Morgunblaðið - 27.04.1971, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 27.04.1971, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. APRÍL 1971 17 V inark veð j a: Minningarorð um Grím Kristgeirsson Ég er tekinn að venjast því seinasta áratuginn, að mér ber- ist ærið oft fregnir um andlát góðkunningja minna, vina og fyrr um samstarfsmanna, og ósjald- an hafa slikar fregnir komið mér á óvart og snortið mig eftir minnilega. En mér beinlínis hnykkti við, þegar ég sá til- kynningu um lát Gríms Krist- geirssonar, því að ekki er langt siðan ég var lengi dags með hon um og syni hans á heimili þeirra feðga úti á Seltjarnarnesi og Grímur var jafn hressilegur og glaður — og áhugasamur um al menn mál og þegar við átrtum mest saman að sælda vestur á ísafirði — og með okkur tókst gagnkvæmt traust og órofa vin átta. Grímur Kristgeirsson var fæddur í Bakkakoti i Skorradal 29. september 1897. Foreldrar hans voru Kristgeir bóndi Jóns son og kona hans, Guðný Ólafs- dóttir. Kristgeir var sonur Jóns Ólafssonar á Heiðarbæ í Þing- vallasveit. Hann var glæsimenni gáfaður, f jörmaður mikill, áhuga samur um hag stéttar sinnar og þjóðmál 511, bjartsýnn, ræðinn og skemmtinn. Guðný var greind kona og valmenni. Hún var dóttir Ólafs Guðlaugssonar frá Helgafelli 1 Mosfellssveit, fátækrafulltrúa í Hlíðarhúsum í Reykjavík og Sesselju Guð mundsdóttur, bónda og hafn- sögumanns í Hlíðarhúsum. Guðný var því systir Þórðar prófasts Ólafssonar á Gerðhömr um og siðar Söndum i Dýrafirði, föður Sigurðar söngstjóra og tónskálds. Frá þvi að Grímur mundi eftir -sér og fram til vorins 1913 bjó faðir hans á Gilstreymi, innsta bæ i Lundarreykjadal, þar sem vegurinn liggur upp á Uxa- hryggi. Á æskuárunum átti Grímur að vonum margar ferð ir um fjöll og heiðar i smala- mennskum og fjárleitum, og höfðu töfrar hinnar stórbrotnu náttúru djúp og varanleg áhrif á hann, því að meðan við vor- um samtíða á ísafirði var það hans bezta skemmtun að taka hnakk sinn og hest um helgar, strax og snjóa leysti af fjall- vegum og fara vestur i firði — oftast einn síns liðs. Hann átti alltaf ágæta hesta — og stund um fleiri en einn, kunni og vel með þá að fara, og raunar var hann vinur allra dýra, enda aðalhvatamaður að stofnun Dýraverndunarfélags ísafjarð- ar. Árin 1913—15 vann hann á búi foreldra sinna i Lækjar- hvammi við Reyikjavik, en síð- an ýmis störf í höfuðstaðnum og stundaði um skeið nám í rakara iðn, unz hann réðst til ísafjarð- ar árið 1920. Þar var hann lög regluþjónn i fjögur ár við góð- an orðstír og vinsældir. Hann var maður i hærra lagi, eftir því sem þá var talið, þrékinn, sterkur og snar, en meiru mun þó hafa um það valdið fram- koma hans en líkamsburðir, hve vel honum fórst starfið. Árið 1924 kom hann sér upp rakara- stofu og stundaði siðan iðn sína á ísafirði til 1953, að hann fiutt- ist til Reykjavíkur. Hann starf rækti svo rakarastofu á Kefla- vikurflugvelli, unz hann veikt- ist og varð að ganga undir upp skurð, sem ekki reyndist geta bjargað lífi hans. Hann lézt mánudaginn 19. þessa mánaðar. Grímur kvæntist 1939 Svan- hildi, dóttur Ólafs Hjartar, vélsmiðs á Þingeyri, og konu hans Sigríðar Egilsdóttur. Ólaf- ur er sonur Hjartar bónda á Klukkulandi og viðar í Dýra- firði, bróður Friðriks hrepp stjóra á Mýrum og Eiríks járn- smiðs i Reykjavík, en þeir voru synir Bjama bónda á Hamar landi í Reykhólasveit og Sigríð- ar Friðriksdóttur Jönssonar, prófasts á Stað á Reykjanesi vestra. Voru þeir bræður Ólaf- ur Hjartar og hinn kunni skóla maður Friðrik Hjartar, síðast skólastjóri á Akranesi. Ólafur er mikill hagleiks- dugnaðar- og fjörmaður og Sigriður kona hans annáluð að myndarbrag, risnu og skörungsskap, svo sem hún á kyn til. Þau hjón eignuðust tvær dætur og einn son, og er sonur þeirra Hjörtur Hjartar, framkvæmdastjóri skipadeildar S.l.S. Svanhildur var elskuleg kona og myndar- leg i sjón og raun og bjó hún bónda sínum, sem