Morgunblaðið - 11.03.1971, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÖ, FIMMTUOAGUR 11. MARZ 197]L
11
Helga Tryggvadóttir, Akureyri;
Réttur bama
fótum troðinn
Níutíu prósent úrskurða dóms
málaráðuneytisins um barnsmeð-
lög eru miðuð við lægstu hugs-
anlegu mánaðargreiðslur, eða
kr. 1968, það gera 66.20 á dag
miðað við 30 daga í mánuði.
Hér á eftir skulu rakin
ákvæði þeirra laga, sem dómsyf-
irvöldum ber að fara eftir, ef
óskað er úrskurðar um barns-
meðlög.
Úr lögum um afstuðu foreldra
til óskilgetins l>arns nr. 87/1947,
6. gr. „Nú hefur karlmaður geng
izt við faðemi óskilgetins barns,
verið dæmdur faðir þess, honum
orðið eiðfall eða eiður fallið á
hann, og er honum þá, jafnt
móður þess (leturbr. Grein-
arhöf), skylt að kosta fram-
færslu bamsins og uppeldi."
Þarna stendur skýrum stöfum
að framfærsla eigi að vera jöfn
hjá föður og móður, og til þess
að reikna út meðlagið verður að
miða við þörf barnsins og
reikna út framfærsúukostnað
þess, miðað við verðlag á hverj-
um tíma og eru reknar hér á
landi uppeldisstofnanir fyrir
böm, vöggustofur, upptökuheim
ili, fósturheimili og sumardval-
arheimili í sveit. Það ætti
að vera unnt að reikna út fram-
færslukostnað bams. Náms-
menn fá námslán og styrki mið-
að við framfærsiukostnað í þvi
landi, er þeir stunda nám í.
Það tekur verkamanninn u.þ.b.
% úr klst. að vinna fyrir lág-
marksmeðlagi á dag, en ráðu-
neytisstjóra sennilega innan við
tíu mínútur. En móðirin? Það er
stóra spurningin.
Fjögurra barna einstæð móð-
ir hefur 149.00 kr. á dag í
mæðralaun, sú upphæð nemur
rúmlega tveim meðlagsgreiðslum,
en þá hefur hún ekkert afgangs
til að lifa af sjálf. Fjölskyldu-
bætur voru s.l. ár rúmlega 5 þús.
kr. á barn, nægjanlegt til að
kosta sveitadvöl bams í 3—4
vikur. Ef móðirin vinnur utan
heimilis, er þá til stofnun, sem
getur séð fyrir öllum þörfum
barns fyrir 2X66.20 kr. á sólar-
hring? Eða kr. 3.972.00 á mán-
uði. Fyrir þremur árum kostaði
dvöl eins barns á vöggustofu eða
up^tökuheimili í Reykjavík 15
þús. krónur á mánuði (sbr. við-
tal við Svein Ragnarsson, félags
málastjóra í Mbl. í nóvember
1969). Vinnulaun reiknuðust
75% af heildarkostnaði.
Sé miðað við að vinna móður-
innar sé 50% af framfærslu-
kostnaði bams á að vera hægt
að veita barninu húsnæði, fæði,
klæði, ljós og hita, sjúkrakostn-
að o.stfrv. fyrir 66.20 á dag.
Ein venjuleg tékknesk gúmmí
stígvél á 9 ára dreng kosta 5
daga meðlagsgreiðslu, svo ekki
sé talað um gæmskinnsfóðruð
kuldastígvél, slíkur lúxus myndi
algerlega kollvarpa hugmjmd
um dómsmálaráðuneytisins um
framfærslukostnað. Venjulegur
svefnbekkur handa stíilpuðu
barni kostar 90—100 daga með-
lagsgreiðslu. Svona mætti lengi
telja.
8. grein uppeldisákvæði:
„Valdsmanni í heimilissveit
barnsföður, eða þess sem dæmd-
ur er meðlagsskyldur, er heim-
iit að úrskurða hann til meðlags
greiðslu. Við ákvörðun meðlags-
upphæðar skal hafa hliðsjón af
högum beggja foreldra og miða
nieðlagsgreiðsluna vlð hag þess
foreldris, sem betur er stætt
(ieturbr. greinarhöf)."
