Morgunblaðið - 27.04.1971, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 27.04.1971, Blaðsíða 14
14 MöRGtnsfftLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. APRflL 1971 Otgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraidur Sveinsson. Rilstjórar Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráó Jónsson. Aðstoðarritstjóri Styrmir Gunnarsson. Ritstjómarfuiltrúi Þorbjðm Guðmundssort. Fréttastjóri Bjöm Jóhannsson. Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstræti 6, sími 10-100 Augfýsingar Aðalstræti 6, sími 22-4-80. Áskriftargjaid 195,00 kr. á mánuði innanlands. I iausasölu 12,00 kr. eintakið. STERKASTA AFLIÐ TVTítjándi landsfundur Sjálf- stæðisflokksins hófst sl. sunnudagskvöld með fjöl- raenmmi setningarfundi, er Jóhamn Hafstein, forsætisráð- herra og formaður Sjálfstæð- isflokksins, flutti yfirgrips- mikla setningarræðu, þar sem hann rakti þróun stjómmál- anna frá því að landsfundur vair síðast haldinn í október- mánuði 1969. Landsfundir Sjálfstæðisflokksins em jafn- an meðal þýðingarmestu stjórnmálaviðburða ársins. Þair koma helztu trúnaðar- menn stærsta og öflugasta stjómmálaflokks landsins saiman til fundar til þess að ræða málefni flokksins og marka stefnuma fyrir næstu ár. Það sem gerist á lands- fumdi Sjálfstæðisflokksins hefur því úrslitaþýðingu fyr- ir stjórnmálaþróunina í land- inu. Að þessu sinni koma Sjálf- Stæðismemn saman til lands- fumdar í fyrsta skipti eftir fráfall Bjama Benediktsson- air. Sú staðreynd setur óhjá- kvæmilega sinn svip á þenn- an landsfund. í setningar- ræðu sinni minntist Jóhann Hafstein þess, að á lamdsfund- inum haustið 1969 hefði Bjami Benediktsson gert fulltrúum grein fyrir því, að erfiðleikar þjóðarinnar væru nú hjá liðnir og aftur bjart framundan. Síðan sagði Jó- hamn Hafstein: „Við vissum ekki, Sjálfstæðisfólkið í land- inu, að formaður okkar var á þesisari stundu um það bil á boðleiðar enda. Við getum gfeðzt yfir þvi í söknuði okk- ar í dag, að á þessu augna- bliki var sigur formanns okk- ar stærstur. Það var ekki að- eims, að Sjálfstæðisfólk í landinu hafði treyst ötulli forustu hans, heldur naut hann nú meira trausts en nokkur annar stjómmálamað ur landsins. Fólkið í landinu hafði ótvírætt kunnað að meta, að hann var mikill stjómandi bæði í blíðu og stríðu.“ Jóhann Hafstein lagði sér- sfcaka áherzlu á landhelgis- málið í ræðu sinni við upphaf lamdsfundar og kvaðst telja, að af einstökum málum á þjóðmálasviðinu væri land- helgismálið afdrifaríkast fyr- ir þjóðina í heild. „Ég tel samtímis það mál hafa þá sér sfcöðu, að það ætti að vera hafið yfir pólitískar flokka- deilur, enda hygg ég, að það sé sanni næst, að um stefnu og efni þess máls standi ein- huga þjóð. Nú er ekki svo vel, að afgreiðsla málsirus á síðustu dögum Alþimgis hafi vitnað um þessa einimgu, en þó vil ég leggja áherzlu á, að efniságreiningurinn er sáralítill. Því má segja, að skoðamir hafi aðeins verið skiptar um framkvæmd eða aðferðir um málsmeðferð,11 sagði Jóhann Hafstein. Um þann ágreining, sem komið hefur upp um tímasetnimgu útfærslunnar sagði forsætis- ráðherra í setningarræðu sirnni: „í þessum efnum vildi stjómarliðið hafa þann hátt á að taka þátt í undirbún- ingsfundum 86 ríkja vegna fyrirhugaðrar hafréttarráð- stefnu Sameinuðu þjóðanna árið 1973, kynna málstað Is- lands og kanna afstöðu amn- arra þjóða, áður en kveðið væri upp úr um það af okk- ar hálfu, hvenær og hvermig útfærslu fiskveiðilandhelg- innar yrði hagað. Við tókum skýrt fram, að í þessu fælist ekki, að við teldum ekki ráð- legt, að útfærsla færi fram fyrir hafréttarráðstefnuna og jafnvel fyrir 1. september 1972, ef breyttar kringum- stæður og aðstæður að öðru leyti, svo sem stórsókn á fiskimið okkar mundu knýja okkur til þess. Hitt væri sið- aðra manna háttur að reyna til hlítar samkomulag við aðra og afla viðurkenningar annarra þjóða á rétti okkar, eins og segir í ályktun Al- þingis frá 5. maí 1959, sem allir þingflokkar stóðu þá ein huga að.