Morgunblaðið - 11.03.1971, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 11.03.1971, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. MARZ 1971 JllttgMllMflftÍfr Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Hsraidur Sveinsson. Rilstjórar Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Aðstoðarritstjóri Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstræti 6, sími 10-100 Auglýsingar Aðalstræti 6, sími 22-4-80. Áskriftargjald 195,00 kr. á mánuði innanlands. i lausasölu 12,00 kr. eintakið. HVAÐ GERIR ÍSRAEL? ótt samkomulag hafi ekki tekizt um að endumýja vopnahléð milli ísraels og Egyptalands í byrjun þessa mánaðar, eru þó friðarvonir mun meiri en verið hafa síð- ustu tvo áratugina. Það, sem fyrst og fremst veldur aukn- um vonum um samkomulag milli deiluaðila, er sveigjan- legri afstaða Egypta en nokkru sinni fyrr. Fram til þessa hefur það verið yfirlýst stefna egypzkra leiðtoga að heyja heilagt stríð á hendur ísraelsmönnum og þeir hafa ekki verið til við- tals um að viðurkenna Isra- elsríki og semja frið. Raunar á þetta ekki aðeins við um stjórnmálamenn í Egypta- landi heldur við hinn ara- bíska heim yfirleitt. Sadat, forseti Egyptalands, sem við tók eftir lát Nassers, hefur komið umheiminum þægilega á óvart með því að taka upp mun friðsamlegri afstöðu til ísraels en áður hefur þekkst meðal arabískra stjórnmálamanna. Hann hef- ur lýst sig reiðubúinn til þess að viðurkenna Ísrael sem fullvalda ríki og til þess að undirrita friðarsamninga við ísrael. Að sjálfsögðu ger- ir hann ýmsar kröfur á móti svo sem um brotthvarf ísra- elsmanna frá hinum her- numdu svæðum. Þessi breytta afstaða Egypta hefur vakið heimsathygli og átt verulegan þátt í að breyta almenningsálitinu í heimin- um, sem hefur nú meiri skiln- ing á afstöðu Egypta og Araba yfirleitt en verið hef- ur. Því miður sjást þess enn ekki merki, að ísraelsmenn hafi brugðizt nægilega já- kvætt við hinni breyttu stefnu Egypta. Sú staðreynd hefur gert það að verkum, að í aug- um þeirra, sem utan við standa, er nú komið að ísra- elsmönnum að sýna meiri sveigjanleika og sáttfýsi en þeir hafa gert um skeið. Einn mesti styrkur ísraelsmanna í deilum þeirra við Araba, hef- ur jafnan verið stuðningur almenningsálitsins á Vestur- löndum. Sá stuðningur er bersýnilega í hættu, ef ísra- elsmenn grípa nú ekki tæki- færið og ganga til heiðarlegra samninga við Egypta. Þátttaka almennings FTér á landi hefur lengi ver- ið rík tilhneiging til þess að gera kröfur til ríkisvalds- ins eða hins opinbera um það að þetta eða hitt skuli gert. Það hefur ekki sízt þótt eðli- legt þegar um hefur verið að ræða menningarmálefni, að ríkið eða sveitarfélög legðu fram fjármagn til margvís- legrar menningarstarfsemi. Skoðanir manna hafa verið skiptar um geirfuglssöfnunina ekki sízt vegna þess, að hún kom til á svipuðum tíma og söfnun stóð yfir til þess að hjálpa bágstöddu fólki í Ástralíu að komast heim, —- og gekk mun betur. En ástæða er til að vekja athygli á einu atriði í sambandi við geirfuglssöfnunina. Þar voru það þrír klúbbar eða félaga- samtök, sem tóku höndum 9aman um að efna til fjár- söfnunar meðal almennings. Engin rödd heyrðist um það, að ríkið ætti að leggja pen- ingana fram eða fjársterkar stofnanir eins og bankamir. Peningamir komu frá al- menningi. Þetta atriði mætti gjarnan verða til fyrirmynd- ar á öðrum sviðum. Víða erlendis