Morgunblaðið - 29.04.1971, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 29.04.1971, Blaðsíða 6
f 6 k INNRÉTTINGAR Vanti yður vandaðar innrétt- ingar í hýbýlí yðar, þá ieitið fyrst tilboða hjá okkur, — Trésm. Kvistur, Súðavogi 42, símar 33177 og 36699. KRUMPLAKK 10 nýir sumarirtir nýkomnir, hárautt og svart ásarrvt gömki iitunum. Sendum sýn- ishorn um aHt land. Litliskógur, sími 25644. KEFLAVlK — SUÐURNES Höfum kaupendur að 2ja—6 herb. íbúðum, raðhúsum og eintoýtishúsum. Háar útborg- anir. Fasteignasala Viihjálms og Guðfinns, s. 1263 og 2376. TVEGGJA TH. ÞRIGGJA hertoergja íbúð óskast fyrir einhleypa fullorðna konu. — Uppiýsingar í sima 25223. 2ja—3ja HERB. IBÚÐ ÓSKAST strax. Tæknifræðingur og háskólastúdent óska eftir íbúð strax. Uppiýsingar í síma 84466. HNAKKUR Nýr hnakkur til sölu, Sími 92-2210. KEFLAVlK — SUÐURNES Reiðtygi á hestinn, skeifur undir hestinn. Brautarnesti. KEFLAVÍK Issalan byrjuð aftur, Brautamesti. HAFNARFJÖRÐUR Forstofuherbergi eða kjatlara- hertoergi óskast um mánaða- mót sem næst Öldugötu. Upplýsingar í síma 52407, HERBERGI ÓSKAST til leigu. Upplýsingar í síma 26700, KEFLAVlK Mæðgur óska eftir 2ja—3ja herbergja íbúð nú þegar. Upplýsingar í síma 1420. HAFNARFJÖRÐUR — nágrenni Léttreykt svínakjöt, léttreykt dilkalæri með spekki á 268 kr. kg, ódýrir 1. flokks niður- soðnir ávextir. Kjötkjalalrinn Vesturbraut 12. UNGUR MAÐUR með stúdentspróf óskar eftir atvinnu í sumar. Allt kemur til greina. Tilboð leggist inn til Morguntol. fyrir mánaða- mót, merkt „7248". HAFNARFJÖRÐUR Ung kona óskar eftir vinnu atlan daginn í skrifstofu eða í verzlun. Nokkur reynsla. Upplýsingar í síma 52215 á kvöldin. HESTUR TU. SÖLU Þægilegur, brúnn, 10 vetra. Upplýsingar í síma 36993 eftir kl. 6 á daginn. MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUH 29. APRlL 1971 Hörmungatímar Um og upp úr aldamótunum 1600 dundu yfir Island hinir mestu hörmungatímar er komið höfðu siðan á 14. öld. Hjálpaðist þá allt að: ógurleg harðindi hvert árið eftir annað, mann- fellir og fjárfellir, og svo bætt ist þar ofan á, eins og til að kóróna eymdina, að verzlunar- einokuninná var dembt yfir ls- lendinga árið 1602. Harðindin hófust yfir alvöru á Magnúsarmessu fyrir jól árið 1600. Gerði þá almyrkva á sólu og skipti með þeim degi til harð inda. Var sá vegur aftaka harð ur frá jólum um allt Island og kallaður Lurkur, en sumir köll- uðu hann Þjóf. Margir Norð- lendingar, sem ætluðu suður á land, urðu þá úti á Tvídægru, og svo var frostið mikið, að hesta köl til bana, Enginn mundi þvilikan vetur og hófst fjárfellir snemma. Hafis rak að landinu og voru hafþök langt fram á sumar. Greri þá seint og var ekki kominn sauðgróður fyrr en á Jónsmessu. Því var þetta kallað Kynjaár. Næsti vetur var einnig mjög harður, og gerði þá mannfall mikið af sótt og harðæri, og var þessi vetur nefndur Píningavet- ur. Sauðafellir varð þá ógurleg- ur. Þá fórst farmaskip Skálholts staðar hjá Þorkötlustöðum í Grindavík og drukknuðu þar 24 karlmenn og ein stúlka. Síð an hefir Skálholtsstaður eigi átt farmaskip. Fjöldi manna flosn- aði þá upp um allar sveitir og streymdi snauður lýður að Skál holti, svo að brytanum ofbauð. Tók hann það þá til bragðs að brjóta niður steinbogann á Brúará, þvi að hann hugði að þá mundi fækka gustukamönn- um. Þegar Oddur biskup komst að þessu, varð hann bæði gram- ur og hryggur, og kvað hvorki sér né brytawum mundi happ af þessu verða. En brytinn drukkn aði skömmu siðar í Brúará. Veturinn 1603 varð hinn þriðji harðindavetur í röð. Varð þá mannfall mikið af sulti um allt Island. Þá var og fiskleysi og blóðsótt sú, er menn dóu af mörgum tugum saman i hverri khkjusókn og eyddust þá marg ir bæir. Var þá svo mikil um- ferð fátæks fólks um allt land að sýslumenn urðu í hreinustu vandræðum og voru kveðnir upp dómar viðs vegar um land- ið hvernig reynt skyldi að bjarga þessum öreigalýð. Árið 1604 var kallað Eymdar- ár og má nokkuð af nafninu marka hvernig högum manna var þá komið. Var þá hafís enn við land og hrundi fólk nið ur úr blóðsótt og hungri. Var þá talið, að þrjú seinustu árin hefði fallið 800 manns, er voru á vergangi í Skagafjarðarsýslu, en á öllu landinu hefði fallið 