Morgunblaðið - 28.03.1971, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. MARZ 1971
15
£»orsteinn
Matthíasson
ræðir viö
Sæmund
Jónsson
Viðhorf þeirra tínia var annað-
ht^ort strit — eða eymd og ann-
arra fors.j-á.
Margt
Hann er ættaður úr Vestur-
Fljótum og ætlaði aldrei þaðan
að fara, þó að rás viðburðanna
hagaði því þanni.g, að hann
fluttist austur yfir Lágheiðina
og settist að á Ólafsfjaraðrmöl-
um.
Hann var bá orðinn roskinn
maður .g u- brotaöldur áranna
farnar að lækka.
Sæmundur Jónsson fæddist
að Austara-Hóli í Flókadal 5.
október 1895, var hann einn af
fjórum systkinum, börnum
þein'a hjóna, Jóns Magnússon-
ar og Þóreyjar Ásmundsdóttur.
Með þeim var hann öll sín upp
vaxtarár og á heimili þeirra
fram til 29 ára aldurs, en þá
var hann fyrir fjórum árum
kvæntur Salbjörgu Þorleifsdótt
ur frá Búðarhóli í Ólafsfirði.
Á þeim árum sem Sæmund-
ur ólst upp, var fátæktin víða
heimilisíöst, og ekki var auður
í búi foreldra hans, þó voru
þau fremur veitendur en þiggj-
endur. Landbúnaður var uppi-
staðan í bjargræði heimilisins.
Þá var faðir hans oft ti) sjós,
og stundaði auk þess vefnað
á vetrum hér og þar á bæjum.
Það er margt orðið breytt í
Vestur-Fljótum síðan Sæmund-
ur komst þar á legg. Um tutt-
ugu býli eru komin í eyði, sem
þá voru öll í byggð, að visu
voru sum þeirra aðeins kot, sem
h. ðu upp á i’tla lífsmöguleika
en voíu þó sjálfstæð fjöl-
skylduheimili. Þá var róið úr
Haganesvíkinni og þangað sótti
sveitafólkið margan málsverð.
Þegar ég var 8 eða 9 ára fór
ég í fyrsta skipti um borð í
hákarlaskip. Ég var þá með föð
ur mínum. Þessi ferð hafði fyr-
ir mig örlagaríkar afleiðingar.
Skipsmennirnir höfðu gefið mér
eitthvað af hörðu brauði. Ég
stóð á lúgunni og var að binda
það innan i vasaklút, en féll þá
aftur á bak niður i lestina, hef
sennilega ekki þolað veltinginn
á skipinu. Að þessu falli hef ég
síðan búið alla mína ævi. Bækl
un mín kom þó ekki strax í
ljós og ekki minnist ég þess að
vera nokkurn dag rúmíastur af
þeim sökum fyrst eftir byltuna.
Árið 1914 var ég hjá Jónasi
Kristjánssyni lækni. Þá voru
sérkenni á líkama mínum orð-
in talsvert mikil. Sagði hann
mér, að þar væri um að ræða
afleiðingar byltunnar, sem nú
mundi of seint að fá bót á ráð-
ið.
Ég get varla sagt, að ég hafi
lifað þrautalausan dag síðan ég
var milli tvitugs og þrítugs og
átti því ekki auðvelt með erf-
iðisvinnu. En viðhorf þeirra
tíma var annaðhvort strit eða
eymd og annarra forsjá. Þess
vegna herti maður sig upp og
vann. En það má vera nokkurt
mótstöðuafl, sem ekki lætur
bugast af þrautum langrar ævi.
Árið 1924 ætlaði ég að verja
einu ári til þess að leita mér
-— Ei þó hafi auðsöfnun
út minn blómstrað haginn.
Veitt mér hefur góður guð,
glaðan margan daginn.
Þegar ég lít til baka og hug-
urinn hvarflar vestur í Fljót-
in, þá er þaðan margs að minn
ast. Lifið var þó ekki alltaf
tóiTiur leikur og stundum teflt
á tæpasta vað.
Meðan við bræður vorum
heima á Austara-Hóli fórum við
oft tii rjúpna, þvi að af þeim
var talsvert i fjalllendinu. Ein-
hverju sinni vorum við staddir
í svokallaðri Helgustaðabrún.
Þar var mikið harðfenni og urð
um við að spora okkur áfram.
Ég var uppi undir egg en bróð-
ir minn var nokkru neðar. Verð
ur mér þá litið til hans og sé
að hann hefur misst fótanna og
rennur á flugferð niður hjarn-
breiðuna. Niðri við hlíðarfót-
inn vaf stórgrýtisurð og litlar
líkur til að sá segði frá tíðind-
um, sem hrapaði þangað niður.
Ég horfði skelfdur á bróður
og þegar að rananum kom fest-
ist það milli steina, svo að
hann staðnæmdist þarna. Ég
komst þangað til hans og urð-
um við þá sammála um að
fóta okkur varlega yfir á næsta
granda og fara þar niður.
Við vorum ekki margmálir
en áreiðanlega báðum það sama
í huga. Þvílík guðs mildi, að
ekki varð slys.
Það var tíðlegur vani föður
míns að taka á eldi. Veturinn,
sem ég varð 15 ára var Hjálm-
ar í Stórholti kortur með hey
og pabbi tók af honum fjórar
ær. Um vorið þegar þær voru
framgengnar fórum við mamma
með þær úr eldinu.
Þegar við komum að Fljótaá
var hún auð og talsvert vatns-
mikil. Ekki man ég hvort hún
var þá óbrúuð eða brúin var
einhverra hluta vegna ófær yf
irferðar, en svo mikið er víst,
að við rákum kindurnar með-
fram ánni að vestan þar til við
komum móts við svonefnda
Sökkukeldu austan megin ár-
innar.
