Morgunblaðið - 27.02.1971, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 27.02.1971, Blaðsíða 4
4 MQRGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 1971 'V V Fa J f BÍJLA LEJIfmA \ 'AiAjnt 25555 mwm BILALEIGÁ IIVERFISGÖTU 103 VW Sendiferðabif reið - VW 5 manna-VW svefnvapi VW 9manna-Landrover 7manna LITLA BÍLALEIGAN Bergstaðastræti 13 Sími 14970 Eftir lokun 81748 eða 14970. BILALEIGAN Bliki hf Sími 5-18-70 NÝTT VETRARGJALD NÝIR BlLAR. Heimasimar 525^3, 50649. Mlaleigan AKBRAZJT ^xatESk, car rcntal service S* 8-23-áT W! sendum HÖRÐUR ÖLAFSSON hæsta rétta rlögmaðut skjabþýðandi — ensku Austurstrætí 14 símar 10332 og 35673 Fjaðrir, fjaðrablöð, hljóðkútar, púströr og fleíri varahhitir i margar gerðir bifreiða Bitavörubúðin FJÖÐRIN Laugavegi 168 - Sírrú 24180 Gamla krónan i fullu verðgildi BÚKA- MARKAÐURINN Æ 'Jk* SILLA OG VALDA- HÚSINU ÁLFHEIMUM ;..............:......... 0 Barrkarl svarar Hákon Bjarnason, skógrækt- arstjóri, skrifar: „Kæra frú Vigdís Ágústdótt ir! Þakka yður kærlega fyrir bréf yðar um barrkarlana og fleira í dálkum Velvakanda nú um helg ina. Bréfið vakti hjá mér nokkra forvitni, sem ég veit þér mun- uð fúslega svala. Þér getið um norskan mann, sem var hér á ferð í sumar á vegum Skóg- ræktar ríkisins. Þér segið, að hann hafi unnið mikið að skóg rækt í Noregi og þekki þau mál til hlítar þar. Ennfremur segið þér, að hann sé andstæð ur barrtrjárækt á íslandi, en hann hafi ekki komizt í blöðin hér. Og þér spyrjið, hvers vegna hafi verið þagað í blöð- unum, alveg eins og einhver hafi meinað manninum að kom ast að. 0 Hver var maðurinn? Nú er ég alveg utangátta, hvað þessum manni viðkemur, og vildi því biðja yður vinsam legast að segja mér eða Velvak anda frá því, hver þessi mað- ur er. Ég minnist þess ekki að hafa hitt neinn Norðmann á vegum Skógræktar rikisins nú í sumar, sem hélt þessu fram við mig. Og mér leikur líka hugur á að vita, hver hafi ver- ið svo illgjarn að meina hon- um að eiga viðtöl við blöðin. 0 Amerískt greni þrífst vel í Noregi Ég hef ósjálfráðan grun um, að þér kunnið að hafa misskil- íð norskuna, þegar þér berið heimildarmann yðar fyrir því, að enda þótt Norðmenn hefðu flutt inn margar trjátegundir frá Alaska og Kanada, yrðu þær aldrei nema svipur hjá sjón, miðað við þann vöxt, sem þær tækju í föðurlandi sínu. Þetta stangast óþyrmilega á við opinberar skýrslur frá Nor egi, sem m.a. herma, að sitka- greni frá Alaska sé sú trjáteg- und, sem mest er plantað af um endilanga vesturströnd Nor egs og vex þar hraðar en þeirra eigin rauðgreni. Næst eftir norska greninu er mest plantað af sitkagreni og í norskum gróðrastöðvum stóðu 55 milljónir sitkaplantna, en ekki nema tæpar 32 milljónir af norskri furu, árið 1969. Þá má benda á, að norskar tilraunir, sem staðið hafa í mörg ár, hafa sýnt, að blágreni frá Kanada vex hærra til fjalla en norska grenið, og nú er ver ið að auka mjög uppeldl þess- arar trjátegundar. Ennfremur fer gróðursetning stafafuru mjög í vöxt í Noregi og reyndar i allri Skandinavíu og ekki hvað minnst í hinu skógríka Finnlandi. En stafa- furan er sótt til Kanada og Alaska. Hér virðist eitthvað hafa far ið milli mála, frú Vigdís. 0 Fugl á þaki Að endingu aðeins þetta: Við barrkarlarnir vitum, að það er unnt að búa til þilplötur úr grasi, en þótt þessari hug- mynd hafi verið varpað fram, hefur enn ekki verið sýnt fram á, að það borgi sig að gera það. Fugl á þaki er ekki sama og fugl í hendi. 1 von um, að þér segið mér, eða hvíslið að mér, hver þessi norski maður er, kveð ég yður með vinsemd og virðingu og lofa því að gera hvað ég get til að skoðanir hans komi fram í blöðum okkar. Yðar einlægur barrkarl, Hákon Bjarnason.