er það svo, að einstaklingar og félagasamtök leggja fram talsverða fjár- muni til menningarstarfsemi af ýmsu tagi. Við íslending- ar mættum gera meira af þessu, að gera kröfur til sjálfra okkar í stað ríkiskass- ans. Ef geirfuglssöfnun verð- ur til þess að auka áhuga manna á slíkum frjálsum framlögum til menningar- mála hefur hún borið víðtæk- ari árangur en þann að þjóð- in eignaðist verðmætan grip. Hagnýtur árangur lYforræn samvinna hefur bor- ’ ið hagnýtan árangur fyr- ir okkur íslendinga á ýmsum sviðum hin síðari ár. Norr- æna húsið í Reykjavík var reist af Norðurlandaþjóðun- um ölium og gegnir nú þeg- ar þýðingarmiklu hlutverki í menningarlífi okkar, ekki sízt að því marki að beina hingað til lands norrænum menning- arstraumum. Á sviði atvinnu- mála birtist árangur norrænn ar samvinnu einnig í starf- semi Iðnþróunarsjóðsins, sem mun hafa mikla þýðingu fyr- ir uppbyggingu íslenzks iðn- aðar á næstu árum. Nú bendir margt til þess, að Norðurlandaþjóðirnar muni koma á fót hér vís- indastofnun, þar sem er norræn eldf j allar annsókna- stofnun. Norræn sérfræðinga- nefnd hefur unnið að athug- unum á þessu máli um skeið Skúli Skúlason skrifar Frá Noregi Afstaða til Efnahagsbandalagsins aðalástæðan til vantraustsins á Borten Nesbyen, 5. marz. AÐDRAGANDI vantraustsins á Borten hefur skýrzt talsvert þessa undanfömu daga. Þegar forustumenn stjórnarflokk- anna þriggja voru að gera grein fyrir vantrausti sínu fyrir nokkrum dögum, nefndu þeir aðeins eina ástæðu fyrir afstöðu sinni, sem sé þá, að Bortem hefði fyrst reynt að humma lausmælgi sína fram af sér með villandi yfir- klóri, en ekki sagt sannleikann fyrr en hann sá að ekki var hægt að dylja hann. Hann hefði farið á bak við stjórn sína í málinu og ekki sagt henni frá hvernig komið var. Þessir sömu formenn Hægri-, Vinstri- og Kristilega flokksins lögðu þá áherzlu á það í yfirlýsingum sínum, að sam- komulagið hefði verið ágætt í stjórn- inni. En nú er það komið á daginn (og hefur að visu oft sézt af blöðum Hægri og Vinstri siðasta misserið) að stjórn- arsambúðin hefur alls ekki verið eins hjartanleg og af var látið. Bæði Hægri og Vinstri hefur þótit Borten of aðgerða lítill í því að reka erindi þeirra, sem umfram allt vilja komast inn í Efna- hagsbandalagið, en þar eru Hægrimenn ólmastir, enda eru flestir stóriðjumenn í þeim flokki. í Vinstri- og Kristilega flokknum mun meirihiltuti þimgmanna vera fylgjandi aðild að EBE, en hins vegar mun meirihluiti þingmtanna Mið- flokksins vera á móti aðild. Þegar Borten hefur verið spurður um afstöðu sína, hefur svarið verið á þá leið, að of snemmt sé að segja nokkuð um að- ild fyrr en séð verði hvort stjórn EBE gan'gi að þeim skilyrðum sem Norð- menn setja viðvíkjandi undanþágum í sambandi við landbúnað og sjávarút- veg. En svo gerðist það um áramótin að 9tofnað var „Folkebevægelse" gegn þátttöku í EBE, og þessi hreyfing þyk- ist alls ekki þurfa að bíða eftir hvernig EBE tekur í undanþágukröfurnar. Hreyfingin berst með oddi og egg gegn aðildinni. Og einn af framámönnum hennar er Arna Haugestad hæstaréttar lögmaður, sá sem Borten varð sam- ferða til Hafnar 15. febr. og sýndi trún- aðarplaiggið frá norska sendiherranum í Briissel. Eitt af meiriháttar blöðum Hægri- rnanna segir svo um klofning Mið- flokksins úr stjórnarsamvinnunni: „Það er örlítill möguleiki á að Mið- flokkurinn geti endurskoðað