Þar var df.’ilið vik inn í vest-
er breytt í Fljótunum
lækninga, en var ekki fær um
það án styrks, því þá var ekk-
ert sjúkrasamlag. Guðlaugur í
Haganesvík hafði haft spurnir
af sérfræðingi syðra, sem ef til
vill gæti eitthvað fyrir mig
gert. Aðrir sögðu að skynsam-
legra væri að leita til Akur-
eyrar. Um þetta var svo ágrein
ingur, sem varð þess valdandi,
að ég fór aldrei neitt.
Þegar það stóð tíi í fyrstu að
ég yrði fjarverandi, ef til vilil
árlangt leystum við upp heim-
ilið. Konan fór með yngsta
barnið út í Ólafsfjörð og vann
þar, en hinum eldri komum við
fvrir hjá .vem.lafólki. En þegar
svo ekkert varð úr fyrirhugaðri
lækningaferð, fór ég að Mið-
Mói til Árna bróður mins og
ho*ði þar heimili, en réð mér
þó sjálfur. Síðar keypti ég bæ,
sem stóð auður í Móskógum en
honum fylgdu engin jarðaraf-
not.
Árið 1932 byrjuðum við hjón
in að hokra saman aftur og þá
fyrst á Bakka i húsmennsku
hjá Árna bróður, sem þá var
þangað fluttur. Árið 1935 flutt
umst við svo að Neða-Haga-
nesi og bjuggum þar í 15 ár eða
fram til haustsins 1950 að við
fluttumst í Ólafsfjörð.
Það var nú stríð milli holds-
ins og andans. Bærinn í Neðra-
nesi var orðinn gjörónýtur en
e gandinn vildi ekkei-t gera. Ég
ætlaði þá að hefjast handa og
reyna að koma upp bæjarhús-
um á eigin kostnað, þó að mér
væri ljóst að það mundi
verða erfitt, ef til vill ofraun.
En þá fréttum við um hús úti í
Ólafsfirði og það varð sá endir
á að við keyptum það.
Annars ætlaði ég aldrei að
flytjast í kaupstað, sveitin er
mér kær og í Vestur-Fljótum á
ég alltaf átthaga.
Neðra-Haganes er sæmileg
asta kot, að vísu er þar lítill
heyskapur, enda hafði ég
a.drei nema % hluta jarðar-
innar. En þar eru umtalsverð
hlunnindi af veiðiskap í Mikla-
vatni og þægilegt að skjótast á
sjó. Þetta hvort tveggja notaði
ég eítir því sem tök voru á.
Einnig fékkst ég talsvért við
smiðar bæði tré og járn, líka
bjó ég til hnakka og aktygi
eða dyttaði að þeim eftir þörf-
um.
Ekki hef ég þó numið neitt
til þessara verka. 1 skóla hef
ég aldrei setið nokkurn dag
nema prófdaginn minn. Það er
þvi ekki von að ég kunni mik-
ið.
Hér í Ólafsfirði hef ég mest
lagt stund á smíðaföndur,
reyndar var ég að skjökta hér
á bát fyrstu árin en hætti því
fljótlega.
Ég er svo sem búinn að sætta
mig vlð að fara hingað. Hér gat
sonur minn, Guðmundur fengið
tækifæri til náms. Hann er nú
húsgagnabólstrari í Reykjavík.
Lifsbjargarvegirnir hafa ver-
ið svipaðir frá ári til árs. Ég
hef alltaf haft það sæmilegt og
ætti ekki að vanþakka það.
minn. Hver mundu verða ör-
iög hans?
Á leiðinni niður var ofurlítill
holtrani. Bróðir minn hafði
dregið byssuskeftið á eftir sér
ari bakkann og í þvi lygn hyl-
ur. Þar lá flatdallur, sem ferða
maður hafði komið á yfir ána.
Einhvern veginn hafði Hjálm
ar fengið vitneskju um ferð
okkar og kom ásamt öðrum
manni niður að ánni. Hann kall
aði tii min og spurði, hvort ég
treysti mér með dallinn yfir
■teiiHÍj"- ’’
Feróa
Sióvá
Hvort sem þér farið langt eða skamnit — og livert
sem þér farið, til Spánar eða Siglufjarðar,
Bandaríkjanna eða Bíldudals, þá er ferðaslysatrygging
SJÓVÁ nauðsyn.
Ferðaslysatrygging SJÓVÁ greiðir bætur við dauða af
slysförum, vegna varanlegrar örorku og vikulegar
bætur, þegar liinn tryggði verður óvinnufær
vegna slyss.
Ennfremur er liægt að fá viðbótartryggingu, svo að
sjúkrakostnaður vegna veikinda eða slysa,
sem sjúkrasamlag greiðir EKKI, er innifalin
i tryggingunni.
Ferðaslysatrygging SJÓVÁ er nauðsynieg, ódýr og
sjálfsögð öryggisráðstöfun allra ferðamanna.
Ferðaslysatryggbig SJÓVÁ er tryggur förimautur.
Dæmi tun iðgjöld af ferðaslysatryggingum SJÓVÁ:
(Söluskattur og stimpiigjöld innifalin).
TÍMALENGD DÁNAKBÆTUR ÖBORKUBÆTl’R DAGPENINGAR A VIKU IÐG4ALD
14 dagar 500.00«.— 2.500.— 271.—
17 dagar 500.000.— 2.500,— 293.—
1 mánuður 500.000,— 2.500.— S90 -
SJÓVATRYGGINGARFÉLAG
ÍSLANDS i*
INGÓLFSSTRÆTI 5 REYKJAVÍK SÍMI 11700
UMBOÐSMENN UM LAND ALLT