Morgunblaðið - 01.05.1971, Side 24

Morgunblaðið - 01.05.1971, Side 24
24 MORGTJNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. MAÍ 1971 1. maí hátíðisdagur verkalýðsins Framhald af bls. 11. an aeskulýð en flest annað. líennarar gera sér íyUilega Ijóst, að hve miklu leyti fram- þróvín skólamála er undir hæfni kennslukraftanna komin. Gæði kennslunnar hljóta að takmark- ast við gæði þess vinnuafls, sem framkvæmir hana. Fullnægjandi kennaramenntun, síopnar leiðir til framhalds — og endurmennt- imar og mat til iauna í samræmi við kröfur til starfsins, — það eru þær kröfur, sem kennurum koma fyrstar í hug sjálfra sín yegna í dag. 1 kröfum þeim, sem við gerum fyrir hönd nem- enda okkar, mætast svo að síð- ustu algerlega hagsmunir okk- ar og hinna raunverulegu vinnu veitenda, hinna ónefndu for eldra úr öllum stéttum, sem fela skólum landsins börn sin í hend ur á hverju hausti: Að skóla- kerfi iandsins sé þannig úr garði gert, að það skili af sér ungu fólki með viðtæka íræðiþekkingu, með skilning á sjálfu sér og sínu umhverfi og samheimi, fordómalausri virð ingu fyrir hverjum sínum ná- unga, og getu og viija til þess að tjá sig um sín eigin mál og sinnar samtíðar. Þetta eru þær kröfur, sem hæst ber í Félagi gagnfræðaskólakennara i Reykjavík þennan fyrsta maí- dag 1971. Við sendum öðrum íslenzkum launþegum beztu kveðjur, og teljum kröfur okk- ar ekki síðri verkalýðsmál en hver önnur Víkingur Guðmundsson. Næg atvinna fyrir alla nyrðra Rætt við Víking Guð- mundsson, bónda og verkamann. Víkingur Guðmundsson, bóndi á Grænhóli við Akureyri, er formaður málfundaféiagsins Sleipnis þar nyrðra, sem er fyrst og fremst félagsskapur iaunþega. Víkingur var á ferð í Reykjavik fyrir skömmu og sat á Landsfundi Sjáifstæðisfiokks- ins. Notaði Mbl. þá tækifærið og hitti hann að máli. Hann var fyrst spurður um tiigang féiags ins. — Markmið þess er fyrst og fremst að auka þekkingu féiag- anna á stjórnmáium, og gera þá hæfari í iífskjara- og stjóm- málabaráttunni almennt. Þetta er félagsskapur þeirra, sem lengst eru til vinstri innan Sjálfstæðisflokksins; fyrst og fremst eru félagamir launþegar, t.d. iðnaðarmenn en geta einnig verið með eigin smáfyrirtæki, þar sem þeir eru húsbændur en launþegar jafnframt. — Hvernig er þetta félag til- komið? — Það var stofhað af Eiríki Einarssyni, verkamanni á Akur eyri, og upphaflegt markmið þess var að fá verkalýðinn til samvinnu við Sjái fstæðisf lokk- inn. Félagið er þó ekki miðað við iaunþega eingöngu, heldur er þetta félagsskapur áhuga- manna um kjör iaunþega. — Hvað átt þú við, þegar þú ræðir um Sleipni sem félag þeirra, sem lengst standa til vinstri af Sjálfstæðismönnum? — Jú, við verðum þá að hafa í huga, að upphaflega var farið að ræða um hugtökin vinstri og hægri í stjórnmálum í franska þinginu á dögum frönsku bylt- ingarinnar, og stafaði af því, að fulltrúar aiþýðunnar sátu vinstra megin I þinginu en full trúar yfirstéttanna hægra meg- in. í daglegu tali nú er hugtak- ið vinstri aimennt notað um launþega og hægri um þá, sem betur eru settir fjárhagslega, því að ekki er um aðra stéttar skiptingu að ræða í íslenzku þjóðfélagi en efnahagslega. Vinstri menn í Sjálfstæðis- flokknum eru þvi þeir menn, sem taka laun sín hjá hinum ýmsu atvinnurekendum, þeir sem vilja byggja upp atvinnu- rekstur á félagsgrundvelli og svo þeir sem eru með smáat- vinnurekstur. Það er því engan veginn raunhæft að tala um Sjálfstæðisflokkinn sem hægri flokk einvörðungu — hann hef- ur að geyma bæði þessi öfl. -— Þú ræðir um atvinnurekst ur á féiagsgrundvelli. Samræm- ist það stefnunni um einkafram- takið? — Vissulega. Að minum