur verið fram á með
gildum rökum, að það er ekki að
eins efnahagur, sem ræður,
hversu algengt það er, að börn
af tilteknum uppruna afli sér
æðri menntunar, sem svo
er nefnd. Þar koma einnig til
uppeldisáhrif og uppvaxtarskil-
yrði almennt. Sum böm alast
upp við, að eðli'Iegt sé fyrir þau,
jafnvel sjálfsagt, að ganga
menntaveginn; þeim er innrætt-
ur hugarheimur, sem fellur vel
að starfi og viðfangsefnum skól-
anna. Um önnur börn gegnir
þveröfugu máli. Og ekki aðeins
þetta, heldur er nú ljóst, að
hæfileikar, svo sem almenn
greind og ýmsar sérgáfur, ráð-
ast mjög af uppvaxtarskilyrð-
um barna, e.t.v. miklu fremur
en af beinum erfðum. Þetta hvort
tveggja er gagnrýnt sem mis-
rétti, meðal annars af stúdent-
um. Ýmissa aðgerða er krafizt til
úrbóta, bættrar fræðslu um upp
eldismál og viðbúnaðar skóla og
barnaheimila til að vega á móti
áhrifum skaðlegra eða ófullnæg;
andi uppvaxtarskilyrða.
En væntanlega verður þess
langt að bíða, að öll heimili geti
búið börnunum hin ákjósanleg-
ustu þroskaskilyrði, svo að þau
hljóti öll jafnríflegt veganesti.
Af þeim sökum hafa stúdentar
sums staðar talið, að uppeldi á
heimilum verði ávaillt til þess að
gera aðstöðu barna misjafna,
gefa sumum forskot á kostnað
annarra, og þess vegna beri að
ala öll börn upp við sömu skil-
yrði á opinberum stofnunum án
afsíkipta foreldra. Að vísu hefur
þráfaldlega komið fram, að
börnum er miklu hollara að al-
ast upp á venjulegu heimili en
slíkum stofnunum, a.m.k. í þeirri
mynd, Sem þær þekkjast nú.
Virðist mér, að þetta sé dæmi um
óaðgengilega kröfu, sem þó geti
haft það gildi að beina athygli
að raunverulegu vandamáli,
vandamáli, sem fremur færi
fram hjá ráðamönnum og al-
menningsáliti, ef það væri ekki
gert að lið í baráttu stúdenta.
B YLTIN G ARSTEFN A
Að lokurn má geta þess, að í
stúdentahreyfingunni gætir all-
mjög byltingarstefnu. Hinum
gagnrýnu stúdentum ofbýður þá
spilling samfélagsins, kúgun og
blekkingar. Þeir telja óréttlátt
þjóðfélagskerfi hafa fest sig svo
í sessi og náð þvílíkum tökum á
vitund og vild alþýðunnar, að
vonlaust sé að koma fram nauð-
synlegum breytingum nema með
byltingu, sem kollvarpi þvi í
einu vetfangi. Afángi birtir
grein, þýdda úr norsku stúdenta
blaði, þar sem segir m.a.: „Að-
stæður allar í Skandinavíu og
allri Norður-Evrópu eru þær,
að þensla og þróun mannlegrar
tilveru eru svo að segja ekki
fyrir liendi, þrátt fyrir fjárhags
grundvöll.“ Og um „stúdenta
uppreisnina" segir þar, að hún
sé „almenn uppreisn gegn mann-
hatandi stjórnmálakerfi sjálf-
stæðissviptingar, samkeppni og
firringar."
En á það er bent, að
það kerfi, sem við tekur eftir
byltingu, hefur æði oft reynzt
nokkuð frábrugðið þeim draum-
sýnum, er fyrir mönnum vöktu,
þegar þeir steyptu hinu gamla.
Því hafa sumir - stúdentar sett
upp sem stefnumið hina viðvar-
andi byltingu, byltingu, sem
ekki sé gerð og ljúki svo, held-
ur sé henni komið á til
frambúðar.
Byltingarstefna stúdenta I
vestrænum löndum dregur mjög
déim af stjórnmálastefnum, sem
kenndar eru við vinstri. Oft
hafa stúdentar leitað samstöðu
með sósíal’ískum verk»lýð, en
yfirieitt ekki tekizt með þeim
traust samvinna.
Ég hef nú farið nokkrum orð-
um um hræringar meðal stúd-
enta og nefnt sundurlaus dæmi
um áhuga- og baráttumál, sem
mikið ber á í þeirra hópi.
Gagnrýni og endurmat eru þau
stefnumið, sem mest móta af-
stöðu þeirra.
