Morgunblaðið - 27.04.1971, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 27.04.1971, Blaðsíða 28
JUorjjjinMíiMfo nucLVsmcnR £S*-»22480 ÞRIÐJUDAGUR 27. APRÍL 1971 Fullfermi af síld • • Orfirisey fékk demantssíld austur af Eyjum % ÖRFIRISEY RE fékk um 300 tonn af síld alllangt austur af Vestmannaeyjum í gær, en mjög óvenjulegt er að síld veið- ist svo snemma árs. Eitthvað af aflanum er demantssíld. Örfiris- ey fór með 100 tonn til Eyja og verða þau fryst til beitu, en af- gangurinn fer til niðurlagning- ar í Norðurstjörminni í Hafnar- firði. Var báturinn vænlanlegur þangað í morgun. í viðtali við Einar Sigurðsson útgerðarmann í gærkvöldi kom fram að örfirisey vaið fyrst vör við síldkia er báturinn var að leita að bolfigki með þorsknót á svæðinu austur af Eyjum fyrir helgina. Gott veður var á þess- um slóðum i gær og var Hafrún á leið þangað í gærkvöldi. Haf- rún veiðir fyrir Norðurstjöm- una ásamt Örfirisey. Skipstjóri á Örfirisey er Kristján Ámason frá Húsavík. Þess má geta að báturinm varð þriðji hæsti báturinn á loðnu- veiðunum í vetur, með um 5000 lestir. Forsætisráðherra urn smíði skuttogara; Samningar verða undirritaðir fljótlega Smíðaðir eftir þýzkum teikningum á Akureyri SAMNINGAR um smíði tveggja stórra skuttogara hjá Slippstöð- inni á Akureyri verða undirrit- aðir einhvem næstu daga. Tog- ararnir verða smíðaðir sam- kvæmt lögum, sem heimila ríkis stjórainni sérstakan stuðning við smíði um 1000 lesta skuttog- ara og hefur Útgerðarfélag Ak- ureyringa þegar Iýst sig kaup- anda að fyrra togaranum. Kom þetta fram í ræðu, sem forsætis- ráðherra, Jóhann Hafstein, for- maður Sjálfstæðisflokksins, flutti á Landsfundi á sunnudag- inn. Af þessu tilefni sneri Morg- unblaðið sér til Gunnars Ragn- ars, forstjóra Slippstöðvarinnar á Akureyri, og sagði hann að gert væri ráð fyrir að fyrri tog- arinn yrði afhentur 21 mánuði eftir samningsundirskrift, en hinn togarinn yrði afhentur 9 mánuðum seinna. Gunnar sagði, að upphaflega hefði verið gert ráð fyrir að undirrita sammingana um smíði togananina á sumardagimn fyrsta, en vegna mauðsynlegra tækni- legra útreibninga vegna breyt- inga á teiknimgum, sem smíðað verður eftir, hafa undirskriftir tafizt. —Togararnir verða smíðaðir eftir þýzkum teikningum, en þær krefjast nokkurra breyt- inga miðað við íslenztoar aðstæð- ur. Verður endurskoðun þessi gerð í Slippstöðinmi og er það um hálfsmámaðar verk. Þótti rétt að fresta sammingsundirrit- un þar til því væri lotoið, sagði Gunnar, — og má þvi búast við að undirritum fairi fram ein- hvern tíma á næstunmi. Aðspurð ur sagði forstjóri Slippstöðvar- innar, að undirbúnimgstími að smíði skipanna væri mokkrir mánuðir, en gert væri ráð fyrir að hægt yrði að afhenda fyrri togaranm 21 mánuði frá því saminimgar væru undirritaðir. Þegar fyrra slkipið verður komið á inmiréttinga- og raflagnastig, verður hafízt hamda vilð smíði seinni togarans og á hanm að vera tilbúinm til afhendimgar 9 mánuðum síðar en sá fyrri. Franihald á bls. 2. i EINS og sagt var frá í suniiudagsblaði Morgunblaðs- ins gekk furðu næst, að tog- arinn Ross Curlew, skyldi sleppa við