Morgunblaðið - 27.04.1971, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 27.04.1971, Qupperneq 21
MORGUNBLA.ÐIÐ, I>RIÐJUDAGUR 27. APRtL, 1971 21 Grænmetisverzl. bar til Jóns, að hann gerði hann að verkstjóra haustið 1964 og er Jón þá 73 ára. Verkstjórastarfið annaðist Jón í 2 ár og var því 75 ára, er hann lét það af hendi. Hánn leysti þetta starf af hendi í fullu trausti og trúnaði. Ég vann með Jóni Ólafssyni hjá Grænmetisverzl. í 16 ár og er margs að minnast og þakka frá þeim árum. Jón vakti oft gleði og skemmtilegar umræður meðal vinnufélaganna. Eitt var það, sem ég minnist og var sér stakt I kynningu við Jón. Það var það hve fljótt og greinilega hann náði öllum fréttum úr átt- högunum, ef hann náði tali af manni þaðan. Jón var gæddur þeim hæfileika að kunna að spyrja og skilja kjarnann frá aukaatriðunum. Ég hafði það fyrir reglu, ef ég vissi að Jón hafði haft tal af manni úr Hrúta firði eða Laxárdalnum að ganga til hans og vita hvað hann hafði að segja. Hann lét ekki ganga á eftir sér, að segja frá, ailt sagt skýrt og greinilega. 1 við- ræðurn gat Jón orðið kappsfull- ur og ör, en engan mann hefi ég þekkt, sem fljótara og betur tók rökum en Jón gerði. Hann vildi alltaf hafa það er sann- ara reyndist í hverju máli. Þau hjónin Aldís og Jón hafa átt miklu barnaláni að fagna. Börnin eru 6 og öll hraust og mannvænleg, gift og búsett hér í borg. Þau eru: Guðrún hús- móðir, Ólafur rekur bónstöð hér í borg, Þórhaliur trésmíðameist- ari, Borghildur húsmóðir, Höskuldur deildarstjóri í Iðnað- arbankanum, Ægir rekur smurstöð hér i borg. Ein fóstur- dóttir Helga Bergmann, sem er dótturdóttir þeirra og hefur ver ið hjá afa og öramu frá fæðingu og til þessa dags. Barnabörnin eru orðin 25 og barnabarnaböm in 3. Þessi stóri hópur gefur góð- ar vonir um, að eplin falli ekki langt frá eikinni og hér vaxi upp nýtir og góðir þjóðfélags- þegnar. Það er mesta og bezta gleði foreldra og afa og ömmu. Ég kveð Jón Ólafsson, vinnu- félaga og sveitunga minn og þakka honum alla gleði í kynn- ingu og starfi, trausta vináttu og tryggð. Konu hans, börnum, bræðrum og öðrum ættingjum og vinum, sendi ég hugheilar samúðarkveðjur. Br. Búuson. Svo þunnskipaðar gerast þær nú, fylkingar hinna svoköliuðu aldamótamanna, á hinu forna sögusviði Laxdælu, upp frá Hvammsfirði, í Breiðafjarðardöl um, að fara verður langvegu ef leita skal uppi þá öldnu hlyni er það heiti bera. Og þegar í Mað er komið, verður kannski allt orðið hljótt og okkur finnst blær í laufi aðeins hvísla orð skáldsins: „Vinir minir allir, allir, eins og skuggar liðu þeir, inn í rökkurhljóðar hallir, hallir dauðans, einn og tveir." En þetta er stígandi lífs- ins, ekki dauði. Smátt og smátt í sömu sveit, safnað er okkur hin- um, og er þá ekki einsætt að raula fyrir munni sér aðrar ljóð línur á þessa leið: ,,Vel er að fauskar fúnir klofni, felli þeir ei hinn nýja skóg,“ — og vona það eitt að frumskógar framtíð- arlnnar verði gróskumeiri og giftudrýgri en kjarrviðir okkar sem komnir erum að fótum fram. Og þó gat ég ekki varizt því að bæta við i huga mér síðara hluta fyrrnefnds ljóðs. „en hér féll grein af góðum stofni, grisjaði dauði meir en nóg.