Morgunblaðið - 29.04.1971, Síða 14

Morgunblaðið - 29.04.1971, Síða 14
14 MORGUNBLAÐiÐ, FIMM'X uDAGUR 29. APRÍL 1971 Þéttskipaður salurinn á Landsfundi. Manngildi og mannhelgi — umræður á Landsfundi um stjórnmálayfirlýsingu SÍÐDEGIS í gær lauk 19. landsfimdi Sjálfstæðisflokks- ins. A árdegisfundi í gær hóf- ust umræður um stjórnmála- yfirlýsingu landsfundarins. Geir Hallgrímsson, formaður stjórnmálanefndar, gerði grein fyrir þeim drögum að stjómmálayfirlýsingu, sem nefndin lagði fram. Fundar- stjóri á árdegisfundinum var Gunnar J. Friðriksson. Um- ræðum var síðan framhaldið á síðdegisfundinum um stjómmálayfirlýsinguna og ályktun sjávarútvegsnefndar um landhelgismálið. Fundar- stjóri á lokafundinum var Ellert B. Schram, formaður Sambands imgra sjálfstæðis- manna. STJÓRNMÁLAyFIRLÝSINGIN Geir Hallgrímsson gat þess, að miðstjóm hefði fyrir hátiðir í vetur falið fulltrúum ungra sjálfstæðismanna að undirbúa drög að stjórnmálayfirlýsingu. Síðan hefði verið skipuð nefnd til framhaldsathugunar, sem lagt hefði drögin fyrir stjórnmála- nefnd landsfundarins. Geir sagði, að sameina yrði óskir manna og safna fólki undir merki sjálfstæð isstefnunnar. Sjálfstæðisflokkur- inn legði áherzlu á grundvallar- atriði, en ályktaði ekki um ein- stök úrræði í mannlegum sam- skiptum. ítrekuð væri i upphafi I 5 liðum meginstefna flokksins, svo sem hún hefði verið mörk- uð síðan á landsfundi 1963. 1 framhaldi af því væri lögð áherzla á einstaklinginn og vel- ferð hans, manngildi og mann- helgi. Til að ná þessu markmiði þyrfti að dreifa valdinu i þjóð- íélaginu. Ljóst væri, að stjórn- skipun og stjómsýslukerfið skipti miklu máli. Þá væri það ekki síður liður í dreifingu valds- ins, að efla sjálfstæði sveitar- félaganna. Geir Hallgrímsson gerði síðan nánari grein fyrir einstökum liðum yfirlýsingarinn- ar, en sagði að lokum, að éikveð- ið hefði verið, að stjórnmálayfir- lýsingin yrði almenns eðlis og um grundvallaratriði sjálfstæðis- stefnunnar , stefnu Sjálfstæðis- flokksins. Sigurður Helgason sagði, að nú væri oft rætt um hægri- og vinstristefnu í stjórnmálum, án þess að hugleitt væri, hvað fæl- ist á bak við þessi hugtök. Sig- urður taldi að aðstaða til frjálsr- ar samkeppni þyrfti að ríkja. Ábyrgðin væri flokksins í heild og landsfundar, er markaði stefn una. Sigurður lagði til m.a., að fellt yrði inn í ályktunina ákvæði um, að stefnt yrði að þvi, að hið opinbera hætti sem mest þátt- töku í atvinnurekstri. Sigurður lagði ennfremur mikla áherzlu á einmenningskjördæmi. Gunnar Bjarnason taldi eðli- legt, að atvinnumálastefna flokksins væri sífellt í endur- skoðun; hún ætti raunar alltaf að vera i deiglunni. Sjálfstæðis- menn þyrftu að skapa meiri samhygð um stefnu sína með framtíðarsjónarmið í huga. Lúðvíg Hjálmtýsson taldi heppi legt, að það kæmi fram, að Sjálf- stæðisflokkurinn vildi vinna að aukinni ferðamannaþjónustu. Ferðamannastraumurinn hefði farið vaxandi m.a. fyrir beinar aðgerðir ríkistjórnar og Alþing- is. Eliert Schram sagði, að ungir sjálfstæðismenn gengju ekki til landsfundar til að stofna til úlf- úðar. Þeir settu fram gagnrýni, þegar hún ætti við og einungis flokksins vegna. 1 framhaldi af seinasta landsfundi hefðu ungir sjálfstæðismenn fengið aukið traust innan flokksins og því hefðu þeir nú meiri áhrif en áð- ur; þannig væru t.a.m. þessi drög að stjórnmálayfirlýsingu tilkomin. Það væri nú tímabært fyrir flokkinn að setja fram sína grundvallarstefnu. 