Morgunblaðið - 05.02.1971, Page 12

Morgunblaðið - 05.02.1971, Page 12
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. FEBRÚAR 1971 12 Biafra-liermenn við niðurskotið götuvígi Litið um öxl NEITUÐU AÐ TRUA STAÐREYNDUM Þótt endanlegur ósigur hafi verið orðinn óumflýjanlegur í fyrstu viku janúar 1970, reyndu Biafrabúar að láta eins og ástandið væri eðlilegt. Það var ekki aðeins að þeir gætu ekki hugsað sér þá niðurlæg ingu að bíða ósigur fyrir her- mönnum Hausa- og Yoruba- þjóðanna í Nígeríu, heldur héldu þeír fram á síðustu stundu fast í þá fjarsæðu- kenndu von að skyndilega bær ust nægar vopnabirgðir frá Frakklandi — þótt allir vissu raunar að fyrir löngu hafði dregið úr þeirri samúð, sem Biafra naut eitt sinn hjá frönsk um yfirvöldum. Einnig heyrð- ust fullyrðingar um að danska stjórnin væri í þann mund að viðurkenna Biafra, að Harold Wilson hefði snúið baki við stjórninni í Lagos, eða að loks ins væri hafin byltingin, sem lengi hafði verið búizt við í vesturhéruðum Nígeríu. Þegar ég hugsa til baka ligg ur við að mér bregði er ég minnist þess hve mikið skipu lag ríkti í Biafra þrátt fyrir einangrunina. Meðal allra þeirra pakka, sem ég tók með mér til Biafra, var lítill kassi. Átti ég að afhenda hann dóm ara einum þar í landi. Frændi hans — stúdent við Oxford-há skóla — sýndi mér innihaldið til að fullvissa mig um að þar kvæmni. Og í verksmiðju nálægt Uli-flugvelli var meir að segja bruggað áfengi, sem líktist koníaki. En þessar hetju legu tilraunir Biafrabúa til að sýnast vera sjálfum sér nógir gátu ekki dulið þann mikla skort, sem ríkti í landinu vegna umsátursins. Ég sá hjálp arflugvélamar koma flytjandi matvæli víða að úr Evrópu — ein vélin sem ég flaug með var hlaðin barnamat, sem var gjöf frá vestur-þýzkum mót- mælendum. En aldrei barst nóg til að koma í veg fyrir tak- markalausan næringarskort flóttamanna í bráðabirgðabúð um þeirra. MATARDREIFING Til að fylgjast með dreif- ingu matvælanna fór ég með háfermdri vörubifreið eftir þjóðvegi, sem viða var þakinn braki frá liðnum orustum. — Þrisvar urðum við að stökkva út og leita skjóls í skóginum þegar flugvélar flugu þar yfir — nunna ein hafði fallið fyrir sprengju frá Mig-þotu á þess- um sama vegi. Það var gráhærður, írskur prestur, sem dreifði matvælun um með hjálp afrískra aðstoð armanna. Hver maður fékk sinn skammt, sem nægði í eina máltið annan hvern dag þar til næsti bílfarmur átti að berast — lágmarksskammt til að framhleypa lífinu ef hann var ári eftir uppgjöf Biafra — Eftir Richard Hall ÞAÐ er stundum erfitt að niuna eftir því að Biafra hafi einhvcrn tíma verið til. Önnur atvik hafa gripið hugi manna og Afríkuríkin, sem mest deildu á dögum styrjald- arinnar í Nígeríu, hafa fyrir löngu lagt deiluniálin til hliðar. Þessi Ojukwu, sem birtist svo oft alskeggjaður á sjónvarpsskermunum og forsíðum daghlaðanna er fallinn í gleymsku í útlegðinni á Fílabeinsströndinni; lýðveldið hans þáverandi hefur verið máð út af ferðaáætlunum al- þjóða fréttamanna. Já, ég geri mér grem fyrir því að fyrir aðeins ári var ég í Owerri. Ungur rithöfundur af ættflokki íbóa kom þá í heimsókn til mín með dreifibréf, þar sem tilkynnt var um upplestur „styrjaldarskálda Biafra“. Gæti ég komið? Við ræddumst við á svölum hótelsins þar sem ég bjó, og allt í einu kom ein af Mig-þotum flughers Nígeríu þjót- andi yfir borgina og skaut eldflaugum sínum niður á hana. Loftvarnarskyttur Biafra svöruðu með nokkrum dýrmæt- um en tilgangslausum Bofors-skotum, og sprcngjumekk- irnir liðu hægt um kvöldhimininn. Eftir að við höfðum staðið upp og dustað af okkur ryk- ið sá ég að atvik þetta hafði dregið úr eldmóði félaga míns. Undir dökkum hörundslit hans virtist andlitið grátt. Hann neri saman höndunum. „Hvað verður um okkur?