“ — þegar mér barst bana- fregn mins aldna sveitunga, Jóns Ólafssonar frá Hömrum í Laxárdal vestra. Er ekki því líkast sem auk- in nepja næði um dalinn okk- ar, hvert sinn er hún fell- ir grein af þeim góða stofni sem fyrr breiddi Um sitt um byggðir og jók gróðurmátt þeirra and- legan og efnislegan, nærð- an hugsjónaeldi og baráttuþreki þeirra manna er skipuðu sér í hóp vormannanna sem unnu frelsi lands síns það er þeir máttu, þótt við hvers konar örð- ugleika og allsleysi væri að etja á fyrsta fjórðungi þess- arar aldar og lengur, en — fengu að lifa það að sjá ávöxt þess erfiðis á hamingju- stundu. Einn þeirra manna var Jón Ólafsson. Fæddur var Jón á Borgum í Hrútafirði hinn 11. júlí 1891 og hefði því náð áttræðisaldri inn- an þriggja mánaða. Hann var sonur hjónanna Ólafs Jóns- sonar og Guðrúnar Kristjáns- dóttur, er þar bjuggu lengi. Faðir Ólafs var Jón bóndi í Bakkaseli Eiríksson, Jðnssonar á Þóroddsstöðum í Staðarhreppi og konu hans Ingibjargar Daníelssdóttur hreppsstjóra þar Grimssonar. Nam Jón Eiríksson siglingafræði erlendis og var skipstjóri á fiskiskútu um hríð. En faðir Guðrúnar var Kristján Ögmundsson, Bjarna sonar bónda á Fjarðarhorni í Hrútafirði, Halldórssonar, Bjarnasonar bónda í Bæ í Vík- ursveit á Ströndum, sem að lík- indum var sonur Magnúsar Bjarnasonar í Norðurfirði á Ströndum, f. um 1656. Jón ólst upp hjá foreldrum sínum og síðar móður sinni og vann siðan að búi þeirra til þrí- tugsaldurs. Vorið 1920 hóf hann búskap að Bæ í Bæjarhreppi, en fluttist, þá kvæntur, að Skál- holtsvík í sömu sveit haustið 1922. Þar bjuggu þau hjón i fimm ár. Árið 1927 fluttu þau síðan að Hömrum í Laxárdal i Dalasýslu og bjuggu þar síðan óslitið um rétta tvo tugi ára, til þess er þau brugðu búi, seldu jörð og áhöfn og fluttu til Reykjavikur. Gerðist Jón þar matsmaður við Grænmetisverzl- un ríkisins og síðar landbúnað- arins og vann að því starfi í 21 ár, nokkur síðustu árin sem verkstjóri. Birtist vel í því langa starfi hin óbifanlega trú- mennska hans og samvizkusemi í hvívetna. Hinn 4. des. 1920 steig Jón eitt hið mesta gæfuspor ævi sinnar, er hann kvæntist eftir- lifandi eiginkonu sinni Aldísi Ósk Sveinsdóttur frá Hjálms- stöðum í Laugardal, systur hins kunna skáldbónda Páls á Hjálmsstöðum. Var hjónaband þeirra með þeim ágætum að róm að var. Á heimili þeirra stóðu opnar dyr hinnar sjálf- sögðu gestrisni og alúðar, sem einkennir svo mörg býli vors lands og þarfnast naumast um- ræðu. Hjónin voru bæði prýði- legurn gáfum gædd og bar heinv ilisbragur allur þess glögg merki, svo og uppeldi barna þeirra, sem eru sex, öll á lífi og hvert öðru nýtari borgárar þjóð félagsins. Lengi býr að fyrstu gerð og er gleðilegt til að vita að þau eru mörg íslenzku heimilin er bera sannleika visunnar vitni, að „Lærdóm mestan, lífsins bezta skóla, heima þjóðin á sér æ, inni í góðum sveitabæ." En á því sviði skipaði Hamraheimil- ið virðulegan sess og mun ekki hafa aftur farið eftir að flutzt var til borgarinnar. Börn þeirra eru nú öll uppkomin fyrir löngu og öll búsett í Reykjavík, tvær dætur og fjórir synir: Guðrún, Borghildur, Ólafur bifreiða- stjóri, Þórhallur húsasmíðameist ari, Höskuldur deildarstjóri og Ægir iðnrekandi. Auk þess ólu þau upp dótturdóttur sína Helgu Bergmann. Ekki var auðlegð í búi þeirra, Jón Ólafsson var lengst af fá- tækur af þessa heims fjármun- um, enda þungu heimili fyrir að