Morgunblaðið - 29.04.1971, Blaðsíða 24
24
MORGUKBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. APRÍL 2971
FÉLAGSSTARF
SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS
Athugasemd
við grein dómsinálaráðuneytisins
Dómsmálaráðuneytið heíur virt
blaðagrein mína um lagaleg-
an rétt barna og meðferð þeirra
ef óskað er úrskurðar ráðu-
neytisin® eða valdsmanna, er
heyra undir stjórn ráðuneytís-
ins, þess virði, að gera athuga-
semdir við hana.
Jónas Guðmundsson fyrrv.
ráðuneytisstjóri, ritaði grein um
svipað eíni, er birtist i MhL 3.
febrúar s.l, þar sem hann segir,
að 90% úrskurða dómsvaida um
barnsmeðlög séu miðaðir við
það lágmark, sem gefið er í lög-
unum um afstððu foreldra til
óskilgetinna barna nr. 87/1947,
en þar segir í 2. mgr. 8. gr.:
„1 meðlagsúrskurði má aldrei
ákveða laegri meðlagsgreiðslur
en barnalííeyri, skv. iögum um
almannatryggingar, eins og
hann er ákveðinn á hverjum
tíma." Jónas Guðmundsson hef-
ur ábyggilega haft aðstöðu til
að kynna sér þessi mál og fer
ekki með neitt fleipur. Ennfrem
ur segir Jónas í VI. kafia grein-
ar sinnar: „Hér á sér stað hvert
lögbrotið öðru verra og hver for
smánin annarri meiri framin og
látin viðgangast gagnvart þeim
þjóðfélagsþegnum, sem minnstir
eru og umkomulausastir — smá-
börnunum — sem örðugast eiga
með að sækja sinn litla rétt á
hendur þjóðíélaginu og öflugum
einstaklingum, baeði vegna gam-
alla og nýrra fordóma í þessum
málum og þess stjórnleysis á öll
um sviðum, sem svo mjög hefur
einkennt síðustu áratugina."
Dómsmálaráðuneytið upplýsir,
að það hefur aldrei fjallað um
ákvörðun meðlaga með óskil-
getnum börnum, heldur valds
menn i hverju umdæmi, sem
heyra undir ráðuneytið og lúta
stjórn þess. Ég viðurkenni, að
sakir ókunnugleika hafði ég
ekki hugmynd um þetta og bið
ég ráðuneytið afsökunar.
I lögum um afstöðu foreldra
til skilgetinna barna nr.
57/1921, er ekkert minnzt á að
meðlagsgreiðslur eigi að miðast
við lifeyrisgreiðslur almanna-
trygginga, en skylf sé foreldr-
um „báðum saman og hvorú um
sig að framfæra börn sín tíl 16
ára aldurs," og að „meðlagsupp
hæð fari eftir högum beggja for-
eldra."
Ég hringdi í ráðuneytisstjóra
dómsmálaráðuneytisins, áður en
ég skrifaði greín mína og spurði
hann við hvaða framfærslu-
kostnað ráðuneytið miðaði, þeg-
ar það úrskurðaði um meðlags-
greiðslur, en ég gat ekki fengið
svar við þeirri spurningu.
l>að er íurðulegt, ef dómsmála
ráðuneytið eða valdsmenn geti
á lagalegum grundvelli úrskurð
að meðlagsgreiðslur, án þess að
miða við raunverulegan fram-
færslukostnað hverju sinni og í
stað þess að láta hentistefnu
ráða og einnig vafasamt, að fe?r-
eMrar hafi umboð til að semja
um rétt barnsins í bága við þao
lög, sem fyrir hendl eru. Það
hefur gengið dómur í Hæstaréttl
þess eðBs, að móðír með forræði
bams hefur ekki umboð til að aí
sala meðJagsrétti fyrir barnsins
hönd.
Reykjavikurborg rekur upp-
eldissfofnanir fyrir börn, sem af
ýmsum ástæðum eiga ekkí i önn-
ur hús að venda og borgin vist-
ar líka börn á fjölskylduheimU-
um og fósturheimilum. Til fróð-
leiks skal hér birt, hvað mánað
ardvöl barns kostaði í þessum
stoínunum (sbr. upplýsingar írá
skrifstofu félagsmálaráðs S
Reykjavik) án þess þó að eiga
að vera persónulegt mat á fram-
færslukostnaði. Það má gera
ráð fyrir, að kostnaður á upp-
tökuheimilum sé hærri vegna
þess að börn eru að koma og
íara, en aftur á móti ekki eins
hár húsaleigukostnaður og al-
mennt tíðkast:
Þór. kr.
Vöggustofur 26—27
Dalbraut srvipað
Upptökuheimili 28
SUungapollur 20
Fjölskylduheimili
með 6 börnum 12
Fósturheimiii
(f. 1 barn) 8,5
Fósturheimili
(f. 2 börn) 15
Má gera ráð fyrir, að laun
starfsfólks á vöggustofum og
upptökuheimilum sé 75% ai
heUdarkostnaði en 50% á fjöl-
skylduheimili og, sézt á þessu,
hve vinna móðurinnar er stór
þáttur af kostnaði við barnaupp
eldi, þegar þarf að greiða hana
skv. vinnulaunataxta og er
þarna bæði um vaktavinnu og
næturvinnu að ræða.
