Morgunblaðið - 27.04.1971, Page 10

Morgunblaðið - 27.04.1971, Page 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, I>RIÐJUDAGUR 27. APRÍL 1971 Pakistan: Aukin spenna Nýju Delhi, 26. apríl. AP-NTB. SPENNAN milli Indlands og Pakistan færðist mjög í auk- ana um helgina og segja stjórn- málafréttaritarar að ástandið sé að verða mjög alvarlegt, sér- staklega eftir harðorða mót- mælaorðsendingu Indiandsstjórn ar, vegna framkomu embættis- manna Pakistansstjómar við Sprengj- um varp- að á Etnu Catania, Sikiley, 26. apríl __ VlSINDAMENN ræða nú, hvort hyggilegt væri að fá flugvélar til að fljúga yfir eld- fjallið Etnu á Sikiley og varpa sprengjum á ýmsa staði, þar sem gosið er mest. Ef úr yrði væri það reynt til að beina hraunstraumnum á aðrar brautir, en þeir renna eftir nú. í>að var franskur vísinda- maður, Haron Tazieff, sem kom fram með þessa uppá- stungu. Hann kom til Parísar í dag, eftir að hafa verið á gosstöðvunum. Ef úr verður myndi straumnum verða beint niður austurhlíðar f jalls ins, en hann rennur nú í suð- austurátt. Gosið i Etnu hefur nú stað- ið yfir í fjórar vikur og er að verða hið mesta í tvo ára- tugi. 85 ára: Unnsteinn Sigurðsson «5 ÁRA er í dag Unnsteinn Sig- urðsson, skipasmiður, Vestur- vegi 23 í Vestmannaeyjum. Unn- steinn er Skaftfellingur að ætt, fluttist til Eyja austan úr Með- allandi 1923 og hefur starfaðþar siðan, og þá mest að skipasmíð- um. Unnsteinn er mikill heiðurs- maður, tryggur i lund og vin- fastur. Hann er mikill Sjálfstæð- ismaður og tók á sínum yngri árum virkan þátt í starfi Sjálf- stæðisflokksins í Eyjum. Þrátt fyrir háan aldur er Unn- steinn ern og léttur í lund þótt sjónleysi hafi þjáð hann sl. 15 ár. Kvæntur er Unnsteinn Þór- unni Þórðardóttur, sem einnig er ættuð úr Meðallandi, mikilll heiðurs- og sómakonu, en hún varð níræð i desember sl. Vinur. eiginkonu aðalræðismanns Ind- lands í Dacca á flugvellinum í Karachi. Konan var á leið frá Dacca til Indlands og kom flugvél hennar við í Karachi. Þar var henni haldið eftir og meinað að taka flugvél áfram til Nýju Delhi og allur farangur hennar grandskoðaður í augsýn annarra farþega. í mótmælaorðsending- unni segir að aðalræðismanns- frúnni hafi verið sýnd mdkil lít- ilsvirðing og að embættismenn- irnir hafi þverbrotið alþjóða- reglur um diplómataréttindi. I framhaldi af þessu hefur Indlandsstjóm bannað diplómöt- um Pakistansstjórnar að yfir- gefa Indland, unz tryggt hefur verið að indverskir diplómatar fái að fara frá Pakistan óáreitt- ir. Talsmaður stjórnarinnar í Nýju Deiihí sagði að heyrzt hefði að Pakistanstjóm hefði sett ferðabann á indverska diplómata, og því hefði ind- verska stjórnin gert hið sama. Frá þingi Sambands is lenzkra bankamanna. Þingi Sambands bankamanna lokið ÞING Sambands íslenzkra banka manna lauk störfum síðasta vetrardag eftir þriggja daga setu. Gestir á þinginu voru frá bræðrasamböndunum á Norður- löndiun, Danmörku, Noregi og U ng verj aland: Kosningar með nýju sniði — en allir helztu forsprakkarnir voru kjörnir mótatkvæðalítið Búdapest, 26. april AP—NTB GEYSIMIKIL þátttaka var í þing-, bæja- og sveitastjórnar- kosningmn, sem fóru fram í Ungverjalandi á sunnudag. Allir helztu leiðtogar flokksins voru endurkjörnir, mótatkvæðalaust. Þar á meðal voru