Morgunblaðið - 01.05.1971, Síða 15

Morgunblaðið - 01.05.1971, Síða 15
MÖRGÚNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. MAl 1971 15 75 ára í dag; Þorvaldur Ólaf sson frá Arnarbæli í Ölfusi — 75 ára er I dag Þorvaldur Ólafsson frá Arnarbæli í Ölfusi. Ærin ástæða er til að minnast svo merks manns á slikum tíma- mótum, en sem betur fer ótíma- bært með öllu að rekja æviferil hans og ágæti i eftirmælastíl og vissara að gera það ekki, meðan von er á viðbrögðum af hans hálfu. Eínhvern veginn barst mér sú vitneskja notður á Akureyri fyr ir aldarfjórðungi eða svo, að á Suðurlandi væri bóndi nokkur, sem léki sér áð þvi að hafa í fuliu tré við þjóðmálaskörunga og ræðusnillinga eins og sr. SveinbjÖrn Högnason og fléiri i málflutningi á mannfundum. Hlýtur þetta hafa þótt saga til næsta bæjar, úr þvi hún komst inn í hausinn á mér, unglingi í öðru landshomi. Fljótt komst ég að því, er ég kvnntist Þorvaldi Ólafssyni fyr ir um fimmtán árum hér i Reykja vík, að þar væri kominn bónd- inn af Suðurlandi, sem áður get ur. Hann var þá i forystu þeirra manna, sem tóku Iðju, félag verk smiðjufólks í Reykjavík, úr 'höndum kommúnista og var rit- ari félagsins um árabil. Vegna þátttöku í kiarasamn- ingum Iðju, sat ég eitt sinn fund 1 félaginu, þar sem hörð hríð var gerð að stjóm þess. Kom það einkum í hlut Þorvalds að mæta áhlaupi þessu. Á ég þess varla von aftur að sjá ræðu mann mæla i líkingu við það, sem Þorvaldur gerði á fundi þessum. Sá ég þá, að sagan um ssunnlenzka bóndann hafði ekki Verið orðum aukin. Þrátt fyrir verulegan aldurs- rmm tókust með okkur Þorvaldi góð kynni, sem haidizt hafa óslitin. Þótti mér fljótt með ein- dæmum, hvað maðurinn hafði mikið fram að færa á mörgum sviðum. Er talið barst að skáld- iskap kom í ljós, að Einar Bene- diktsson kunni hann allan. En gagnstætt þeim, sem tönnlast á Einari Ben. eins og einhverjum eiiífðarharðfiski og kunna fátt annað, reyndist Þorvaldur jafn- vígur á flest það, sem máli skipti í hefðbundnum skáldskap íslenzkum. Þegar hann svo fór að þylja erlend Ijóð þ.á.m. þýzk, fór mér að þykja nóg um. Klass- íska músík ræddi hann af meiri þekkingu en svo, að ég væri við ræðuhæíur. Fleira mætti nefna af þessu tagi, en skemmst er frá því að segja, að þessi óskólagengni erf iðisvinnumaður er með gagn- menntaðri mönnum, sem ég hefi kynnzt. Vafalaust gætir þar áhrifa frá föðurgarði, en heim- ili sr. Ólafs í Arnarbæii, föður Þorvalds, mun hafa verið mikið menningarheimili, þar sem bók- menntir, söngur og tónlist var sjálfsagður hlutur í daglegu lífi. Lífshlaup Þorvalds hefur ver- ið fjölbreytt og ekki ævinlega i föstum skorðum. Auk búskapar hefur hann stundað sjómennsku og siglingar og unnið fieiri störf en ég kann upp að telja. Eftir kynni mín af Þorvaldi, þótti mér það ekkert merkilegt, er Halldór Dungal fræddi mig á þvi eitt sinn, að hann hefði fengið Þorvald til að syngja gamanvísur í útvarpið á fyrstu árum þess, en Halldór