Morgunblaðið - 27.04.1971, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 27.04.1971, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. APRlL 1971 seinni tið, býst ég við. Nú skul- um við athuga, hvort við finn- um þetta merki á fram- handleggnum. Hann bretti blóðugri skyrt unni upp á handlegginn á lík- inu. Þar gaf á að líta merkið, sem Horning hafði talað um. - Þetta er þá Benjamín, sagði Appleyard dræmt. — Þetta er nú það undarlegasta, sem fyrir mig hefur borið. Get- ið þér fundið nokkurt vit út úr því? Jimmy benti á gullpen- ingahrúguna. — Nú er ég loks- ins að sjá einhvem tilgang með þessu morði á Caleb, sagði hann. — En það væri rétt að vita, hvort við finnum nokkuð meira, áður en við förum með líkið í líkhúsið. Þeir héldu áfram verkinu þangað til því var að fullu lokið. Auk nokkurra gullpen- AKRA fyrir steíh inga fundu þeir ekki annað en tvo hálfhringi úr járni, báða talsvert beyglaða. Hvor þeirra var um það bil þrír fjórðu úr þumlungi á þykkt. Sá sem innar hafði verið var með nokkrum götum á. — Þetta er eftir Benjamín, sagði Jimmy er hann athugaði götin. Hann hefur borað tvær raðir af götum i bogann, sem var innan til í tuminum. Svo fór hann að spenna hann út með járnstönginni. Það hlýtur að hafa komið heill foss af sandi og gullpeningum, þegar hann losn- aði. Og prófessorinn var að út- skýra það i gærkvöldi, að þeg- ar turninn væri óstuddur öðr- um megin, mundi hann hrynja. Þeir skildu nú eftir tvo menn til að gæta gullsins, en hinir sneru til Lydenbridge og höfðu með sér líkið. Þegar þeir höfðu komið þvi í líkhúsið og tilkynnt Darlington lækni um það, var klukkan orðin hálftiu. Siðan gengu lögreglumennirnir tveir i Drekann, þar sem þeim var sagt, að Priestley og Harold Merefield sætu að morgunverði í setustofu sinni og hefðu mælt svo fyrir, að þegar þeir Jimmy og Appleyard kæmu, skyldi þeim boðið að borða með þeim. Jimmy sagði því söguna af fundi þeirra undir borðum. Priestley hlustaði með athygli en skaut inn í einni og einni spurningu. Hann brosti, þegar Jimmy hafði lokið frásögn sinni. — Skýring okkar á ritningar- stöðunum virðist þá hafa verið rétt, sagði hann. — Já, skýring yðar, sagði Appleyard. — Mér hefði aldrei dottið í hug að fara að hreinsa út turnrústina, ef ekki þér hefð- Piltur 18 til 25 ára óskast til starfa í sumar, einnig gæti orðið um lengra starf að ræða, algjör reglusemi áskilin, þarf að hafa gott bílpróf. Starfið er við fjölþætta matvörudreifingu. Mynd óskast ásamt upplýsingum um fyrri störf. Tilboð sendist Morgunblaðinu sem fyrst merkt: „Snemma á fætur — 6077". Allar tegundir i útvarpstæki, vasaljós og leik- föng alltaf fyrirliggjandi. Aðeins i heildsöiu til verzlana. Fljót afgreiðsla. HNITBERG HF. Oldugötu 15, Rvik. — Simi 2 28 12. uð verið. Ég hefði gaman af að heyra yðar skýringu á þessu öllu. — Hún virðist vera frekai einföld sagði Priestley rólega. ftún byrjar á Thaddeusi Glap thorne og aðferð hans til að geyma afganginn af auðnum sínum. Þá voru óróatímar, eins og við vitum. Þegar turninn var byggður var ófriður nýaf- staðinn og í óvissu, hvort búast mætti við nýrri uppreisn, með erlendri hjálp. Forsjáll maður hefði gjarnan viljað geyma auð sinn á einhverjum öruggum stað. Og Thaddeusi datt í hug að byggja turn, með holrúmi i, fullu af sandi. — Við vitum ekki, hvers vegna hann trúði ekki erfingj- um sínum beinlínis fyrir leynd- armálinu. Kannski hefur hann óttazt eyðslusemi þeirra eða þá stjórnmálaskoðanir. Að minnsta kosti faldi hann upplýsingarn- ar í dulmáli, sem hann einn þekkti og skrifaði þær þannig í ættarbiblíuna. Raunveru- lega hafði hann sagt: „Lesið eftirfarandi vers og þið munuð finna vit út úr þeim. Turninn hefur að geyma auðlegð. Höggv- ið sundur stengurnar, sem þið munuð finna norðanmegin í hon um, en farið varlega að þvi, annars hrynur turninn yfir ykk ur. /Og þessi viðvörun var alveg sérstaklega nauðsynleg vegna þess hve járnsveigarnir voru misbreiðir. Botninn, sem pen- ingarnir