Morgunblaðið - 05.02.1971, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 05.02.1971, Blaðsíða 7
7 .■—................... .....u'.—....... MORGUNBLABI®, FÖSTUDAGUR 5. FEBRÚAR 1971 Þann 26.9. voru geíin saman í hjónaband í Neskirkju af séra Frank M. Halldórssyni ungfrú Guðmunda Kristinsdóttir og Börkur Karisson. Heimiii þeirra er að Lynghaga 28, Rvik. Studio Guðmundar, Garðastræti 2. Þann 16. janúar voru gefin saman í hjónaband i Akureyr- arkirkju brúðhjónin ungfrú Halldóra Geirþrúður Eiríksdótt- ir, Glerárgötu 4 og Haraldur Júlíusson húsasmíðanemi, Fjólugötu 14. — Heimili þeirra verður að Hafnarstræti 45, Akur eyri. Ljósmyndastofa Páls. Nýlega voru gefin saman i hjónaband imgfrú Guðlaug Sig- urðardóttir og Friðrik Bjama- son málari. Heimili þeirra verð- ur að Ráðhústorgi 1, Akureyri. Ljósmyndastoía Páls Akureyri. Járnvinnsla er eizta iðn sem um getur hér á landi. 1 Landnámu er þess getið um Bjöm landnámsmann I Dals- mynni í Norðurárdal, að hann hafi fyrstur manna blás ið rauða á Islandi, og þess vegna hafi hann verið kallað- ur Rauða-Björn. Jám var þá unnið úr mýra- rauða og var það kallað rauðablástur. Enginn vafi er talinn á því, að allir hinir norrænu landnámsmenn hafi kunnað rauðablástur, þvi að hann var stundaður á öllum Norðurlöndum. Þykir þvi lík legt, að rauðablástur hafi þegar í öndverðu yerið tek- inn upp um tand allt, og mjög óvist að Rauða-Björn hafi orðið fyrstur til þess, því að sagt er að hann hafi komið út seint á landwámsöld. En í Egils sögu er þess getið um Skaiiagrím, að hann hafi ver- ið jámsmiður mikill, haft rauðablástur og sjálfur fram- í leitt járn til smáðanna. Rauðablástursofnar hafa fundizt mjög viða um land og heimildir eru um, að rauða- i blástur hafi verið stundaður á fleiri bæjum en þar, sem ofnar hafa fundizt. Sam'hliða þessari iðju varð einnig að stunda aðra, en það var viðarkolagerð, vegna þess að járnið varð að bræða úr rauðanum við viðarkola- eld. Og kolagerð kunnu land námsmenn líka. En vegna þess, að þetta hvort tveggja fór saman, hefir verið seilzt til þess að hafa rauðablást- ursofnana, þar sem nægur skógur var, þvá að mikil kol þurft til rauðablástursins. Segir um Skailagrím, að hon um hafi þótt of langt í skóga á Borg, og þess vegna hafi hann látið gera smiðju sina langt út með firði, þar sem heitir Raufarnes. Þar hefir hvort tveggja verið nærtækt, rauðinn og skógurinn. Það er álit fróðra manna, að fombændur hafi framleitt mikið járn, jafnvel eins mik- ið og þeir þurftu árlega til smíða. Járnið mun þó aldrei hafa verið gott, því að fram- leiðsiuaðferðin var einföld og tæki ti;l hennar mjög fábrot- in. Rauði finnst mjög víða í byggðum, en varla á hálend- inu. Hann er í kögglum eða i heilum, en er mjög blandað- ur leir, jurtaefnum, söltum o. fl. og er mikil vinna að ná hreinu járni úr honum. Menn vita nú ekki glögglega hvernig rauðablæstrinum hef ir verið hagað vegna þess hve langt er siðan hann lagð- ist niður, en þetta þykjast menn vita: Hlaðinn var á bersvæði all stór ofn úr