í NÁNUM TENGSLUM
VIÐ MÓÐLfFIÐ
Málflutningi sánum og kröfu
gerð koma stúdentar svo á fram-
færi með ýmsu móti, en oft með
fjölmennum mótmælaaðgerðum,
sem vilja þá enda í átökum og
jafnvel viðvarandi ófriðar-
ástandi. Þar koma til skjalanna
stúdentaóeirðir fregnmiðlanna.
Væntanlega getum við flest
verið sammála um, að slík at-
vik séu óæskileg og beri að forð-
ast. f vitund okkar er það eitt-
hvert miikilvægasta boðorð
mannlegra samskipta, að þau
skuli fara fram sem friðsamleg-
ast og án ofbeldis, enda er of-
beldishneigð og ofbeldisvenjur
með því versta böli, sem hrjáir
mannkynið. En sjaldan veldur
einn, þá tveir deiia. Hér kemur
til gxeina ósanngimi og harð-
nes'kja af hálfu fleiri aðila en
stúdenta einna, og má sjálfsagt
gera upp á mismunandi vegu
ábyrgðina á einstökum atburð-
um.
Hér langar mig að geta þess,
að mér virðist ekki líklegt, að
mikið kveði að stúdentaóeirðum
á fslandi hin næstu ár. Til þess
liggja ýmis rök, en eitt atriði
vil ég nefna sérstaklega. Miðað
við það, sem gerist í ýmsum öðr-
um löndum, kannski flestum, þá
eru stúdentar á fslandi í mjög
nántim tengshim við þjóðlifið ut-
an liáskóla. Þeir vinna lang-
flestir almenna vinnu í sumar-
Helgi Skúli Kjartansson,
stud. philol.
leyfum, margir einnig með skóla
á veturna; tiltölulega margir
þeirra eru fjölskyldumenn;
óvenju algengt er, að þeir búi í
foreldrahúsum; margir þeirra
sinna mjög skemmtana- og fé-
lagslífi utan Háskólans. Stúd-
entum á fslandi er vafalaust
slður tamt en víða annars stað-
ar að lita á sig sem sérstakan
hóp, en hugsa fremur um sig sem
bjóðfélagsþegna eða bara ein-
staklinga. Þetta gerir ólíklegt að
stúdentar sem slíkir myndi ein-
hvers konar uppreisnarhóp í
íslenzku samfélagi. Þetta á aug-
Ijóslega ekki við um íslendinga,
sem stunda nám erlendis. Auk
þess eru kjör þeirra að sumu
leyti örðugri en okkar flestra.
sem nemum hér heima, svo að
það þarf ekki að vera eingöngu
fyrir náin kynni af erlendum
óróaöflum, að þessir námsmenn
taka hvassari afstöðu til ýmissa
mála en almennt er meðal okkar.
Við höfum þá kannski fallizt
á, að stúdentaóeirðir séu ekki
bara óþægð, heldur hluti af —
eða afleiðing af — hreyfingu,
sem á sér hugsjónalegan grund-
völl og félagsleg markmið. En
hvers konar grundvöll og hvaða
markmið? Eru þessir stúdentar
ekki alla tið að gagnrýna allt og
alla, þykjast of góðir til að alast
upp við þær beztu aðstæður, sem
nokkurri kynslóð hafa verið
búnar frá ómunatið? Gera þeir
sér ekki leik að því að vefengja
flest það, sem sjálfsagt er og
eðlilegt í þjóðfélaginu? Að-
hyllast þeir ekki meira og minna
háskalegar kenningar róttækra
heimspekinga og stjórnmála-
manna? Gera þeir ekki kröfur
um allt milli himins og jarðar,
þó það komi þeim ekkert við,
hugsa ekkert um hvort yfirleitt
sé hægt að verða við þeim, en
ganga svo af göflunum, ef sagt
er við þá kurteislegt NEI? Þeg-
ar um svona hreyfingar er að
ræða, hlýtur þá ekki að vera
bezt að hafa sem minnst af þeim
að segja?
BREYTINGAR í
HÁLFA ÖLD
Við skulum athuga málið bet-
ur og byrja á svolitlum söguleg-
um útúrdúr. Á þessum degi er-
um við að minnast áfanga í sögu
Islands, sem náðisit fyrir 52 ár-
um. Og hvert sinn, sem við
leiðum hugann aftur í tímann,
þó ekki sé nema hálfa öld, hlýt-
ur að blasa við okkur, hve
margt hefur breytzt. Fyrst koma
okkur í hug hvers kyns verk-
legar og tæknilegar nýjungar.
En jafnframt breytist hugsunar-
háttur manna og viðhorf til
flestra hluta. Hvort sem við
hugsum um vélar og tæki, hug-
myndir og skoðanir, eða venjur
og siði, þá hefur allt þetta ein-
hvern tíma verið nýtt, furðulegt
og jafnvel rangt eða háskalegt.
Jafnframt þvi sem nýjungar
koma upp, hlýtur annað að
Framhald
á næstu síðu