hvildu á, hallaðist inn á við. Það var því næstum ómögulegt að hreyfa við honum innan frá, án þess að turninn félli. Hins vegar mátti bora gegnum ytri sveiginn og reka stoðir undir jafnharðan, og þá var hægt að ná út gullinu án allrar áhættu. Og auðvitað hefur Thaddeus Glapthorne ætlazt til, að þann- ig væri farið að. Hann ætlað- ist til, að sá afkomandi hans, sem læsi úr gátunni, gæti opnað utan frá óhultur, og haft mann- afla til að hjálpa sér. En ef gátan og ráðning hennar lenti í höndun um á einhverjum óviðkomandi, mundi sá heidur vilja vera einn að verki og leita innan frá, þar sem ekki sæist til hans. Þannig vildi Thaddeus verjast þjófnaði. Og í þessu liggur skýringin á því, sem þið funduð þarna í morgun. - En Benjamin Glapthorne? sagði Appleyard. — Hvernig kemur hann þarna til skjal- anna? — Sjálfsagt er Waghorn full- trúi þegar búinn að finna svar- ið við þeirri spurningu, sagði Priestley. — Kannski vill hann segja okkur það. AKR A fyrír steik l>að tekur aðeins 10 niínút.ur. — Já, eftir því sem ég get, sagði Jimmy. Þér sögðuð okkur í gækvöldi að viðkomandi mað- ur yrði að uppfylla tvö skilyrði: Hann yrði að hafa haft aðgang að ættarbiblíunni og hann yrði að hafa vitað af járnsveignum innan í turninum. — Benjamín uppfyllti bæði þessi skilyrði. Woodspring seg- ir okkur, að hann hafi einhvern- tíma talað með fyrirlitningu um ættarbiblíuna og sagt, að þeir hefðu ekkert við hana að gera. Ég held, að þá hafi hann þegar verið búinn að lesa úr ritning- arstöðunum, og gjarna viljað koma biblíunni undan, áður en faðir hans og bróðir rækjust á ráðninguna. Og hann hafði næg tækifæri til að rannsaka turn- inn að innan. Rétt eins og Waily, gæti hann hafa vitað af járnsveignum frá því hann var lítill strákur. —■ En vitundin um fjársjóð- inn var honum einskis nýt með- an bróðir hans væri á lífi. Peningarnir voru ekki hans eign og myndu aldrei verða það, ef hann léti uppskátt um tilveru þeirra. Við vitum nóg um þá frændur til þess að geta okkur til um, hvernig farið hefði ef Benjamín hefði náð í peningana og farið með þá í Kiaustr- ið. Þeim hefði verið varið til þess að koma eigninni í sæmi- legt lag aftur. Caleb hefði get- að kvænzt og eignazt afkomend ur og þá var úti um alla arfsvon hjá Benjamín. . Þá hefði hann AKRAIAKRA fyrír steik | fyrír steík L Hrútui'inn, 21. marz — 19. apríl. Fáum ber saman um nokkurn skapaðan hlut í dag. Nautið, 20. apríl — 20. mai. Enginn sleppur við gagnrýni. Tvíburarnir, 21. maí —^ 20. júní. Allt, sem þú aðhefst í clag vekur athygli, svo að ]m skalt standa Þig. Krabbinn, 21. júní — 22. júlí. í dag er hollara að tala hreint út um hlutina. Ljónið, 23. júií — 22. ágúst, Fólki lánast furðu vel að ónáða þig_ Einbeittni þín er þér mikil vægari en fyrr. Meyjan, 23. ágúst — 22. september. I>ú ert þinn eigin herra. Atburðir dagsins eru bein afleiðing fyrri ákvarðana þinna. Vogin, 23. september — 22. október. Málefni, sem lengi hafa beðið, verða allt í einu aðkallandi. Sporðdrekinn, 23. október — 21. nóvember. Ágæt hugmynd þín verður að veruleika, ef þú vandar þig. Rogmaðurinn, 22. nóvember — 21. desember. Ef þú sýnir of mikla hluttekningu í vandræðum annarra, lend- irðu sjálfur í ógöngum. Steingeitin, 22. desember — 19. janúar. I»ú skalt gera grein fyrir skoðunum þínum eins fljótt og auðið er, og vinna vel að framtíðarvandamálum þínum. Vatnsberinn, 20. janúar — 18. febrúar. I»að, sem skeður í dag, verður ýmsuin breytingum undirorpið. Fiskarnir, 19. febrúar — 20. marz. Endurnýjaðu gamlan kunningsskap, og reyndu að fá aðstoð til frekari framkvæmda. Fé tími, fyriphöfn sparast, ef beitt er fuilkomnustu flutningatækni nútímans. Flugfélagið býður beztu þjónustu í vöruflutningum innanlands og millí landa. Flugfrakt með Flugfélaginu: ódýr, fljót og fyrirhafnarlaus. SKRIFSTOFUR FLUGFÉLAGSINS OG UMBOÐSMENN UM LAND ALLT VEITA NÁNARI UPPLYSINGAR OG FYRIRGREIÐSLU FLUCFÉLAC íSLAJVDS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.