grjóti, ýmist hringlaga eða ferhliða. Síðan var grjóthleðslan þéttuð vandlega innan með leiri eða Hinn 16. janúar voru gefin saman í hjónaband á Akureyri ungfrú Geirdís Geirsdóttir, Borgarbraut 41, Borgarnesi og Ágúst Karl Gunnarsson raf- suðunemi, Brekkugötu 1, Akur- eyri, — Heimili þeirra verður að Brekkugötu 1, Akureyri. Ljósmyndastofa Páis. Mynd úr smiðjunni á Stöng í Þjórsárdal, þar sem merkár fornminjar hafa verið grafnar upp. Þar hefur vafalaust verið smíðað úr járni, sem unnið var með rauðablæstri. deigulmó. Þegar ofninn var fullger varð að kynda hann rækilega til þess að hita hann og varð að vera mikil glóð í honum þegar bræðslan hófst. Þá var viðar- kolum og muldum rauða mok að í ofninn sitt á hvað og til þess að örva eldinn og hit- ann, var blásið í ofninn með físibelgjum. Bráðnaði þá járn ið úr, en sorinn og gjall- ið varð eftir. Þegar járnið kólnaði var það tekið úr ofn inum með töngum og síðan var gjallið hreinsað úr hon- um og fleygt í hrúgu. Þessar gjallhrúgur vísa mönnum venjulega á þá staði, þ£ir sem rauðablástur hefir farið fram. Og fundarstaðir eru orðnir margir, eins og áður er sagt og nólgast nú líklega hundraðið. Rauðablástur var stundað- ur allt fram á 16. öld, eða þar til Þjóðverjar fóru að flytja erlent járn hingað. Þetta jám var miklu betra en hið ís- lenzka og tók því brátt að dofna yfir rauðablæstri hér. Jámvinnslan lagðist niður og aðferðin gleymdist. Þó getur Eggert Ólafsson þess, að Jón Halldórsson prófastur í Hítar dal hafi látið vinna járn úr rauðum hra.unsteini, og hefir það líklega verið laust eft- ir 1700. Seincisti maðurinn, sem talið er að hafi stundað rauðablástur, var Einar bóndi í Kollsvik í Rauða- sandshreppi, en Einar var uppi á fyrri hluta 19. aldar. nesi hjá föður sínum. Honum þótti leitt tii þess að vita, að HallgerðEirleiði hyrfi alveg án þess að rannsakað væri hvort sögnin um það hefði við nokkuð að styðjast. Þess vegna réðst hann í að grafa upp ,,leiðið“. Kom hann þá brátt niður á steinahleðslu, sem sýndi, að þarna var eitt- hvert mannvirki. Vildi hann þá ekki grafa þar meira að sinni. Og nú var Matthías Þórðarson þjóðminjavörður kvaddur á vettvang til þess að skera úr um hvers konar mannvirki þetta væri. Hann þurfti ekki nema að Mta á þetta til þess að sjá, að hér var um gamlan rauðablásturs ofn að ræða. Þetta var merkilegur forn- leifafundur, því að hann sýndi það ótvírætt, að í forn öld hefir allt Laugamesið verið þakið skógi, þvi að rauðablástursofnar voru ekki settir annars staðar en þar, sem nægur kolskógur var fyrir. Og þetta gefur bendingu um, að öll holtin, sem Reykjavik stendur nú á, hafi verið skógi klædd í fom- öld. Þessi rauðablástursofn er nú horfinn, en hann mun vera undir malbikinu sem næst því, er nú mætast Laugarnes vegur og Kleppsvegur. Frá horfnum tíma GÆFA Ef á reynslubraut mig ber, beztur er það gróði, að lífið hefur lánað mér lögg af skáldablóði. Lilja Björnsdóttir. Það er kólga í lofti, og kuldi á jörðu, hvítflekkótt strætin borginni í. Spakvitrir mennirnir