Morgunblaðið - 03.02.1971, Blaðsíða 16
16
MOGRUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. FEBRÚAR 1971
Jónas Guðmundsson:
Velf erðarr í ki
og barnalíf eyrir
í>að tekur barnsföður frá þremur
stundarf jórðungum niður í tíu mínútur á dag
að vinna fyrir lágmarkslífeyri með einu barni
L
1 dagblaðinu Vísi birtist
grein, hinn 20. júlí s.l., sem
nefnist: „Illa gengur að inin-
heimta bamsmeðlög." Birtist
grein þessi af þvi tilefni að
vitað var að fyrir næsta Alþingi
mundi verða lagt frumvarp, sem
Samband ísl. sveitarfélaga hafði
átt frumkvæðið að, um sérstaka
innheimtustofnun, sem hefði það
hlutverk að innheimta bamsmeð
lög og fleiri kröfur, sem sveit-
arfélögin eiga á einstaklinga,
fyrirtæki og önnur sveitarfélög.
Er þetta gamalt áhugamál sveit-
arstjóma en hefur nú fyrst feng
ið áheym stjómvalda.
1 áðumefndri Vísis-grein er
ástandið í þessum málum rakið i
stórum dráttum og réttilega kom
izt að þeirri niðurstöðu að það
sé sl æmt. Tryggingastofniuiniin,
sem greiðir bamsmeðlögin til
mæðramna, geti svo til ekkert
innheimt frá bamsfeðrum, enda
telur hún sig eiga endurgreiðslu
visa þar sem sveitarfélögin eru
og því þurfi hún ekki að leggja
svo mjög að sér við innheimt-
una.
Orðrétt segir svo í greininmi:
„Það liggur í augum uppi
að bamsmeðlag, sem nemur 1900
krónum á mánuði er fljótt að
dragast samam í háar upphæðir
ef trassað er, af einhverjum
ástæðum, að borga einhvem
tíma. Og skiljamlegt er, að tekju
lágur maður, sem þarf kannski
að greiða með 5—6 bömum, á í
miklum erfiðleikum með að
greiða sitt meðlag, gott ef hon-
um er það yfirleitt mögulegt."
Þannig heldur svo áfram. Með-
lögin verða í ár (1970) a.m.k.
110 milljónir og af þeim inn-
heimtir Trygginigastofnt'.n ríkis-
ins beint frá bamsfeðrum
5—10% eða um 10 milljómir, hitt
verða sveitarfélögin að greiða
til Tryggingastofniuiniairiimniair.
Sveitarfélögunum tekst svo að
innheimta u.þ.b. 50—60% af þess
um 100 miUjónum eða 50—60
millj. króna. Afgangurinn greið-
ist aldrei þ.e. 40—50 mUlj. kr.
Þessar upplýsingar koma frá
fyrstu hendi og eru vafalaust al
veg réttar.
n.
Það eru ekki upplýsingarnar
í þessari Vísis-grein, sem eru
mér tilefni eftirfarandi hugleið-
inga, heldur hitt, sem þar er
hvergi miinnzt á, og „andinn" í
greininni. Hér er greiðandanum,
barnsföðumum, vorkennt að
þurfa að inna þessar feikna
greiðslur af hendi. Það er sagt
að það liggi í „augum uppi“ að
bamsmeðlag, sem nemur 1900
krónum á mánuði, dragist fljótt
saman „í háar upphæðir" og við
kom-anda er vorkennt og sagt,
að „eflaust hafi margir meðlags-
skyldir fremur þörf fyrir að fá
sjálfir meðlag, en þeir standi í
skilum með greiðsluna".
Hvergi er í þessar grein
minnzt einu orði á þann aðila,
sem taka á við þessari gifurlegu
greiðslu, bamsmæðumar. Þær
hljóta að geta lifað í „vellyst-
ingum pragtuglega" á þessum
110 milljónum, sem barnsfeðum
ir eiga að greiða, en greiða að-
eins helminginn af, og láta aðra,
sem hafa heimili og bömum fyr-
ir að sjá, greiða fyrir sig. Sá
þáttur þessara mála sem að
bamsmæðrunum snýr er sjald-
an eða aldrei ræddur, en hér er
ætlunin að drepa á hann lítil-
lega, einmitt af þessu tilefni.
III.
