Morgunblaðið - 01.05.1971, Síða 8

Morgunblaðið - 01.05.1971, Síða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. MAÍ 1971 I DAG, 1. maí, hætast Loftleiða- hótelinu 110 tiý gistiherbergi, fuHkominn ráðstefnusalur, er tekur 100 nianns, stór samkomu- salur, veitingabúð (cafeteria), ný gestamóttaka, flugafgreiðsla o.fl. Er allt þetta til husa í nýrri álmu, sem tekin er í notkun i dag, réttum fimm áriim eftir að llótelreksturinn hófst. (Myndimar tók Öl. K. M.) Nýja viðbyggingin við Hótel Loftleiða sést hér lengst til vinstri. Gistirými Hótels Loftleiða tvöfaldast á 5 ára afmælinu Nýja álman tekin í notkun í dag Smíði nýju álmunnar hefur gengið mjög vel, því fyrsta skóflustungan var tekin 11. apríl í fjTra. Þetta er þó engin smá- smíði, því viðbyggingin telst 19.500 rúmmetrar. Þegar skýrt var frá áformum Loftleiða um stækkun hótelsins í febrúar i fyrra var jafnframt áætl- að að nýja álman yrði tek- in í notkun í dag, 1. maí. Stenzt sú áætlun fyllilega, því segja má að álman hafi verið opnuð i gaer- kvöldi með móttöku vegna um- dæmisþings Kiwanisklúbba á ís- landi, en þingið er haldið að Hótel Loftleiðum i dag. Fyrstu gestirnir í nýju álm- unni voru væntanlegir í dag. Eru það um 50 norrænir barþjónar, hingað komnir til að sitja mót barþjóna frá öllum Norðurlönd- unum. Verður mótið haldíð að Hðtel Loftleiðum dagana 2.—6. maí. Er það skemmtileg tilvilj- un að fyrstu gestirnir, er gistu Hótel Loftleiðir þegar það var opnað fyrir fimm árum voru ein- mitt norrænir barþjónar, hingað komnir sömu erinda og starfs- bræður þeirra nú. Nýja álman er fjórar hæðir og kjallari og er innangengt á samsvarandi ha;ðir eldra húss- ins. Gistiherbergin eru á þremur efstu hæðunum, og þar eru einnig á hverri hæð iitlar sebusto fur fyrir hótelgesti búnar sjónvarpstækjum og öðrum þaeg- indum. Öl'iuim gist iberbergjuniuTn fytgiii' forstotfa, bað og smyntiað- staða, útvarps- og sjónvarpskerfi auk síma. Á efsbu hæðirani er svo ,,gul lisivítan“, það er sknaut- lega búin viðlhafnaríbúð, sern hlotið hefur nafnið Jarðhæð nýju áilTmuinmar er æbluð ráðstefreuim og sam/kom um. Þar er fuillk/>niinn ráðsbefniu- saliur með hallandi góLfi og föst- um sæbuarn fyrir 100 mamns. Aft- an við þanin sal er svo sýningar- klefi og herbergi fyrir þýðenciur, en heymiartæki tenigd þýðemóa- ktefum oru við hvert seeti L saln- um. Geita fundargestir í ráð- stefniusal hiuistað á ræðuhöld á fjórnim tungumáium þegar um alþjóðaráðstefnur er að ræða. Er salur þessi sá elni sinnar tegundar hér á landi. Auk ráð- stefnusalarins er á hæðinni stór samkomu- oig fundarsalur, sem skipta má með hiljóðheidum dragveggjum i þrjá minni sali, og lltið funcfarherbergi fyrir um 20 manna. Þá er við hóteland- dyrið veitinigabúð (cafeteria) fyrir 120 manns. Hótielanddyrið hefur verið stækkað verulega og því gjör- breytt, ag nær það út í nýju átenuna. Þaðan er annars vegar gengið að sundlaug hótelsms og snyrtistofum kvenna, en hins vegar i stóra verzlun í kjaMara og að rakarastofu. 1 kjallaran- um eru svo fjórar kennsiliustof ur Ráðstefmisaluriim. þjálfunarskóla Loftleiða fyrir o. H. Þessi vandaða og viðamikla ný bygging er reist á skemmri ttena en áður hefur þekkzt um sam- bærilegar byggingar hérlendis og þótt víðar væri leitað. Nýja veitingabúðin. Verið var að leggja siðustu hönd á verkið þegar myndirnar voru teknar i gær. Frá þvi að gerð undirstöðu hússins hófst, 11. april 1970, eru liðnar um 48 vinnuvikur, þegar frá eru dregnar tafir vegna verk fallanna siðastliðið vor. Eftir verkföllin var öllum verkáætlun- um breytt þannig, að verktök- um tókst að steypa upp húsið fyrir 1. september sl. haust, en það var skilyrði þess að húsið yrði fullgert nú, 1. maí. Forsendur fyrir slíkum