Morgunblaðið - 11.03.1971, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. MARZ 1971
Ræktum hér meiri lax
en nokkur önnur þ j óð
Viljum algert bann við úthafsveiðum
Viðtal við í»ór Guðjónsson, veiðimálastjóra
Mikiö hefur verið skrifað um
laxveiði Dana við Vestur-Græn-
land að undanförnu og hávær
mótmæli ýmissa hópa í Banda-
ríkjunum og Kanada, svo.og við
brögð Dana við þeim. 1 þessum
umræðum um að Danir séu að
ausa þarna upp úr sjó laxi, sem
ekki muni því skila sér heim í
sínar ár og á krók réttra lax-
veiðimarma, hefur íslenzki lax-
inn litt komið við sögu. Af skilj-
anlegum ástæðum kannski, þvi
lítið er vitað um ferðir hans í
sjónum. Til að sleppa heimalax-
inum ekki alveg úr þessum um-
ræðum, leituðum við til Þórs
Guðjónssonar, veiðimálastjóra
og spurðum hann m.a. hvort ís-
lenzkur lax væri við Vestur-
Grænland, þar sem Danir veiða
mest.
>ór sagði, að lítið væri um
það vitað. Aðeins 3 merktir lax
ar hefðu skilað sér annars stað-
ar en hér heima. En búið er að
merkja um 45 þúsund göngu-
seiði. Væri reynt að merkja um
10 þúsund á ári. Þessir þrír lax-
ar fundust sinn i hverri áttinni.
Einn veiddist í september við
Vestur-Grænland, nánar til tek-
ið út af Sukkertoppen, á svip-
aðri breiddargráðu og Vestfirð-
ir. Annar merktur íslenzkur
lax fannst 1. júlí 1968 við Fær-
eyjar. Sá hafði verið merkt-
ur 1967 og sleppt í Tungulæk.
Og sá þriðji veiddist við Noreg,
inni í Norðfirði, á 62 breiddar-
gráðu eða beint hér austur af
Islandi. Þessir þrir laxar, sem
fundust á fjarlægum slóðum,
eru úr hópi 15.646 laxa, sem
merktir voru í Kollafirði á ár-
unum 1966- -69, en af þeim skil-
aði sér alls 361, flestir heim til
Islands. Þessir þrír gefa því
ekki miklar upplýsingar og við
spurðum Þór hvort menn hefðu
þá ekki hugmynd um á hvaða
slóðum íslenzki laxinn héldi sig
eftir að hann gengur í sjó.
— Nei, maður veit ekki hvert
hann fer í sjónum, svaraði veiði
málastjóri, ekki öðru vísi en að
maður fær vissar bendingar um
það af þessum fáu merkingum.
Laxinn fer út úr ánum og er
gert ráð fyrir að laxaseiðin fylgi
helztu straumum, fyrst eftir að
þau koma i sjó, en þá eru þau
10—15 sm á stærð. Líklegt er þó
að seiðin frá Suðvesturlandi
lendi i Irmingerstraumnum, sem
er hringstraumur er myndast
milli kalda Grænlandsstraums
ins og hlýja Golfstraumsins. Sá
straumur er mjög áturíkur. Seið
in a’ast þá upp á þessu svæði
og skila sér svo í árnar. Én um
60% af okkar laxi hefur reynzt
vera eins árs lax. Þetta gildir
þá, ef seiðin eru eitt ár í sjón-
um. Séu þau lengur, er hætt við
að þau lendi suður fyrir odda
Grænlands og á öðru aldursári
i Grænlandsveiðunum, sem fara
fram seint á sumrin. Þann-
ig gæti þessi merkti lax, sem
fannst þar, verið kominn þang-
að, og ólíklegt að hann sé einn
á ferð.
— En hvað þá um laxaseiðin,
sem koma í sjó annars staðar?
r— Líklegt er að eitthvað af
okkar laxi fari með Golf-
straumnum norður og austur um
land og að sá, sem fannst við
Færeyjar, hafi verið þannig til
kominn. Fyrir austan og norð-
austan land eru ýmsir straumar.
Til dæmis var síldin okkar á
hringsóli með straumum þar,
meðan hún var hér. Eins gæti
einn og einn lax flækzt austur
um með slíkum straumum og
þannig hefði merkti laxinn við
Noreg verið þangað kominn.
— Það eru þá engar sérstak-
ar líkur á að mikið sé af laxi
héðan í afianum við Vestur-
Grænland?