í ísienzkum lögum um afstöðu
foreldra til óskilgetinna bama
(87/1947) segir svo: „Nú hefur
karlmaður gengizt við fað-
emi óskilgetins barns
— og er honum þá, jafnt móður
þess, skylt að kosta framfærslu
bamsins og uppeldi." Hið sama
gildir að sjálfsögðu einnig um
börn skilinna foreldra. Lítum
nú snöggvast á hvemig þessu
sjálfsagða lagaboði er framfylgt
hér á landi: Yfirvald á að kveða
upp úrskurð um meðlag með
óskilgetnu bamd og skal það mið
ast við getu foreldranna til að
sjá fyrir barni sínu. í lögum þar
um segir orðrétt: „1 meðlagsúr-
skurði má aldrei ákveða lægri
meðlagsgreiðslu en bamalífeyri
samkvæmt lögum um almanna-
tryggingar, eins og hann er
ákveðinn á hverjum tíma." Al-
þingi ákveður upphæð bamalíf
eyris með lögum. Hann var fyrst
ákveðinn 1946, en í núverandi
formi í lögum 1963 og var þá
8400 kr. á ári eða 700 kr. á mán
uði og 1968 var hann ákveðinn
16.134 krónur á ári eða kr.
1.344,50 á mánuði. Á barnalíf-
eyri greiðast uppbætur eins og
á laun, samkv. vísitölu. I árs-
lokin 1970 nam barnalífeyrir
með uppbótum kr. 1986,00 á mán
uði. Ef nú er athugað hversu
stór hluti þetta er af tekjum
manna, sem sæmilega atvinnu
hafa, kemur í ljós, að þessi
greiðsla er svo smávægileg, að
furðulegt má telja að við skuli
vera unað.
Sé greiðslunni deilt niður á
30 daga mánaðarims verður dag
greiðsla bamsföður með einu
bami 65 krónur á dag. Sam-
kvæmt landslögum, sem áður er
tilvitnað á móðirin að framfæra
barnið jafnt við föðurinn eða
ætti að borga með þvi 65 krónur
á dag. Verður þá framfærslan
alls 130 krónur á dag, eða kr.
3.900,00 á mánuði. Fyrir þetta á
að veita baminu alla umömnun
og þjónustu, húsnæði, fatnað og
allt annað, sem það þarfnast. öll
um hlýtur að vera ljóst hversu
fráleitt það er, og þarf ekki á
annað að benda, en greiðslur
með börnum á sumardvalarheim
ilum, sem voru s.l. ár um og yf-
ir 6000 krónur á mánuði yfir
sumartimann, án þess baminu
væri lagt þar til annað en fæði,
húsnæði og eftirlit.
Tímakaup flestra, sem vinna
fyrir kaupi, er nú frá tæpum 100
kr. til 250 kr. á tímann, og hið
sama er, ef föstu kaupd er breytt
í tímakaup og miðað við vinnu-
tíma hjá ríki og sveitarfélögum.
Þá kemur í ljós að lægst laun-
uðu bamsfeður þurfa að vinna
riima hálfa kliikkustund á dag
fyrir einu óskilgetnu barni sínu,
en liinir hæst launuðii komast af
með stundarf jórðung, — 15 mín-
útur — eða minna á dag, eða
Jónas Guðmundsson.
geta unnið fyrir meðgjöf með 4
börnum á einum klukkutíma.
Það er þvd svo augljóst sem
verða má, að ekki nær nokkurri
átt að hafa bamalífeyri svo lág
an sem hann nú er. Þó hann
væri hækkaður um helming, og
bamsfeður þyrftu að vinna sem
svarar hálftima eða einn
klukkutima á dag fyrir barni
sínu, væri það samt of lágt, þó
nokkur bót væri það frá þvi,
sem nú er. Með þvi væri ofur-
lítið komið til móts við þann að-
ilann, sem raunverulega framfær
ir bamið, og nú er níðzt á, móð-
urina. Hér breytir engu um þó
hið opinbera hafi neyðzt til að
koma á einhverju sviði lítillega
til móts við barnsmæðumar á
kostnað almennings.
Bam þarf að eiga heimili og
móður á því heimili, sem hugs-
ar þar um barn sitt og velferð
þess.
IV.
Af því, sem nú hefur sagt ver-
ið, má öllum vera ljóst, að með
núgildandi lagaákvæðum, en þó
sérstaklega með framkvæmd
þeirra, er stefnt að hreinni upp-
lausn þjóðfélagsins á því sviði
sem slíkt má sízt verða, þ.e. í
framfærslu og uppeldi bama
og hjúskaparmálum yfirleitt.
Karlmönnum er beinlínis boðið
upp á stórfríðindi, ef þeir vilja
heldur eignast böm utan hjóna-
bands en í hjónabandi eða þeir
hlaupast á brott frá eiginkonu
og heimili sinu.