“ Forsætisráðherra fjallaði einnig um samningana við Breta og Vestur-Þjóðverja frá árinu 1961 og af- stöðu stjórnarandstæðinga til þeirra og sagði: „Við töldum heldur ekki slíka tilkynningu tímabæra, en. tókum skýrt fram, að vissulega væru slík- ir samningar ekki óuppsegj- anlegir, þegar breyttar kring umstæður og brostnar for- sendur lægju fyrir og um það færi að almennum regl- um laga,“ í lok ræðu sinmar ávarpaði Jóhann Hafstein, forsætisráð- herra Sjálfstæðismenm sér- staklega og sagði: „Stjórnar- forustan leggur Sjálfstæðís- flokknum á herðar ábyrgð umfram aðra flokka. Undan þessari ábyrgð hefur aldrei verið hvikað né tilraun gerð til þess að ganga á snið við hana. Eigi vitum við, hvaða úrslit alþingiskosningarnar fela í skauti sínu. Hitt hygg ég, að flestum þyki sanni næst, að Sjálfstæðisflokkur- Mynd þessi var tekin á hádegisverðarfundi Varðbergs og Samtaka um vestraena samvinnu á laugardaginn var. Talið frá vinstri: Niels P. Sigurðsson, Pétur Thorsteinssom, ráðunevt- isstjóri í utanríkisráðuneytinu, Robert Elisworth, Luther I. Replogle, sendiherra Bandaríkj- anna á íslandi og PáU Ásgeir Tryggvason, deiidar stjóri í Varnarmáladeild. Hefur úrslitaþýðingu fyrir öryggi Evrópu sagði Robert Ellsworth um varnarstöðina í Keflavík — ÞESSARAR heimsókn- ar hef ég lengi beðið, því að hún sameinar tækifæri til þess að sjá ísland, til að njóta alls þess, sem landið býður ferðamamni og til að ráðfærast um þau mikilvægu mál, sem eru okkur sameiginleg. Þannig komst Robert Ellsworth, fastafulltrúi Bandaríkj- anna hjá Atlantshafsbanda laginu að orði í ræðu, sem hann flutti á hádegisverð- arfundi félaganna Samtök um vestræna samvinnu og Varðberg á laugardaginn var. — Þegar ég tók við núver- andi stöðu minni hjá NATO, sagði Ellsworth ennfremur, hafði ég setið þrjú kjörtíma- bil í fulltrúadeild Bandarikja- þings og þess vegna vildi ég heimsækja Alþingi, fyrstu löggjafarsamkundu veraldar. Bandaríkjamenn eru mjög hreyknir af 200 ára afmæli sjálfstæðis síns og uppvaxt- artíma eigin stjómmála- kerfis. En Alþingi er auðvit- að meira en fimm sinnum eldra. Reynsla ykkar af stjórn- málakerfi, sem byggist á um- ræðum og gagnkvæmum skilningi, hefur komið fram í meðferð Islendinga á utan- rikismálum nú á tímum. Is- land var ekki aðeins í hópi fyrstu aðildarríkja Samein- uðu þjóðanna, heldur ber Norður-Atlantshafssáttmálinn undirskrift látins forsætisráð- herra ykkar. Þessi sáttmáli hefur orðið hornsteinn utan- rikisstefnu, sem byggist á al- þjóðlegum velvilja og gagn- kvæmri virðingu. Robert Ellsworth ræddi um varnarliðið á íslandi og sagði þar: — Varnarstöðin í Keflavik hefur úrslitaþýðingu fyrir ör- yggi Evrópu og þátttöku Bandaríkjanna í vörnum Vest ur-Evrópu. Vegna sérstakrar hemaðarlegrar legu sinnar miðað við Atlantshafið og Norðurhvel jarðar, skapar varnarstöðin í Keflavík örygg inu meiri breidd. Áhrif norðurjaðars NATO- svæðisins verða sífellt meiri á öryggi alls svæðisins. Stór- aukin umsvif og geta sovézka flotans ræður hér mestu. Á siðustu árum hefur rússneski flotastyrkurinn á Norður- Atlantshafi stöðugt vaxið, bæði að fleiri og nýtízkulegri skipum. Sovétmenn hafa auk- ið til muna getu sína til land- göngu