Morgunblaðið - 11.03.1971, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 11.03.1971, Qupperneq 4
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR II. MARZ 1971 > > RAUDARÁRSTÍG 31, V______________> BILALEIGA UVERFlSGÖrU 103 VW Sendiferðafaifrdð-VW 5 manna-VW svefnvagn VW 3manna-Landíover 7manna LITLA BÍLALEIGAN Bergstaðastræti 13 Sími 14970 Eftir lokun 81748 eða 14870. Bílaleigan ÞVERHOLTI 15 SÍMI15808 (10937) LOFTUR HF. UÓSMYNDASTOFA ■--------• * vngoirsstræti o« Pantið tíma f sím* 74772. 0 „Fáiim hundinn heim!“ Frú Guiírún Á. Símonar, óperusöngkO'na, skrifar: „Kæri Velvakandi! „Fáum geirfuglinn heím, tryggið okkur geirfuglinn heim“. Þannig hlidmaði auglýsing í útvarpinu 28. febrúar síðaat- liðinn. Stdr grein kom um geirfuglinn í einu dagblaði Reykjavíkurborgar. Við stöndum í mikilli þakk- lætisskuld við Englendinga. Þeir hafa varðveitt geirfugl- inn, sko ekki Iifandi, nei, við útrýmdum honum sjálf. Nú viljum víð fá hann heim, akkúrat eins og flestir fslend- ingar vflja hafa öll sín dýr „uppstoppuð“. Heilbrigðiseftirlitið er svo nákvæmt hérna, hvergi má vera skítur, þótt erlendis sé kvartað yfir kæruleysi og sóðaskap íslendinga. Við hlust- um ekki á svona þvætting, — það er svo óþægilegt — og ekkert gaman. Eftir 100 ár mun þessi aug- lýsing heyrast í útvarpi, jafn- vel sjónvarpi líka: „Fáum hundinn heim, tryggið okkur hundinn heim. Ennþá erum við í þakkarskuld við Englend- ínga; þeir ræktuðu upp hið íslenzka hundakyn, og nú hafa Engiendingar varðveitt hann uppstoppaðan í 100 ár!“ Því miður verður núverandi borgarráð komið hinum meg- in, eins og hundurinn, og get- ur ekki orðið þess aðnjótandi að vera viðstatt þá miklu ham- ingjustund, þegar „hundur- inn“ kemur heim! Gaðrnn Á. Símonar, Mávahiíð 37.“ 0 Tvser lífsreynslusögur Helga Ólafsdóttir, Ásvalla- götu 8, skrifar eftirfarandi vegna tveggja „lífsreynslu- bréfa“ kvenna, sem birzt hafa í þessum dálkum: „12. febrúar 1971. Gæðum lífsm3 er misjafn- lega skipt á milli okkar mamn- anna. í bréfi til Velvakanda 9. febrúar, þar sem S.B. lýsir því, hve „dásamlega hamingju- söm“ hún sé, færír eiginmað- urinn, sem hún neitar að kaila fyrirvinnu, henni ýsu í pottinn (á kaupi?), á meðan hún sef- ur eins og „drottning" í „höll- inni“ sinni. Mein Guðrúnar Jakobsen, sem ritar Velvak- anda daginn eftir, er aftur á móti það, að hún skyldi hafa beinbrotið sig eftir að hún kom með ýsuna heim, en ekki á Ieiðimni eftir herxni,. því að hefði hún dottíð á „hálku ríkisins“, hefði hún sloppið við að borga sjúkrabíl og myndatöku. Laun S.B., sem m.a. eru fólgin £ boílaleggin gum 7 ára drengs um líf og dauða, hrykkju víst skammt hjá G.J., sem fær Iaun greidd í pening- um f yrir hver j a vinnustund utan heimilisins. G.J. bauðst reyndar ókeypis sjúkrahúsvist, eins og öðrum þegnum þjóðfélagsins, sem hún gat þó ekki þegið, m.a. vegna barnanna heima. Nokkru öðru máli gegnir um sjúkrapeninga. Þeim er ekki jafnt skipt á milli þjóðfélags- þegnanna, heldur fara þeir eft ir tekjum hvers og eins, þeg- ar þerr loks fást frá ellefta degi eftir slys eða veikindi, svo að hlutur G.J. varð býsna smár, og nú voru góð ráð dýr. Eftir árangurslausa umleitan hjá Sparisjóði alþýðu, krækir hún sér í víxillán í Lands- bankanum. G.J., „sem er kom- in af því alþýðubroti, sem alltaf hefur gengið upprétt“, fer ekki fram á meiri „vork- unnsemi yfirvaldanna“, enda hafa Sjálfstæðismenn löngum reynzt snauðum konum vel, að hennar dómi, og því ekki um neitt að sakast. En sumum þætti kannski nærtækara að tryggj a af komu einstæðra foreldra með fullkomnari tryggingalöggjöf en með víxl- um. Jafnvel þótt heilsa bili ekki, eru „lífshamingjukauphækk- anir“ S.B. varla einhlítar, ef fyrir heimli þarf að sjá, en sumum giftum konum virðist gleymast, að þær geta hvenær sem er komizt í þá aðstöðu. Helga Ólafsdóttir." 