spá nú svo hörðu, spornað víst getur enginn við þvi. Gnnnlaugiir Gunnlaugsson. Rauða- blástur Hér í Reykjavík hefir einnig verið rauðablástur í íomöld. Var þáð svo að segja segja af tilviljun, að bræðslu ofninn fannst. í sunnanverðu Laugarnes- túni var stór þúfa eða lítill hóll og bar nafnið Hallgerð- arleiði. Fylgdi sú sögn, að þetta væri legstaður Hallgerð ar langbrókar, sem eitt sinn átti Laugarnes og sagt var að hefði dáið þar. Nú var það um 1920 að slétta átti túnið. Þá átti Ólafur Þorgrímsson Þann 31.12. voru gefin saman í ujónaband ungfrú Ema Óla- dóttir og Kári Garðarsson. Heimili þeirra er að Hlíðarvegi 41, Kópavogi. Ljósmyndastofa Páls Skipag.2. Nýlega hafa opinberað trúlof- un sína ungfrú Guðrún Jóns- dóttir Rafstöð v. Elliðaár og Guðmundur M. Guðmundsson Otrateig 3, Rvík. ALLT MEÐ m JZMMM A næstunni ferma skip vor til Islands, sem hér segir: ANTWERPEN: Fjallfoss 10. feibrúar * Skógafoss 19. febrúar Fjallfoss 2. marz * ROTTERDAM: Fjalifoss 8. febrúar * Reykjafoss 11. febrúar Skógafoss 18, febrúar D ettifos's 25. febrúar Fjallfoss 27. fe'birúar * Reykijafoss 4. marz Skógafoss 11. marz FELIXSTOWE Dettifoss 5. febrúar Reykjafoss 12. febrúar Skógafoss 20. febrúar Dettifoss 26. febrúar Reykjafoss 5. marz Skógafoss 12. marz HAMBORG: Dettifoss 9. febrúar Reykjafoss 16. febrúar Skógafoss 23. febrúar Fja'ilfoss 24. febrúar * Dettifoss 2. marz Reykjafoss 9. marz Skógafoss 12. marz WESTON POINT: Askja 16. febrúar Askja 2. marz Askja 16. marz NORFOLK: Selfoss 15. febrúar Goðafoss 2. marz Brúarfoss 16. marz KAUPMANNAHÖFN: Tungufoss 12. febrúar Hofsjökuil 17. febrúar Ba'kkafoss 22. febrúar Gullfoss 27. febrúar Lagarfoss 1. marz Tunigufoss 5. marz * Gullfoss 13. marz HELSINGBORG: Tungufoss 13. febrúar Baikikafoss 23. febrúar Tunguifoss 6. marz * GAUTABORG: Tungufoss 15. febrúar* Baikkafoss 24. febrúar Tungufoss 8. marz * KRISTIANSAND: Tungufoss 16. febrúar Baikkafoss 25. febrúar Tun'giufoss 9. márz * GDYNIA: Hofsjökull 14. febrúar Ljósafoss 16. febrúar KOTKA: HofsjökulH 12. febrúár Lagarfoss 24. febrúar VENTSPILS: Lagarfoss 19. febrúar. Skip, sem ekki eru merkt með stjömu, losa aðeins í Rvík. * Skipið losar í Rvík, Vest- mannaeyjum, Isafirði, Ak- ureyri og Húsavík. STÚLKA EÐA KONA óskast hálfan eða allan dag- inn við afgreiðslu og kjól'a- saum. Upplýsingar aðeins veittar í verz'luninni Kirkju- munir Kirkjustræti 10. HAFNARFJÖRÐUR — nágrenni Nýtt hrossakjöt, hakkað á 129 kr. kg, buff 149 kr. kg. saltað 75 kr. kg. Ódýrari i stærri kaupum. Svið 10 haus ar 475 kr., rúliupyl'sur 125 kr. stk. Kjötkjallarinn Vesturbraut 12. HAFNARFJÖRÐUR — nágrenni Dilkakjöt 1. og 2. verðfl., súpukjöt, læni, hryggir, salt- kjöt í handhægum 5 kg íl'át- um, kindahakk 149 kr. kg. Daglega nýsoðið slátur. Kjötkjallarinn Vesturbraut 12. NÝTT SÍMANÚMBR 12170 Snyrtistofan ÍRIS Hverfisgötu 42. Guðrún Þorvaldsdóttir. BROTAMALMUR Kaupi aílan brotamálm lang- hæsta verði, staðgreiðsla. Nóatún 27, sími 2-58-91,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.