Morgunblaðið - 31.12.1970, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 31.12.1970, Blaðsíða 4
f 4 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. DESEMBER 1970 > > > í dag, á jóladagsmorgun, er stund til umhugsunar. Ég á heimili, mér líður vel. Var það Ijós í myrkrinu sem mér birtist á aðfangadagskvöld? Það, sem þú gjörir mínum minnsta bróð- ur, það gjörir þú mér, er sagt, að Jesús Kristur hafi mælt. 0 Pillurnar og stóri bróðir Var þetta mín jólagjöf? Mér létti, ég vissi þá, hvar hann var. Samstundis var sem ég lamaðist, maðurinn og börnin mín, hvernig verður þeim við? En stóri bróðir, aðaltraust móður minnar, konunnar, sem átti manninn sinn mestan hluta ársins á sjónum, hann kom til mín, systur sinnar, á þessu kvöldi. Flest jól í mínum bú- skap, hefur hann verið okkar IIVERFISGÖTU103 V W Sendiferðabifreið-VW 5 manna-VW svefnvagn VW 9manna-LamJrover 7manna LITLA BÍLALEIGAN Bergstaðastræti 13 Sími 14970 Eftir lokun 81748 eða 14970. Véltseknifræðingnr Óskum eftir að ráða véltæknifræðing til starfa á teiknistofu vorri í Straumsvík. Starfið er fólgið í: Hönnun vélbúnaðar. Gerð kostnaðaráætlana og eftirlits- störf með framkvæmdum. Starfið krefst: Reynslu í gerð vélteikninga Þekkingu á aðstæðum hjá íslenzkum vélsmiðjum og enskukunnáttu. Nokkur þýzkukunnátta æskileg. Ráðning nú þegar eða eftir samkomulagi. Framtíðarstarf. Þeim sem eiga eldri umsóknir hjá fyrirtækinu, er bent á að hafa samband við starfsmannastjóra. Umsóknareyðublöð fást hjá Bókaverzlun Sigfúsar Eymunds- sonar, Austurstræti 18, Reykjavík og Bókabúð Olivers Steins, Hafnarfirði. Umsóknir berizt eigi síðar en 15. janúar 1971 í pósthólf 244 Hafnarfirði. (SLENZKA ÁLFÉLAGIÐ H.F. STRAUMSVlK. Bílaleigan ÞVERHOLTI15 SÍMI15808 (10937) Hópferðir Til leigu i lengri og skemmri ferðir 10—20 farþega bílar. Kjartan Ingimarsson, sími 32716. Véloverkfræðingur Óskum eftir að ráða vélaverkfræðing til starfa í verkfræði- deild vorri við álverið í Straumsvik. Starfið er fólgið í: Lausn margvíslegra verkefna varðandi rekstur og uppbyggingu álversins. Starfið krafst: Góðrar alhliða þekkingar á sviði vélaverkfræði. Ráðning nú þegar eða eftir samkomulagi. Þeim sem eiga eldri umsóknir hjá fyrirtækinu, er bent á að hafa samband við starfsmannastjóra. Umsóknareyðublöð fást hjá Bókaverzlun Sigfúsar Eymjnds- sonar, Austurstræti 18, Reykjavík og Bókabúð Olivers Steins, Hafnarfirði. Umsóknir berizt eigi síðar en 15. janúar 1971 í pósthólf 244 Hafnarfirði, ÍSLENZKA ÁLFÉLAGIÐ H F. STRAUMSVÍK. Fa BtLALEItdAX TAIH' 22-0*22- RAUDARÁRSTÍG 3lj -=^—25555 14444 mmm I3ILALEIGA gg Dapurleg jólaliugleiðing Y skrifar „Ég hrópa: Ó, Guð, er þú til? Við söfnum peningum handa hungruðum þjóðum, fleirum og fleiru. Ef til eru örlaganornir, þá eru líka til örlagadísir. Ég er lánsöm, á góðan eigin- mann, fullt hús af börnum, góðum og skemmtilegum. Ég lofa þau aðeins fram á þennan dag, gæfuhjólið gæti snúizt. Presturinn segir, að jólin séu sem ljós í myrkrinu. Okkur, sem líður vel, eru jólin og þeirra boðskapur tími, sem við hlökkum til. Að þeim liðnum gengur nýtt ár í garð, það fer að