skipbrot við inn- siglinguna í Vestmannaeyja- höfn sl. föstudag, þegar tog- arinn reyndi lóðslaus að sigla inn í höfnina i 11 vind- stigum. Á myndinni er Ross Cur- lew GY 692, byrjaður að. lialda út frá grynningunum með Urðunum skammt fyrir austan Skansinn, þar sem nokkrir metrar réðu því hvort togarinn færi í hafið. Mikill fjöldi fólks fylgdist með því frá Skansinum hvernig fara myndi. Sjá fleiri myndir á bls. 12. Ljós- myndir Mbl. Sigurgeir Jón- asson. Inflúens- an í rénun VEIKINDAFARALDUR, sem gengið hefur yfir Reykjavík og kallaður hefur verið inflúensa, er nú í rénun að sögn aðstoðar- borgarlæknis í gær. Em vitjana- beiðnir lækna komnar í eðlilegt horf, en vikuna 4.—10. apríl voru þær langt yfir meðallagi. Þótt him svotoaillaða in/flúemisa Lík skipverja finnst Höfn, 26. apríl. 1 FYRRAKVÖLD fannst lík Jóns Níelsar Jónassonar, há- sieta af Sigurfara SF 58 sem fórst 17. april si. á immsigling- unmi í höfnima. Líkið fannst um það bil einn kilómetra vestan við svonefnda Sævarhólakletta á Mýrum. Er lík Jóns þriðja likið, sem finmist og eru þá 5 enm ófundin. Leitað var í dag bæði úr lofti og á lamdi, en leitin var áróuigurslaus. — Fréttaritari. landar 50 tonnum ÁGÆTISAFLI barst á land í Þorlákshöfn í gærkvöldi. Skála- fellið Iandaði 50 lesturn eftir tvær nætur og tveir bátar lönd- uðu 40 tonnum og einn 30 tonn- um. Aðrir bátar voru með minna. Samkvæmt upplýsingum frá mokkrum öðrum verstöðvum suðvestanlands var afli heldur tregur. Skársti afli Keflavíkur- báta eftir tvær mætur var um 18—19 tonm, Akranesbátar höfðu almen'nit lítimin afla, og somu sögu var að segja í Eyjum. Flóttamannasöfnunin: Rúmar 2 millj. í Reykjavík sé nú í rénum, er heilsufarið í borginmi ekki gott samkvæimt upplýsimgum aðstoðarborgar- læknis. Til dæmis ber talsvert á kvefi, hálsbólgu og iðrakvefi. I>orlákshöfn: Skálafell Söfnun verður haldið áfram Frá talningu í Landsbankanum í gær. (Ljósm. Mbl. Sv. Þorm.) FLÓTTAMANNASÖFNUNIN sl. sunnudag gekk vel hér á Iandi að sögn framkvæmdastjóra söfn- unarinnar, Stefáns Ilirst. 1 Reykjavík söfnuðust alis 2 millj. 45 þús. kr., en í gærkvöldi lágu tölur aðeins fyrir frá tveimur öðrum stöðum, þ.e.a.s. frá Eski- firði og Mosfellshreppi. Á Eski- firði söfnuðust alls 77 þús. kr. og í Mosfellshreppi 34 þús. kr. Niðurstaðna frá öðrum stöðum á landinu má vænta innan tíðar. Ákveðið hefur verið að halda áfram söfnuninni í Reykjavík um nokkurt skeið og taka bank- ar og bankaútibú á móti framlög- um. Einnig verður leitað til fyrir- tækja og stofnana og þess farið á ieit við sveitarfélög að þau styrki málstaðinn. Um 600 sjálfboðaliðar gengu á milli húsa á sunnudaginn í Reykjavík til þess að safna fé til hjálpar flóttafólkinu í Afríku. Sagði Stefán Hirst að sjálfboða- liðunum hefði yfirleitt verið vel tekið, en hins vegar hefði verið nokkuð um það, að fólk væri ekki heima á þeim tíma, sem safnað var, þ.e.a.s. milli 6 og 10 um kvöldið, enda var veður hið bezta á sunnudaginn og vafa- laust hafa margir farið út úr bænum. Talning hófst í Reykjavík kl. rúmlega 4 í gær og lauk henni um kl. 8.30.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.