bygg- ingarhraða voru skipulögð fjár- mögnun, nákvæmar verkáætlan- ir, hönnun mannvirkisins niður í minnstu smá atriði, skipulögð innkaup efnis auk hagnýtingar nýjunga í byggingartækni. Síð- ast en ekki sízt má þakka þenn- an árangur öruggri verkstjórn, leikni iðnaðarmanna, og áhuga alira á að verkinu yrði lokið á tiiskildum tíma. Til dæmis um byggingarhrað- ann má geta þess, að rúmlega tveimur dögum hefir að meðal- tali verið varið til að fullgera hvert gistiherbergi, en í því felst að steypa húsið upp frá grunni, leggja öll leiðslukerfi, flísa- leggja, smiða ailar innréttingar og húsgögn, vefa teppi, glugga- tjöld o.s.frv. Samtímis hafa ver- ið fullgerð hin miklu salarkynni á fyrstu hæð, og í kjallara, með tilheyrandi húsbúnaði. Margir verktakar hafa lagt gjörva hönd að þessu verki. Má t.d. geta þess, að stundum hafa 49 verktakafyrirtæki verið sam- tímis starfandi í húsinu, og orð- ið að grípa inn í verk hvert ann- ars á réttu byggingarstigi. I skipu lagningu verka þurfti þess vegna ekki einungis að ákveða hvada dag hver aðili ynni sín verk, heldur hvenær dagsins. Teiknistofa s.f. Ármúla S, Reykjavík teiknaði nýbygging- una, svo og allar innréttingar og Húsgögn. Hafa þeir Gísli Hall- dórsson arkitekt og Ölafur Júlí- usson byggingartæknifræðingur haft yfirumsjón með verkinu og daglegt eftirtit með framkvæmd- um af hálfu Teiknistofunnar og annazt útboð og verksamninga við verktaka að hinum ýmsum verkþáttum. Framkvæmdaaðili í umboði stjórnar Loftleiða var byggingarnefnd, þannig skipuð: Erling Aspelund hótelstjóri, Finn björn Þorvaldsson, deildarstjóri, Martin Petersen, deildarstjóri og Þorvaldur Daníelsson, bygginga- fulltrúi. Sá siðastnefndi var bygg ingarstjóri Loftleiða og fór með framkvæmd á byggingarstaðnum og eftirlit af hálfu félagsins. f herbergjum Hótels Loftleiða er nú unint að hýsa 436 gesti. í öllum öðrum salarkyrvnum, þar með töldum vínstúkum og ráðstefnusal, geta 1140 gestir ver ið samtímis. Eru þó ekki talitt önnur afdrep, svo sem hár- greiðslu-, raikara- og snyrt.istof- ur, verzlun og baðdeild. Þegar þess er gætt, að starfslið hótels- ina er. um 180 manins. þá lætur nærri, að í hótelinu geti sam- tírnis verið jafnimargir og þeir, sem heima eiga í byggðarlagi, sem telja mætti allfjölmennt á ísiandi og er t. d. auðsætt að allir íbúar Neskaupstaðar myndu rúmast þar vel samtímia. Þegar stjóm Loftleiða boðaði til fréttamannafundarins hiinn 6. febrúar 1970 kom það fram, að miðað við bær áætlanir, sem þá höfðu verlð gerðar um nýbygg- iinguna myndi hún, að verðlagi lítt breyttu kosta fuhgerð um 130 milljóniir króna. Á því tíma- bili, sem nú er að baki, hafa meiri breytingar orðið á hvoru tveggja en þá var ætlað, og munu lokatölur reikningsskUa þeste vegna reynast nokkru hærri en þá var gert ráð fyrir. Eins og fyrr segir er fyrsta samkoman i nýju álmunni þegar hafin með umdæmisþingi Kiw- arais, og síðan taka barþjónarnár við. En fyrsta stórverkefnið í rekstri nýju álmuMniar verður ársþing EFTA, sem hefst 10. maí og stendur út vikuna. Á fjórðia hundrað manrns taka þátt í þing- inu, og verða þing- og nefndaM- fundir haldnir í öllum fundaie- sölum hótelsins. Hefur 181 af 218 gisbiherbergjum hótelsins veríð frátekið fyrir fundarmenn, en af þeim verða 23 notuð fyrir skríf- stofur. Þá verður „gullsvítan" vígð, því þar á að búa Sir Jolvn Coulson, forstjóri EFTA. Alls hafa 18 ráðistefnur verið bókaðar að Hótel Loftleiðum niú í vor og fram á haust, og þegar hafa borizt sex pantanir fyrir ráðstefnuhöld á næsta ári og tvær fyrir árið 1973. Aúk þess hafa borizt fyrirspurnir frá fteiri aðiilum, og verður ekki annað séð en að næg vertkefai séti fr-aim- undan.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.