Þessi upplausn er þegar far-
in að segja óþyrmilega til sín í
íslenzku þjóðfélagi. ísdand á al-
heims met hvað snertir óskilget
in böm og er einma hæst eða
hæst allra þjóðlanda í hjóna-
skilnuðum. Það sjá allir, sem
vilja sjá, að aðstaða karlmanns-
ins til hjúskaparmála og skyldu
framfærslu er hérlendis orðin
svo ábyrgðarlaus, að engu tali
tekur. Það segist ekkert á þvi,
að hlaupast frá konu og böm-
um og skilja þau bjargarlaus
eftir. Málsókn út af brotthlaupi
eiginmanns úr hjónabandi er
svo dýr, að fæstar konur geta
lagt í þann kostnað, og mála-
rekstur allur í sambandi við
þau mál svo úreltur og seinvirk
ur að einhverrar úrlausnar má
fyrst vænta að mörgum mánuð-
um eða jafnvel árum liðnum.
Slík mál eru venjulega látin
liggja og önnur „þarfari og þýð
ingarmeiri" látin ganga fyrir. 1
okkar „velferðar og réttarríki"
hafa ógiftar bamsmæður og frá
skildar konur sáralítil réttindi
og þau litlu réttindi, sem þær
eiga á pappímum, eru að mestu
eyðilögð í framkvæmdinni.
Hins vegar segist ekkert á þvi
þó karlmaður með 20 tid 30 þús.
króna tekjur á mánuði eða meira
hlaupi burt af heimili sínu og
skilji það eftir bjargarlaust. Af
mánaðarkaupinu hefur hann eft
ir 18 þús. krónur, ef tekjurnar
eru 20 þúsund, en 28 þúsund,
ef þær eru 30 þúsundir, til að
lifa fyrir sjálfur en konan og
bamið hans hafa aðeins 2000
krónur eða tæplega það. Hann
veit líka, að þessar 2000 krónur
þarf hann ekki að inna af hendi
fyrr en einhvern tima síðar og
kannski aldrei. Sveitarfélagið
borgar fyrir hann og upphæðin
verður orðin alltof há til þess
hann geti greitt hana, þegar
sveitarstjóminni dettur í hug að
rukka hann. Hið versta, sem
fyrir getur komið er, að hann,
ef hann á framfærslurétt í
Reykjavík, getur fengið fria
hótelvist á borgarinnar kostnað
á Kvíabryggju í nokkra mán-
uði sem eins konar uppbót á
þau fríðindi sem annars fylgja
þvl, að svíkjast undan smánar-
legri greiðslu á framfærslueyri
barns síns.
Þessi maður mundi hugsa sig
um tvisvar, áður en hann hlyp-
ist á brott frá skyldum sinum í
þjóðfélaginu, ef í lögum væri, að
halda skyldi skilyrðislaust eftir
helmingi allra tekna hans handa
konu og barni eða bömum, þar
til skilnaður væri að fullu feng-
inn eða meðlagsúrskurður væri
genginn, og það væri tugthús-
sök að gera slíkt, eins og það er
í nágrannalöndum vorum.
V.
Ég vil taka það skýrt fram,
að ég tala ekki um þessi mál-
efni af ókunnugleika, því ég
hefi um þau fjallað sem sveitar-
stjómarmaður I nærfellt hálfa
öld. Ég veit þvi vel, að þeim sem
greiða eiga bamsmeðlög má, og
verður, að skipta í fleiri hópa,
sem mismunandi erfitt er að ná
til um innheimtu skulda þeirra.
Hér á ekki við að rekja þá hlið
málsins, og auðvitað verða það
ávallt einhverjir, sem þjóðfélag-
ið verður að greiða fyrir, s.s.
sjúklingar, andlegir og líkamleg
ir. En sá hluti verður mjög smár
og ekki tilfinnanlegur þegar öll
sveitarfélög bera hann sameig-
inlega eins og lika er réttlátt.
Hins vegar á ekki að nota nein
vettlingatök í þessari innheimtu.
Alls konar lýður, sem telur sér
heimilt að lifa ábyrgðariausu
lífi á kostnað annarra í þjóðfé-
laginu, á ekki að sleppa við að
bera fulla ábyrgð gerða sinna.
Að einum þessara flokka vil ég
þó víkja fáum orðum. Það eru
drykkjumennirnir. Drykkju-
skapur er orsök flestra óskilget-
inna bama og sundraöra heim-
ila. Allt sem gert er til lækn-
ingar og hjálpar þessu fólki,
körlum jafnt sem konum, er eitt
skipulagslaust fálm, sem að litl-
um notum kemur. Hvorki Al-
þingi né rikisstjóm hafa tíma til
að sinna þessu mesta vandamáli
þjóðarinnar, drykkjuskapnum,
og því fer sem fer á þvi sviði.
Æskulýður þjóðarinnar dmkkn
ar að lokum í áfengisflóð-
inu, sem ríkið magnar stöðugt.
En þrátt fyrir þetta er ég þess
fullviss, að innheimta má frá
drykkjumönnum miklu meira en
nú er gert, ef Innheimtustofnun
inni verður fengin sæmileg að-
staða til starfs síns.