0 Pakkafrúmas og stuöaðar kardemommur Kona, sem skrifar undir upphafsstöfum sínum, A. G. J., skrifar: „26. febr. 1971. Kæri velvakandi! Nú rembist hver sem betur getur að finna hæft orð ís- Ienzkt yfir hið margumtalaða trimm. Úr nógu er að velja, og sumar tillögurnar alveg gasa- lega smart. Auðvitað viljum við öll tala ómengaða íslenzku, jessör. Lengi lifi Ástkæra Yl- hýra Málið — sem blessuð börnin læra við móðurkné. Já, vel á minnzt, móður- kné. íslenzkar mæður — að minnsta kosti á hinu marg- rómaða „höfuðborgarsvæði“ — senda blessuð bömin út f Bakarf að kaupa franzbrauð, kruður, rúnnstykki, tartalett- ur og vínibrauð með glassúr. Þær eru auðvitað agalega nervusar útaf þeim í allri traffíkinni, en taugamar róast, ef þær fá sér smók. Á heim- leiðinni koma krakkamir við í kjörbúðinni og kaupa spæi- pulsu, malakoff, sallat, beikon, remúlaði og pakkafrúmas, svo að eitthvað sé nefrrt, að ógleymdu fasi og pulsum, sem svo eru bornar fram með kart- öflumús. (Það er eina músin, sem konur hræðast ekki). Músina mætti krydda með „stuðuðum kardemommum“, en það málblóm er að finana í einní ágætri kökuuppskrift, sem ég á, meira að segja á prenti. Þar er líka uppskrift af ijúffengum „deser, sem þeg- ar hann er kaldur, er hvolt upp í glös á fæti“. Þetta „hvolt“ er ekki prentvilla, kökunum er líka „hvolt“ á fat. Nú, svo er auðvitað til fínn matur fýrir fínt fólk, eins og t.d. mörbrað, fillé, snitsel, kótilettur og hamborgarhrygg- ur, (maður hefur heyrt talað um Atlantshafshrygginn, en hann er víst ekki ætur), og ekki má gleyma hinu góm- sæta Londonlamb. Maturinn er síðan sprekkaður, grillaður, ristaður og gratíneraður, nema blessuð síldin, hún er marín- eruð. Ekki má gleyma smá- dóti, eins og pikkles, túmat og marmilaði. Með þessu er svo drukkið kók, djús eða gos. Furðulegt, að engin röpvatns- verksmiðja skuli heita Hékla, sú gæti grætt á að auglýsa Heklu-gos. Fleira mætti tína til úr okk- ar fagra móðurmáli, en hér skal staðar numið að sinini. Ég ætla bara að bæta því við, að í dag sá ég auglýst nám- skeið í kúnstbróterí og rýja. Það gæti orðið spennandi að prufa það. Svo ætla ég að fá mér f helgarmatinn róstbíf eða tíbónsteik. En fyrst ætla ég í búðina, sem auglýsir mik- ið úrval af pósterum. Ég mundi segja, að það væri hið eina, sem mig vantar í augna- blikinu. A. G. J.“. Langtum minni rafmagns- eyðsla og betri upphitun meS Rnnx RAFMAGNSÞILOFNUM Hinir nýju ADAX rafmagns- þtlofnar gera yður mögulegt a3 hita hús yðar upp með rafmagni á ódýran og þaegi- legan hátt. t Jafnari upphitun fáið þér vegná þess að ADAX ofnamtr eru með tvöföldum hitastilli (termostat) er vtrkar á ÖU stíflingarþrepin. Auk þessa eru ADAX ofnarnir með sér- stökum hitastilli er lætur ofn- inn ganga á lágurrr, jöfnum hita, sem fyrirbyggir trekk frá giuggum. Leitið nánari uppfýsinga um þessa úrvals norsku ofna. 3 ÁRA ÁBYRGÐ EINAR FARESTVEIT & CO HF Bergstaðastræti 10 Símar: 16995 — 21565 VINNA 0G NÁM ERLENDIS? Ferð/r unga fólksins Kyrtning á ferðum unga fólksins 1971 og fjölbreyttum sumar- störfum og tungumálanámi ertendis í Sigtúni í kvöld kl. 21.00 stundvíslega. Á Mrs. Leena Davíes. framkvæmdastjóri Intemational Studertt Servtces, ávarpar gesti og svarar fyrirspurnum. Á Sýnd ferðakvikmyrtd: Ferðir unga fólksins — Útsýnar- ferðir með sérstökum kjörum. Á Hljómsveitin ÖRLÖG og HELGA leika fyrir dansí til klukkan 01.00. ATH. Ungt fólk og aðstandendur velkomið. Ókeypis aðgangur (aðeirts rúllugjald). FERÐASKRIFSTOFAN ÚTSÝN

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.