Morgunblaðið - 03.02.1971, Blaðsíða 10
10
MOGRUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. FEBRÚAR 1971
Auglýsing um samkeppni vegna
1100 ára afmælis íslandsbyggðar
HÁTÍÐARLJÓÐ
Þjóðhátíðarnefnd 1974 efnir til samkeppni um hátíðarljóð
eða Ijóðaflokk til söngs og flutnings við hátíðarhöld á 1100
ára afmæli Islandsbyggðar. Skila þarf handritum til Þjóðhá-
tíðarnefndar 1974, skrifstofu Alþingis, fyrir 1. marz 1973.
Ganga skal frá handriti i lokuðu umslagi, merktu kjörorði,
en nafn og heimilisfang fylgi með í lokuðu, ógagnsæju um-
slagi, merktu sama kjörorði og handrit.
Ein verðlaun verða veitt fyrir bezta Ijóðið, að mati dóm-
nefndar, að upphæð
150 þúsund krónur
Verðlaunaupphæðin er ekki hluti af þóknun höfundar, en
Þjóðhátíðarnefnd áskilur sér umráðarétt yfir verðlaunuðu efni
gegn greiðslu.
Telji dómnefnd ekkert þeirra verka sem berast verðlauna-
hæft, fellur verðiaunaveiting niður.
Dómnefnd skipa Andrés Björnsson útvarpsstjóri, dr. Einar
Ólafur Sveinsson prófessor, Kristján Karlsson bókmennta-
fræðingur, dr. Steirtgrímur J. Þorsteinsson prófessor og Sveinn
Skorri Höskuldsson prófessor.
Þegar úrslit hafa verið kunngjörð, geta keppendur látið
vitja verka sinna hjá Þjóðhátíðarnefnd. Verða þá jafnframt
afhent óopnuð umslög með nafni og heimilisfangi, eins og
kjörorð á handriti segir til um.
HLJÓMSVEITARVERK
Þjóðhátíðamefnd 1974 efnir til samkeppni um tónverk til
flutnings við hátíðarhöld á 1100 ára afmæli Islandsbyggðar.
Tónverkið skal vera hljómsveitarverk og taki flutningur þess
eigi skemur en hálfa klukkustund. Skila þarf handriti til
Þjóðhátíðarnefndar 1974. skrifstofu Alþingis, fyrir 1. marz
1973 í lokuðu umslagi, merktu kjörorði, en nafn og heimilis-
fang fylgi með í lokuðu, ógagnsæju umslagi, merktu sama kjöi-
orði og handrit.
Ein verðlaun verða veitt fyrir bezta tónverkið, að mati dóm-
nefndar, að upphæð
200 þúsund krónur
Verðlaunaupphæðin er ekki hluti af þóknun höfundar, en
Þjóðhátíðarnefnd áskilur sér umráðarétt yfir verðlaunuðu efni
gegn greiðslu.
Telji dómnefnd ekkert þeirra verka sem berast verðlauna-
hæft, fellur verðlaunaveiting niður.
Dómnefnd skipa dr. Páll Isólfsson, Árni Kristjánsson píanó-
leikari, Björn Ólafsson konsertmeistari, dr. Róbert A. Ottós-
son og Vladimir Ashkenazy.
Þegar úrslit hafa verið kunngjörð, geta keppendur látið
vitja verka sinna hjá Þjóðhátíðarnefnd. Verða þá jafnframt
afhent óopnuð umslög með nafni og heimilisfangi, eins og
kjörorð á handriti segir til um.
PJÓÐHÁTÍÐARMERKI
Þjóðhátiðarnefnd 1974 efnir til samkeppni um
A) merki fyrir þjóðhátíð 1974 á 1100 ára afmæli íslandsbyggð-
ar. Merkið skal vera til almennra nota á prentgögnum, í
auglýsingum, sem barmmerki, á bókakili o. s. frv.
B) þrjár myndskreytingar (teikningar) til nota á veggskildi,
sem framleiddir verða sem minjagripir, og e. t. v. fleiri
nota.
Keppendur skulu gera grein fyrir merkinu og teikningum í
línu og litum, einnig stuttorða lýsingu á efnisvali.
Keppnin er haldin samkvæmt keppnisreglum Félags ísl.
teiknara.
Tillögum að merki i einum lit skal skila í stærð 10—15
sm í þvermál á pappírsstærð DIN A 4 (21x29,7 sm), einnig
skal skila tillögum að veggskjöldum í stærðinni 10—15 sm í
þvermál á pappírsstærð DIN A 4.
Þátttaka er heimil öllum íslenzkum ríkisborgurum.
Tillögurnar skal einkenna með sérstöku kjörorði, og skal
nafn höfundar og heimilisfang fylgja með í lokuðu, ógagn-
sæju umslagi, merktu eins og tillögur.