flokksleiðtog- inn Janos Kadar, Pal Losonczi, forseti, Jeno Fock, forsætisráð- herra og fleiri. Jajos Papp, for- maður yfirkjörstjórnar sagði, að þátttaka hefði verið um 97% og sýndi alvarlega og ábyrga pólitíska vitund þjóðarinnar. Vegna þess, að áhugi manna Utanríkis- ráðherra- fundur Stokkhólmi, 26. apríl NTB UTANRlKISRÁÐHERRAR Norð urlanda komu saman til fundar í Stokkhólmi í dag og standa viðræður ráðherranna í 2 daga. Fjallað verður um ýmis alþjóða- mál, m.a. ástandið i Miðaustur- löndum, hugsanlega samhjálp Norðurlandanna við bágstadda í Austur-Pakistan og fleira. - Emil Jónsson, utanríkisráð- herra situr fundinn af Islands hálfu. á stjórnmálum hefur dvínað í landinu höfðu verið samin ný lög, þar sem svo var kveðið á um, að kjósendum væri heimilt að skrifa á kjörseðil nafn ann- ars en þess sem í framboði var. Meðal þeirra 49 sem kjörnir voru eftir þessum nýju lögum var Zoltan Szef, 29 ára gamall, blind- ur háskólakennari, og felldi hann opinberan frambjóðanda Þjóð- fylkingarinnar, frú Janosne Korpai. 1 þessum kosningum voru kjörnir 352 fulltrúar á þjóðþing Ungverjalands og um 70 þús- und fulltrúar í bæja- og sveita- stjórnir. Endaniegar niðurstöður munu liggja fyrir á morgun. Franz Jonas Jonas endurkjörinn í Austurríki VlNARBORG 25. april, NTB, AP. Franz Jonas, forseti Austnrríkis, var endurkjörinn til næstu sex ára í forsetakosningunum, sem fram fóru um helgina. Jonas hefur gegnt embættinu eltt kjör- timabil, hann er rúmlega sjötug- ur að aldri og er úr flokki Jafn- aðarmanna, eins og allir forsetar landsins hafa verið síðustu 25 árin. Helzti keppinautur Jonasar var ihaldsmaðurinn Kurt Waldheim, fyrrverandi utanríkisráðherra. Jonas fékk 2.488.372 atkvæði og er það um 52,79 prósent, Wald- heim hlaut 2.225.368 atkvæði, eða um 47,21 prósent. Talið er að sigur Franz Jon- as í þessum forsetakosningum kunini að hafa þau áhrií að Bruno Kreisky, forsætisráðherra, rjúfi þing og efni til nýrra kosn- inga. Stjóm Kreiskys er minni- hlutastjórn Jafnaðarmanna. Fimm milljónir manna voru á kjörskrá og var mikil þátttaka víðast hvar yfir 90 prósent, enda liggja sektir eða önnur viðuriög við þvi í Austurríki að neyta ekki kosndngaréttar. Svíþjóð. Einnig voru þarna for- maður BSRB Kristján Thorlaci- us og fulltrúi Farmanna- og fiski mannasambands íslands Ingólf- ur Stefánsson. Mörg mál lágu fyrir þinginu enda stundum unnið til miðnætt is. Forsetar voru kjörnir þeir Helgi Bachmann og Guðmund- ur Árnason og ritarar þau Sig- urborg Hjaltadóttir og Svein- björn Egilsson. Nýlolkið er gerð kjarasammiings milli sambandsins og stjórna bankanna, er samþykktur var á aukaþingi SlB. Nokkurrar óánægju varð vart varðandi skipan fólks i launa- flokka og var stjórninni falið að vinna að leiðréttingu i þessu efni með stjórnum starfsmannafélag- anna. Þá var rætt um skipan fræðslu mála á vegum bankamanna og var skipulag Bankamannaskól- ans mjög til umræðu. Var áherzla lögð á, að skólinn yrði fær um að veita starfsfólki bank anna aukna faglega fræðslu. Jafnframt yrði komið á fót, á vegum skólans, námskeiði fyrir eldra starfsfólk, sem auka vildi við þekkingu sína í bankafræð- um. Þingið ítrekaði fyrri kröfur síniar um að ávallt yrðu auglýst- ar til umsóknar bankastjórastöð ur, er losna, og bankafólki gef- inn kostur á að sækja um þær. Nokkrar breytingar voru gerð ar á lögum sambandsins enda er fyrirhuguð allveruleg aukning hinnar félagslegu starfsemi. Á þinginu flutti erindi dr. Gylfi Þ. Gíslason um stefnu rík- isstjórnarinnar í bankamálum. Einnig flutti þar erindi Ásgeir Magnússon um hóptryggingar, en það mál hefur verið ofarlega á baugi með bankafólki, sem aukin kjarabót. 