Morgunblaðið - 28.03.1971, Blaðsíða 6
6
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. MARZ 1971
Sjómannasíðan
í umsjá Asgeirs Jakobssonar
HALINN
Fisksíóðin — Halmn — er
hryggrani, sem gengur norður
úr Deildargrunninu. Deildar
grunnið er grunnfláki sunnan
Djúpálsins, en sá áll skilur milli
Deildargrunns og Kögurgrunns.
Þó að Halinn sé ekki nema um
það bil hálfrar aldar gömul tog
slóð, þá er hann ævagamalt vest
firzkt hákarla- og lúðumið. Am
erisku lúðuveiðimennirnir, sem
stunduðu lúðuveiðar frá í>ing-
eyri upp úr 1886, þekktu þessa
fiskislóð. Eins og kunnugt er af
sögum, hófu brezkir togarar
veiðar hér við suðausturströnd-
ina 1889 eða þar um bil, færðu
sig vestur með og komu í Faxa-
flóann 1895 og héldu áfram að
færa sig norður með vestur-
ströndinni og einnig norður með
austurströndinni og um aldamót
eða skömmu eftir þau, eru þeir
farnir að veiða allt í kringum
landið en halda sig þó á grunn
slóðinni, innan við 90 faðma.
Það svæði, sem upprunalega
var nefnt Hali markast af 110
faðma kantinum og flákanum
þar fyrir ofan upp á 90 faðmaoa.
Þetta svæði er þó stundum kall
að Djúp-Hali og önnur bleyða
upp af þessari, milli 709—0 faðm
ana, er þá nefnd Grunn-Hali, en
síðan tekur við sjálft Deildar-
grunnið fyrir ofan 70—75 faðm
ana. Síðari ára málvenjan, að
tala um Grunn-Hala þegar fer
að dýpka ofan af Deildargrunn
inu, er nú alis ráðandi og ekk-
ert við það að athuga, þar sem
o
FULLKOMIÐ
BÓKHALD
Meiri upplýsingar um
reksturinn fyrir minni pen-
inga. Lækkun kostnað-
ar, betri rekstur, meiri
sparnaður, meiri arður.
Olivetti-verksmiðjurnar á
ítalíu framleiða hvers
konar bókhaldsvélar sem
vinna sjálfstætt eða í
sambandi við tölvur.
Olivetti Auditronic og
Programma 203 eru raf-
eindavélar, sem eru nýj-
ar af nálinni, fullkomnar
töivur, sem geta annazt
hin ólíklegustu verkefni,
sem fyrir koma í bókhaldi.
Audit-bókhaldsvélar með
eða án gatræmu eru
ódýrar og öruggar og
hafa þegar verið í notkun
á íslandi í meira en ára-
tug.
Fullkomið verkstæði með
sérmcnntuðum starfsmönn-
um tryggir góða þjónustu
og langa endingu Olivetti
bókhaldsvéla.
Audit 402 og 413 ódýrar
bókhaldsvélar.
Audit 1502 og 1513 bók-
liaidsvélar með rafritvél.
Programma 203 rafeinda-
vél. sem s.iálfstæð tölva
eða inn eða úttakstæki
fyrir rafreikni.
Auditronic mcð mf-
eindaminni fyrir allt að
74000 stafi. Les inn seguJ-.
skrift af spjöldum. Les
gatspjöld og gatræmur.
Audit- 1030 gatræmuvél
kostar kr. 140.000. 6dýr-
asta inntakstækið fyrlr
rafreikni sem t-il er á ís-
lenzkum markaði.
C. Helgason
& Melsted
Rauðarárstíg 1.
Simi 11644
hún er síður en svo röng, eins
og teikningin sýnir. — Halinn
byrjar í raunimni við 75 faðma
línuna á myndinni, eða úr linu
dreginni úr Djúpenda í Vestara-
Vik.
Togararnir voru lengi að fikra
sig út Deildargruinnið og út á
Grunn-Halann, það er niður-
undir 90 faðmana og þeir höfðu
veitt á Grunn-Halanum, um 10
ára bil, áður en þeir fóru að
veiða á Djúp-Halanum.
Jón Otti Jónsson, skipstjóri,
einn af okkar elztu togara-
mönnum, (fór á Snorra Sturlu-
son vorið 1909) segist muná
eftir þvi, að hann hafi árið 1913
verið með Halldóri Kr. Þor-
steinssyni á Skúla fógeta við
veiðar þarna yzt á Deildar-
grunninu og þeir hafi veitt vel
á 90 íöðmunum og hafa eítir því
verið á Grunn-Halanum. Hins
vegar er ekki byrjað að veiða al
mennt á Djúp-Halanum fyrr en
á vertíðinni 1922. Flestir telja,
að það hafi verið Gísli Odds-
son á Leifi heppna, sem fyrst-
ur hafi togað með árangri á
Djúp-Halanum, en Jón Otti hef
ur annað um það atriði að segja.