Hér voru í fyrra sérfræð-
ingar frá Sameinuðu þjóðunum,
sem ekki töldu líklegt að okk-
ar lax væri þar í stórum stil. í
þeirri veiði kemur fram mest af
merktum laxi frá Kanada og
Skotlandi. Kanadamenn fengu
t.d. árið 1965 72 merkta laxa af
16500, sem þeir höfðu merkt
heima. írar, sem merkja minna
en við, hafa fengið þaðan fleiri
merkta laxa. En því hefur verið
haldið fram, að merkin komi
ekki til skila. Það fer auðvitað
mikið eftir viðhorfi fiskimann-
anna. Og við vitum í rauninni
ekki hve mikið við leggjum til
af laxinum, sem veiðist við
Grænland.
— Þá vaknar sú spurning
hvort laxastofnarnir frá hinum
ýmsu löndum haidi sig sér i
sjónum eða hvort þeir blandist
saman?
— Maður veit ekki hvernig
laxinn hegðar sér í sjónum.
Mest af þeim laxi, sem veiddur
er út af Noregi, er úr norsku
ánum. Þar hefur úthafsveiði far-
ið vaxandi siðan 1965 á svæð-
inu frá 30—150 sjómílur vestur
af Noregi. Það er eins og lax-
l*ór Guðjónsson.
inn aðgreini sig, þegar hann
kemur af hafinu. Og svo virðist
sem laxinn, sem er í ætisleit við
Grænland, komi mest frá lönd-
unum þar fyrir sunnan. Ekki
virðist því um að ræða alltof
mikla blöndun á laxastofnum.
— En eru laxamið hér við ís-
land?
— Lax er sjaldgæfur í hafi
úti við ísland. Hér veiðist einn
og einn lax, sjaldan margir í
einu. Ég veit til að bátur hafi
fengið 7 laxa við Koibeins-
ey. En ég hef aldrei getað rak-
ið þessar sögusagnir, sem alltaf
skjóta upp kollinum öðru
hverju, að brezkur togari hafi
fengið fullfermi af laxi hér við
land. Þær hafa alltaf runnið út
í sandinn, ef átti að rekja heim-
ildir.
íslendingar hafa tekið af-
stöðu með veiðibanni á úthaf-
inu, hélt Þór áfram. Enda höf-
um við óttazt að okkar lax yrði
veiddur í sjó. Því hefur málið
verið tekið upp á alþjóðavett-
vangi, bæði í Fiskveiðinefnd
Norðaustur Atlantshafsins
NEAFC og Fiskveiðinefnd Norð
vestur Atlantshafsins ICNAF. í
mai 1969 hélt Norðausturnefnd-
in fund í London, þar sem sam-
þykkt var bann við laxveiðum í
úthafinu með 10 atkvæðum gegn
þremur og ein þjóð, Portúgalar,
sat hjá. Á fundi Norðvestur-
nefndarinnar var samþykkt til-
laga sama efnis með atkvæðum
11 þjóða, en á móti voru Danir
og Vestur-Þjóðverjar, en Portú-
galir sátu hjá. Þannig hafa 14
lönd af 18, sem aðild eiga að
hinum tveimur alþjóðlegu fisk-
veiðinefndum við Norður-
Atlantshaf greitt atkvæði með
banni við laxveiði í úthafinu og
þrjú lönd hafa verið andvíg og
eitt land setið hjá. í starfsregl-
um beggja nefndanna er svo
ákveðið, að ef þjóðir hafa tjáð
sig fylgjandi takmörkunum á
veiði fisktegundar, hafa þær
siðferðilegar skuldbindingar til
að fylgja slíkum takmörkunum
eftir, hver í sinu landi. Ef á
hinn bóginn, að þjóð lýsir sig
andvíga samþykkt nefndra al-
þjóðastofnana og sendir and
mæli innan þriggja mánaða frá
samþykkt veiðitakmarkana þá
er hún ekki skuldbundin tii
þess að fara eftir samþykktinni,
en tillagan þarf tvo þriðju at-
kvæða til að hljóta samþykki.
Nú hafa Danir, Svíar og Vest-
ur-Þjóðverjar andmælt sam-
þykkt Norðvesturnefndarinnar
og telja sig ekki viija hlíta
henni. 1970 var því samþykkt að
takmarka heildartonnafjölda
laxveiðiskipa á starfssvæði
nefndarinnar við Vestur Græn-
land við það sem hann var 1969,
að Dinda laxveiðitímann á úthaf
inu við tímabilið frá 1. ágúst til
30. nóvember, að nota ekki botn
vörpu, eingirnisnet eða færa-
drátt, þó má nota þau eingirn-
isnet, sem keypt höfðu verið fyr
ir 1. júlí 1970. Þessar veiðitak-
markanir gildi árið 1971. Með til
lögunni greiddu tíu þjóðir at-
kvæði, en fjórar þjóðir voru á
móti, þ.e. Kanadamenn, Islend-
ingar, Pólverjar og Rússar. í
Norðaustur-nefndinni var einn-
ig samþykkt málamiðlunartil-
laga, sem gekk í gildi um ára-
mót, en Island greiddi atkvæði á
móti. ísland hefur sem sagt fyllt
þann flokkinn, sem vill algjört
bann við laxveiðum á úthafinu.