stóð þá fyrir auglýsingaútvarpi með skemmtiatriðum i hádeginu. Fyrir strið var Þorvaldur i framboði til Alþingis í Árnes- sýslu með Eiríki Einarssyni frá Hæli. Fengu þeir meira kjör- fylgi en andstæðingum Fram- sóknarflokksins tókst að ná í einn til tvo áratugi þar á eft- ir. Áttu þeir þó ekki færi á þingsæti, vegna ranglátrar kjör dæmaskipunar, sem ekki var leið rétt fyrr en 1942. Þótt Þorvaidur hafi mátt reyna mótbyr og ýms áföll um dagana, hefur það hvergi náð að beygja hann. Hann hef- ur alla tíð verið höfðingi og heimsmaður, heillað konur ög drukkið vin og er enn hress og andlega heill. Einhverjum finnst e.t.v., að ekki hafi náðst rétt hlutfall milii hæfileika hans og veraldlegs frama, en Þorvaldur er sáttur Við tilveruna og sér ekki eftir þeim herkostnaði, sem hann hefur greitt fyrir að lifa lifinu á sinn hátt. Mér hefur verið það einstök ánægja og ávinningur að kynn- ast Þorvaldi Ólafssyni og fyrir það þakka ég honum um leið og ég óska honum allra heilla á þessum merkisdegi. Magnús Óskarsson. Heimili Þorvalds er að Greni- mel 12, Reykjavik. VORHATÍD Húnvetningafélagsins í Reykjavík Sunnudapinn 9. maí n.k. efnir Húnvetningafélagið í Reykjavík til vorhátíðar i Súlnasal Hótel Sögu. Samkoman hefst kl. 20. Dagskrá: 1. Ræða, síra Þorsteinn B. Gíslason frá Steinnesi. 2. Grímstungubræður kveða. 3. Þjóðdansasýning: Þjóðdansafétag Reykjavíkur. 4. Ingþór Sigurbjörnsson fer með lausavísur. 5. Skemtiþáttur, Jón B. Gunnlaugsson. 6. Drápa til Húnaþings, Þórhildur Sveinsdóttir. Einsöngur, Guðrún A. Símonar. 8. Dansað til kl. 1. Samkomustjóri: Baldur Pálmason. Húsið opnað kl. 19.00 fyrir matargesti. Húnvetningar eru hvattir til að fjölmenna og taka með sér gesti. ATH. Aðeins rúllugjald. NEFNDIN. VÖKULL HF. HR,NGB.RA;Lnn -----------------------simi 10 600 AKUREYRI: GLERÁRGÖTU 26 .. sími 213 44 Hinn stórglæsilegi fransk-byggoi Chrysler er kominn til landsins. Við getum boðíð til afgreiðslu þrjár gerðir 160-160GT;- 180. KOMIO SKOÐIÐ OG REYNSLUAKIO CHRYSLER 1971. Verð frá kr. 360.000 HVAO ER ÞAÐ FYRIR CRYSLER? CHRYSLER CHRYSLER Hinn 5 manna Chrysler 1971 býður upp á allt það bezta í einum fiölskyldubil: - AA/IERÍSKUR STYRKLEIKI - EVRÓPSK GÆDI - VIO YÐAR HÆFl - ÞETTA ER BÍLIINN SEM FER SIGURFÖR UM EVRÓPU í ÁR. Chrysler 1971 er draumur fjölskyldunnar. Þorsteinn Stefánsson skipstjórí er einn þeirra íslenzku sjómanna, sem njóta elliáranna að Hrafnistu að vel loknu dagsverkl. Hann er f hópi þefrra dugnaðarmanna sem stuðlað hafa að velmegun þjóðarlnnar með starfi sinu og hefir stundað sjó- mennsku frá barnsaldri i flestum tegundum skipa. ÞORSTEINN STEFÁNSSON skipstjóri Að dagsverki loknu eiga aldraðir rétt i því að njóta hvfld- •r og öryggís, og þeir sem yngrí eru, standa I þakkarskuld vlð þi og geta eýnt það f verkl með þvf að kaupa kapp- drættismiða DAS — og stuðla jafnframt að eigin mögu- leikum til stórhapps.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.