sjá. En með aldagömlum eðlis- þáttum hinnar íslenzku bænda- þjóðar, hagsýni, sparnaði og eljusemi, tókst þeim hjónum að verða bjargálna og loks sæmi- lega efnuð. Jón var ekki fæddur undir þeirri stjörnu, frekar en fjöldi annarra bændasona fyrir aldamótin síðustu, að fyrir honum gæti legið langskólaveg- ur né virðulegt embættL Er þó mál kunnugra að alla andlega innviði hefði hann til þess haft. Því bókhneigður var hann um marga fram og las allt það er hann mátti búsanna vegna, — eða kannski meir en það. Gerum við það ekki stundum miðstéttarmenn, og spyrjum ekki um leyfi? Með landsmál- um fylgdist hann sérlega vel, hann var eldheitur umbótamað- ur og vildi „ísland frjálst og það sem fyrst.“ Samvinnumaður í beztu merkingu þess orðs og framarlega jafnan í kaupfélags- málum, enda deildarfulltrúi um skeið. Frjálslyndur félags- hyggjumaður. Ég kynntist þeim hjónum ekki fyrr en þau fluttust inn í æsku- sveit mina, Laxárdalinn, en kynni okkar urðu góð. Það stóð enginn hávaði af Jóni á Hömr- um, en svo var jafnan sem frá honum legði einhverja hlýju, sem fór svo undur notalega um mann, hvort heldur var við sam ræður undir fjögur augu eða í fjölmennari hópi. Og þótt hann væri bóndi og ætti sem slíkur allt sitt undir sólu og regni, lét hann aldrei baslið beygja sig andlega og því stóð hann beinn og réttur með batnandi efnahag, þótt bakið bognaði með öld- ungsárunum. Því má þó sizt gleyma að hann stóð ekki einn. Hún Ósk hans var einhvers staðar nærri og án hennar veit enginn hvernig sköpum hefði verið skipt. Það er einlæg sannfæring mín, falin i fátæklegum orðum nú við krossgötur, en styðst þó við samróma skoðun margra sem þekktu hann miklu betur en ég, að Jón Ólafsson væri sérlega heiðvirður sæmdarmaður, sem ekki mátti vamm sitt vita í einu né neinu, en vlldi öllum vel og öllum rétta hönd til hjálpar ef hann gat. Er þá til öliu betri ævisaga? Ekki er ég viss um það. Og því finnát mér ósköp dapurt yfir dalnum okkar beggja og drúpa dögg á meiði, þegar hann er allur, En eigi skal gráta Bjöm bónda, því væri vini mínum Jóni Iítill akk- ur L Það myndi meir að hans skapi að þið sem takið við þjóð og landi úr höndum aldamóta- mannanna að baráttu þeirra lok inni, skihð hvoru tveggja betra til næstu kynslóðar. Jón Ólafsson lézt á sjúkra- húsi hinn 14. þ.m. eftir skamma legu þar, en þrotinn að heilsu og kröftum fyrir nokkru. Var hann moldu vígður í gær þ. 23. apr. Hann var í þeim fjölmenna hópi manna á morgni aldarinn- ar sem stundum voru nefndir „hermann vorgróðurs Islands”, og undi sér þar vel. Starf þeirra var mjög tengt grasi og gróðri, ræktun lýðs og lands, sem lífi þjóðar er nauðsynlegt. Hann hefur nú gengið heill hildi frá, og því skal hann kvaddur með þökk fyrir samfylgdina, þökk fyrir starf og strit, þökk fyrir anda og hand- ar þátt hans 1 samvinnu við grósku og móðurmoldina sem hann unni og er nú horfinn til. Kvaddur línum þjóðskáldsins, sem einnig gætu verið kveðja hans til okkar: Legg ég hér Ufgras, lékstu við það ungur, því skal hér allan of aldur ilmur úr grasL Frú Aldísi Ösk og börnum þeirra færum við hjónin hlýj- ar samúðarkveðjur og biðjum þeim svo bjartra framtíðardaga sem minningin um eiginmann og föður er hrein og heið. — Minning Sigrún Frambald af Ms. 18 isvagnamiði fyrir