Reyndar er það svo, að það
koma margir til greina í þessu
efni, þó að Gísla hafi oftast ver
ið eignað frumkvæðið. Það eru
allir togaraskipstjórarnir að
þreifa fyrir sér út slóðina um
þessar mundir og hver veit
nokkurn tímann um það með
vissu, hver fyrstur hefur togað
niður á Djúp-Halann? Jón Otti
segir söguna þannig, að Guð-
mundur í Nesi, þá skipstjóri á
Þórólfi hafi að haustlagi (1921)
verið að toga fyrir austan Djúp
álinin ásamt Guðmundi Jónssyni
á Skallagrimi, en þar um borð
var Jón Otti. Hann var heldur
tregur hjá þeim nöfnunum og
allt í einu sjá þeir á Skalla,
hvar Þórólfur tekur stefnuna til
hafs. Það liðu þó ekki margir
tímar, þar til hann kom kevr-
andi til baka og hafði þá tal af
nafna sínum á Skallagrími og
sagðist hafa kastað úti á 110
föðmum, fengið nógan fisk, alls
konar fisk, þorsk, ýsu, ufsa,
karfa, lúðu, hákarl og yfirieitt
héldi hann ekki þá fisktegund
til, sem þarna væri ekki að
finna, en það var alltaf hengil-
rifið, engin leið að halda vörp-
unni heilld og því var hann nú
kominn til baka.
Guðmundur á Skallagrími
ákvað að reyna sjálfur og fór
þarna út á 110 faðmana, fékk
að vísu mikið grjót, en með því
að toga örstutt gat hann oft forð
azt rifrildi.
Jón segir Guðmund bróður
sinn á Skallagrími hafa gefið
Halanum nafn, þegar hann fann
hvernig kanturinn lá.
Ingvar Einarsson, skipstjóri,
sem nú er nýlátinn og álika
gamall í hettunni á togurum og
Jón Otti, (byrjaði haustið 1908
á Marzinum), varð stýrimaður
hjá Gísla Oddssyni 1921 og
hvort sem Gísli hefur nú orðið
á undan Guðmundunum eða
ekki, þá var hann umdeilan
lega einn af fyrstu togaraskip-
stjórunum til að veiða þairna.
Ingvar sagði að vörpurnar
hefðu verið fullar af ostum og
öðrum sjávargróðri og botn
grýttur. Sama sagði Sigurjón
Einarsson, en hann var einnig
með fyrstu mönnum til að kynn
ast veiðum á Halanum i byrjun,
þvi að hann var á Leifi um sama
leyti og Ingvar. Jónas Jónasson,
skipstjóri, sem var sem Ceresio
í Halaveðrinu 1925, sagðist
muna eftir 20 skipum liggjandi
í einu í bætingu á Halanum í
blíðskaparveðri.
Nú er Halinn fjalsléttur og
Leysir fiskipallurinn
skipin af hólmi?
Fiskimaðurinn, sem veiðir til
að selja, er ennþá aðalveiðimað
urinn á höfunum, og þrátt fyrir
nútímatækni veiðir hanr, í meg
inatriðum með sömu aðferðum og
forfeður hans í net, gildrur eða
á línur og færi.
1 fiski- og veiðarfærarann-
sóknastöð í Pascogoula í Missi-
sippi eru menn að þreifa sig
áfram með grundvallarbreyt-
ingu í fiskveiðum með þeim
hætti að smiða sér pall alger-
lega sjálfvirkan, sem gæti hugs
anlegast komizt í gagnið á þessu
ári.
Ætlunin með smíði pallsins
er að laða að smáfisk, sem synd
ir um í dreifðum eða gisnum
torfum, safna honum saman við
neðansjávarfleka og beina hon-
um þaðan með rafbylgjum að
ákveðnum punkti, þar sem kom-
ið er fyrir dælu, sem dælir hon-
um upp á pallinn, en þar eru
öll fiskvinnslutæki sjálfvirk og
fiskurinn fullunninn.
Grundvallarhugmyndin á bak
við þessa veiðiaðferð er fengin
frá köfurum í litlum kafbát-
um — sem veittu því at-
hygli að litlir smáflekar sem
sökkt var í djúpið drógu að sér
og söfnuðu saman fiski, einkum
smáfiski alls konar.
Um margra ára skeið hefur
ljós verið notað til að draga að
og safna saman í torfur síldfiski
og smokkfiski, en það hefur
ekki tekizt að safna þessum
fiski svo vel saman með ljósað
ferðinni að það borgaði sig að
dæla honurr. upp eins og ætl-
unim er. Nú er lögð áherzla á
tilraunir með að þjappa fiskin-
um saman með rafsegulbylgjum
og rafmögnuðum svæðum undir
flekunum. Það er vafalaust mjög
elskuleg sjósókn að hafa fljót-
andi fiskvinnslustöð á flekum,
þar sem fiskinum er safnað sam
an með rafmagni, dælt upp og
unninn í neytendapakkningar í
sjálfvirkum vélum og ekki ann-
að að gera en róa um borð og
hirða dósirnar annað veifið.
(Lauslega þýtt úr Commercial
Fisheris Review)
Sjálfvirk fiskivinnslustöð á fle ka. Fjskuriiin leitar að t-jaldlaga
flekunum niðri í sjónum og raf magnið safnar honum svo sam-
an við dæluopið.