Morgunblaðið - 29.04.1971, Page 19

Morgunblaðið - 29.04.1971, Page 19
ISSiSÍl Bs.'v'' * & '> ' ' '•*' \' y : I |r- ||||;' • ÉBrm '; . .■ k n ?>'■ LÁ \. MORG u’: • • uaGuK 29. APRÍL 1971 Liaugarásbió Harry Frigg Harry Frigg er í einkastríði við metorðatign hersins meðan aðrir berjast á vígvölluim síðari heims styrjaldarinnar, og hlýtur því að gista herfangelsi fyrir að afp^ita herþjónustu. Sérhœfir hann sig í að strjúka úr fangelsum og þegar myndin hefst strýkur hann í þrítugasta sinn Á sama tíma eru fimm einnar stjörnu hershöJ® ingjar bandamanna teknir fastir af ítalska hemum Tilraunir þeirra til stroks eru meira í orði en á borði, aerstjóm in dubbar Harry Frigg upp í 2ja stjörnu hershöfðingja og gerir hann út til að kippa málunum í lag. ★ Formíöst framleiðsla, þar sem hvergi örlar á frumleg- heitum. Paul Newman, sem gerðuir er að tveggja stjörnu hershöfðingja í myndinni á þessar tvær stjörnur fyllilega skilið fyrir leik sinn, en myndin á því miður enga. ★ ★ Þetta er heldur ófrumleg gamanmynd og að ýmsu leyti andlega skyld Cool Hand Luke (einnig með Newman), þó að lakari sé. Gamanið er græskulaust, en gildi hennar er fólgið í afbragðsleik New mans og bráðskemmtilegri persónusköpun aukaleikar- anna. Dágóð afþreying. Kópavogsbíó Sölukonan síkáta Umhverfi: Friðsælt sveitaþorr í miðfylkjum Bandaríkjanna, ái KS 1010. Á búgarði þar skairmvl frá býr Webb bóndi ásamt konu sinni og uppkomnum syni, Berti am (Bob Denver), sem stundai uppfinningar sínar þar af mHdu kappi en minni forsjá. í þorpiS kemur lest með 3 sölumenn og eina söiukonu (Phyllis Diller), sem strax setur þorpið á annan endann með sjálfspilandl píanóinu sínu Þegar píanóið bilar í miðri sýnikennslunni, er Bertram auO vitað sá fyrsti tll að bjóða fram aðstoð — og gerir endanlega út af við píanóið. Bertram og sölukonan slá sér nú saman i kompaní og til samans teksi þeim að valda meiri óróleilka og vandræðum á þessum friðsæla stað en heilli hersveit. Sölukonan aíkáta er svo sannarlega síkát og nokk betur en góðu hófi gegnir. Stöðuga skræki hennar, köll, öskur og hlátra, verður væg ast sagt að kalla óskipulagð an hávaða. Stirðnuð fram- leiðsla, sem e.t.v. hefði þótt góð fyrir 15—20 árum. Hafnarbíó Ástarhreiðrið Myndin gerist á afskekktum bii garði í Colorado Eigandi hans lifir á því að leigja hann gestum sem hann sækir til næstu byggð arlaga. í eitt skiptið er hópur- inn allsundurleitur. læknir ásamt vergjarnri konu sinni og fyrrver andi lögreghiþjónn með mikið magn stolinna skartgripa í fórum sínum Endar myndin með æsileg um átökum og mikið blóð og aðr ir lífsvökvar renna 1 sandinn . . . Því færri orð, sem höfð eru um þeasa mynd, þeim | mun betra. Háskólabíó Tarzan og týndi drengurinn Blaðakona og ljósmyndari eru komin til Afríku til að leita son ar jarðfræðings nokkurs, sem týnzt hafði í Afríku. Leita þau á náðir Tarzans og við eftir- grennslan verður hann nauðugur þátttakandi í metorðaátökum inn an ættflokks eins, sem er eini tengiliðurinn við týnda drenginn. Lendir Tarzan í margvíslegum ævintýrum en að lo-kum bjargar hann öllu — að góðum og göml um sið. ★ Dýrin í þessu frumskóga- ævintýri eru aannarlega vel tamin og á stundum bráðfynd in. Söguþráðurinn er sígildur en allt kjaftæðið um ljóa- myndarana frá National Geo graphic er vægast sagt klúð urslegt. Barnamynd, og væri sýningarkvöldum í Háskóla- bíói betur varið undir aðrar myndir. Tónabíó Kafbátur X-I England 1943. Kanadískum kaf bátsforingja mistakast tilraunir til að sökkva þýzka beitlskipinu „Lindendorf". Er huigleysi kennt um, en miaSurínn sýknaður við réttarhöld í málinu. Er honum því næst fengið það verkefni að þjálfa mannskap á þrjá dvergkaf báta sem ætlað er það verkefni að sökkva fyrrgreindu beitlskipt, þar sem það liggur á Sognsæ í Noregt Eftir stranga þjálfun, sem