Morgunblaðið - 29.04.1971, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 29.04.1971, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUD AGUR 29. APRlL 1971 23 aárlasinm sjálfur, em þegar hún var tekin að hressast, fór hann á sjúkrahús eftir hátíðina. Talin var full ástæða til bjartsýni, en á sumardagimn fyrsta kom. káU- ið: hingað og ekki lengra nær þitt jarðlíf. Þó að mér hafi sjaldam brugð- ið meira en við amdlátsfregnina áirdegis fyrsta virkan dag sum- arsins, hlýtur það mat að verða efst í lokin að betra er að eiga Ibæði söknuðinn og endurminn- inguna en hvorugt, jafnvel þó að maðurinn mætti veija. Fyrir kynni okkar af Guðmundi er um við hjónin og fjölskylda okkar inmilega þaklklát. Það er mannbætandi að eiga minning- una um haun. Þau hjóiniin voru hvort öðru ómetanlegur stuðningur í lífinu, hvort á sinn hátt, nutu skilnings og styrks drengjanma og þeiirra fjölskyldna. Ég veit að að leiðar- lokum hefði Guðmundur viljað kveðja þessa ástvind sína með ósk um bæn og styrk í sorginni og um bjartsýni þrátt fyrir allt. Árni Böðvarsson. Með Guðmundi 1. Guðjóns- syni skólastjóra, er til moldar hniginn einn af merkustu skóla- mönnum þessa lands. Hann hafði raunsæjan og djúpan skilning á uppeldismál- um, var opinn fyrir nýjungum og endurbótum, en braut þó allt vel til mergjar. Hann dvaldi margsinnis er- lendis, á kennarEinámskeiðum og við að kynna sér nýjungar í kennslumálum. Skrift var sú námsgrein er hann beitti sér mest fyrir, enda hefur hann á þvi sviði unnið stórvirki. Hann tók mikinn þátt í fé- lagslifi kennara og þar eins og alls staðar sem hann kom að, var hann hinn starfandi kraft ur. Ég kynntist Guðmundi fyrst þegar hann gerðist kennari við Miðbæjarskólann 1928. Mér leizt strax vel á þennan prúða þéttvaxna pilt. Seinna eftir að ég var farinn að vinna við Menntaskólann, þá var Guðmundur fenginn til að kenna skrift i öðrum bekk gagn fræðadeildar skólans, þá tók hann lika að sér, að skrifa próf skirteini stúdentanna á vorin og ég var fenginn honum til að- stoðar, til þess að lesa fyrir hann. Þá hefst kunningsskapur okk- ar Guðmundar. Aldrei hef ég unnið með jafn glöggum manni. Nákvæmni hans og vandvirkni var einstök, enda þurfti þess með, því þetta var seinlegt nákvæmnisverk. Ef eitt hvert kusk eða hrukka, ég tala nú ekki um vilia, komst á skir- teinið, þá var ekki um annað að gera, en skrifa Eillt upp að nýju. Þannig höfum við Guðmundur unnið saman í 40 ár og vinátta okkar og skilningur hver á öðr um stöðugt farið vaxandi, Sizt varði mig er við töluðum saman síðast fyrir tæpum mán- uði að þessu væri lokið. En lífið er svona og enginn má sköpum renna. Því kveð ég þig kæri vinur og þakka þér innilega fyrir langa og góða samvinnu. Eftirlifandi ekkju og fjöl- skyldu sendi ég hjartanleg- ar samúðarkveðjur. V.S. Veturinn 1922—23 vorum við Guðmundur I. Guðjónsson nem- endur í Kennaraskóla Islands. Kynni okkar urðu ekki mikil >á. Hann var að hefja nám, en ég að ljúka því. Þess varð ég >ó var, að hann sótti námið af festu og alvöru. Árið 1929 varð Guðmundur svo samkennari minn við Mið- bæjarskólann, og þar störfuðum við saman til ársins 1947 er hann varð æfingakennari við Kenn- araskólann og nú síðustu árin skólastjóri æfingaskólans. Guðmundur gerði sér alla ævi mjög mikið far um að auka menntun sina á sviði kennslu- mála með þvi að kynna sér nýj- ar kennsluaðferðir og afla sér gagna varðandi kennslu. Á allt slíkt lagði hann sjálfstætt mat og hagnýtti sér það, sem hann taldi jákvætt. Ári eftir að hann lauk kenn- araprófi fór hann til framhalds- náms í Sviþjóð, og oft siðar fór hann utan til náms og til að kynna sér skólamál. Guðmundur