dómi er einkaframtakið fólgið í hverj um einstaklingi, og við teljum Sjálfstæðisfiokknum það fyrst og fremst til gíldis, að hann leyfir einstaklingnum að njóta sín. Með atvinnurekstri á félags grundvelli á ég einkum við það, að hafi einhver ekki fjárhags- legt bolmagn til að koma hugð- arefnum sínum i framkvæmd, geti hann það með því að fá fleiri til liðs við sig. — Hver er meginskoðun þín í verkalýðsmálum almennt? —- Ég tel, að tryggja verði verkamönnum og öðrum í hópi hinna lægst launuðu sama rétt til gæða lífsins og aðrir eru að- njótandi. Verkamaðurinn vinnur á sama tima og námsmaðurinn nemur. Hann er hið skapandi afl þjóðféiagsins meðan hinn er neytandi, og hann á ekki að þurfa að gjalda þess með mun iakari lifsafkomu en hinir hijóta þegar þeir eru tilbúnir til starfa í þjóðfélaginu. Að lokum spyrjum við Vik- ing tíðinda úr heimabyggð hans: — Ég get aðeins sagt góðar frétt ir úr héraði, svarar hann. -— Veðurfar í vetur hefur verið með eindæmum milt. Mjög lítið hefur borið á atvinnuleysi, og þó að alltaf birtist tölur um það, tel ég að skráning atvinnuieys ingja sé verulega villandi og oft blekking. Ég hef sjálfur starfað tíma og tíma sem verkamaður með mínu búi, og hef haft að- stöðu til að fylgjast með því, að aldrei hefur verið hægt að manna tvö skip í uppskipun samtímis, allan atvinnuleysistim ann nema með því að sækja menn út í sveitir. Nú er svo komið, að allir eiga að geta feng ið jafn mikla vinna og þeir óska eftir. Að vísu verður vafa laust erfiðleikum bundið, eins og oft áður, að útvega skóla- fóiki atvinnu yfir sumarið. En i því sambandi má geta þess, að ýmsir nyrðra furða sig á því, að Sambandsverksmiðjumar á Akureyri skuii loka yfir sumar- leyfistimann, því að ætla má að þær geti tekið við stórum hluta vinnuaflsins sem losnar á vorin um leið og skólar hætta. Símon Teitsson. Kjarabaráttan markist af hagsmunum hinna vinnandi stétta segir Símon Teilsson, járnsmiður. Morgunblaðið ræddi við Simon Teitsson, jámsmið í Borg amesi, en hann starfar hjá Bif- reiða- og trésmiðju Borgarness og hefur gert frá þvi 1942. Símon var hér á ferð vegna landsfundar Sjálfstæðisflokks- ins. —- íbúatala Borgarness er nú miili 11 og 1200 manns, segir Símon okkur. — Aðalatvinnuveg ur þorpsins er ýmis iðnaður og verzlun ásamt ýmiss konar þjón ustu viðvíkjandi verzluninni, en hún annast aliar næriiggjandi sveitir. Iðnaðurinn er aðallega í sambandi við bifreiðaverkstæðin eða í tengslum við kaupfélagið. Verkstæðið, þar sem ég starfa, hefur þó gert meira en að þjóna héraðinu einu. Sérsvið okkar hefur verið yfirbyggingar á bíla og við höfum einnig byggt tölu- vert fyrir aðila annars staðar á landinu — allt austur á Neskaupstað, vestur á firði og fyrir aðila í Reykja- vik. Þegar mest hefur verið að gera hafa um 20—30 manns starfað hjá fyrirtækinu. Verzlun in er að langmestu leyti á veg- um kaupfélagsins. SÍS-skipin koma til Borgarness með vam- ing, og þaðan eru fóðurflutning amir fyrir Borgarfjörð og Snæ- fellsnes. — Hvert er þitt álit á verka- lýðsbaráttunni núna? — Mér finnst nokkuð á það skorta, að kjarabaráttan nú á dögum hafi í för með sér raun- hæfar kjarabætur fyrir laun- þegana, og þessi barátta sé of oft af póiitiskum toga spunnin. Launþegamir fá ekki nógu mik ið út úr kjarabaráttunni, því að ég fæ ekki séð að kaupið núna dugi okkur miklu betur en fyr- ir nokkrum árum. Því vii ég láta ganga þannig frá hnútunum, að kjarabaráttan geti ekki markazt af neinum öðrum sjónarmiðum en hags- munum hinna vinnandi stétta, og ekkert annað blandist þar sam an við. Mér hefur til að mynda stundum fundizt verkföll undan farinna ára hafa mótazt