En þar sem einstakar þjóðir i
alþjóðlegu fiskveiðinefndun-
um, hafa neitunarvald um sam-
þykktir, verður að fara sam-
komulagsleiðir til þess að ná
fram veiðitakmörkunum eins og
þeim, sem nú hafa verið ákveðn-
ar. Þessar takmarkanir koma til
framkvæmda á þessu ári og verð
ur fróðlegt að sjá hver verður
útkoman.
-— Já, við veiðum ekki sjálf
neinn lax i sjó?
— Nei, við ræktum hér meiri
lax en nokkur önnur þjóð. Norð
menn veiða 10 sinnum meiri lax
en við, en við höfum farið fram
úr þeim í framieiðslu á göngu
seiðum. Og við höfum það fram
yfir þá, að ekki má veiða hér
lax í sjó. Hann kemur því í árn-
ar og hægt að veiða hann þar á
stöng og selja dýru verði. Við
seljum yfir helminginn af öllum
laxi meðan hann er enn i ánum,
þ.e. að við seljum vonina í lax-
inn.
í fyrra veiddum við 56 þús-
und laxa, sem er algjört met.
Þar af veiddust 4187 í Kolla-
fjarðarstöðinni og munar auðvit
að um það. Samt er þetta mikil
aukning annars staðar, því
mesta veiði áður var 41 þúsund
laxar á árunum 1967 og 1968.
Veiðisvæðin eru alltaf að
stækka, búið að lengja laxveiði-
árnar um 300 km með fiskiveg-
um og við höldum því áfram.
Nú er búið að ljúka laxastigan
um í Kattarfossi í Hitará, sem
lengir laxveiðiána um 30 km.
Og verið er að byggja stiga í
Svartá í Skagafirði, sem lengja
ána um 20—30 km.
— Nú hafa heyrzt raddir um
að ekki megi láta laxinn útrýma
si-lungi ?
— Já, það hefur heyrzt að sil
ungur væri verðmætari en lax,
en staðreyndin er nú samt sú
að laxinn er miklu verðmætari.
Og alls staðar i heiminum, þar
sem lax er, hefur verið tekin sú
stefna að gera stiga og hleypa
laxinum upp árnar. Norðmenn
telja sig hafa byggt hátt á ann-
að hundrað laxastiga í Norður-
Noregi síðasta aldarfjórðung-
inn, til að gera það landsvæði
byggilegra.
Við höfum lagt mikið fé í rækt
un, hélt Þór áfram. Ríkið hef-
ur komið upp tilraunastöð í
Kollafirði og einstaklingar hafa
byggt 10- 11 fiskeldistöðvar.
Víða er lika geysimikið gert til
að auka veiðina með því að
sleppa seiðum og rækta upp nýj
ar laxveiðiár. Einnig hefur ver-
ið mikið unnið að því að rækta
upp vötn, eins og Kleifarvatn
og fleiri, sem voru fisklaus áður.
Við vonumst til að koma veiði-
vötnunum í nýtt kerfi, þannig
að stofnuð verði veiðifélög um
vötnin, sem taki upp ræktun, eft
irlit óg bæti aðbúð veiði-
manna. í því skyni erum við
með ýmsar tilraunir í Kollafirð-
inum, sem við ætlumst ekki til
að séu teknar upp fyrr en við
erum komnir lengra með þær.
Allt kostar þetta mikia vinnu
og mikla peninga. Og markmið-
ið er að auka ræktunina veru-
lega á næstu árum.
Um klámgróða
Mikið hefur verið skrifað og
skrafað um klám undanfarið, og
sitt sýnist hverjum. Eðlilega eru
um þessi mál mjög skiptar skoð
anir, enda gætu þær eðli máls-
ins vegna aldrei orðið annað en
mjög andstæðar, og kemur þar
bæði til mismunandi viðhorf
kynslóða og starfsstétta.
Til sveita er eðlilegt málfar
að tala um yxna kú og að sækja
naut, um blæsma ær, sem hlaupa,
að fara út með hrút og ekki fá-
ist ungar úr eggjum nema hani
sé í hópnum. Um þetta er talað
án tepruskapar, vegna þess að
þetta er nauðsynlegur þáttur í
lífinu, og enginn telur þann
mann klæminn, sem talar um
þetta af nauðsyn, en þetta verð
ur klám, þegar það er notað þar
sem það á ekki við.