Til þess að fyrirbyggja mis-
Skilning vil ég taka það fram,
að ég állt að sömu reglur eigi að
gilda að öllu leyti um konur sem
karla, ef þær bregðast skyldu
sinni um framfærslu barns síns,
eða barna, ef fleiri em, t.d.
hlaupast brott úr hjónabandi,
og að nýr eiginmaður eða sam-
býlismaður konu, sem yfirgefur
mann sinn og heimili, eigi að
greiða að öllu leyti tilskilin með
lög þegar svo stendur á, eða ef
faðir framfærir óskilgetið barn
sitt eigi móðirin að greiða með-
lag til hans. Hér á landi
er stefnt að jafnrétti kynjanna
og það á að vera viðurkennt í
framkvæmd sem víðast, — helzt
alls staðar.
VI.
Mikið er talað um „velferðar-
ríki" nú á dögum og ýmsir halda
að t.d. á Norðurlöndum og jafn-
vel hér á íslandi séu komin á fót
einhvers konar velferðarríki.
Forseti Islands vék með hógvær
um orðum að því í nýársboð-
skap sínum til þjóðarinnar, að
nokkurs yfirlætis gætti í slíku
tali og betur færi á að tala um
hagsældarriki eða farsældarríki
og er það vitaskuld skárra. En
hafa menn gert sér grein fvrir
því hvíliíkt öfugmæli það er að
tala um velferðarriki og reynd-
ar líka hagsældar- eða farsæld-
arríki, þegar þeir t.d. hugleiða
þann þátt „velferðarríkisins"
sem hér er að vikið. Hér á sér
stað hvert lögbrotið öðru verra
og hver forsmánin annarri meiri
framin og látin viðgangast gagn
vart þeim þjóðfélagsþegnum
sem minnstir eru og umkomulaus
astir -—- smáböraunum — sem
örðugast eiga með að sækja sinn
litla rétt á hendur þjóðfélaginu
og öflugum einstaklingum, bæði
vegna gamalla og nýrra fordóma
í þessum málum og þess stjóra-
leysis á öllum sviðum, sem svo
mjög hefir einkennt síðustu ára
tugina.
Það liggur við, að á okkar
þjóðfélagi rætist bókstaflega í
þessum efnum hin torskildu orð
Heilagrar ritningar, að „frá
þeim, sem ekki hefir mun jafn-
vel tekið það sem hann hefir".
Hið sama er hægt að segja um
marga aðra þætti í félags- og
framfærslumálum þjóðarinnar,
að þeir hafa verið stórlega van-
ræktir og fálm og stefnuleysi
einkennt alla framkvæmd.
Hvergi er litið við skynsamleg-
um tillögum um breytingar og
nýskipan, heldur bætt nýrri nót
ofán á þá gömta þegar hún var
að verða gatslitin. Á þetta við
t.d. á flestum sviðum almanna-
trygginganna, svo og í áfengis-
varnamáium, forsjá gamal-
menna, unglingaforsjá og æsku
lýðsmálefnum og á fjölmörgum
öðrum sviðum. Hvorki forráða-
menn þjóðarinnar né almenning
ur hafa skilið þróunina, sem
orðið hefur hér á landi. Island
er ekki lengur land smábænda
og smáútvegsmanna, handverks-
manna og smákaupmanna eins
og áður var. Það er nú þegar
orðið land stóriðju og stórfyrir
tækja.
Iðnþróunin, sem með hverju ár
inu færist i aukana og krefst
alls vinnuafls þjóðarinnar,
eyðileggur jafnframt undir-
stöðu þjóðfélagsins — heimilið,
og sviptir einstaklingana þeirri
ábyrgðartilfinningu, sem hverju
þjóðfélagi er nauðsynleg til þess
það fái staðizt.
Það er þess vegna svo fjarri
því, að hér á landi sé velferð-
arríki, hagsældarríki eða far-
sældarríki, að hér er ekki einu
sinni framfærsluríld, sem er þó
fyrsta sporið í áttina til hag-
sældarríkisins, svo það orð sé
notað, frekar en velferðarriki,
sem er öfugmæli.
Ég fullyrði, að Island er nú
minna „farsældarfrón" en það
var fyrir 1940. Þá var að þvi
stefnt, að heimilisfaðir með hæfi
lega fjölskyldu (5 manna) gætl
lifað mannsæmandi lífi af laun-
um sínum, eftir þeim kröfum
sem þá voru gerðar, 8 stunda
vinnudegi, og það var hægt, ef
atvinna var stöðug allt árið eða
afli sæmilegur. Konan gat þá
gætt heimilisins og séð um dag-
legt uppeldi bamanna. Nú er