styttast í vorið. Ég lít til baka, man mörg jól frá æsku minni. Góðir foreldrar — góð börn. En allt á sinn endi, það missti sinn ljóma. Elskuleg og góð móðir, hún dó. Svo lítið orð, svo mikil sorg. Vér ein- mana sálir, mitt í mannhafinu. Var hér á ferðinni örlagadís, sló hún á sinn vef? Var það guð? Stuttu síðar dó bróðir, aðeins unglingur, hver sló þann streng? jólagestur, stundum heilbrigð- ur, stundum ör af víni og það, sem verrra er, á siðustu jól- um í dvala af pillum. Hann var ekki þessa heims. Hann stóri bróðir minn, sem leiddi mig litla við hönd sér, sagði mér sögur, var mér svo góður, aðal- traustið, þegar pabbi var á sjónum. Hann kom, hann varla gekk, hann næstum skreið. Hann gat ekki gert sig skiljan- legam, þó skildi ég þessi orð: Má ég koma? Hver spann nú? Mörg augu störðu, enginn sagði neitt, hver hugsaði sitt. „Haf gát í nærveru sálar.“ Hann komst í stól, vonaraugu litu upp. Var þetta hans ljós? Var þetta Ijós mitt og minnar fjölskyldu? Þetta guðsbarn, sem hvergi á orðið höfði að halla, búinn að koma sér alls staðar út úr húsi, sárþjáður á sál og líkama, eins langt leidd- ur á vegi óhamingjunnar og ég held, að hægt sé að komast. Pillur til að gleyma öllu geta sig ekki hreyft, vera lamaður á sál og líkama. Pillur til uppörvunar, fyrst tvær, svo aftur tvær og margar fleiri. Pilla til að geta sofnað, önnur til að sofa meir. Pilla, meiri pilla, fullt af glösum, bæði tómum og með pillum í. Alltaf verið að gá að pillum í þessum vasa og hinum. Engin skýr hugsun, ekkert vald yfir lík- amanum, aðeins þetta eina kemst að, pilla. Ég lít öðru sinni til baka. Móðir mín átti góðan son, hún horfði björtum augum á fram- tíð hans. Hún lifði ekki þá raun að horfa upp á sinn góða son fara svona. Óf örlagadís- in sinn vef? Engin móðir á sér betri ósk en að sjá börn sín verða að góðu og hamingju- sömu fólki, duglegu, sem hef- ur fullan hug á að bjarga sér. Ég bið til guðs, að mín böm og öll börn megi ganga veginn til hinnar réttu hamingju. Hve mörg heimili á okkar kæra landi þurfa að bera þessa raun? Hún er ekki betri en mörg önnur þung spor, sem við öll þurfum að gamga á lífsleiðinni. Ég gæti lagt svo miklu rmeira, en fátækleg orð eru litilsmegnug. Guð gefi öllum góða líðan og gleðilega hátíð. Y“ 0 Þakkir Freymóður Jóhannsson skrifar: „Velvakandi góður! Ég þakka 19 ára mennta- skólastúlkunni orðsendingu hennar í dálkum þínum s.l. laugardag (19. des.). Það gleð- ur mig mjög, að hún, — eftir yfirvegun — lítur þannig á málin nú. Sem þakklætisvott hefði ég haft löngun til að senda henni og biðja hana að lesa ný-útkomna bók eftir hinn víðkunna Norman Vin- cent Pea'le, sem í þýðingu Baldvins Þ. Kristjánssonar heitir: „Sjálfsstjórn í storm- viðrum lifsins.“ En e.t.v. á hin unga stúlka þegar þessa bók. Ef svo skyldi hins vegar ekki vera, vil ég í einlægni benda henni á að kynna sér þessa eftirtektaverðu og lærdóms- ríku bók. Með beztu kveðju og ósk um sanna lífshamingju á leiðinni framundan. Reykjavík, annan dag jóla 1970, Freynióður Jóhannsson." 