gerði sér aldrei að góðu neitt hálfkák í starfi sínu, allt var reist á traustum grunni og var hann því vakinn og sofinn við að efla hæfni sína sem kennara og leiðbeinanda. Guðmundur var án efa í fremstu röð íslenzkra kennara. Engin var sú námsgrein, sem hann kenndi, að árangur kennslu hans væri ekki með ágætum miðað við að- stæður hverju sinni. Margt stuðl- aði að þvi. Hann lét aldrei neitt handahóf ráða í kennslunni, und- irbúningur allur var traustur, framsetning skýr og rökföst og stjórnsemi í bezta lagi. Hann gerði miklar kröfur til sjálfs sín og var mjög reglusamur í allri umgengni við nemendur, en hann ætlaðist líka eindregið til að nemendur legðu sig fram við námið, hver eftir sinni getu. Hann lagði ríka áherzlu á, að nemendur temdu sér snyrtileg- an frágang á öllu því, er þeir létu frá sér fara, enda var snyrtimennska ríkur þáttur í fari hans. Undanfarna áratugi hefur Guðmundur haft mjög mik il áhrif á skriftarkennslu hér á landi. Sjálfur hafði hann óvenju fagra og formfasta rithönd og var mjög fjölfróður um skrift og skriftarkennslu. Mörg ár var hann eftirlitskennari með skrift arkennslu í Miðbæjarskólanum og vann þar ágætt starf á því sviði. 1 Kennaraskólanum beitti hann áhrifum sínum til mótun- ar rithanda kennaranemanna og fræddi þá um skriftarkennslu Forskriftarbækur samdi Guð- Eiginmaður mlnn, Páll Sigfús Jónsson, fyrrv. kaupnraður, andaðist i Landakotsspítala 27. þ.m. Lovísa Þorláksdóttir. mundur, og hafa þær verið not- aðar í flestum barnaskólum mjög lengi. Auk þess samdi hann ýmsar leiðbeiningar um skrift og skriftarkennslu. Um iangt skeið tók Guðmund- ur mikinn þátt í félagsmálum kennara, fyrst í félagsskap kennara í Reykjavík, svo var hann mörg ár í stjórn Sambands isl. barnakennara og var þar ætið sjálfsagður ritari. 1 félags- málum var hann mjög traustur baráttumaður í menningar- og hagsmunamálum kennara. Guðmundur var skapfastur og ef hann tók eitthvert mál að sér skildist hann ógjarnan við það fyrr en hann hafði komið því í höfn. Það þurftu ekki aðrir að ganga i hans störf. Hér hef ég aðeins drepið laus lega á örfá atriði úr starfssögu Guðmundar, ég vænti þess að aðrir muni gera henni verðug skiL Nú að leiðarlokum hef ég margs að minnast frá samstarfs- árum okkar ' í Miðbæjarskólan- um. Við höfðum þar lengstum ná in samskipti bæði í sambandi við kennslu og einnig varðandi fé- lagsmál innan skólans og utan. Ég þakka margar ánægjuleg- ar samverustundir okkar Guðmundar bæði að starfi og á gleðifundum. Innilegar samúðarkveðjur sendum við hjónin frú Sigurrósu, sonum og öðrum ást- vinum. Pálmi Jósefsson. Ég veit að aðrir skrifa verðug eftirmæli um mág minn Guðmund I. Guðjónsson, skóla- stjóra, sem andaðist 22. þm., en ég get ekki látið hjá liða að láta í Ijós söknuð minn út af hinu sviplega fráfalli hans og jafn- framt innilegt þakklæti mitt fyr ir allt sem hann hefur verið mér. Guðmundur var maður mikilla mannkosta og urðu margir þess aðnjótandi. Hann var mér sem bezti bróðir. Sár sorg og harmur hefur nú kvatt dyra hjá hans nánustu og þá sérstaklega systur minni, eft- irlifandi konu hans, auk sona hans og systkina og nánasta frændfólks, sem allt var honum mjög kært. Ég bið algóðan Guð að veita konu hans stoð og styrk i sorg hennar við þennan sviplega missi ástríks og umhyggjusams eiginmanns og sömu óskum beini ég einnig til annarra syrgjandi ástvina hans. Ég mæli þetta og fyrir munn annarra systra minna og mága og f jölskyldna þeirra. Góðar minningar græða sorg og söknuð,- er stundir líða. Guð blessi minningu hans og veiti þeim styrk sem syrgja. Jón Ólafsson. Sumardaginn fyrsta lézt vin- ur minn, Guðmundur