fram fer með mikilli leynd er lagt upp í ferðina, sem heppn ast, eftir- miklar þrekraunir. Mynd þessi er gerð af því þekkingarleysi og vanefnum, sem löngum hafa sett mark sitt á annars flokks myndir. Leikur, tæknivinna og leik- stjórn, ef hún er þá nokkur, er fyrir neðan allar hellur, svo maður tali nú ekki um handritið. Aðeins fyrir þá, sem á- huga hafa á tækjaútbúnaði | kafbáta og þjálfun frosk- manna, kryddað sprenging* um og skothríð. „Helvíti get I ur verið mjög kalt, mjög blautt — og mjög djúpt,“ seg ir á auglýsingaplakati um myndina en ristir mjög grunmt ★ ★ ★ í landi, þar sem pophljóm I leikar eru lítt þekkt fyrir- brigði, er þessi mynd, með | öllum sínum stórstjörnum, hreinn hvalreki. Reyndar má I hún teljast stórkostleg á sínu sviði, bæði frábær skemmtun og tæknilega mjög vel unnin, sérstaklega kvik- [ myndunin. ★ ★ ★ Hér er á ferðiirmi danísa- og I söngvamynd, eins og þær [ gerast beztar frá draumaverk smiðjunni Hollywood. Leik- tjöld, og búningar eru meist aralega vel gerð og stúdíö | upptaka frábær. Þá eru dam- og söngvaatriðin skemmtilega | útfærð. Þessari, líkt og fyrri Flint myndinni, er ætlað það eitt, að gera grín að öllum þeim ofurhugum sem tröllriðið hafa hvíta tj aldinu á undan- förnum árum, og tekst það j með prýði á köflum. Tækni- lega er myndin allvel unnin, [ músíkin góð, og James Co- burn stenzt fyllilega saman burð við hvaða Bond sem er. Austurbæjarbíó Woodstock Músíkhátíðin í Wcx>dstock í Bandaríkjunum vakti heimsat- hygli á sínum tíma, því að slík ur fjöldi ungmenna hefur víst ekki öðru sinni komið saman á einum stað til að hlusta á músík flutning jafn margra stórstjarna popheimsins. Woodstock hátíðin hefur verið nefnd þrír dagar af músík, friði og ástum, en kvik- myndin, sem gerð var frá þess- ari hátíð, er réttir þrír tímar af músík, friði og ástum, og var ekkert til hennar sparað, svo að hún gæfi sem gleggsta m>nd af þessum viðburði. ★ ★ ★ Woodstock er heimildar- mynd um ungt fólk í Banda ríkjunum — og reynir að gefa sem sannasta mynd af hugs unarhætti þess og afstöðu til þjóðfélagsins. Hve réttilega myndin lýsir hátíðinni get ég ekki dæmt um, en hún er stórkostleg, vegna þess að hún er SÖNN. ★ ★ ★ Woodstock höfðar eðlilega fyrst og fremst til ungu kyn slóðarinnar, en á þó ekki síð ur erindi til hinna eldri, ef þeir haldast við vegna hávaða-tónlistar. Merk heim ild um einstæðan atburð og frábærlega gerð. Stjörnubíó Funny Girl „Funny Girl“ fjallar um hluta ævi gamanleikkonunrbar fraagu, Fanny Brice. Allt frá því hún tróð í fyrsta sinn upp, í lítil- fjörlegu leikhúsi í fátækrahverf- inu, sem hún bjó í og þar til hún er orðin aðalstjarna Zieg- field dansflokksins, en lengra var tæpast hægt að ná á þeim ár- um. Inn í myndina fléttast svo misheppnað hjónaband hennar og fjárhættuspilarans Nick Arnstein. Ásamt Barbra Streisand leika þeir Omar Sharif og Walter Pide gon. Leikstjóri er William Wyler. ★ ★ Söngvamyndir falla iðulega á lævísu bragði, væmni. — Leikstjóranum, William Wyl er, tekst þó furðu vel að forð ast hana og Barbra Strei- sand hjálpar mikið til með skemmtilegu látbragði og á- gætum leik. Mörg hópatrið- in á leiksviðinu eru frábær- lega sviðsett og kvikmynda- takan stundum tilþrifamikil. Nýja bió Ofurhuginn Flint Einkaspæjarinn Derek Flint er nú aftur á ferð í Nýja bíói. Enn á hann í höggi við brjálæðinga, sem vilja ná völdum yfir jarð- kringlunni. Til að komast fyrir áform þeirra ferðast hann vítt og breitt — útí geiminn, á fjal ir Bolshoi, um stjórnarsetur Wash ington og lokauppgjörið fer fram á Jómfrúareyjum. Með aðalhlut verk fara James Coburn og Lee J. Cobb. Björn Vignir Sigurpálsson Sæbjörn V aldimarsson léleg. Sig. Sverrir Pálsson ★★★★ Frábær, ★★★ mjög góð, ★★ góð, ★ sæmileg,

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.