á Norður-Atlantshafi. Án Islands myndi mið- og suð urhluti strandlengju Noregs vera berskjaldaður fyrir hvers konar víðtækum aðgerð um sovézka flotans. Sá mikilvægi samvinnuvilji íslands, sem felst í því að leggja fram þessa stöð fyrir NATO, sem er notuð af Bandaríkjamönnum, er þess vegna lykillinn að vörnum norður-jaðarsins og sameigin- legur áhugi NATO-ríkjanna á þvi að halda áfram þessari samvinnu hefur aldrei verið meiri. Einn þáttur í samskiptum austurs og vesturs í Evrópu, sem gæti haft bein áhrif á skipan hersveita Bandaríkj- anna og annarra NATO-ríkja yrði samkomulag milli NATO og Varsjárbandalagsins um jafnan og gagnkvæman sam- drátt herafla. En slíkt sam- komulag hefur verið mark- mið Atlantshafsbandalagsins allt frá þvi að ráðherrafund- urinn var haldinn hér í Reykjavík sumarið 1968. Robert Ellsworth ræddi ennfremur um umhverfismál og hin miklu mengunarvanda mál nú á dögum og sagði: — Samvinna austurs og vesturs gæti dafnað vel á sviði umhverfismála. NATO hefur látið þessi mál mjög til sin taka, og Island hefur gerzt öflugur þátttakandi í störfum nefndarinnar um ógnir nútíma þjóðfélags, og eins og við var að búast, sér- staklega í þeim málum er snerta verndun hafsins. Það er I samræmi við glögg- skyggni ykkar á hættur þær, sem að umhverfi okkar steðja, að Island átti mikil- vægan þátt í nýlegu sam- komulagi NATO-ríkjanna um varnir gegn því að úrgangs- oliu sé hleypt í hafið af ásettu ráði, en þetta samkomulag er einn mikilvægasti árang- urinn af starfi NATO síð- ustu mánuði. Frá upphafi hafa öll störf okkar á sviði umhverfimála innan bandalagsins farið fram fyrir opnum tjöldum, Vilji Sovétríkin og banda- menn þeirra hefja samvinnu við okkur á þessu mikilvæga sviði, erum við reiðubúnir. Það er að mínum dómi mjög tímabært fyrir löndin í Aust- ur-Evrópu að skuldbinda sig eins og við gerðum með sam- komulaginu, sem ég gat hér að framan, um að eftir 1975 eða 1980, í síðasta lagi, verði hætt að hleypa úrgangsolíu í hafið af ásettu ráði, og að þau færi sér í nyt starf okk- ar, sem miðar að minnkun loftmengunar og mengunar í stöðuvötnum auk alhliða athugana á mengun hafsins. Eins og stendur vinna þó Vesturlönd ein að þessu verk- efni, sem er ágætt dæmi um árangur viðurkenningar okk- ar allra á einum þeirra mörgu sameiginlegu hags- muna, sem hafa í raun gert Norður-Atlantshafið að haf- inu, sem tengir. Skuldbinding okkar á þessu sviði er sann- arlega í þeim anda, sem ég veit að lifir hér, þrátt fyrir hörmulegt fráfall Bjarna Benediktssonar, forsætisráð- herra, sl. sumar. Því að þeg- ar hann undirritaði Norður- Atlantshafssáttmálann fyrir 22 árum, var það undirskrift íslands, og Island hefur hald- ið áfram þátttöku sinni í þeim anda. ino verði eftir sem áðuir sterk asta aflið. í eimstaklingsþrask anum er styrkleiki Sjálfstæð- isflokksins, í samstöðu til átaka áhrifavaldið. Ég bið þess, að nú sem fyrr megi gifta ráða og gatt leiða af stefnu og starfi Sjálfstæðis- flokksins til farsældar landi og lýð “ Lýst eftir vitnum að slysi MAÐUB á reiðhjóli varð fyrir bíl á Hjarðarhaga kl. rétt rúmiega 12 sl, föstudag. Maðurlnn féU í g'ötuna, en taidi sig þó lítt meidd- an og samdist svo með honum og bífreiðarstjóranum, að aUt væri I lagi. Síðar koim amnað í Ijós og er maðurinn meiddur á brjósti og fótum. Er hann uunm sjötugt, Þorbjörn Sigurðssom, Fálkagötu 22. Rannsóknarlögreglan biður öku manninn um að gefa sig fram hið fyrsta, svo og sjónarvotta að slysinu, 3 til 4 unglingspilta, svo og stúlku, sem hjálpaði mannin- um á fætur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.