heimferðtna»> kuidi, hungur éða komið ' Iaugt fram yfir tímann, sem lofafl hafði verið að koma heim. En traust barnsins var ótakmarkáð til Sigrúnar frænku með að leysa vandamálin, enda brá*t hún því ekki. Sigrún var mörgum góðum kostum búin, hún var kona fríð sýnum, skemmtileg og gláðvær, en ríkasti þátturinn í fari hetvn ar var góðvild og hjálpsemi við alla. Eins hafði hún mjög næm an skilning á öllum mannlegum samskiptum. Sigrúnu og Sigurði vatð ekki barna auðið, en dóttur hafði Sigrún eignazt áður eia hún giftist, Þóreyju Sævar Stg urbjörnsdóttur, sem gift er Erni Ásgeirssyni og búsett eru tá Suðureyri. Elzta son Þóreyjar, Sigufð Rúnar tóku þau Sigún og Síg- urður í fóstur og var hann sól argeisli heimilisins. Dóttir Sig- urðar af fyrra hjónabandi, Mál- fríður, átti sitt annað heimili hjá þeim um árabil. Mörg fleiri börn dvöldust um stundar sakir á heimili þeirra hjóna og voru þau mjög samhent um að gera þeim dvölina sem ánægju legasta, enda löðuðust öll börn að heimilinu. Sigrúnar er nú sárt saknað af eiginmanni eftir ástríka og far sæla sambúð, einkadóttur, systk inum, stjúpdóttur og fjölskyld um þeirra. Síðast en ekki sízt af aldur- hniginni móður, sem nú sér á bak þriðja barni sínu á skömm- um tíma. Ég bið Guð að hugga þau og styrkja í sorg þeirra. Að leiðarlokum vil ég þakka hinni látnu fyrir samfylgdina og bið Guð að leiða hana á ódáina- vegum. Jóhann Bjarnason. Guðrún Jónsdóttlr. □ Edda 59714277 — 1 Lokaf. I.O.O.F. Rbl =1204278V2 I. II. III. 9.0. I.O.OF. 8 = 1522848W = 0 □ Hamar 59704278 — Lokaf. I.O.G.T. St. Verðandi nr. 9. Fundur þriðjudag 27. þ. m. Kosning fulhrúa á þing Umdæmisstúk- unnar og þingstúku, önnur mál. ÆT. Fiagsstarf eldri borgara í Tónabæ Á morgun, miðvikudag, verð- ur „opið hús" frá kl. 1.30— 5.30 e. h. Auk venjulegra dag- skrárliða verður kvikmynda- sýning. - t —- Fíladelfía Almennur biblíufundur í kvöld kl. 8.30. Einar Gíslason talar. Bezta auglýsingablaöiö K.F.U.K. — A.O. Afmælisfundurinn verður í kvöld kl. 20.30. Inntaka nýrra meðlima. Kaffiveitingar. Konur eru vinsamlega beðnar að vitja aðgöngumiða í hús fé- lagsins Amtmannsstíg 2B. Aliar konur velkomnar. Stjórnin. Verð fjarverandi til 19. júK. Daníel Guðnason, læknir, Domus Medica. HÆTTA Á NÆSTA LEITI • eltir John Saunders og Alden McWilliams IF yOU<LL TURN OFF THE TEAR5, X MAY HAVE SOMETHINS VERY INTERESTIN' TO SA// > THIS 1S A PRIVATE talk, lee Roy/..you HAVE NO RIQHT TO LISTEN IN AT THE J KEyHOLE! JA you AND PERRY WEREN'T EXACTLy WMISPERINS, wend% AND THE5E WALL3 AREN'T SOUNDPROOF' HILMAR FOSS Lögg. skjalþ. og dómt. Hafnarstræti 11 - sími 14824. HÖRÐUR ÓLAFSSON hæsta rétta rlögmaðui skjabþýðandi — ensku Austurstræti 14 símar 10332 og 35673 Knútur Bruun hdl. Lögmannsskrifstofa Grettisgötu 8 II. h. Sími 24940. Hf Útbod aSamningar Þetta eru einkasamræður, Lee Roy, þú hefur engan rétt til að iilera. Þið Perry hvisluðuð nú ekki beinlíitis og |iessir vegg- ir eru ekki hljóðeinangraðir. (2. ntynd) Ef þú skrúfar fyrir tárin augnablik, þá get ég sagt ykkur nokkuð, sent þið kynn- uð að hafa áhuga á. (3. mynd) Hvað myndir þú gera, Perry, ef strákbjálfi eins og ég segði þér hver rændi Logan gamla? Tilboðaöftun — samningsgerS. Sóleyjargötu 17 — simi 13583-

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.