1 augum feðra okkar og
mæðra og auðvitað á það sama
við um afa og ömmur þeirra,
sem yngri eru, er sumt af því,
sem viðgengst nú, argasta sið-
leysi. Það þótti ekki gott að
vera stuttklæddur, hvað þá þeg
ar pilsið nær aðeins niður fyr
ir skiptingu, eða tæplega það.
Hins vegar var rætt um það áð
ur fyrr, að visu vel fyrir þeirra
daga, hvort gesturinn, sem kom
á bæinn, væri vel kýldur, i aug-
um nútíma manna væri þetta
versta klám.
Þess vegna getum við aðeins
orðið sammála um eitt, þegar
rætt er um klám, og það er að
skoðinir verða alltaf skiptar og
ekki verður hægt að skilgreina
klám, svo tæmandi sé. Hins veg
ar tel ég, að vel flestir og allir
utan sárafárra, sem hagsmuni
hafa, séu sammála um, að ekki
eigi að hafa klám að féþúfu eða
löngun fólks til þess að lesa um
eða skoða kynferðislifið, eðlilegt
og afbrigðilegt, frá ýmsum hlið-
um, enda hefir það verið hulið
leyndarhjúpi um aldaskeið. Ég
ætla þvi að setja hér fram mjög
raunhæfa tillögu til úrbóta, sem
vafalítið losaði þá, sem hafa gam
an af að horfa á ósiðlegar
myndir eða lesa of djarfar sög-
ur, við áhyggjur af sálarheill og
siðferðisþreki náungans, sem
kynni líka að hafa gaman af
þessu.
Öli dómsmálastjórn í þróuðum
ríkjum, er svifasein en vinnur
hægt og örugglega. Málarekst-
ur um hvort viðkomandi mynd
eða blað sé ósiðlegt tekur lang-
an tíma og þegar loksins dómur
kemur, hafa flestir gleymt sök-
inni og hafa samúð með hinum
seka. Enda gera bönn á þessu
sviði ekki gagn vegna þess, að
finni almenningur ekki beina
gagnsemi í banninu snýst hann
gegn því. Og svo má hefta eða
takmarka prentfrelsið af ósvifn
um stjórnmálamönnum og vitna
til ákvæða sem þyrftu að vera,
ef hægt væri, að gagni að tak-
marka lesefnið á markaðnum,
sem að sumra dómi flokkast
undir klám.
En við höfum verðlagseftirlit,
sem er raunhæft, og við skulum
nota það til að koma í veg fyrir
að gróðafikn ráði lesefni okkar á
komandi árum um samlíf kynj-
anna, og myndum, sem við skoð-
um eða sjáum í kvikmyndahús-
um eða i sjónvarpi.
Mín tillaga er þessi: Allt les-
efni, sem flokkast undir það að
vera á mörkum hins ósiðlega,
verði sett undir verðlagseftirlit
og megi selja það aðeins fyr-
ir föstum kostnaði, þ.e. prentun
og pappir, en ekkert hugsað
fyrir höfundalaunum, þýðing-
arlaunum eða dreifingarkostn-
aði. M.ö.o. hver sem er, getur
fengið það prentað, sem hann
vill, og fær að selja fyrir föst-
um kostnaði, en verður að dreifa
vörunni á sinn kostnað, og fær
engin höfundar- eða þýðingar-
laun. Það sama gildir einnig um
kvikmyndir. Þeir, sem taka slík
ar myndir, ljósmyndir eða kvik-
myndir, sem eru á mörkum
þess að vera ósiðlegar, að ekki
sé minnzt á þær, sem eru þaðan
af verri, verða að sýna þær að-
eins fyrir föstum reksturskostn
aði, ljósi og hita og kaupi starfs
fólks. Ekkert verði reiknað með
fjármagnskostnaði né mynda-
leigu. Og ég skal segja ykkur
að þeim fækkaði, tímaritunum
með berorðum, ruddalegum sög-
um um kynlífið, eðlilegt og óeðli
legt, og kvikmyndum, sem aug-
lýstar eru sem fræðslumyndir
eða eru óvenju djarfar. Þegar
gróðasjónarmið hyrfi, yrðu það
ekki margir, sem vildu fórna sér
til þess að koma þess háttar kyn
fræðslu út á meðal almennings.
Hins vegar geta þeir, sem teldu
sig hafa einhvern boðskap að
flytja, komið honum út á prent,
ef þeir vildu eitthvað á sig
leggja.
Og hverjir eiga svo að kveða
upp úrskurð um siðferðisgildi
mynda og blaða?
Aliar nefndir staðna og reynsl
an sýnir okkur, að stjórnvöld
Framli. á bls. 22