var henni svo ástríkur, umhyggjusamur og nærgætinn eiginmaður, að á betra varð ekki kosið, gott og fallegt heimili. Þau eignuðust að eins eitt barn, Ólaf Ragnar, sem nú er maður þjóðkunnur og lektor við Háskóla Islands. Frú Svanhildur varð snemma heilsu veil, og var það þeim feðgum sár raun, hve oft hún varð þjáð að dvelja í sjúkrahúsum fjarri heimili sinu — og það var þeim mikill missir, þá er hún lézt eftir langvarandi þján- ingar sumarið 1966 — aðeins rúmlega fimmtug. Ólafur Ragn- ar var foreldrum sínum góður sonur þegar á bemsku- og unglingsárum, reyndist fágæt- lega reglusamur og duglegur námsmaður og að sama skapi áhugasamur um öll almenn mál. Urðu þeir feðgar sérlega sam- rýndir og ræddu landsins gagn og nauðsynjar sem jafnaldrar og jafnréttháir vinir og félagar, hvað sem leið deilum flokka og forystumanna í þjóðmálum, og þarf ég engurn getum að þvi að leiða, að Ólafi Ragnari hafi orð ið ærið mikið um fráfall þess drengskaparmanns, sem var hon um allt í senn, ástríkur faðir, vinur og félagi. Grímur hafði ekki bein af- skipti af bæjarmálum á ísafirði fyrr en árið 1934, enda voru þar forsvarsmenn þess flokks, sem hann fylgdi, Alþýðuflokksins, aðrir eins skörungar og séra Guðmundur frá Gufudal, sonur hans Haraldur og Vilmundur Jónsson og Finnur Jónsson. En ýmis félagsmál lét hann sig miklu skipta. Hann var áhuga- maður um íþróttir og stofnaði íþróttafélag ísafjarðar og einn- ig gl'ímufélag — enda síðar frum kvöðull að því, að Isfirðingar eignuðust sundhöll og var um- sjónarmaður með byggingu hennar; hann vann mikið að fé- lagsmálum iðnaðarmanna og var um skeið formaður Iðnaðar- mannafélags ísafjarðar. 1 bind indishreyfingunni var hann virkur félagi og stofnaði sem áð ur getur dýraverndunarfélag. Lengi var hann i sóknarnefnd og var þegar fram í sótti i stjórn Alþýðuflokksfélags Isa fjarðar og um árabil formaður þess. Frá 1934—1953 var Grlm- ur síðan i bæjarráði eitt kjör- timabil og annars oftast vara- maður. Hann var mikill áhuga- aður um atvinnumál, átti frum kvæði að stofnun útgerðarfé lagsins Njarðar, var í stjórn fyrstu rækjuverksmiðju á Is- landi, sem stofnuð var á Isa- firði 1936, og einnig stóð hann að hlutafélaginu Hávarði. Kynni okkar Grims hófust í rakarastofunni. Milli hennar og þess húss, sem Bókasafn Isa- fjarðar var í, var aðeins eitt hús, og fram hjá henni lá leið mín i safnið og úr því. Brátt gerðist ég oftar gestur i rakara stofunni en þegar ég þurfti að njóta þjónustu rakarans — og þar komu ýmsir verkamenn og sjómenn — einkum eftir að kreppan mikla dundi yfir — sem ekki létu klippa sig eða raka, og var þar margt talað og ýmsar fréttir sagðar, bæði ör- ugglega sannar og samkvæmt vafasömum heimildum. Grimur tók gjarnan þátt i umræðum og gerði sínar athugasemdir við flutning hinna ýmsu frétta. Varð ég þess brátt vís, að hann hafði mikinn áhuga á þjóðmál um og högum almennings í bæn- um, en einnig komst ég fljótlega á snoðir um, að hann var glögg- ur mannþekkjari og gæddur óvenjulega næmu skopskyni. Hann var og auðheyrilega laus við ofstæki gagnvart mönnum og málefnum og unni þeim sann mælis, sem höfðu aðrar skoðan- ir en hann eða voru að meira eða minna leyti gallagripir. Og ekki leið á löngu, unz ég komst að raun um, að ýmsir þeirra, sem telja mátti smælingja, leituðu til hans um ráð og fyrirgreiðslur - og ekki án árangurs. Hann var og oftast glaður og reifur og kunni mjög vel að stilla skap sitt. Við urðum svo fljótlega góðkunningjar og þá er sam- starf okkar hófst um bæjarmál 1934, tókst með okkur sú vin- átta, sem ég hef áður á minnzt. Við Hannibal Valdimarsson höfðum um tólf ára skeið for- ystu Alþýðuflokksins á Isa- firði i bæjarstjórn — og gjarn an i orrahríðum á öðrum póli- tískum mannfundum, ef þing- menn flokksins voru þar ekkl Framhald á bls. 19. NÝ, SÉRLEGA SKEMMTILEG OG VÖNDUÐ BARNAPLATA SGhljomplötur ■I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.