“ sagði hann hvað eftir annað. Spurningunni var marg beint til mín, en ég gat ekki svarað. Innst inni vissum við báðir að alger ósigur Biafra var skammt undan. Trúlega má ætla að Biafrabúar hafi fallið fyrir eigin áróðri. Þeir höfðu áunnið sér samúð í Evrópu með að- vörunum sínum um að Nígería ætlaði að fremja þjóðar- niorð á íbóum. Ljóst er þó að það hefur ekki gerzt; starfs- menn hjálparstofnana segja að fylgzt sé náið með Ibóun- um og oft ieitað á þeim og á heimilum þeirra í þéttbýl- inu, þar sem sveitir úr Nígeríuher eru staðsettar, en ekki sjáist nein merki um fjöldamorð. Ekki þarf lengur að kvarta yfir matvælaskorti, þótt áhrif langvarandi nær- ingarskorts sé áberandi, aðallcga meðal barnanna — og eftir hungursneyðina sem ég sá í Bifra voru þau áhrif óumflýjanleg. Hins ber að geta að óttinn við það hvað gæti gerzt þeg- ar Biafrabúar legðu niður vopnin var alls ekki ástæðu- laus. í Vestur-Afríku er ofbeldi og skyndidráp ríkt í mönn- um, og engir skilja það betur en íbúar Vestur-Afríku sjálfir. Framkoma umsáturssveitanna (og verjendanna einnig) var ekki til fyrirmyndar þá 30 mánuði, sem styrj- öldin stóð. Ég varð áhorfandi að því þegar 85 manns — aðallega konur og börn — fórust í einni loftárás á borg í Biafra. Hvítir trúboðar gáfu mér hroðalegar lýsingar á því hvað gerzt hafði í herteknum þorpum. Svo voru að sjálfsögðu flestum enn í fersku minni dráp mörg þús- unda íbóa í norðurhéruðum Nígeríu; það voru þau ódæðis- verk, sem hrundu styrjöldinni af stað. væri enginn óleyfilegur varn- ingur. í kassanum voru sex harðir skyrtuflibbar. Jafnvel meðan óvinahringurinn um Biafra þrengdist héldu dóm- stólarnir áfram störfum, og dómararnir klæddust hárkoll- um, skikkjum og hörðum flibb um að enskum sið. Matvælaskorturiinm var gíf urlegur, en forstöðumenin Pro gress hótelsins í Owerri héldu áfram að gefa út dagsetta mat- seðla. Eini rétturinn á matseðl inum var súpa gerð úr smábita af geitarkjöti og laufi. Vegna mikillar dýrtíðar kostaði rétt- urinn 2 Biafrapund, og banani kostaði sex skildinga. Þegar ég fór frá hótelinu — eftir að stórskotahríð var hafin á borg ina — rak ég augun í auglýs- ingu þar sem stóð „bolli af svörtu kaffi, sykurlausu: 5 skildinga“. Ég hefði þegið það, en starfslið hótelsins var þeg ar flúið á undan mér. Jafnvel úti í skóginum, ná- lægt víglínunni, var reynt að halda uppi einhverri stjóm. Þremur dögum fyrir uppgjöf- ina sá ég bréf, sem borizt hafði frá fjarlægri trúboðsstöð Bréfið hafði borizt um lands- svæði, sem Biafra hafði tapað mörgum vikum áður. Innfæddir tæknifræðingar unnu bensín í heimatilbúnum olíuhreinsunarstöðvum. Vís- indamenn smíðuðu vopn, með al annars eldflaugar, sem skjóta mátti átta kílómetra vegalengd með sæmilegri ná- drýgður með laufi trjánna. Banadarískur læknir, sem stundaði þarna hjálparstörf, tjáði mér að rannsóknir hans hefðu sýnt að þrír fjórðu íbú anna að minnsta kosti þjáðust af langvinnum næringarskorti. í öllum þessum hörmungum var reynt að grípa hvert hálm strá til bjargar. Fimmtudaginn 8. janúar, þegar Nígeríuher var í sókn fyrir austan Owerri og undirbúningur þegar hafinn að brottflutningi frá borginni, var mér tjáð að tvær af Mini- con-flugvélum sænska greifans von Rosen hefðu gert árás á hafnarborg í Miðvestur-Níger íu. „Þetta eru stórkostlegar fréttir“, sagði starfsmaður upp lýsingaráðuneytis Biafra um leið og hann afhenti mér stór orða fréttatilkynningu. í dögun næsta morgun höfðu hann, fé lagar hans, konur þeirra og börn og ég — síðasti erlendi fréttamaðurinn á þeirra vegum — leitað hælis í stórum kofa í útjaðri þorps um 16 kíló- metrum fyrir norðan Owerri. Allt í kringum okkur voru ritvélar ráðuneytisins, raf- magnsviftur og spjaldskrár. Voru spjaldskrárnar það fyrsta sem flutt var úr borginni þessa ógnarnótt þegar um 250 þúsund borgarbúar streymdu þaðan eftir öllum færum leið um. Var það dæmigert fyrir óraunveruleika dauða Biafra, rétt eins og útvarpsstöðin, sem við hlustuðum á í bifreiða- garmi ráðuneytisins; þar hlust

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.