Tillögum skal skila í pósti eða til skrifstofu Alþingis fyrir
klukkan 17 mánudaginn 1. nóvember 1971.
Dómnefnd skal skila niðurstöðum innan eins mánaðar frá
skiladegi, og verður efnt til sýninga á tillögunum og þær
síðan endursendar.
Veitt verða ein verðlaun:
A) fyrir merkið 75 þúsund krónur
B) fyrir myndskreytingar 60 þúsund krónur.
Verðlaunaupphæðinni verður allri úthlutað, en er ekki
hluti af þóknun höfundar. Þjóðhátíðarnefnd hefur einkarétt á
notkun þeirrar tillögu, sem hún kýs sér, og áskilur sér
rétt til að kaupa hvaða tiliögu sem er samkvæmt verðskrá
F.I.T.
Dómnefndin er þannig skipuð: Birgir Finnsson, forseti Sam-
einaðs Alþingis, Haraldur Hannesson hagfræðingur, Helga B
Sveinbjörnsdóttir teiknari, Hörður Ágústsson skólastjóri, Stein-
þór Sigurðsson listmálari.
Trúnaðarmaður nefndarinnar er Indriði G. Þorsteinsson, ritari
Þjóðhátíðarnefndar 1974, en heimilisfang hennar er skrifstofa
Alþingis.
Vakin er athygli á því, að frjálst er að keppa um hvort atriði
fyrir sig.
Þjóðhátíðamefnd 1974.
Frá skákmótinu í Hollandi. — Friðrik ólafsson og Hollendingurinn Jan Hein Donner fara yfir
skák sína, eftir að henni lauk með jafntcfli. „Ég held, að Donner liafi rcykt eina þrjá pakka
af vindlingum meðan viðureign okkar stóð yfir“, sagði Friðrik ólafsson. „Eitt var víst,
hann ætlaði ekki að tapa þessari skák“. Þegar Friðrik var spurður, hvað væri framundan hjá
honum á .sviði skáklistarinnar, sagði hann, að nú yrði sennilega þó nokkur bið, þar til hann
tæki þátt í næsta móti.
Þekkingin á skákbyrj
unum er ekki einhlít
Skák Friðriks Olafssonar og van den Berg
SKÁKIR frá skákimótimu í
Ho'Illandi ernu nú þegar teknar
að þekja skákdállka blaðanna
víða uim lönd. Mótið var ó-
venju sterkt að þessu simni og
úrslit í því atfar tvísýn, sem
sést bezt af því, að fyrir síð-
ustu uimferð komu einir ácta
af keppendunuim til greina
sem sigurvegarar. Vinnings-
tála efsta mannsins, Viktors
Kortsnojs frá Sovétríkjunum,
var einnig hlutfallsiega lág,
eða 10 vinminigar af 15 mögu-
legu, sem hlýtur að skýrast
í ljósi þess, hve sterkt og
jafnt mótið var.
Hér fer á eftir ein af vinn-
ingsskákum Friðriks Ólafs-
sonar í mótinu. Hún er við
Holiiendinginn van der Berg,
senr er maður um fertuigt og
hafux 1‘engi verið í röð beztu
skákmanna Hollendiniga. —
Ásamt dr. Max Euive, fyrrum
heknsmeistara, vinmur van
den Berg að rannsóknium á
skákbyrj unum og er manna
fróðastur á því sviði. En eft-
irfarandi Skák hans og Frið-
riks Ó’iafssonar sýnir, að það
er ekki nóg að vera snjalll í
skákbyr j unium.
Hvítt: van den Berg, Hollandi.
Svart: Friðrik ólafsson.
Griinfelds-vörn.
1. d4, Rf6; 2. c4, g6; 3. g3,
Bg7; 4. Bg2, d5; 5. cxd5, Rxd5;
6. e4, Rb4; 7. d5, c6; 8. a3,
Da5; 9. Rbc3, cxd5; 10. Be3,
R4c6; 11. exd5, Re5; 12. Rge2,
o—o; 13. o—o, Bg4; 14. f3,
Bf5; 15. Bd4, Da6; 16. h3,
Hfc8; 17. f4, Re4; 18. b3, Rd6;
19. Bxg7, Kxg7; 20. Dd4t,
Kg8; 21. Ilfcl, Rd7; 22. g4,
Bd3; 23. De3, Db6; 24. DxD,
RxD; 25. Kf2, Hc5; 26. Ra2,
Bc2; 27. Rb4, Hac8; 28. Hxc2,
Hx2; 29. Rxc2, Hxc2; 30. Hcl,
Hb2; 31. a4, Hxb3; 32. Hc7,
Kf8; 33. Rc3, Hb2f; 34. Kg3,
Hc2; 35. a5, Ra4 og van den
Berg gafst upp.