Mér hefur dottið í hug hugs-
anleg leið til að skýra útreikn-
inga ráðuneytisins á framíærslu
kostnaði, að það t.d. miði við
framfærslukostnað á Siíunga-
polli kr. 20 þús. á mánuði eða
kr. 240 þús. á ári. Vinnulaunin
75% eða 15 þús. á mánuði eru
algerlega strikuð út, þvi skv.
lögum er vinna móður ekki tal-
in til fjár, sbr. að ekkjumenn
hafa ekki fengið greiddan líf-
eyri með börnum sínum, þá eru
eftir 5 þús. kr. á mánuði eða 60
þús. á ári og þeirri upphæð deil
ir síðan ráðuneytið á báða for-
eldra. Ég veit, t.d. að ráðuneyt-
ið hefur úrskurðað verkfræðing
til að greiða 116 meðalmeð-
lag, en það orð notar ráðuneyt-
ið á pappírum sínum og á
þá við upphæð, sem nemur 1 'A
lifeyrisgreiðslu frá Tryggingar-
stofnuninni, en þessi upphæð
nam á s.l. ári kr. 32.866.00 yfir
allt s.l. ár. Það sem á vantar á
svo móðirin að greiða, eða
28.134.00.
Það má nefna fleiri dæmí til
skilningsauka á málefninu.
Sjónvarpið upplýsti í janúar í
vetur, að það kostaði 10 þús.
kr. á mánuði að eiga og reka
venjulega stærð íjölskyldubif-
reiðar. Það er hærri upphæð
en lágmarksmeðlagsgreiðslur
með 5 börnum, auk þess sem
greiðslur meðiaga eru frádrátt-
arbærar til skatts. Vegagerð rík
isins borgaði á s.l. ári 140 kr. á
dag fyrir mat handa starfs-
mönnum sínum, lágmarks með-
lag var s.l. ár kr. 59 á dag.
Þvi hefur oftlega verið hald-
ið fram, að börnin séu dýrmæt-
asta eign þjóðarinnar, en hvorki
bifreiðar né kastalar, byggðir á
sandi, en þeir hafa margir i>s-
ið í íslenzku þjóðfélagi.
Ég held því ennþá íram, að
dómsmálaráðuneytið og vaJds-
menn undir þeirra stjórn hafi
brotið lög á rétti barna, sem
þau eiga skv. íslenzkum lögum
í úrskurðum sínum og vil ég
halda fram að gífuryrði í
blaðaskrifum hafi verið viðhöfð
aí smærra tilefni.
uangan, sem larm var i Washington um helgina til að mótmæla þátttöku Bandarikjamanna
í Indó-Kína var fjólmenn, en fór þó friðsamlega fram og kom ekki ti! teljandi óeirða.
— Fulltrúar
Framhald af bls. 13.
Hofsós verður efldur, mun öll
sveitin njóta góðs af. Við eigum
auðvitað við fjárhagsörðugleika
að stríða, eins og önnur manníá
byggðarlög. En það er hægt að
vinna bug á þeim eríiðleikum,
og það er okkar hlutverk. Það
er skemmtilegt hlutverk, og sem
getur orðið til mikillar ánægju
ef vel gengur.
— Á Hofsósi búa aðeins um
300 manns, en það er duglegt
íólk sem hikar ekki við að leggja
á sig mikla vinnu. Aðai atvinnu-
vegurinn er auðvitað tengdur
sjónum, og þar með frystihúsinu
og útgerðarfélaginu Nöp. Kaup-
félagið annast verzlunarrekstur
með ágætum, en vegna íólks-
fæðar er það tengt kaupfélaginu
á Sauðárkróki.
— Við höfum líka nokkuð
merkilegan atvinnuveg í Stuðla-
bergi hX þar er málmiðja, og
þar eru m.a. smíðaðir hljóðkútar
íyrir bíla og kjöthengikerfi fyrir
sláturhús, af mikilli list og með
hugkvæmni.
— Að öðru leyti byggist at-
vinnureksturinn á búrekstri í
smáum stíl, hrognkelsaveiði á
vorin, og lítils háttar smábátaút-
gerð.
— Félagsstarf gæti verið mjög
iiflegt, en það líður mjög fyrir
skort á samkomuhúsi. Það er
að vísu samkomuhús í byggingu
en það hefur mjög slæm áhrií á
íélagslífið á þessu svæði að
hvergi er hægt að koma saman.
Þessu er nauðsynlegt að bæta
úr, og það verður mikilvægt verk
efni okkar á næstunni. — ót.
NAMSKEIÐ UM ATVINNU-
LÍFIÐ OG STJÓRNMÁLIN
Námskeið heldur áfram fimmtudaginn 29. apríl kl. 19,30
í Skiphofti 70 og verður þá rætt um:
Fjármagnið
og
atvinnulífið
Þátttakendur eru beðnir að mæta stundvíslega.
Samband ungra SjáMstaeðismanna.
Fyrir svörum sitja:
Magnús Jónsson, ráðherra
og Jónas Haralz, banka-
stjóri.
Sjálfstæðisfélögin í Hafnarfirði
Spilakvöld
Spiiakvöld i Skiphói föstudaginn 30. apríl kl. 8.30 stundvíslega.
1. Fétagsvist (Góð verðlaun).
2. Avarp. Oddur Ófafsson yfirfæknir.
3. Þjóðlagasöngur, Kristín Ólafsdóttir
og Helgi Einarsson.
4. Glæsilegt happdrætti.
5. Dansað til kl. 1.
Húsið opnað kl. 8. Mætið stundvislega.
SPILANEFNDIN.
NÝTT Si0tátt NÝTT
Cömlu dansarnir föstudagskvöld klukkan 9
Hin vinsœla gömludansahljómsveit Rúts Kr.
Hannessonar leikur — Aðeins rúllugjald
LAUCARDACUR
20 manna lúðrasveit leikur fyrir dansi — fjölbreytta karnsval- og
dixelandmúsík — Saturinn er skreyttur — Aðeins rúllugjatd SIGTÚN