9000 manna. Næsti vetur (1605) var einn- ig harður og var fiskur lítill fyr ir sunnan land, en ekkert veidd ist nyrðra, enda var þá hafís mikilL Rak hánn austur fyrir land og síðan vestur með landi og mátti kalla hafþök alla leið vestur að Grindavík um vertíð arlok. Mikil var þá kvörtun út af þessum miklu harðindum og því sem af þeim leiddi, bæði við konung og höfuðsmann, enda var þá mikil þröng hér i landi, ekki sízt fyrir klæðleysis sakir, þvi að kvikfénaður var að mestu fallinn og engin ull til klæðagerðar. Þessar frásagnir eru teknar eftir annálum. En um Eifleiðing- ar harðindanna segir Espólín í Árbókum: „Draup við það nið- ur landið meira en á hinum næstu mannsöldrum hafði verið og fymtist æ meir allur mann- dómur og upphressingarhugur .. En svo mikil fávizka var þá með mörgum almúga um andlega hluti, og þankaleysi um annað en vanann einan, að eigi mundu menn eða varla trúa á vorum dögum." Efir þessar miklu raunir tók veðrátta heldur að batna og komu nokkur góð ár. En nú var komin yfir þjóðina sú ógæfan, er enginn renndi grun í hve þungbær mundi verða. Það var einokunarverzlunin, og hún gerði þessi eymdarár að nær tveimur eymdaröldum. Frá horfnum tíma FRETTIR Kvenfélag Háteigssóknar hefur sína árlegu kaffisölu í Tónabæ laugardaginn 1. mai og hefst hún kl. 2. Góðar veitingar á boðstólum. Kristniboðsfélag kvenna hefur kaffisölu í Betaniu 1. maí nlc. Húsið opnað kl. 2.30. AIl- ur ágóði rennur til kristinboðs ins í Eþíópíu. Tekið verður á móti kökum í Betaníu á föstu- dagskvöld og laugardag fyrir hádegi. Kvenfélag Laugarnessóknar heldur fund mánudaginn 3. maí kL 8.30 í fundarsal kirkjunnar. Sýndar verða myndir frá afmæl ishófinu. Rætt um sumarstörf. Kvenfélag Hreyfils Aðalfundur verður í kvöld að Hallveigarstöðum kl. 8.30. „Aumkið mig, aumkið mig, vinir mínir, því að hönð Guðs hefur lostið mig. — Jobsbók, 19, 21. í dag er fimmtudagur 29. apríl og er það 119. dagur ársins 1971. Eftir lifa 246 dagar. 2. vika sumars byrjar. Árdegishá- flæði kl. 9.09. (Úr íslands almanakinu). Næturlæknir i Keflavíb 28.4. Guðjón Klemenzson. 29.4. Jón K. Jóhannsson. 30.4., 1.5. og 2.5. Kjartan Ölafss. 3.5. Arnbjöm Ólafsson. AA-samtökin Viðtalstími er I Tjamargötu 3c frá kl. 6-7 e.h. Sími 16373. Ásgrimssafn, Bergstaðastræti 75, er opið sunnudaga, þriðjudaga og fimmtudaga frá kL 1.30—4. Aðgangur ókeypis. Mænusóttarbólusetning fyrir fullorðna fer fram í Heilsuvemd arstöð Reykjavíkur á mánudög- um frá kl. 5—6. (Inngangur frá Barónsstíg yfir brúna). Ráðgjafaþjónusta Geðverndarfélagsins þriðjudaga kl. 4—6 síðdegis að Veltusundi 3, ssími 12139. Þjón- ustan er ókeypis og öllum heim- U. Frá Ráðleggingastöð kirkjunnar Læknirinn verður fjarverandi um mánaðartima frá og með 29. marz. VÍSUKORN Trúlofun Þér ég færi fagran hring af fagmanns hendi unninn. Þegar allt er komið í kring, kyssi ég þig á munninn. Leifur Auðunsson, Leifsstöðmn. Árið hvert. Árið hvert, sem áfram líður mitt æfi minnar kvöld, það hefur stytt. Fært mér vizku, farsæld líf og þor. Fært mér trú á hamingju og vor. Friður. Hér er friður, hér er ró, hér er griðastaður. Hér býr mildi og hjartans fró, hér ég uni glaður. Eysteinn Eymundsson. Flint hinn ósigrandi í Nýja bíói Nýja Bió hefur sýnt síðan um páska hina ágætu ævmtýramynd um afreksverk njósnarans Derek Flints við mikinn fögnuð áhorf- enda. Sýningum fer nú að fækka. SÁ NÆST BEZTI Hann: „Ekki var gott svairið hans föður þíns." Hún: „HvaÆS sagðir þú?“ Hann: „Ég sagði, að ég fyrirfæri mér, ef ég fengi þig ekkb ég gæti ekki Ilfað án þín.“ Hún: „Hvað sagði hann þá?“ Hann: „Hann sagðb að hann sk-yldi kosta útförina mína." Múmínálfarnir eignast herragarð----------Eftir Lars Janson brre spindelvKv VAD GftRJ (SKICKbR ET7 BREV TILL KAN DU HXfKTA VÁRT EGE7 5PÖK.E DÁR- \r-------. HENvMA. OCKSÁ.HAN XR ,SA. NOGA MED N. SANT -> 30RDGUBBSSAFTEN' lMUMIN?_________- ctcutiVcvnUi Múmíninamman: Viltu færa mér jarðaherjasultu- krukkuna, strákur. Múminstrákurinn: Hvað ertu að gera, mamma? Múmínmamman: Ég er að senda bréf til draugsina okkar í Múmindal. Múmínmamman: Og svo set ég hér ofan á nokkra köngulóarvefi, þvi að hann er svo sérvitur. :3

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.