1 kosninga- baráttunni yrði flokkurinn að taka tillit til þess hvernig unga fólkið hugsaði. Einstaklingurinn, maðurinn sjálfur ætti að vera of- ar öllu öðru í þessari kosninga- baráttu. í stjórnmálayfirlýsing- unni ætti ekki að leggja áherzlu á smáatriði, heldur leggja megin þungann á grundvallarsjónar- miðin. Ingólfur Möller tók undir orð Gunnars Bjarnasonar um nauð- syn á róttækum mönnum á lands fundi; það færi vel saman við sína skoðun. Það væri grund- vallarstefna Sj álfstæðisflokksins að leggja rækt við einkarekstur og draga úr ríkisrekstri. Magnús Jónsson sagðist vera efnislega ánægður með þau drög, sem lögð hefðu verið fram. Hann taldi, að það fengi mestan hljóm- grunn að leggja höfuðáherzlu á grundvallarsjónarmið sjálfstæð- isstefnunnar, einstaklingsfrelsið. Unga fólkið vildi það. Magnús sagði ennfremur, að á undan- förnum árum hefði verið hafizt handa um athugun á ríkisrekstr- inum með sparnað fyrir augum; því ætti að halda áfram. PáU Daníelsson sagði, að frá sjónarhóli hins almenna borgara hefði ekki verið dregið úr ríkis- rekstri. Áríðandi væri, að Sjálf- stæðisflokkurinn markaði skýrt stefnu einstaklingsins; f ólkið teldi nú að gengið væri á frelsi þess. Jón E. Ragnarsson sagði, að sjaldan hefðu legið fyrir jafn góð drög að stjórnmálayfirlýs- ingu og nú. Uppreisn unga fólks- ins væri gerð gegn hvers kyns viðjum ríkisvaldsins. Megin- þorri unga fólksins væri að berj- ast fyrir einstaklingsfrelsi. Jón taldi ennfremur, að með öllu væri útilokað um langa framtíð, að Sameinuðu þjóðirnar gætu tryggt öryggi og frelsi smáþjóða. Jóhann Hafstein sagði, að breyting hefði orðið á frá fjötr- um til frelsis síðan viðreisnar- stjórnin tók við. 1 iðnaði hefði orðið stórkostleg aukning, sem að mestu væri byggð á einka- framtaki. Nýjar atvinnugreinar hefðu sprottið upp í frjálsum jarðvegi. Ásgrímur Hartmanns- son lagði ríka áherzlu á jafn- rétti allra landsmanna til mennt- unar. Ásgrímur lagði ennfremur áherzlu á búsetuskilyrði og sam- göngumál landsbyggðarinnar. Ríkisstjórnin hefði gjörbreytt allri aðstöðu landsmanna. Byggt hefði verið upp nýtt land og betra en nokkum dreymdi um fyrir tuttugu árum. Hjörtur Jónsson gat þess, a8 við byggjum við verðlagskerfi, sem væri frá því í stríðsbyrjun; það væri nú orðið úrelt og skað- legt. Þetta kerfi væri verðbólgu- myndandi, stuðlaði að flutningl fjármagns úr landinu og háu vöruverði. Páll Daníelsson sagði, að stjórnarandstaðan hefði ver- ið sérlega léleg og þess vegna hefðu sjálfstæðismenn haft góð tækifæri til þess að efla sinn eigin flokk. Sverrir Júliusson taldi mesta óvin Sjálfstæðisflokksins vera gleymskuna. Ef nógu rækilega væri bent á, hvernig hlutirnir hefðu verið áður fyrr, væri þaS eitt af sterkustu vopnunum I kosningabaráttunni. LANDHELGIN Pétur Sigurðsson gerði grein fyrir tillögum sjávarútvegsnefnd ar í landhelgismálinu. Land- grunnið væri talið hluti landsins sjálfs; íslenzk lög 'ættu þvi að ná yfir landgrunnið allt. Tímann fram að hafréttarráðstefnunni bæri að nota til að undirbúa mál- stað okkar. Gert væri ráð fyrir einhliða og tafarlausri útfærslu, ef t.d. ásókn erlendra skipa á miðin ykist. Það yrði eftir því tekið, að allar aðgerðir til að vernda fiskistofnana innan 12 mílna markanna yrðu okkur til styrfktar á erlendum vettvangi. Flestir væru sammála friðunar- aðgerðum á vissum svæðum. Loks sagði Pétur Sigurðsson, að það væri heiður sjálfstæðis- manna að hefj*. þetta mál upp yfir dægurþras. Guðmundur H. Guðmundsson taldi landhelgismálið eitt aðal- mál þjóðarinnar nú. Landhelgin hefði verið færð út af brýnni nauðsyn. Þess hefði ekki verið gætt nægjanlega að vernda fiski- stofnana. Sumir hefðu rætt um það, að það væri til bjargar botn- vörpunni að stækka möskvana; það væri hins vegar gagnslaust. Síðan sagði Guðmundur, aö aldrei hefði verið unninn jafn mikill sigur eins og í samningn- um við Breta 1961. Það væri furðulegt að kalla það nauðung- arsamninga, þegar sú þjóð væri beygð til að fallast á okkar sjón- armið. Sverrir Júlíusson sagði, að landhelgismálið væri annað sjálf stæðismál þjóðarinnar. Það hefði verið undir forystu Sjálfstæðis- flokksins, að friðunarlögin voru sett 1948. Á grundvelli þeirra hefði verið haldið áfram siðan. Stefnan nú væri rétt mörkuð; við værum smáþjóð, sem yrði að leita eftir samstöðu með öðrum þjóðum. Ráðherrar Sjálfstæðisflokksins og borgarstjóri svara f yrirspumum á Landsfundi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.