fremur af pólitískum skoðunum en hags munum og það verður að fyrir- byggja í framtíðinni. Marteinn Einarsson. „Ríkisvaldið komi til móts við launþega“ Rætt við Martein Ein- arsson. Marteinn Einarsson, verka- maður á Höfn í Hornafirði var fyrir skömmu á ferð I Reykja- vik og sat hér Landsfund Sjálf- stæðisflokksins. Morgunblaðið átti þá við hann stutt rabb. — Hvar starfar þú, Marteinn? -—- Ég starfa í frystihúsinu í Höfn, svarar hann. ■— Ég er að vísu orðinn öryrki, en hef feng ið að starfa áfram í frystihús- inu, af því að þar var ég búinn að vinna í 8 ár áður en ég var dæmdur öryrki. Áður var ég hins vegar bóndi að Ási í Nesja hreppi. — Hvernig unir þú þínum hag? — Ég uni hag mínum bæri- lega. Það hefur verið næg at- vinna á Höfn núna undanfarið — jafnvel of mikil, að sumum finnst. Á sumrin er oft unnið all- ar helgar meðan humarvertiðin stendur sem hæst, því að verka verður fiskinn samstundis og hann berst á land til að frysta flokks vara fáist úr hráefninu. — Hver eru helztu atvinnu- íyrirtækin eystra ? — Á Höfn er eitt frystihús, tvær söltunarstöðvar og beina- og fiskimjölsverksmiðja, ásamt síldarbræðslu, sem er víst hluta félag. Öflugasti atvinnurekstur- inn er í höndum kaupfélagsins, þar eð fis'kiðnaðurinn er allur á þess vegum. Þegar mest er um að vera er' skortur á vinnuafli heima fyrir þvílíkur, að kaupfé- lagið verður að sækja fjölda fólks utan af iandi — allt til Rcytkjavíkur —- til að hafa und- an. Talsverð atvinna er einnig í sambandi við byggingariðnaðinn x þorpinu. Ótrúlega mikið hefur verið byggt á síðustu 5—6 ár- um, og hygg ég að framfarirnar í þorpinu séu einna mestar á þvi sviði. — Hvað um verkalýðsmálin á staðnum og skoðanir þínar á launamálum? — Verkalýðsfélagið á staðnum er talsvert öflugt en ég hef þó ekki tekið svo virkan þátt I starfsemi þess, að ég geti um það fjallað. Ég virðist hafa nokkuð sérstæðar skoðanir á launamálum. Auðvitað er ég samþykkur þeim kröfum, að verkamenn eigi að hafa eins góð laun og kjör og mögulegt er. Hins vegar álit ég, að fleira geti komið til en beinar kauphækkanir, t.d. að rikisvald ið komi á móti okkur launþeg- unum og gefi eftir í sköttum, sem gæti jafnvel verkað eðlileg ar en bein kauphækkun í vas- ann. Marteinn kvaðst að lokum að- eins viija undirstrika það, að kaupfélagið væri sá aðiii á Höfn sem öll atvinna ylti meira eða minna á, og uppbygging stað arins væri undir góðri afkomu kaupfélagsins komin. Sigurður G. Sigurðsson Varanleg yerð- stöðvun gæti tryggt kaupmátt launa segir Sigurður Guðmann Sigurðsson, múrari. Með stofnun Bárufélaganna laust fyrir síðustu aidamót hófst fyrsti visirinn að íslenzkri verkalýðsbaráttu, það voru sjó- mennimir, sem ruddu brautina, síðan komu iðnaðarmenn og loks verkamenn með stofnun Dags- brúnar árið 1906. Enda þótt sú barátta hafi í fyrstu verið þungsótt og marg- ir erfiðleikar í vegi er árang- urinn fyrir löngu orðinn mik- ill. Við getum fagnað styttri vinnudegi, betri aðbúð á vinnu- stöðum, sæmilegum tryggingum, lífeyrissjóðum og fleiru, ásamt hærri kaupgreiðslum, að minnsta kosti, að krónutölu. — Þó virðist hinn raunverulegi hagur flestra launþega naumast betri, en áður var, miðað víð FELAGSSTARF SJÁLFSTÆÐISPLOKKSINS BINGO AÐ HOTEL BORG Hvöt, félag Sjálfstæðiskvenna, hefur sitt glæsilega SUMAR-BINGÓ að Hótel Borg miðvikudaginn 5. maí kl. 8,30 e.h. Meðal vinninga er tveggja daga veiðileyfi, gisting og matur i Laxá i Kjós og fjöldi annarra glæsilegra vinninga að vanda. Félagskonur fjölmennið og takið með ykkur gesti. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. STJORNIIM.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.