“ 0 Leigutakar í laxveiðiám þurfa ekki að eigna sér allan heiðurinn Þórir Steinþórsson í Reyk- holti skrifar: „Þriðjudagskvöldið 16. þ.m. hlustaði ég og horfði á þátt í sjónvarpinu, sem kallaðist „skiptar skoðanir", og undir- fyrirsögn hans var „sportveiði og vaxandi verðlag". Ekki var hægt að segja, að margt ný- stárlegt bæri þar á góma, eins og naumast var heldur að vænta, en nokkrar gamlar stað hæfingar skutu þar upp koll- inum, eins og búast mátti við. Axel Aspelund, er þarna virt- ist kominn sem málsvari Stang veiðifélags Reykjavíkur, hélt fram þeim gamla fróðleik, að stangaveiðimenn hefðu á und- anförnum árum varið milljón- um ef ekki milljónatugum til að rækta upp veiðiárnar. Sig- urður Sigurðsson, sem þarna var mættur fyrir hönd Lands- sambands veiðifélaga, benti Keflavík - Njarðvík Herbergi vantar strax. Upplýsingar í síma 2107. Sameining kristninnar nefnist erindi, sem Sigurður Bjarnason flytur í Aðventkirkj- unni Rvík sunnudaginn 28. febrúar kl. 5. Anna Johansen syngur ein- söng. — Allir velkomnir. - BÍLASALA - BILASALA BÍLASALA - BILASALA - oo Cn 00 •u o a ■u BÍLAHÚSIÐ SÍMI 85840 OG 85841. OPNAR 2. MARZ rj- I o 00 m oo wi I 5 00 Ui 00 •u o I •u Komið og skoðið bílana í einum glæsilegasta sýningarsal landsins. — Látið skrá bílana strax. Sigtúni 3 v/hlið Þvottastöðvarinnar. 'Rt I O n 00 00 Sölumenn: Baldur Guðmundsson, Alli Rúts. - BÍLASALA - BÍLASALA - BÍLASALA - BÍLASALA - Axel á, að þetta ræktunarfram lag þeirra stangaveiðimanna hefði verið í því fólgið, að sam komulag hefði orðið milli veiði eigenda og leigutaka um það, að nokkur hluti leigunnar fyr- ir veiðina gengi til að kaupa seiði í ámar og til annarra framkvæmda til umbóta á þeim. Þessa skýringu Sigurðar staðfesti Axel með þögninni, enda mun hún í fullu samræmi við staðreyndir. Og þótt allt gott sé um svona samkomulag að segja, er það barnalegt mikil læti af leigutökum að eigna sér einum allan heiðurinn af þessum aðgerðum. 0 Gróusögur lýsa innrætinu Þá var rætt í umvöndunar- tón um það, að útlending- ar væru farnir að sækjast eftir því að fá veiðileyfi í íslenzk- um veiðiám, og virtist sumum, sem þama tóku til máls, það vera uggvænleg þróun; jafnvel var látið liggja að því, að þarna ætti sér stað meiri óheið arleiki en annars tíðkast í verzl un og víðskiptum. En allt var það, sem sagt var um þetta efni, í meiri og minni gróu- sögustíl, svo að ég var lítið fróðari eftir umræðurnar en áður, nema þá um innræti við- mælendanna. 0 Því má ekki selja út- lendingtun veiðivonina? Ég get lýst yfir því, að ég er alls ekki óánægður með þá þróun, að markaður skapist á erlendum vettvangi fyrir stang arveiði í íslenzkum veiði- ám. Það hefur aHtaf verið mér gleðiefni, þegar nýr markaður opnast fyrir afurðir okkar, sé hann rýmri og betri en sá, sem við höfum áður búið við. Og ég sé ekki, að það sé neitt verra að selja erlendum mönn- um vonina I að veiða lax, en að selja þeim hann dauðan. Hitt er augljóst, eins og bent var á í áður nefndum umræð- um, að innlendur markaður fyr ir stangarveiði er þröngur, og að meðaukinni fiskirækt vex framboð á stangarveiðidögum stórlega, og ólíklegt að innlend ur markaður taki á móti því framboði nema verulegt verð- fall verði á veiðileyfum. Og þó að ég eigi engan veiðirétt til að leigja, ann ég eigendum hans, hverjir sem þeir eru, þess að hafa sem mest upp úr hlunn- indum sínum. Auðvitað reyna stangaveiðimenn að halda veiði leigum niðri, eins og eðlilegt er og ljóst er orðið. Framtíð fiski ræktar hér hlýtur því, fyrst um sinn, að byggjast á auknum markaði fyrir stangaveiði, og þá fyrst og freryfst erlendis. Sé eitthvað ólöglegt við þær til- raunir, sem gerðar hafa verið í því efni, ætti réttvisin að geta leiðrétt það. 18. febrúar 1971. Þórir Steinþórsson. Bækur gegn afborgunum BÓKA MARKADURiNN SILLA OG VALDA- HÚSINU ÁLFHEIMUM MORGUNBLADSHUSINU .

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.