Urskurðir virðast miðaðir við
að einstæðar mæður séu betur
stæðar en feður barna þeirra.
2. mgr. 8. gr. „í meðlagsúr-
skurði má aldrei ákveða lægri
meðlagsgreiðslur en barnalíf-
eyri, skv. lögum um almanna-
try-ggingar, eins og hann er
ákveðinn á hverjum tíma."
Þama segir að meðlags-
greiðsla megi ekki vera lægri en
bamalífeyrir, en ekki að vhún
megi ekki vera hærri. Dómsmála
ráðuneytið virðist einblína á
lægstu mögulega upphæð til
handa skjólstæðingum sinum,
börnunum, en virða að vettugi
möguleikana, sem era margir,
augljósir og skyldir, til hærri
greiðslu og það miklu hærri.
11. gr. „Tryggingastofnun rik-
isins er skylt að greiða móður
óskilgetins barns, sem á fram-
færslurétt hér á landi meðlag
með bami hennar og annan
kostnað vegna barnsins, skv. yf-
irvaldsúrskurði eða staðfestum
samningi, þó ekki meira en
bamalífeyri, skv. lögum um al-
mannatryggingar og ekki lægri
upphæð, þótt úrskurður eða
samningur ákveði annað."
Þama er sá hængur á að
Tryggingastofnunin, sem greið-
ir langflestum barnsmæðrum er
beinlinis bannað að greiða meira
en sem svarar barnalífeyri,
jafnvel þótt úrskurður kynni að
hljóða upp á annað, sem þó
sjaldan er. Þetta þýðir, að ef úr-
skurður hljóðar upp á hærri
upphæð, yrði bamsmóðir bein-
linis að innheimta sjálf hjá
bamsföður, það sem umfram væri
barnalifeyrisupphæðina. Hætt
er við, að það yrði dýr og erfið
leið.
Úr lögum um afstöðu foreldra
til skilgetinna bama nr.
57/1921 10. gr. „Skylt er for-
eldrum, báðum saman og hvora
um sig að framfæra börn
sín þangað til þau era 16 ára
gömul." 14. gr. 3. málsgr. „Með-
lagsupphæðin fari eftir högum
beggja foreldra" og í 4. m.gr.
sömu gr.: „Meðlagsúrskurði má
breyta, ef hagur foreldris eða
barns breytist að mun.“ Rétt er
að benda á eftirfarandi í sam-
bandi við þessi lög. Ef faðir
greiðir ekki tilskilin meðlög
verður framfærslusveit hans að
greiða þau og þá segir í lögtrn-
um. „Greiði framfærsluskyidur
eigi meðlagið, telst það fátækra-
styrkur honum til handa." Þessi
tilvitnuðu orð eru úr niðurlagi
2. málsgr. 16. gr. nr. 57/ 1921.
Hversu margir skyldu gera
sér grein fyrir þessu. Allmargir
þeirra b'amsfeðra, sem um er að
ræða og ekki greiða með barni
sínu eru hátekjumenn. Það hefði
einhvern tima þótt saga til
næsta bæjar á Islandi, að slíkir
menn væru á sveitinni.
19. gr.: „Foreldrar skulu, svo
sem þeir eru færir um, ala önn
fyirir bömum sínum 16 ára og
eldri, og mega börnin ekki verða
sveitarþurfar, meðan þau eiga
foreldra á lífi, sem er þess um-
komið að annast þau. Söm er
skylda barns gagnvart foreldri."
Hváð skyldu margir gera sér
þetta ljóst? Dæmi era um, að
gamalt fólk, sem e.t.v. á mörg
börn, vel stæð, hafi orðið að
leita til sveitarfélags til að geta
fatað sig eða keypt persónuleg-
ar nauðsynjar, af þvl að bömin
hafa hreinlega gleymt þörfum
þess!! Þetta gerist á Islandi í
dag.
Núverandi dómsmálaráðherra
er kona og hlýtur hún að gera
sér fyllilega ljósa grein fyrir
óviðunandi ástandi i þessum mál
um og er ekki öfundsverð af því
að brjóta fasta hefð i ráðuneyti
og hefur etv. ekki óbundnar
hendur að gera það.