I. Guð- jónsson, skólastjóri Æfinga- skóla Kennaraskóla Islands, eft ir stutta legu i sjúkrahúsi. Andlát hans kom mér mjög á óvart, því að nýlega heimsótti hann mig, hress og glaður að vanda, og áttum við hjónin ánægjuléga kvöldstund með honum. Það er erfitt að átta sig á því og trúa, að hann skuh nú vera horfinn af sjónarsviði okk- ar, hér á jörðu, en sjúkdómur sá, er hann lézt úr, gerir sjaldan langt boð á undan sér, allt ger- ist svo snögglega og óvænt. — Kynni okkar Guðmundar hófust veturinn 1926—27, í Stokkhólmi, þá var hann við framhaldsnám í Svíþjóð, að afloknu kennara prófi, en ég að hefja nám við tækniháskólann í Stokkhólmi. Guðmundur var óvenju dreng lundaður maður, traustur og góður félagi, enda bundu þessi fyrstu kynni okkur órofa vin- áttuböndum. Að námi loknu, heimsótt- um við oft hvor annars heim- ili, æfðum skák sarnan, er við höfðum mikið yndi af, röbbuð- um um okkar hugðarefni o.s.frv. Um árabil var Guðmundur yf- irkennari við æfingadeild Kennaraskólans og hafði auk þess yfirumsjón með skriftar kennslu hér í borg. Þéssi viðfangsefni voru hon- um hugljúfust og rakti hann þau af stakri hugvits- og sam- vizkusemi, hefur ritað mikið um þessi mál og gefið út forskrift arbækur, sem eru mikið notaðar og vinsælar. Hann tók mikinn þátt í félags- störfum stéttarfélags síns og voru falin mörg trúnaðarstörf í þágu þess; m.a. var hann einn í ritnefnd Kennaratals á Islandi, sem er hið ítarlegasta og vand- aðasta rit. Guðmundur fór oft utan til þess að kynna sér nýjungar í starfsgrein sinni og einnig í or- lofi. Hann var mikilhæfur kenn ari, lærður og traustur, er nem- endur virtu og dáðu, og þeir eru nú margir, er minnast lærimeist ara sins. Hann var hin síðari ár í bygg- ingarnefnd Kennaraskólans, en ekki auðnaðist honum að stjórna skóla sínum í fullgerðu húsnæði, sem hann batt miklar vonir við, en stefnuna hefur hann mótað, og andi hans mun svífa um þau salarkynni, öllum til blcssunar, og þar mun minning um góðan dreng lengi lifa. Við hjónin kveðjum nú vin okkar hinztu kveðju, og þökkum honum og hans ágætu konu fyr- ir margar ánægjulegar samveru stundir, og jafnframt vottum við fjölskyldu Guðmundar og öðr- um vandamönnum hans okkar innilegustu samúð, við fráfall þessa mæta og hugulsama manns. Einar Sveinsson. „Það syrtir að, er sumir kveðja.“ Mér brá, er ég frétti andlát Guðmundar I. Guðjónssonar. Óvænt var fallinn frá mikil- hæfur kennari, sem öllum verð- ur minnisstæður, er áttu með honum samleið og kynntust hon um náið. Kynni okkar hófust, er ég var nemandi hans i Kennaraskóla Islands og síðar, þegar við urð- um samstarfsmenm, urðu þessi kynni nánari. Mér er ljúft að þakka þau, því oft leitaði ég til Guðmundar, er vanda bar að höndum. í slíkum tilvikum reyndist hann jafnan mikil hjálparhella. Ég hygg, að áhrifa Guðmund- ar gæti víða hjá þeim, sem nutu handleiðslu hans. Hann var einstök fyrirmynd sem kennari; öruggur og ákveðinn og yfir- burðamaður í sinni sérgrein — skriftinni. Guðmundur skrifaði forskrift- arbækur, sem hafa verið notað- ar mjög almennt um gervalit landið í áratugi. Þær bera höf- undi sínum glæsilegt vitni. Nú, þegar Guðmundur er all- ur, veit ég, að fjöldi kennaira og nemenda minnist með þakk- læti framlags hams í þágu kennslumála. Óhætt er að full- yrða, að hlutur hans þar muni áfram á komandi árum verða glögg fyrirmynd. Ég votta aðstandendum hans innilega samúð. Þ. J. NÝTT CLÆSILECT SÓFASETT ENN BJÓÐUM VIÐ NÝTT SÓFASETT. Sýnum næstu daga þetta stílhreina og fagra sófasett KLÆTT EKTA LEÐRI. — Komið og skoðið. Sjón er sögu ríkari. SKEIFAN iKJÖRGARÐll

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.