afstöðu sína, eftir að baráttunni fyrir því að Per Borten halda Borten í formannssæti stjórnar- innar er lokið án árangurs. Vér vonum að flokkurinn geri það. En sannast að segja: Við höfum ekki trú á því. Það er augljóst að flokkurinn er nú kom- inn að þeim vegamótum að hann held- ur að hann hafi allt að viinna en engu að tapa á því að snúa baki við allri samvinnu, og geta leikið einleik í stjórnmálum. Hefði „leka-málið“ (uppljóstrun Bortens á bréfinu frá Brússel gengur undir naifntnu „lekkasje-saken") verið fullnægjandi skýring á þeim reip- drætti, sem nú fer fram, hefðu úrslitin tæplega orðið þau sem þau væntanlega verða nú. Miðflokkurinn hefði þá lík- lega þrátt fyrir allt endurfundið sinn stað í borgaralegu samvinnunni. En eft- ir öllum sólarmerkjum að dæma verð- ur ekkert úr því, og skýringin á því er afstaðan til markaðsmálsins (Efna- hagsbandalagsins) “. Mér þykir líklegt að þessi skoðun sé yfirleitt ráðandi í Noregi í dag. Með öðrum orðum: að undirrót þess, sem gerzt hefur síðustu viku, sé sú, að borg araflokkunum þrem hafi þótt Borten svo hálfvolgur í EBE-málinu að þeim hafi fundizt óhjákvæmilegt að losna við hann þess vegna — ekki fyrst og framst út af „lekanum". Ým9ir harma það þessa dagana, að hér er ekki leyfilegt að rjúfa þing. Hér þyrftu sannarlega nýjar kosningar til að skýra línurnar. Esská. Handhægar staðreyndir * — um Island KOMIN er út handhæ.g og mjög snotur bók um ísland, sem nefn- ist Handy Faets on Iceland. Út- gefandi er Atlantica Iceland Review. Er bókin i þannig broti, að auðvelt er að stinga henni í vasa og hafa með sér. og hefur nú einróma komizt að þeirri niðurstöðu, að ís- land sé tilvalinn staður fyrir slíka vísindastofnun. Hefur nefndin mælt með því við ríkisstjórnir Norðurlandanna, að eldfjalliarannsóknastöð verði sett upp á íslandi. Fari svo, að ríkisstjórnir Norðurlandartna fallist á þessa tillögu er gert ráð fyr- Þama eru upplýsingar um landið sjálft með hverum þess, eldfjöH'um, ám, lækjum, jurta- og dýralífi og veðurfari. Einnig greinar um fólkið og lifnaðar- hætti þesa, sögu þjóðarinnar, stjómarfar, menningu, menntun, ir því, að hin nýja samnorr- æna stofnun geti tekið til starfa á árinu 1972. Hér hafa verið nefnd þrjú dæmi um hagnýtan árangur norræns samstarfs fyrir okkur íslend- inga á sviði vísinda, menn- ingar og atvinnumála. Þessi árangur ætti að verða til þess að auka enn þátttöku okkar í norrænu samstairfi. félagsmáJl, iðnað, ferðalög, sport og skemm'tanir og um Reykjavik og menningarstofnatnir í borg- inni. Er bókin ætluð enskumæilandi ferðamönnum og er í henni f jöldi fallegra litmynda. Sigurður A. Magnússon tók saman efnið og Gísli B. Bjömsson sá um útlit. Bðkin er 64 bls. að stærð. Skipsflökin fjarlægð? Hamborg, 5. marz. NTB. TALSMAÐUR v-þýzks björgun- arfélags skýrði firá því í Ham- borg í gær að féiag hams mumi ininian tíðar hefja viðræðuir við egypzk yfiirvöld um aið fj arlægja 16 skipsflök úr Súezsfeurði. Hef- ur egypzka stjórnin fiarið þess á leit við fyrirtækið, Ulrích Harmis, að Skipsifilökin verði fjairlægð. Fyr irtækið mun leita til annarra fyr irtækja víða um löind og æskja samstarfs. Ekki hafur verið ákveðið hvenær verfcið á að hefjast og ekkert er enn vitað um kosifcnaiðion, aimnað en að tals- mað'ur þýzka féfiiagsims sagði að hanin miundi niema „nokkrum mffljónium marka“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.