Allt framanritað tel ég ein-
göngu varða rétt barna, og era
þau mörg, er fylla þann hóp er
hér um getur eða % af þeim böm
um, sem eru að alast upp í dag.
Börn einstæðra feðra eiga að
hafa sama rétt til meðlags frá
móður eða lífeyrisgreiðslna úr
Tryggingastofnuninni.
Nú virðist augljóst, að ein-
hver verður að ganga fram fyr-
ir skjöldu fyrir þessi börn, fyrst
dómsmálaráðuneytið er þess
ekki umkomið og skora ég þvi á
nefnd þá, sem hefur með hönd-
um endurskoðun á löggjöf trygg
ingamálanna að tryggja þessum
bömum viðunandi meðiags-
greiðslur og herða á innheimt-
um, svo það komi ekki í hlut
hins almenna skattgreiðanda að
borga fyrir þá, sem skyldumar
eiga að bera.
Þjóðleikhúsið
vantar hreingerningamann frá naestu mánaðamótum.
Fullt starf.
Upplýsingar hjá húsverði. Sími 11899 og 11204.
Höfum til sölu
skólaborð með stólum af 3 stærðum fyrir barnaskóla,
einnig hentug fyrir börn í heimahúsum.
Sölunefnd varnarliðseigna.
Staðgreiðsla
RAÐHÚS í HAALEITISHVERFI eða EINBÝLISHÚS í smáíbúða-
hverfi óskast til kaups.
Eignin þyrfti ekki að losna fyrr en í sumar, en gæti greiðst
upp að fullu, (sérhæð kæmi vel til greina einnig).
Allar nánari upplýsingar veitir:
EIGNAMIÐLUIMIIM Vonarstræti 12, símar 11928 og 24534.
Atvinna
Heildsölufyrirtæki óskar að ráða mann til lagerstarfa.
Þarf að hafa bílpróf.
Umsóknir sendist afgr. blaðsins fyrir n.k. mánudag merkt:
„Stundvísi — 7063".
Ö.B.I. Ö.B.I.
ÚTBOÐ
Tilboð óskast í Miðstöðvarofna í hús öryrkjabandalags
Islands Hátúni 10 A.
Útboðsgagna má vitja á teiknistofuna Óðinstorgi, Óðins-
götu 7, 3. hæð.
Þrastalundur
Veitingaskáli UMFl í Þrastaskógi er til leigu næsta sumar.
Tilboð óskast send í skrifstofu Ungmennafélags íslands,
Klapparstíg 16, eða í pósthólf 406, fyrir 20. þessa mánaðar.
Ungmennafélag Islands.
Verzlunin GLITBRÁ
Nýkomið KJÓLAR og KÁPUR á telpur.
FRAKKAR á drengi 2ja—5 ára.
TERYLENEBUXUR, hvítar og rauðar. Sími 10660.
H júkrunarkonur
Hjúkrunarkonur óskast á lyflækningadeildir Borgarspítalans.
Upplýsingar gefur forstöðukona spítalans í síma 81200.
Reykjavík, 8. 3. 1971.
Heilbrigðismálaráð Reykjavíkurborgar.
H júkrunarkonur
Staða deildarhjúkrunarkonu við hjúkrunar- og endurhæfinga-
deild Borgarspítalans er laus til umsóknar.
Upplýsingar gefur forstöðukona Borgarspítalans, í síma 81200.
Reykjavík, 8. 3. 1971.
Heilbrigðismálaráð Reykjavikurborgar.
Sjómenn
4 vana háseta vantar á 100 tonna netabát sem raer
frá Sandgerði.
Upplýsingar í síma 50993 og eftir kl. 7 á kvöldin
í síma 52798.
Háseti óskast
á m/b Andvara Re 101 sem rær með net
frá Þorlákshöfn.
Upplýsingar í síma 25428.
Ungan mann
vantar til útkeyrslu eftir hádegi nú þegar.
Upplýsingar
DENTALÍA H.F., Laugavegi 178.
ooooooooooooooooooooooooooo
KA UPUM HREINAR,
STÓRAR OG GÓÐAR
LÉREFTSTUSKUR
PRENTSMIÐJAN
OOOOOOOOÓOOOOOOOOÓOOOOOOOOO