Stöðvun virkjunar
framkvæmda
MORGUNBLAÐINU hefur
borizt eftirfarandi fréttatil-
kynning frá stjórn Landeig-
endafélags Laxár og Mývatns
þar sem segir, að Landeig-
endafélagið standi við það
skilyrði, að virkjunarfram-
kvæmdir verði stöðvaðar áð-
ur en frekari viðræður fari
fram um sættir. Fréttatil-
kynningin er svohljóðandi:
„Vegna umræðTia á Alþimgi í
gær vM stjóm Landeiigenda-
féiags Laxár og Mývaitras taika
fram eMrfarandi:
Iðnaðarráðherra Jóhanin Haf-
stein kvað svo að orði, að enn-
þá stæðu yfir sáitltaiumileiitainiir í
Laxárdeiiliunnii og hefði hamn góð-
ar vondr um, að þær bæru árarng-
ur.
Landeiigendafélag Laxár og
Mývaitnis vM vegna þessara um-
mæla vekja athyglá á, að Iðnað-
anaráðuneytið sjáltft hefur sam-
þykkt, að rannsóknamefnd láti
kanina visiindaleiga, hvortf og
hversu miiikið tjón kunnd að hljót
asit af virkjunarframikvæmdum.
Rannsóknamefndin hefur á-
kveðið, að engin virkjun sk/uli
hefja vinnisttiu við Laxá, ef rniður-
sitöður rannsókna verða nfii-
kvæðar.
ÖLl viðleiitind iðnaðarráðherra
« að má samkomuílagi um nýjar
virkjamár hlýtmr því að brjóta í
bága við samkomiulatg um ranm-
sóknár, sem ráðuneytið hefur
gerzt aðiili að.
Auk þess skortir alla laigaheim
ild tffl þeirrar virkjunar sem nú
er unnið að í Laxá, samanber
nýfalil'inn hæstaréttardóm.
TIL LANDSINS konui alls
52.908 útlendingar síðastliðið ár;
51.752 með flugvélum og 1.156
með skipum. Flestir komu Banda
ríkjamenn — 22.352 talsins, Þjóð
verjar voru 5.497, Bretar voru
5.295 og 4.697 Danir komu til
fslands 1970. Frá liimim Norð-
urlöndiinum komu samtals
10.600 manns; fæstir voru Finn-
ar — 948, Norðmenn voru 2.277
og Svíar 2.681. Árið 1969 komu
44.109 útlendingar hingað til
lands og 1968 voru þeir 40.447.
1 útlendingahópnum 1970 voru:
1.894 Frakkar, 1.070 Svisslend-
ingar, 1.035 Kanadamenn, 922
Hollendingar, 626 Belgíumenn,
527 Austurríkismenn, 469 ftalir,
294 Ástralíubúar, 215 Rússar, 174
Mexikanar, 169 Júgóslavar, 142
Japamir, 138 írar, 127
Luxemburgarar, 120 Equador-
menn, 114 Spánverjar, 107 ísrael-
ar, 106 úr S-Afríkusambandinu,
104 Pólverjar, 94 Tékkar, 74
Þagar Landedgendafélaig Laxár
og Mýva/tns hafniaðd hinium svo-
köllliuðu sáttaitiiilllögum ráðumeytfds
injs í nóvember stt., nieíiitaði það
ölilium freikari viðræðum ef virkj-
unarfram'kvæmdir yrðu ekki
stöðvaðar.
Við það skilorð stendur Land-
eigendafélag Laxár og Mývatns
nú og framvegis.
Ný-Sjálendingar, 69 Grikkir,
65 Búlgarar, 49 Indverjar, 34
Brasifllíumenn og 30 Tyrkir og
jafnmargir Filippseyjabúar.
Færri en 30 komu frá hverju
eftirtalinna landa: Alsír, Argen-
tinu, Cambódíu, Chile, Columbíu,
Costa Rica, Ghana, Guatemala,
Hailti, Hondurais, Indónesíu, ír-
ak, íran, Jamaica, Jórdamíu,
Kína, Kongó, S-Kóreu, Kuwait,
Kýpur, Líbanon, Malagasý, Mal-
asíu, Möltu, Marokkó, Nígeríu,
Panama, Perú, Portúgal, Rúm-
emí'U, Singapore, Sýr'landi, Tanzan
íu, Thailandi, Trinidad, Túnis,
Uganda, Ungverjalandi, Urugu-
ay, Venezuela, S-Vietnam og
Hong Kong og frá hverju eftir-
talinna ríkja kom einn maður:
Barbados, Bólivíu, Ceylon, Dom-
iníkanska lýðveldinu, Formósu,
Guyana, Kenýa, Líberíu, Maurit-
íus, Nicaragua, Pakistan, Cam-
eron og Bahama.
Stjórn Landeigendafélags
Laxár og Mývatns.
52.908 útlendingar
til íslands árið 1970