1 stjórn Sambands íslenzkra bankamanna eru nú: Hannes Pálsson formaður, Guðjón Hall- dórsson, Ólafur St. Ottósson, Þor kell Magnússon og Stefán Gunn- arsson. Fátt um frjálsa demókrata Kiel, 26. apríl NTB—AP EFTIR einhverja harðvítugustu kosningabaráttu í sögu Vestur- Þýzkalands hrósuðu Kristilegir demókratar sigri og fengu hrein- an meirihluta í kosningum S Schleswig-Holstein, á sunnudag- inn. Kosnir voru 73 menn og fengu Kristilegir demókratar þai af 40 fulltrúa. Fylgi Jafnaðar- manna jókst nokkuð, eða úl 39,4% í 41,2% og fengu þeir nú 32 fulltrúa í stað 30 áður. Einna mesta athygli vekur þó, a3 Frjálsir demókratar komu eng um manni að og sömu sögu ei að segja um flokk nýnazista. Stjórnmálafréttaritarar eru i einu máli um, að úrslitin I Schleswig-Holstein séu mikill ó sigur fyrir stjórn Willy Brandts Rogers kominn til Lundúna London, 26. apríl — AP WILLIAM Rogers, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, kom til Lundúna í dag, sem er fyrsti áfangastaðurinn á hálfsmánaðar ferð ráðherrans um Evrópu og Mið-Austurlönd. Tilgangur ferð- arinnar er að reyna að vinna að friðariimleitunum í löndimum fyrir botni Miðjarðarhafs. 1 Lundúnum situr Rogers ráð- herrafund Seato (AS-Asíubanda- lagsins), sem hefst á morgun, þriðjudag. Þaðan fer hann ti) Ankara i Tyrklandi og situr þai fund Cento, áður en hann heldui til Saudi-Arabíu, Jórdaníu, Líb anon, Egyptalands og Israels, Gert er ráð fyrir að Rogers kom) aftur til Washington 9. maí nk. - Virðuleg athöfn Framhaid af bls. 3. isflokksins, Bjarni Benedikts- son, gert grein fyrir því, að erfiðleikar þessarar litlu þjóð- ar væru hjá liðnir og nú væri aftur bjart framundan. Þegar árið 1970 gekk í garð, horfði mjög glæsilega í efnahags- málum þjóðarinnar. Utflutn- ingsverðmætin höfðu stór- aukizt, bæði vegna betri afla og hærra markaðsverðs og hins, að meiri breidd var kom- in í atvinnulíf landsmanna. Iðnaðurinn var að eflast til átaka og útflutnings. Stóriðja hafði haldið innreið sína í tengslum við virkjun stærsta fallvatns landsins. En það hafði lengi verið boðskapur Bjarna Benediktssonar, að til öryggis athafna- og efnahags- lífi þjóðarinnar þyrfti að breikka grundvöll atvinnulífs- ins með sköpun nýrra at- vinnuvega samhliða eflingu eldri atvinnugreina, en þann- ig yrði hver til styrktar öðr- um. — ★ — Við vissum það ekki, Sjálf- stæðisfólkið í landinu, að for- maður okkar var á þessari stundu um það bil á boðleiðar enda. Við getum glaðzt yfir því í söknuði okkar í dag, að á þessu augnabliki var sigur formanns okkar stærstur. Það var ekki aðeins, að Sjálfstæð- isfólkið i landinu hafði treyst ötulli forustu hans, heldur naut hann nú meira trausts en nokkur annar stjórnmála- maður landsins. Fólkið í land- inu hafði ótvírætt kunnað að meta, að hann var mikill stjórnandi bæði i bliðu og stríðuL

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.