0 Vegagerð ,,Vegfarandi“ skrifar: „Velvakandi. Umræðuþátturinn um vega mál í sjónvarpinu kvöldið fyrir Þorláksmessu var harla athyglisverður, en megingalli hans, eins og svo margra hlið- stæðra þátta, var sá, að ákveð- in niðurstaða fékkst engin, nema þá helzt sú, að annah þátt þyrfti um málið. Eins og við var að búast, snerist þátturinn að meginefni um þá tækni í vegagerð, sem Sverrir Run- ólfsson boðar, en vegamála- stjóri og aðrir íslenzkir sér- fræðingar um vegagerð og jarðveg draga i efa, að henti við islenzkar aðstæður. Fannst mér vegamálastjóri raun- ar halda til skila öllum rökum sínum og sinna manna gegn aðferð Sverris, en ekki var sama hægt að segja með syör Sverris. Langar mig til að draga fram þau atriði máls- ins, sem að mínu áliti eru kjarni þess. Végamálastjóri lýsti þvi margsinnis yfir I þættinum, að ef Sverrir uppfyllti þau skil- yrði, sem sett væru varðandi styrkleika og frágang yfirlags vega og væri samlteppnisfær um verð, kæmi hann ekki síð- ur til greina en aðrir sem verk- taki hjá vegagerðinni. Hann lýsti þvi einnig yfir, að ekkert væri þvi til hindrunar að nota hvaða vinnuvélar og tæki, sem væru, ef þau aðeins fullnægðu þeim kröfum, sem gera verður til slíkra tækja til ákveðinna framkvæmda. Einnig kom fram i þættinum, að ný útlagningarvél af þeirri gerð, sem Sverrir talar um, muni kosta um 7 millj. kr., en unnt sé að fá notaða vél fyrir um það bil hálfvirði. Ekki var gerð athugasemd við þetta verð af Sverris hálfu, en það er raunar ekki hærra en lítii jarðýta kostar. Nú er fyrirhugað að leggja sem hraðbrautir allt að 30 km, og meira fylgir í kjölfarið. Vélina ætti þvi að vera lítill vandi að afskrifa að fullu í þessu verki og miklu meira en það. Það var því meira en lítið furðulegt að heyra, hve mikla áhættu Sverrir taldi að kaupa vélina, já, jafnvel svo mikla áhættu, að rikisábyrgð þyrfti til kaupanna. Mig furðar þó enn meira á öðru. Ef aðferð Sverris er svona miklu einfaldari, hag- kvæmari og ódýrari við hrað brautalagningu á Islandi en aðrar aðferðir, ætti hann fyrir löngu að vera kominn i sam- band við verktaka, sem tækju að sér þann hluta framkvæmd- anna (þ.e. undirbyggingu veg- anna), sem hann getur ekki séð um. Það er engin hætta á því, að íslenzkir verktakar fylgist ekki svo með tímanum, að þeir væru ekki búnir að taka Sverri að sér, ef þeir hefðu minnstu von um, að að- ferð hans væri nýtileg hér, þó ekki væri nema bara vegna gróðasjónarmiðsins." 0 Fallegt ævintýri Nei, góðir lesendur, sagan hans Sverris Runólfssonar um einfalda og ódýra vegagerð á Islandi, sem hann hefur sagt okkur i sjónvarpi og dagblöð- um, er því miður aðeins fallegt ævintýri, sem á sér enga stoð í veruleikanum. Við skulum ekki trúa á það, og ég hef það á tilfinningunni, að augu Sverris séu að opnast fyrir því, að það er ekki sama landslag, jarðvegur og veðrátta á íslandi og í Kaliforníu. Það er svo annað mál, að ævintýri i vegamálum eru engu að síður að gerast á Is- landi i dag: hraðbrautafrarn- kvæmdir Vestfjarðaáætlun, Austurlandsáætlun o.fl. Það er gott til þess að vita, að þessí ævintýri eru sönn. Gleðilegt ár. Vegfarandi."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.